Íþróttir

Fréttamynd

Cannavaro þakkar landsliðinu og Juventus

Ítalska landsliðið og Juventus voru Fabio Cannavaro ofarlega í huga í kvöld þegar hann tók við Gullknettinum, sem er viðurkenning sem afhent er knattspyrnumanni ársins að mati franska tímaritsins France Football. Cannavaro tileinkaði hluta verðlaunanna heimaborg sinni Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári semur við Adidas

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði í gær undir samning við íþróttavöruframleiðandann Adidas sem gilda mun til ársins 2012. Samkvæmt samningnum mun Eiður leika í Predator skóm Adidas á næstu árum og mun taka þátt í þróun á nýjum vörum frá fyrirtækinu. Hann kemst þar með í hóp stórstjarna á borð við Beckham, Kaka og Gerrard sem þegar eru með samning við Adidas.

Fótbolti
Fréttamynd

Vialli spáir Manchester United sigri

Gianluca Vialli, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Manchester United sé líklegasta liðið til að hampa Englandsmeistaratitlinum í vor vegna þeirrar auknu áherslu sem lögð sé á Meistaradeildina í herbúðum Chelsea.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tottenham að fá ungan markvörð

Allt stefnir nú í að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham muni fá enska U-21 árs landsliðsmarkvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland í sínar raðir í janúar. Sunderland fær í staðinn ungverska markvörðinn Martin Fulop og eina milljón punda ef af skiptunum verður, en þau geta ekki klárast formlega fyrr en í janúar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Blatter útilokar sjónvarpstækni við dómgæslu

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur gefið það sterklega í skyn að ekki verði notast við sjónvarpstækni við dómgæslu í knattspyrnu á meðan hann sitji í forsetastóli hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Hann vill þó taka marklínubúnað upp á stórmótum sem fyrst.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern íhugar að segja sig úr G-14

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, vandar félögum sínum í G-14 ekki kveðjurnar í viðtali við þýska blaðið Kicker í dag og ræðst þar sérstaklega að eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Hann segir Bayern vera að íhuga að segja sig úr G-14.

Fótbolti
Fréttamynd

Tevez biðst afsökunar

Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum á laugardaginn þegar hann stormaði beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í viðureign liðsins gegn Sheffield United - fyrsta deildarleik liðsins eftir að Eggert Magnússon tók við formennsku hjá félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Handboltamenn stofna G-14

Handknattleiksforystan í Evrópu hefur nú fetað í fótspor kollega sinna í knattspyrnunni og hefur stofnað sitt eigið G-14 samband. Það er samband 14 stærstu félagsliða Evrópu sem koma frá 8 löndum og verður samtökunum ætlað að bæta tengsl félagsliða við Alþjóða- og Evrópusambandið í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Skaut vin sinn til bana vegna 1500 króna veðmáls

Rúmlega fertugur karlmaður skaut vin sinn til bana í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum um helgina eftir að þeir lentu í deilum vegna 1500 króna veðmáls þeirra á leik í háskóladeildinni í ruðningi.

Sport
Fréttamynd

Cannavaro fær Gullknöttinn

Þýskir fjölmiðlar hafa nú gefið það út að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid verði sæmdur titlinum knattspyrnumaður Evrópu og fái Gullknöttinn frá franska blaðinu France Football. Úrslitin verða formlega kunngjörð í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Börn sitja í fangelsi fyrir að horfa á fótbolta í sjónvarpi

Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast í gær þegar löggæslumenn stjórnvalda í Sómalíu réðust inn í kvikmyndahús þar sem 150 manns fylgdust með leik Manchester United og Chelsea. Íslamskir ráðamenn í landinu hafa fordæmt allt íþróttaáhorf í sjónvarpi og líta á menn sem horfa á fótbolta sem glæpamenn.

Enski boltinn
Fréttamynd

McLaren er að eyðileggja feril Hamilton

David Coulthard, ökumaður Red Bull í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður McLaren, segir að Ron Dennis og félagar hjá McLaren séu mjög líklega að eyðileggja feril hins efnilega Breta Lewis Hamilton með því að gera hann að aðalökumanni of snemma.

Formúla 1
Fréttamynd

Við vorum heppnir

Fabio Capello viðurkenndi fúslega að hans menn í Real Madrid hefðu haft heilladísirnar á sínu bandi í gær þegar þeir lögðu Valencia 1-0 á Mestalla í Valencia. Þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 13 mánuði, en Fabio Capello er greinilega að setja stimpil sinn á lið Real Madrid sem nú situr í þriðja sæti deildarinnar á eftir Barcelona og Sevilla.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson sagður vera með framherja í sigtinu

Sænskir og ítalskir heimildarmenn halda því fram í dag að Sir Alex Ferguson hafi í huga að reyna að fá hinn 17 ára gamla sókarmann Goran Slavkovski í raðir Manchester United í janúar. Slavkovski þessi er yngsti leikmaðurinn í herbúðum Ítalíumeistara Inter Milan og hefur verið líkt við Zlatan Ibrahimovic vegna uppruna síns og hæfileika.

Enski boltinn
Fréttamynd

Calderon ekki búinn að gefast upp

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, er enn ekki búinn að gefa upp alla von á að lokka brasilíska miðjumanninn Kaka hjá AC Milan til Madrid. Real skrifaði undir sjónvarpssamning á dögunum sem færir félaginu yfir milljarð evra í tekjur og Calderon segir að í kjölfarið verði félaginu fært að bjóða í alla bestu knattspyrnumenn heimsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Banni aflétt á Írana

Alþjóða knattspyrnusambandið aflétti í dag keppnisbanninum sem það setti á landslið Íran á dögunum og því geta Íranar tekið þátt í Asíuleikunum eins og til stóð. Sepp Blatter forseti FIFA segir þó að þessi ráðstöfun sé skilyrðum háð og hefur sambandið fengið frest til 5. desember til að koma sínum málum á hreint. Bannið var sett á í kjölfar þess að stjórnvöld í landinu höfðu óeðlileg afskipti af knattspyrnusambandinu í landinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mido verður frá keppni í tvær vikur

Framherjinn Mido hjá Tottenham verður frá keppni næstu tvær vikurnar eftir að í ljós koma að hann er með rifinn vöðva í nára. Þessi 23 ára framherji skrifaði undir samning við félagið í sumar en hefur skorað 17 mörk á þeim tíma sem hann hefur leikið með Tottenham - lengst af sem lánsmaður frá Roma á Ítalíu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fimmti sigur Denver í röð

Carmelo Anthony skoraði 33 stig þegar Denver lagði LA Clippers á heimavelli 103-88 í NBA deildinni í nótt. Þetta var fimmti sigurleikur Denver í röð í deildinni og er Anthony stigahæsti leikmaður deildarinnar það sem af er með 31 stig að meðaltali. Corey Maggette var besti leikmaður Clippers í leiknum með 22 stig og 12 fráköst.

Körfubolti
Fréttamynd

Hunt óskar eftir fundi með Petr Cech

Miðjumaðurinn Stephen Hunt hjá Reading segist ætla að fara þess á leit við Petr Cech, markvörð Chelsea, að hann hitti sig að máli maður á mann þegar liðin eigast við að nýju í kring um jólin. Cech hefur ekki spilað með Chelsea síðan hann höfuðkúpubrotnaði í viðskiptum sínum við Hunt í deildarleik í síðasta mánuði.

Enski boltinn
Fréttamynd

Grindavík lagði Snæfell

Grindavík lagði Snæfell 87-82 í stórleik dagsins í 32 liða úrslitum bikarkeppni Lýsingar í körfubolta. Steven Thomas skoraði 23 stig og hirti 8 fráköst fyrir Grindavík og Adam Darboe skoraði 18 stig. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Snæfell, Sigurður Þorvaldsson 17 og Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og hirti 15 fráköst.

Körfubolti
Fréttamynd

Stuttgart í þriðja sæti

Stuttgart smellti sér í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 1-0 sigri á Gladbach. Það var framherjinn Cacau sem skoraði eina mark leiksins og hefur Gladbach aðeins náð í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum. Leverkusen lyfti sér af mesta fallsvæðinu með 3-1 sigri á Cottbus.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter heldur toppsætinu

Inter Milan hefur fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir mjög þýðingarmikinn 2-1 útisigur á Palermo á Sikiley í kvöld. Zlatan Ibrahimovic og Patrick Vieira skoruðu mörk Mílanóliðsins í kvöld. Palermo búið að missa annað sætið alfarið í hendur Roma sem lagði Sampdoria 4-2 í dag þar sem Francesco Totti skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul tryggði Real mikilvægan sigur

Gulldrengurinn Raul tryggði liði sínu Real Madrid mikilvægan 1-0 útisigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Markið skoraði fyrirliðinn á 53. mínútu eftir sendingu frá Roberto Carlos og er Real komið í annað sæti deildarinnar fyrir vikið. Leik Atletico Bilbao er að ljúka í beinni útsendingu á Sýn en þar hafa gestirnir frá Sevilla 2-1 forystu og hirða annað sætið af Real með sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Menn verða að vinna fyrir sæti sínu

Martin Jol, stjóri Tottenham, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í dag eftir að liðið lagði Wigan 3-1 á White Hart Lane. Jol hrósaði framherjanum Dimitar Berbatov fyrir frammistöðu sína og svaraði spurningum sem dunið hafa á honum vegna sífelldra mannabreytinga í framlínunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Við vorum betri aðilinn í dag

Sir Alex Ferguson vildi meina að hans menn í Manchester United hefðu verið betri aðilinn í leiknum gegn Chelsea í dag. United hefur enn þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar eftir leiki dagsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

United missti af stóru tækifæri

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vill meina að topplið Manchester United hafi í dag missta af stóru og gullnu tækifæri til að ná afgerandi forystu í deildinni. Liðin skildu jöfn 1-1 í stórleik helgarinnar í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stórmeistarajafntefli á Old Trafford

Manchester United og Chelsea skildu jöfn í uppgjöri toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester í dag. Louis Saha kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með góðu langskoti, en Ricardo Carvalho jafnaði metin fyrir Chelsea í síðari hálfleik þegar Englandsmeistararnir náðu að jafna með miklu harðfylgi. Forskot United er því enn þrjú stig á toppi deildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Akureyri lagði Val

Akureyri gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta í dag 25-22. Goran Gusic skoraði 8 mörk fyrir Akureyri en þeir Ingvar Árnason og Baldvin Þorsteinsson skoruðu 4 hvor fyrir Val.

Handbolti
Fréttamynd

Berbatov stal senunni í sigri Tottenham

Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov átti stórleik í dag þegar Tottenham þokaðist loks upp í efri helming ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Wigan á heimavelli. Berbatov skoraði eitt mark og lagði upp önnur tvö fyrir þá Jermaine Defoe og Aaron Lennon eftir að Henry Camara hafði komið gestunum yfir snemma leiks.

Enski boltinn