Erlendar Pardew stjóri mánaðarins Alan Pardew, stjóri West Ham United var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann leiddi lið sitt taplaust í gegn um mánuðinn. West Ham lagði meðal annars granna sína í Arsenal á útivelli og vann örugga sigra á Sunderland og Birmingham á heimavellin sínum. Sport 10.3.2006 20:03 Það voru örlög mín að mæta Arsenal Patrick Vieira segist hlakka mikið til að mæta með nýja liði sínu Juventus á Highbury í Meistaradeildinni, þar sem hann spilaði með Arsenal í níu ár. Kaldhæðni örlaganna er nú sú að Vieira fór sumpart frá Arsenal til að reyna að vinna Evrópumeistaratitilinn annarsstaðar, en nú þarf hann einmitt að slá sína gömlu félaga sínu úr keppni til að ná því takmarki. Sport 10.3.2006 16:52 Blæs á gagnrýni Pardew Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gefur lítið út á gagnrýni kollega síns Alan Pardew hjá West Ham sem fetti fingri út í það að fyrirsagnir enskra blaða töluðu um að Arsenal væri fulltrúi Englands í Meistaradeildinni. Pardew átti þar við þá staðreynd að fleiri enskir leikmenn hefðu verið í spænska liðinu Real Madrid en í Arsenal í viðureign liðanna í vikunni. Sport 10.3.2006 16:41 Vandræði hjá McLaren Forráðamönnum McLaren til mikillar skelfingar virðist þetta keppnistímabil ætla að byrja á sömu nótum og hið síðasta endaði, því bíll Kimi Raikkönen bilaði strax á 12. hring á æfingum í dag og félagi hans Juan Pablo Montoya kvartaði einnig undan því að vélin hefði verið að stríða sér. Sport 10.3.2006 15:31 Þjóðverjar geta orðið heimsmeistarar "Keisarinn" Franz Beckenbauer hefur nú skipt um skoðun og segir að Þjóðverjar hafi alla burði til að verða heimsmeistarar, þrátt fyrir að liðið hafi alls ekki verið sannfærandi að undanförnu. Beckenbauer er einn þeirra sem tók undir harða gagnrýin á liðið þegar það steinlá fyrir Ítölum á dögunum. Sport 10.3.2006 14:44 Rangers á yfir höfði sér refsingu Skoska liðið Glasgow Rangers á yfir höfði sér refsingu frá evrópska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leikjunum við Villareal í Meistaradeildinni á dögunum. Stuðningsmennirnir veittust að rútu spænska liðið og grýttu hana, auk þess sem þeir hrópuðu fúkyrðum að mótherjunum á meðan á báðum leikjunum stóð. Sport 10.3.2006 13:54 San Antonio valtaði yfir Phoenix Það sýndi sig svart á hvítu í gær hve mikilvægur hlekkur Steve Nash er í liði Phoenix Suns, þegar það steinlá á heimavelli sínum fyrir San Antonio Spurs 117-93. Nash gat ekki spilað með Phoenix vegna meiðsla og þykir tap liðsins sýna af hverju talað er um að Nash verði annað árið í röð valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Sport 10.3.2006 14:13 Skrifar undir stóran bókasamning Framherjinn knái Wayne Rooney undirritaði í gær stærsta bókasamning sem sögur fara af þegar íþróttamaður er annars vegar, þegar hann samdi við Harper Collins útgáfuna um 5 bækur á næstu 12 árum sem gefa Rooney hvorki meira né minna en 5 milljónir punda í vasann. Sport 10.3.2006 13:43 Chelsea eina liðið í myndinni Nú virðist sem Englandsmeistarar Chelsea sitji einir að því að kaupa miðjumanninn Michael Ballack frá Bayern Munchen eftir að ítalska liðið Inter Milan lýsti því yfir í gær að félagið væri hætt við að reyna að klófesta hann í sumar. Sport 10.3.2006 13:31 Viss um að Vieira fær góðar móttökur David Dein, aðstoðarstjórnarformaður Arsenal var hæstánægður með dráttinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í hádeginu, þar sem hans menn lentu á móti Juventus. Það er því ljóst að miðjumaðurinn Patrick Vieira mun spila einn leik enn á Highbury eftir allt saman. Sport 10.3.2006 12:53 Arsenal mætir Juventus Nú er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, en dregið var í París í Frakklandi nú rétt í þessu. Arsenal mætir ítölsku meisturunum Juventus, Englendingabanarnir Benfica mæta Barcelona, Lyon mætir AC Milan og Inter eða Ajax mætir spænska liðinu Villareal. Sport 10.3.2006 12:10 Philadelphia - Denver í beinni Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst hann klukkan eitt eftir miðnætti. Þetta verður fyrsti leikur Denver á sjö leikja ferðalagi, en Philadelphia hefur tapað tveimur leikjum í röð. Sport 9.3.2006 22:29 Boro lagði Roma Middlesbrough lagði Roma í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða á heimavelli sínum Riverside í kvöld 1-0. Það var framherjinn Yakubu sem skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu og Boro því í ágætis stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Róm. Sport 9.3.2006 21:55 Framtíðin björt í Formúlu 1 Ron Dennis, yfirmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, telur að framtíð heimsmeistaramótsins sé björt og er bjartsýnn á að yfirstandandi deilur muni leysast á farsælan hátt. Nokkur af stóru liðunum í Formúlu 1 hafa undanfarið hótað að segja sig úr mótaröðinni og stofna sína eigin, því þeim þykir auðnum misskipt með núverandi fyrirkomulagi. Sport 9.3.2006 20:31 Boro yfir gegn Roma Middlesbrough hefur yfir 1-0 gegn Roma í leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða sem fram fer á Riverside Stadium. Það var framherjinn Yakubu sem skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu á 12. mínútu leiksins, sem er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 9.3.2006 20:53 Kominn tími til að vinna Chelsea Martin Jol hefur náð frábærum árangri með lið Tottenham síðan hann tók við því snemma á síðasta ári, en þrátt fyrir að liðið sé í baráttu um sæti í Meistaradeildinni um þessar mundir, hefur það enn ekki náð að vinna sigur á einu af stóru liðunum í stjórnartíð Hollendingsins. Sport 9.3.2006 19:50 Nýr stjóri tilkynntur á næstu dögum Forráðamenn Glasgow Rangers hafa nú tilkynnt að gengið verði frá ráðningu á eftirmanni Alex McLeish í stjórastöðuna hjá félaginu á allra næstu dögum. McLeish hefur verið við stjórnvölinn síðan 2002, en mun hætta í vor. Talið er víst að hinn Paul Le Guen muni taka við liðinu í vor, en hann var áður knattspyrnustjóri Lyon í Frakklandi. Sport 9.3.2006 19:13 Middlesbrough - Roma í beinni á Sýn Fyrri leikur Middlesbrough og Roma í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50 í kvöld. Steve McClaren á von á mjög erfiðum leik gegn Roma þó ítalska liðið verði án lykilmanna á Riverside í kvöld. Sport 9.3.2006 17:51 Owen er á góðum batavegi Forráðamenn Newcastle sáu í dag ástæðu til að árétta að stjörnuframherjanum Michael Owen hafi ekki slegið niður í endurhæfingu sinni frá fótbrotinu sem hann varð fyrir í leik á nýársdag, en breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að hann hefði meiðst á ný. Sport 9.3.2006 17:30 Rio er dragbítur og Campbell er búinn á því Enska knattspyrnuhetjan Jackie Charlton fer ekki fögrum orðum um leikmenn enska landsliðsins í nýlegu viðtali, þar sem miðverðirnir fá stærstu sneiðina af gagnrýni hans. Charlton segir að Rio Ferdinand gæti orðið skotmark á HM í sumar vegna kæruleysis með boltann og segir aukinheldur að Sol Campbell sé búinn á því og eigi ekki að fara með til Þýskalands. Sport 9.3.2006 16:53 Erum ekki í vinsældakeppni Stjórnarformaður Chelsea, Bruce Buck, segir að ensku meistararnir hafi litlar áhyggjur af því að liðið sé ekki að vinna neinar vinsældakeppnir í knattspyrnuheiminum um þessar mundir, en félagið hefur verið gagnrýnt á margvíslegan hátt að undanförnu. Sport 9.3.2006 16:31 Pearce skrifar undir á næstu dögum Stuart Pearce, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, mun að öllum líkindum skrifa undir framlengingu á samningi sínum við félagið á allra næstu dögum, en hann hefur verið samningslaus síðan hann tók við af Kevin Keegan fyrir um ári síðan. Sport 9.3.2006 16:12 Óskar eftir fé til leikmannakaupa Rafa Benitez segir að hann þurfi nauðsynlega að fara út að versla þegar opnar fyrir innkaupagluggann á Englandi á ný, því lið hans þurfi að styrkjast á ákveðnum sviðum. Sport 9.3.2006 15:49 Bryant eyðilagði heimkomu New Orleans New Orleans Hornets spilaði í nótt fyrsta heimaleik sinn í endurnýjaðri heimahöll sinni í New Orleans síðan fellibylurinn Katrín lagði borgina í rúst í sumar, en því miður fyrir stuðningsmenn heimaliðsins voru það Kobe Bryant og félagar í LA Lakers sem komu í heimsókn. Bryant skoraði 18 af 40 stigum sínum í fjórða leikhluta og tryggði Lakers sigur 113-107. Sport 9.3.2006 05:37 Liðið er að smella saman Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var hæst ánægður með sína menn eftir að þeir slógu Real Madrid út úr Meistaradeildinni í gær eftir markalaust jafntefli á Highbury. Wenger segist sjá mikil batamerki á liðinu á síðustu tveimur mánuðum. Sport 9.3.2006 04:54 Misnotuð færi kostuðu okkur dýrt Rafa Benitez var skiljanlega svekktur með að detta út úr meistaradeildinni í gær eftir að hans menn töpuðu 2-0 á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Benfica. Leikmenn Liverpool fengu fjölda tækifæra til að skora í leiknum en inn vildi boltinn ekki og Evrópumeistararnir því úr leik. Sport 9.3.2006 05:08 Houston - Indiana í beinni Viðureign Houston Rockets og Indiana Pacers verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland klukkan 1:30 eftir miðnætti í nótt. Indiana tapaði síðasta leik sínum illa á heimavelli fyrir slöku liði New York, en Houston hefur unnið þrjá leiki í röð og 13 af síðustu 17. Búist er við að Tracy McGrady verði með Houston í kvöld, en hann hefur átt við bakmeiðsli að stríða undanfarið. Sport 8.3.2006 22:11 Evrópumeistararnir úr leik Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 tap á heimavelli sínum fyrir Benfica og samanlagt 3-0. Arsenal er komið áfram í keppninni eftir jafntefli við Real Madrid, AC Milan og Lyon eru sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslitin eftir stórsigra í sínum leikjum. Sport 8.3.2006 21:42 Magdeburg lagði Lemgo Magdeburg, lið Sigfúsar Sigurðssonar og Arnórs Atlasonar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, bar í kvöld sigurorð af Lemgo 30-28. Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo í leiknum og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2, en Íslendingarnir hjá Magdeburg komust ekki á blað í leiknum. Sport 8.3.2006 20:59 Liverpool er undir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Liverpool eiga á brattann að sækja á heimavelli sínum Anfield, þar sem liðið er undir 1-0 í hálfleik og þarf því að skora þrjú mörk í þeim síðari til að komast áfram í keppninni. Sport 8.3.2006 20:36 « ‹ 198 199 200 201 202 203 204 205 206 … 264 ›
Pardew stjóri mánaðarins Alan Pardew, stjóri West Ham United var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann leiddi lið sitt taplaust í gegn um mánuðinn. West Ham lagði meðal annars granna sína í Arsenal á útivelli og vann örugga sigra á Sunderland og Birmingham á heimavellin sínum. Sport 10.3.2006 20:03
Það voru örlög mín að mæta Arsenal Patrick Vieira segist hlakka mikið til að mæta með nýja liði sínu Juventus á Highbury í Meistaradeildinni, þar sem hann spilaði með Arsenal í níu ár. Kaldhæðni örlaganna er nú sú að Vieira fór sumpart frá Arsenal til að reyna að vinna Evrópumeistaratitilinn annarsstaðar, en nú þarf hann einmitt að slá sína gömlu félaga sínu úr keppni til að ná því takmarki. Sport 10.3.2006 16:52
Blæs á gagnrýni Pardew Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gefur lítið út á gagnrýni kollega síns Alan Pardew hjá West Ham sem fetti fingri út í það að fyrirsagnir enskra blaða töluðu um að Arsenal væri fulltrúi Englands í Meistaradeildinni. Pardew átti þar við þá staðreynd að fleiri enskir leikmenn hefðu verið í spænska liðinu Real Madrid en í Arsenal í viðureign liðanna í vikunni. Sport 10.3.2006 16:41
Vandræði hjá McLaren Forráðamönnum McLaren til mikillar skelfingar virðist þetta keppnistímabil ætla að byrja á sömu nótum og hið síðasta endaði, því bíll Kimi Raikkönen bilaði strax á 12. hring á æfingum í dag og félagi hans Juan Pablo Montoya kvartaði einnig undan því að vélin hefði verið að stríða sér. Sport 10.3.2006 15:31
Þjóðverjar geta orðið heimsmeistarar "Keisarinn" Franz Beckenbauer hefur nú skipt um skoðun og segir að Þjóðverjar hafi alla burði til að verða heimsmeistarar, þrátt fyrir að liðið hafi alls ekki verið sannfærandi að undanförnu. Beckenbauer er einn þeirra sem tók undir harða gagnrýin á liðið þegar það steinlá fyrir Ítölum á dögunum. Sport 10.3.2006 14:44
Rangers á yfir höfði sér refsingu Skoska liðið Glasgow Rangers á yfir höfði sér refsingu frá evrópska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leikjunum við Villareal í Meistaradeildinni á dögunum. Stuðningsmennirnir veittust að rútu spænska liðið og grýttu hana, auk þess sem þeir hrópuðu fúkyrðum að mótherjunum á meðan á báðum leikjunum stóð. Sport 10.3.2006 13:54
San Antonio valtaði yfir Phoenix Það sýndi sig svart á hvítu í gær hve mikilvægur hlekkur Steve Nash er í liði Phoenix Suns, þegar það steinlá á heimavelli sínum fyrir San Antonio Spurs 117-93. Nash gat ekki spilað með Phoenix vegna meiðsla og þykir tap liðsins sýna af hverju talað er um að Nash verði annað árið í röð valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Sport 10.3.2006 14:13
Skrifar undir stóran bókasamning Framherjinn knái Wayne Rooney undirritaði í gær stærsta bókasamning sem sögur fara af þegar íþróttamaður er annars vegar, þegar hann samdi við Harper Collins útgáfuna um 5 bækur á næstu 12 árum sem gefa Rooney hvorki meira né minna en 5 milljónir punda í vasann. Sport 10.3.2006 13:43
Chelsea eina liðið í myndinni Nú virðist sem Englandsmeistarar Chelsea sitji einir að því að kaupa miðjumanninn Michael Ballack frá Bayern Munchen eftir að ítalska liðið Inter Milan lýsti því yfir í gær að félagið væri hætt við að reyna að klófesta hann í sumar. Sport 10.3.2006 13:31
Viss um að Vieira fær góðar móttökur David Dein, aðstoðarstjórnarformaður Arsenal var hæstánægður með dráttinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í hádeginu, þar sem hans menn lentu á móti Juventus. Það er því ljóst að miðjumaðurinn Patrick Vieira mun spila einn leik enn á Highbury eftir allt saman. Sport 10.3.2006 12:53
Arsenal mætir Juventus Nú er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, en dregið var í París í Frakklandi nú rétt í þessu. Arsenal mætir ítölsku meisturunum Juventus, Englendingabanarnir Benfica mæta Barcelona, Lyon mætir AC Milan og Inter eða Ajax mætir spænska liðinu Villareal. Sport 10.3.2006 12:10
Philadelphia - Denver í beinni Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst hann klukkan eitt eftir miðnætti. Þetta verður fyrsti leikur Denver á sjö leikja ferðalagi, en Philadelphia hefur tapað tveimur leikjum í röð. Sport 9.3.2006 22:29
Boro lagði Roma Middlesbrough lagði Roma í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða á heimavelli sínum Riverside í kvöld 1-0. Það var framherjinn Yakubu sem skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu og Boro því í ágætis stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Róm. Sport 9.3.2006 21:55
Framtíðin björt í Formúlu 1 Ron Dennis, yfirmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, telur að framtíð heimsmeistaramótsins sé björt og er bjartsýnn á að yfirstandandi deilur muni leysast á farsælan hátt. Nokkur af stóru liðunum í Formúlu 1 hafa undanfarið hótað að segja sig úr mótaröðinni og stofna sína eigin, því þeim þykir auðnum misskipt með núverandi fyrirkomulagi. Sport 9.3.2006 20:31
Boro yfir gegn Roma Middlesbrough hefur yfir 1-0 gegn Roma í leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða sem fram fer á Riverside Stadium. Það var framherjinn Yakubu sem skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu á 12. mínútu leiksins, sem er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 9.3.2006 20:53
Kominn tími til að vinna Chelsea Martin Jol hefur náð frábærum árangri með lið Tottenham síðan hann tók við því snemma á síðasta ári, en þrátt fyrir að liðið sé í baráttu um sæti í Meistaradeildinni um þessar mundir, hefur það enn ekki náð að vinna sigur á einu af stóru liðunum í stjórnartíð Hollendingsins. Sport 9.3.2006 19:50
Nýr stjóri tilkynntur á næstu dögum Forráðamenn Glasgow Rangers hafa nú tilkynnt að gengið verði frá ráðningu á eftirmanni Alex McLeish í stjórastöðuna hjá félaginu á allra næstu dögum. McLeish hefur verið við stjórnvölinn síðan 2002, en mun hætta í vor. Talið er víst að hinn Paul Le Guen muni taka við liðinu í vor, en hann var áður knattspyrnustjóri Lyon í Frakklandi. Sport 9.3.2006 19:13
Middlesbrough - Roma í beinni á Sýn Fyrri leikur Middlesbrough og Roma í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50 í kvöld. Steve McClaren á von á mjög erfiðum leik gegn Roma þó ítalska liðið verði án lykilmanna á Riverside í kvöld. Sport 9.3.2006 17:51
Owen er á góðum batavegi Forráðamenn Newcastle sáu í dag ástæðu til að árétta að stjörnuframherjanum Michael Owen hafi ekki slegið niður í endurhæfingu sinni frá fótbrotinu sem hann varð fyrir í leik á nýársdag, en breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að hann hefði meiðst á ný. Sport 9.3.2006 17:30
Rio er dragbítur og Campbell er búinn á því Enska knattspyrnuhetjan Jackie Charlton fer ekki fögrum orðum um leikmenn enska landsliðsins í nýlegu viðtali, þar sem miðverðirnir fá stærstu sneiðina af gagnrýni hans. Charlton segir að Rio Ferdinand gæti orðið skotmark á HM í sumar vegna kæruleysis með boltann og segir aukinheldur að Sol Campbell sé búinn á því og eigi ekki að fara með til Þýskalands. Sport 9.3.2006 16:53
Erum ekki í vinsældakeppni Stjórnarformaður Chelsea, Bruce Buck, segir að ensku meistararnir hafi litlar áhyggjur af því að liðið sé ekki að vinna neinar vinsældakeppnir í knattspyrnuheiminum um þessar mundir, en félagið hefur verið gagnrýnt á margvíslegan hátt að undanförnu. Sport 9.3.2006 16:31
Pearce skrifar undir á næstu dögum Stuart Pearce, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, mun að öllum líkindum skrifa undir framlengingu á samningi sínum við félagið á allra næstu dögum, en hann hefur verið samningslaus síðan hann tók við af Kevin Keegan fyrir um ári síðan. Sport 9.3.2006 16:12
Óskar eftir fé til leikmannakaupa Rafa Benitez segir að hann þurfi nauðsynlega að fara út að versla þegar opnar fyrir innkaupagluggann á Englandi á ný, því lið hans þurfi að styrkjast á ákveðnum sviðum. Sport 9.3.2006 15:49
Bryant eyðilagði heimkomu New Orleans New Orleans Hornets spilaði í nótt fyrsta heimaleik sinn í endurnýjaðri heimahöll sinni í New Orleans síðan fellibylurinn Katrín lagði borgina í rúst í sumar, en því miður fyrir stuðningsmenn heimaliðsins voru það Kobe Bryant og félagar í LA Lakers sem komu í heimsókn. Bryant skoraði 18 af 40 stigum sínum í fjórða leikhluta og tryggði Lakers sigur 113-107. Sport 9.3.2006 05:37
Liðið er að smella saman Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var hæst ánægður með sína menn eftir að þeir slógu Real Madrid út úr Meistaradeildinni í gær eftir markalaust jafntefli á Highbury. Wenger segist sjá mikil batamerki á liðinu á síðustu tveimur mánuðum. Sport 9.3.2006 04:54
Misnotuð færi kostuðu okkur dýrt Rafa Benitez var skiljanlega svekktur með að detta út úr meistaradeildinni í gær eftir að hans menn töpuðu 2-0 á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Benfica. Leikmenn Liverpool fengu fjölda tækifæra til að skora í leiknum en inn vildi boltinn ekki og Evrópumeistararnir því úr leik. Sport 9.3.2006 05:08
Houston - Indiana í beinni Viðureign Houston Rockets og Indiana Pacers verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland klukkan 1:30 eftir miðnætti í nótt. Indiana tapaði síðasta leik sínum illa á heimavelli fyrir slöku liði New York, en Houston hefur unnið þrjá leiki í röð og 13 af síðustu 17. Búist er við að Tracy McGrady verði með Houston í kvöld, en hann hefur átt við bakmeiðsli að stríða undanfarið. Sport 8.3.2006 22:11
Evrópumeistararnir úr leik Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 tap á heimavelli sínum fyrir Benfica og samanlagt 3-0. Arsenal er komið áfram í keppninni eftir jafntefli við Real Madrid, AC Milan og Lyon eru sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslitin eftir stórsigra í sínum leikjum. Sport 8.3.2006 21:42
Magdeburg lagði Lemgo Magdeburg, lið Sigfúsar Sigurðssonar og Arnórs Atlasonar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, bar í kvöld sigurorð af Lemgo 30-28. Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo í leiknum og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2, en Íslendingarnir hjá Magdeburg komust ekki á blað í leiknum. Sport 8.3.2006 20:59
Liverpool er undir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Liverpool eiga á brattann að sækja á heimavelli sínum Anfield, þar sem liðið er undir 1-0 í hálfleik og þarf því að skora þrjú mörk í þeim síðari til að komast áfram í keppninni. Sport 8.3.2006 20:36
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent