Íþróttir

Fréttamynd

Haukar lögðu ÍR

Haukar lögðu ÍR 31-29 í DHL deild karla í handbolta í dag eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í leikhléi 16-13. Árni Þór Sigtryggsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Guðmundur Pedersen 7. Brynjar Steinarsson skoraði 8 mörk fyrir ÍR og þeir Jón Gunnarsson og Björgvin Hólmgeirsson 6 hvor.

Handbolti
Fréttamynd

Ciudad Real fagnaði sigri

Ciudad Real tryggði sér í dag sigur í EHF Ofurbikarnum í handbolta þegar liðið lagði Íslendingalið Gummersbach frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar 36-31 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 18-13. Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Ciudad í leiknum og gamla brýnið og þjálfari liðsins Talant Duishebaev skorað sjálfur 5 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

United hefur yfir í hálfleik

Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Chelsea í hálfleik í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn í United hafa verið öllu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það var franski framherjinn Louis Saha sem skoraði mark liðsins á 29. mínútu. Þetta var 99. deildarmark framherjans í úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hálfleiksstaðan í DHL deildinni

Haukar hafa yfir 16-13 gegn ÍR í viðureign liðanna í DHL deild karla á Ásvöllum. Guðmundur Pedersen og Árni Sigtryggsson hafa skorað 5 mörk hvor fyrir Hauka, en þeir Brynjar Steinarsson, Jón Gunnarsson og Linaf Kalasuaskas 3 hver fyrir ÍR.

Handbolti
Fréttamynd

Beckham orðaður við West Ham

Þrálátur orðrómur er enn á kreiki um gjörvalla Evrópu þess efnis að David Beckham muni fara frá Real Madrid í janúar því hann sé ekki inni í framtíðaráformum Fabio Capello þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham yfir í hálfleik

Tottenham hefur yfir 2-1 gegn Wigan í hálfleik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Camara kom Wigan yfir í leiknum, en frábær mörk Defoe og Berbatov komu heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins eftir að Tottenham hafði verið miklu betri aðilinn allan hálfleikinn. Þá er stórleikur Manchester United og Chelsea að hefjast nú klukkan 16.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eggert ætlar að ræða við Kenyon

Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC í dag að hann ætlaði að setjast niður með Peter Kenyon hjá Chelsea með það í huga að ræða hugsanleg kaup West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips. Alan Pardew, stjóri West Ham, er ósáttur við að Chelsea hafi lekið fyrirspurn félagsins í blöðin.

Enski boltinn
Fréttamynd

Newcastle lagði Portsmouth

Newcastle vann mikilvægan sigur á Portsmouth í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var Antoine Sibierski sem skoraði sigurmark liðsins í síðari hálfleik og var þetta fyrsti sigur liðsins í 9 leikjum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gummersbach - Ciudad Real í beinni á Eurosport

Leikur Íslendingaliðanna Gummersbach og Ciudad Real í EHF Ofurbikarnum í handbolta er nú hafinn og er sýndur beint á Eurosport sjónvarpsstöðinni. Fyrr í dag lagði Lemgo rússneska liðið Medvedi 37-33 þar sem Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 3 mörk. Logi Geirsson gat ekki leikið með Lemgo vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

Dreymdi um að skora svona mark

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að hann hafi dreymt um að skora mark eins og það sem hann skoraði gegn Villarreal í gær allar götur frá því hann var barn. Áhorfendur á Nou Camp stóðu á fætur og hylltu Ronaldinho eftir markið stórkostlega í gærkvöld og fengu áhorfendur Sýnar að sjá herlegheitin í beinni útsendingu. Markið má sjá í íþróttafréttum klukkan 12 á VefTV hér á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Dallas með níunda sigurinn í röð

Dallas vann í nótt sinn níunda leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti New Orleans á heimavelli sínum, en Utah Jazz tapaði loks eftir átta leikja sigurgöngu þegar liðið tapaði fyrir Golden State á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Maldini tryggði Milan sigur

Gamla brýnið Paolo Maldini var hetja AC Milan í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Messina í ítölsku A-deildinni. Milan hafði ekki unnið sigur í fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og því má segja að mark fyrirliðans hafi verið gulls ígildi. Hann var raunar nálægt því að skora öðru sinni í leiknum en skalli hans hafnaði í slánni á marki Messina.

Fótbolti
Fréttamynd

Kiel og Flensburg á toppnum

Nokkrir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel og Flensburg eru efst og jöfn eftir leiki kvöldsins en þau unnu bæði leiki sína nokkuð örugglega.

Handbolti
Fréttamynd

Eiður á skotskónum í frábærum knattspyrnuleik

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu þegar Barcelona lagði Villarreal 4-0 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það var hinsvegar snillingurinn Ronaldinho sem stal senunni eins og svo oft áður, en hann skoraði tvö marka Barca og það síðara var hreint út sagt stórkostlegt.

Fótbolti
Fréttamynd

Zydrunas Savickas sterkastur

Zydrunas Savickas tryggði sér í kvöld nafnbótina sterkasti maður heims hjá IFSA sambandinu þegar hann hafði betur gegn Misha Koklyaev í síðustu greininni á mótinu sem fram fór í Reiðhöllinni í Víðidal.

Sport
Fréttamynd

Tevez rauk heim eftir að vera skipt af velli

Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham á yfir höfði sér sekt eftir að hann rauk beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í sigri liðsins á Sheffield United. Alan Pardew knattspyrnustjóri liðsins var ekki sáttur við framkomu leikmannsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Bolton lagði Arsenal

Bolton lagði Arsenal 3-1 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem franski framherjinn Nicolas Anelka stal senunni og skoraði tvö mörk.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barcelona - Villarreal í beinni á Sýn

Nú er að hefjast leikur Barcelona og Villarreal í spænska boltanum og er hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona. Klukkan 20:50 verður svo leikur Atletico Madrid og Real Sociedad sýndur beint.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney framlengir samning sinn við United

Framherjinn Wayne Rooney hefur skrifað undir sex ára framlengingu á samningi sínum við Manchester United og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Rooney gekk í raðir United fyrir 27 milljónir punda frá Everton fyrir tveimur árum og segist hlakka til þess að vinna titla með félaginu á komandi árum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gummersbach mætir Ciudad í úrslitum

Gummersbach lagði Lemgo 34-33 í undanúrslitum ofurbikarsins í dag þar sem fjögur af bestu liðum Evrópu leiða saman hesta sína. Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson soruðu 5 mörk hvor fyrir Gummersbach. Í hinum undanúrslitaleiknum skoraði Ólafur Stefánsson 5 mörk fyrir Ciudad Real sem lagði rússneska liðið Medwedi 37-34. Ciudad og Gummersbach mætast í úrslitum keppninnar á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Auðveldur sigur Fram á Stjörnunni

Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handbolta í dag. Íslandsmeistarar Fram burstuðu Stjörnuna 31-20 í Safamýri. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 10 mörk fyrir Fram í dag, þar af 9 úr vítum, en Guðmundur Guðmundsson skoraði 5 mörk fyrir Stjörnuna.

Handbolti
Fréttamynd

Gerrard bjargaði Liverpool

Fyrirliðinn Steven Gerrard kom sínum mönnum í Liverpool til bjargar í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, en þetta var fyrsta mark kappans í deildinni í vetur.

Enski boltinn
Fréttamynd

West Ham lagði Sheffield United

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hóf nýjan kafla í sögu sinni með 1-0 sigri á Sheffield United í dag. Hayden Mullins skoraði sigurmark liðsins á 36. mínútu og hlaut lof í lófa frá Eggerti Magnússyni og félögum í stúkunni. Ekki er hægt að segja að sigur West Ham hafi verið sérlega glæsilegur, en þar á bæ taka menn hverju stigi feginshendi þessa dagana.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ísland lagði Færeyjar öðru sinni

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði það færeyska í annað sinn á tveimur dögum í æfingaleik þjóðanna í Framhúsinu í dag 27-21 eftir að hafa leitt í hálfleik 16-11. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst í íslenska liðinu með 5 mörk Rakel Bragadóttir 4 og Hanna Stefánsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Eva Kristinsdóttir skoruðu 3 hver.

Handbolti
Fréttamynd

Ég er betri en Thierry Henry

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, segist eiga skilið að njóta meiri virðingar á knattspyrnuvellinum og heldur því fram að hann sé betri leikmaður en Thierry Henry hjá Arsenal.

Enski boltinn
Fréttamynd

Charlton og Everton skildu jöfn

Botnilið Charlton gerði 1-1 jafntefli við Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann Hreiðarsson var að venju í liði Charlton, en hann varð fyrir því óláni að koma gestunum yfir með sjálfsmarki. Írski landsliðsmaðurinn Andy Reid náði þó að jafna metin fyrir Charlton og þar við sat.

Enski boltinn
Fréttamynd

Benedikt í fjórða sæti eftir fyrri daginn

Benedikt Magnússon hafnaði í fjórða sæti eftir fyrri daginn í úrslitum mótsins um sterkasta mann heims hjá IFSA aflraunasambandinu í Reiðhöllinni í Víðidal í gær. Keppni heldur áfram í Víðidalnum í dag og þá færst úr því skorið hver er sterkasti maður heims. Þeir Savickas og Koklyaev voru jafnir í efsta sæti eftir fyrsta daginn.

Sport
Fréttamynd

Dallas og Utah með 8 sigra í röð

Utah og Dallas eru án efa heitustu liðin í NBA deildinni um þessar mundir en í nótt unnu bæði lið sinn áttunda leik í röð í deildinni. Dallas lagði San Antonio á útivelli og Utah skellti LA Lakers og er enn með bestan árangur allra liða í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Auðveldur sigur á Færeyingum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í kvöld auðveldan sigur á því færeyska í Framhúsinu 43-11 eftir að hafa leitt í hálfleik 23-7. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 10 mörk, Dagný Skúladóttir skoraði 6 mörk og þær Ágústa Edda Björnsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested 5 hvor. Liðin eigast aftur við á sama stað á morgun klukkan 14:15.

Handbolti
Fréttamynd

Margrét með þrennu í stórsigri Keflvíkinga

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld og ekki hægt að segja að þar hafi spennan verið í fyrirrúmi. Keflavíkurstúlkur rótburstuðu Blika 115-59 á útivelli og grannar þeirra úr Grindavík lögðu Hamar 93-44 í Hveragerði. Þá urðu Fjölnismenn fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar með naumum 83-82 sigri á Þór á Akureyri.

Körfubolti