Enski boltinn

Vialli spáir Manchester United sigri

Gianluca Vialli
Gianluca Vialli NordicPhotos/GettyImages

Gianluca Vialli, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Manchester United sé líklegasta liðið til að hampa Englandsmeistaratitlinum í vor vegna þeirrar auknu áherslu sem lögð sé á Meistaradeildina í herbúðum Chelsea.

Vialli er fyrrum ítalskur landsliðsmaður og spilaði hann m.a. með Chelsea áður en hann tók síðar við stöðu knattspyrnustjóra hjá liðinu. Hann segist hallast að sigri Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

"Ég held að United verði aðeins og stór biti fyrir Chelsea að kyngja í ár, þeir virðast sannarlega ætla sér að vinna deildina í vor. Ég hugsa að Chelsea eigi eftir að setja mikið púður í að vinna Meistaradeildina og því held ég að United sé í sterkari stöðu í deildinni," sagði Vialli.

"Það kæmi mér ekki á óvart að sjá United vinna ensku úrvalsdeildina og Chelsea Meistaradeildina og ég held að stjórar beggja liða myndu una þeirri niðurstöðu mjög vel. Chelsea hefur auðvitað stóran og góðan leikmannahóp til að keppa á báðum vígstöðvum, en samkeppnin er gríðarlega hörð í ensku deildinni og ég held að United-menn séu staðráðnari í því en nokkru sinni fyrr að vinna deildina eftir nokkurra ára gúrkutíð," sagði Vialli í samtali við breska sjónvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×