Enski boltinn

Bolton lagði Arsenal

Bolton-menn fagna hér þrumufleyg Nicolas Anelka í fyrri hálfleik
Bolton-menn fagna hér þrumufleyg Nicolas Anelka í fyrri hálfleik NordicPhotos/GettyImages

Bolton lagði Arsenal 3-1 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem franski framherjinn Nicolas Anelka stal senunni og skoraði tvö mörk.

Abdoulaye Faye kom heimamönnum í Bolton yfir á 9. mínútu með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu og Nicolas Anelka skoraði svo stórglæsilegt mark með þrumuskoti í slánna og inn á 45. mínútu. Aðeins nokkrum sekúndum síðar náði Gilberto að minnka muninn fyrir Arsenal með glæsilegum skalla og staðan því 2-1 í hálfleik. Það var svo Anelka sem gerði út um leikinn með marki á 75. mínútu. Arsenal lagði ekki árar í bát og átti tvö skot í þverslá Bolton á lokamínútunum, en lengra komst liðið ekki gegn baráttuglöðum Bolton mönnum.

Bolton skaust í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum en Arsenal situr í 6. sætinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×