Sport

Framtíðin björt í Formúlu 1

Ron Dennis er hér á röltinu með finnska ökuþórnum Kimi Raikkönen
Ron Dennis er hér á röltinu með finnska ökuþórnum Kimi Raikkönen NordicPhotos/GettyImages

Ron Dennis, yfirmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, telur að framtíð heimsmeistaramótsins sé björt og er bjartsýnn á að yfirstandandi deilur muni leysast á farsælan hátt. Nokkur af stóru liðunum í Formúlu 1 hafa undanfarið hótað að segja sig úr mótaröðinni og stofna sína eigin, því þeim þykir auðnum misskipt með núverandi fyrirkomulagi.

Umræðan um klofning í Formúlu 1 eftir árið 2007 hefur heldur dofnað að undanförnu og þykir sérfræðingum sem viðræður milli deiluaðila hafi heldur snúist í átt til málamiðlunar upp á síðkastið.

"Ég hef enga trú á öðru en að þessi mál leysist fljótlega. Okkar stefna hefur alltaf verið að reyna að komast að niðurstöðu þar sem allir geta verið sáttir og satt best að segja sé ég mitt lið ekki annarsstaðar en einmitt í Formúlu 1 árið 2008," sagði Dennis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×