Enski boltinn

Menn verða að vinna fyrir sæti sínu

Martin Jol
Martin Jol NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol, stjóri Tottenham, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í dag eftir að liðið lagði Wigan 3-1 á White Hart Lane. Jol hrósaði framherjanum Dimitar Berbatov fyrir frammistöðu sína og svaraði spurningum sem dunið hafa á honum vegna sífelldra mannabreytinga í framlínunni.

"Það eru allir mjög ánægðir með Berbatov hér hjá félaginu og hann sýnir reglulega úr hverju hann er gerður. Það er engu að síður góður möguleiki á því að ég geri breytingar á framlínunni í hverjum einasta leik, því ég vil stilla upp besta mögulega liði mínu í hverjum leik. Það þýðir að menn verða að sýna mér það á æfingum að þeir hafi hungur til að vera í liðinu og eigi skilið að vera þar. Ef þeir gera það, sýnir það mér að þeir eru atvinnumenn. Ég er ekki meðvitað að stokka upp í liðinu vikulega til að hvíla menn, því ég vil ekki að menn viti nákvæmlega hvenær þeir fá tækifæri og hvenær ekki. Þá fara þeir frekar að slaka á og það vil ég ekki. Ég vil að menn hafi hungur í að vera í byrjunarliðinu," sagði Martin Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×