Innlendar

Fréttamynd

HK mistókst að tryggja úrvalsdeildarsætið

HK tapaði mjög óvænt fyrir Víkingi Ólafsvík á heimavelli sínum í Kópavogi í dag, 0-1. Ósigurinn þýðir að liðið hefur enn ekki tryggt sér sæti í Landsbankadeild að ári en þeim til happs náði Fjölnir aðeins markalausu jafntefli gegn Leikni á heimavelli og því munar enn þremur stigum á liðunum þegar ein umferð er óleikin. Ósigur HK þýðir jafnframt að Fram hafnar í 1. sæti deildarinnar þrátt fyrir 1-0 tap gegn Þór á Akureyri.

Sport
Fréttamynd

Arnór byrjar vel

Arnór Atlason var markahæstur með sjö mörk og þótti besti maður vallarins þegar lið hans FCK bar sigurorð af Lemvig í opnunarleik dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gærkvöldi.

Handbolti
Fréttamynd

Hannes líklega í byrjunarliðinu

Hannes Þ. Sigurðsson, landsliðsmaðurinn sem var skilinn eftir utan hóps vegna þreytu í leiknum í Danmörku, verður líklega í byrjunarliði Bröndby gegn toppliði Aab í viðureign liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Sport
Fréttamynd

HK getur tryggt úrvalsdeildarsætið

Tólf þýðingarmiklir leikir fara fram í neðri deildum karla í dag. HK getur tryggt sér úrvalsdeildarsæti ásamt því að leikurinn um þriðja sæti 3. deildarinnar er nú í fyrsta sinn spennuhlaðin viðureign.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík spilar heimaleikina í Keflavík

Sú skondna staða er komin upp að Njarðvík mun leika heimaleiki sína í Evrópukeppninni á heimavelli erkifjendanna í Keflavík. Körfuknattleikssamband Evrópu neitaði að samþykkja litlu ljónagryfjuna í Njarðvík sem völl fyrir Evrópukeppni og því varð Njarðvík að kyngja stoltinu og sætta sig við að spila hjá "stóra" bróður.

Körfubolti
Fréttamynd

Akureyri - handboltafélag prófar Litháa

Í gær kom til Akureyrar litháíska skyttan Dmitrij Afanasjev en hann mun vera til reynslu hjá félaginu næstu daga og einnig mun hann leika með liðinu á Sjallamótinu um helgina. Afanasjev er 22 ára gamall og er örvhent skytta. Hann er rúmir 190 sentimetrar á hæð. Hann skoraði rúmlega fimm mörk í leik í litháísku deildinni síðasta vetur og kom ekkert þeirra af vítalínunni. Lið hans endaði í fjórða sæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Boltaveisla á Sýn um helgina

Það verður mikið um að vera í íþróttalífinu hér heima sem og erlendis um helgina. Af innlendum vettvangi má nefna að úrslit fara langt með að ráðast í fyrstu- og Landsbankadeild karla í knattspyrnu og þá fer sjálfur bikarúrslitaleikurinn í kvennaflokki fram á morgun. Þá fer allt á fullt í spænska- og enska boltanum um helgina.

Sport
Fréttamynd

Njarðvíkingar leika í Sláturhúsinu

Njarðvíkingar fengu ekki leyfi hjá Körfuknattleikssambandi Evrópu til þess að leika heimaleiki sína í Evrópukeppninni í vetur í ljónagryfjunni í Njarðvík. Þess í stað þurfa þeir að leika heimaleikina í Sláturhúsinu, heimavelli erkifjendanna í Keflavík. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á NFS í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Elísabet framlengir við Val

Knattspyrnudeild Vals gekk í gærkvöld frá nýjum þriggja ára samningi við Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara kvennaliðs félagsins sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. Elísabet mun einnig gegna starfi yfirþjálfara hjá yngri kvennaflokkum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag.

Sport
Fréttamynd

Sérstök hátíðarforsýning í kvöld

Sérstök hátíðarforsýning á heimildarmyndinni "Þetta er ekkert mál" verður í Smárabíói klukkan 20 í kvöld, en hér er um að ræða kvikmynd um goðsögnina Jón Pál Sigmarsson sem er einhver dáðasti íþróttamaður Íslendinga fyrr og síðar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður á meðal heiðursgesta á forsýningunni í kvöld, en almennar sýningar hefjast annað kvöld í kvikmyndahúsum um land allt.

Sport
Fréttamynd

Við bara frusum eins og hvolpar

Keppnismaðurinn Hlynur Bæringsson var afar ósáttur við tap íslenska landsliðsin í körfubolta gegn Finnum í B-deild Evrópukeppninnar í kvöld. Hann segir að þó vissulega sé finnska liðið sterkt, hafi íslenska liðið verið allt of lint í síðari hálfleiknum og því hafi Finnarnir gengið á lagið.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap fyrir Finnum

Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði fyrir Finnum í kvöld 93-86 í leik liðanna í B-deild Evrópumótsins. Íslenska liðið hafði forystu framan af leik og var 11 stigum yfir í hálfleik, en sterkt lið Finna með Hanno Mottola í fararbroddi, náði að komasti yfir og vann að lokum nokkuð öruggan sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnar yfir eftir þrjá leikhluta

Finnar hafa komist yfir í Evrópuleiknum gegn Íslendingum í Laugardalshöllinni og hafa 71-67 forystu þegar fjórði og síðasti leikhlutinn er að hefjast. Brenton Birmingham er stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísland yfir í hálfleik

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur yfir 57-46 gegn Finnum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign þjóðanna í B-deild Evrópumótsins í körfuknattleik. Brenton Birmingham er stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig, Logi Gunnarsson er með 10 stig, Hlynur Bæringsson 9 stig og 7 fráköst og Páll Axel Vilbergsson hefur skorað 8 stig. Leikurinn er bráðfjörugur og spilast undir föstum takti Pumasveitarinnar frá Keflavík.

Körfubolti
Fréttamynd

Góð byrjun Íslendinga gegn Finnum

Íslenska landsliðið í körfubolta byrjar vel gegn Finnum í viðureign þjóðanna í B-deild Evrópukeppninnar. Ísland hefur yfir 31-21 eftir fyrsta leikhlutann, þar sem Brenton Birmingham hefur skorað 9 stig fyrir íslenska liðið og þeir Logi Gunnarsson go Páll Axl Vilbergsson 8 hvor. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll, þar sem trommusveit Keflvíkinga fer fremst í flokki við að hvetja íslenska liðið.

Körfubolti
Fréttamynd

Lokaútkall á Ísland - Finnland

Rétt er að minna enn og aftur á landsleik Íslendinga og Finna í körfubolta sem fram fer í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20:30 og hefst hann svo að segja um leið og leik Dana og Íslendinga í knattspyrnunni lýkur. Finnska liðið er mjög sterkt og því er rétt að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í Höllina og styðja við bakið á íslensku strákunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Margrét Lára best

Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Íslandsmeisturum Vals var í dag útnefnd besti leikmaður 8-14 umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var kjörin besti þjálfarinn og stuðningsmenn Vals þóttu bestu stuðningsmennirnir á síðari helmingi tímabilsins. Þá var valið úrvalslið síðustu umferðanna.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Finnum annað kvöld

Íslenska landsliðið í körfubolta leikur fyrsta leikinn í sínum riðli í í b-deild Evrópukeppninnar á morgun þegar liðið mætir Finnum. Finnska landsliðið kom til landsins í gær en liðið er mjög sterkt og er gríðarlega mikilvægt að Íslenska liðið fái góðan stuðning í Laugardalshöllinni annað kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

HK kærði aftur

Kæru HK vegna félagaskipta markvarðarins Egidijusar Petkeviciusar úr Fram í HK var vísað frá í gær vegna formgalla en HK-menn stóðu ekki nógu vel að kærunni. Þeir létu það ekki stöðva sig heldur lögðu inn nýja kæru vegna málsins í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Fimm nýliðar í landsliðshóp Guðjóns

Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari hefur valið 16 manna hóp sem tekur þátt í Evrópumóti landsliða í Rotterdam um næstu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið fer á Evrópumótið, en í hóp Guðjóns eru fimm nýliðar.

Körfubolti
Fréttamynd

Ólafur og Ragnhildur stigameistarar

Ólafur Már Sigurðsson og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR tryggðu sér um helgina stigameistaratitil Golfsambands Íslands í karla- og kvennaflokki að loknu 6. mótinu á KB-banka mótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Finnarnir að lenda

Finnska landsliðið í körfuknattleik kemur hingað til lands í dag og hefur undirbúning sinn fyrir leikinn við Ísland í B-deild Evrópumótsins á miðvikudagskvöld. Finnar ætla sér góðan tíma í undirbúninginn og ætla sér sigur, en lögðu íslenska liðið á Norðurlandamótinu í haust. Þar var íslenska liðið ekki með nokkra af sínum bestu leikmönnum, en annað verður uppi á teningnum á miðvikudagskvöldið.

Körfubolti
Fréttamynd

Yfirlýsing frá kvennaráði FH

Kvennaráð FH hefur gefið út yfirlýsingu vegna leiðinlegrar uppákomu sem átti sér stað á Valbjarnarvelli í dag þegar ljóst varð að FH gat ekki teflt fram liði í lokaleik sínum gegn Íslandsmeisturum Vals í Landsbankadeildinni.

Sport
Fréttamynd

Fjölnir í Landsbankadeildina

Kvennalið Fjölnis vann sér í dag sæti í efstu deild á næstu leiktíð þegar liðið lagði ÍR 1-0 í úrslitaleik um sæti í Landsbankadeildinni. ÍR á þó enn möguleika á að vinna sér sæti í deildinni þegar það mætir næstneðsta liði Landsbankadeildarinnar, Þór/KA, í leik um sæti í deildinni á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

KR valtaði yfir Fylki

Keppni í Landsbankadeild kvenna lauk í dag, en fyrr í dag varð ljóst að Valur landaði titlinum og FH féll á óeftirminnilegan hátt. KR-stúlkur völtuðu yfir Fylki 11-1 á útivelli í dag þar sem Fjóla Dröfn Friðriksdóttir skoraði fimm mörk, Breiðablik lagði Stjörnuna 2-0 á útivelli og Keflavík sigraði Þór/KA 3-1.

Sport
Fréttamynd

Hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna

Kvennalið Vals er nú formlega orðið Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu, en ekki er hægt að segja að liðið hafi fengið tækifæri til að ljúka keppni með tilþrifum því lið FH mætti aðeins með 6 leikmenn til leiks á Valbjarnarvöll og því var Valsliðinu dæmdur sigur án þess að flautað væri til leiks. Þjálfari Vals kallar atvikið hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna.

Sport
Fréttamynd

Hannes Hlífar landaði sínum áttunda titli

Hannes Hlífar Stefánsson varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í skák í áttunda sinn. Hann gerði jafntefli við Héðin Steingrímsson í fjórðu einvígisskákinni. Með sigrinum sló Hannes Hlífar met, en enginn hefur orðið Íslandsmeistari í skák jafn oft.

Innlent
Fréttamynd

Birgir og Davíð úr leik

Kylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson og Heiðar Davíð Bragason eru báðir úr leik eftir annan hringinn á áskorendamótinu í Vaxholm sem fram fer í Svíþjóð. Birgir Leifur lauk keppni í dag á höggi undir pari samtals, en komst ekki í gegn um niðurskurðinn frekar en Heiðar Davíð, sem lauk keppni á fjórum höggum yfir pari.

Golf
Fréttamynd

Tap fyrir Ítölum

Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu tapaði 1-0 fyrir Ítölum í leik liðanna í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn var ekki sérlega skemmtilegur, en sigurmarkið skoraði Riccardo Montolivo eftir 57 mínútna leik. Gunnar Þór Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið undir lokin líkt og einn leikmanna ítalska liðsins eftir að kom til handalögmála á hliðarlínunni.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli

Staðan í leik Íslands og Ítalíu er 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í undankeppni EM. Leikurinn hefur satt best að segja ekki verið mikið fyrir augað til þessa, en vonandi hressist Eyjólfur eitthvað í síðari hálfleik.

Sport