Erlendar Cole verður frá í minnst þrjár vikur Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að bakvörðurinn Ashley Cole verði frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur vegna ökklameiðslanna sem hann hlaut í leik með varaliði félagsins á dögunum. Þá á hann ekki von á að Sol Campbell snúi aftur til keppni fyrr en í fyrsta lagi í enda mánaðarins, en segir að þeim gangi báðum vel í endurhæfingu sinni. Sport 2.3.2006 17:57 Logi með stórleik Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik í gærkvöldi þegar lið hans Bayreuth bar sigurorð af TSV Tröster 111-105 í framlengdum leik í þýsku 2. deildinni. Logi skoraði 43 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur skorað í allan vetur. Hann er nú í hópi stigahæstu manna í deildinni með rúm 18 stig að meðaltali í leik. Sport 2.3.2006 17:34 Sheringham nálægt samkomulagi Alan Pardew, stjóri West Ham, segir að samkomulag sé í sjónmáli um að framlengja samning framherjans Teddy Sheringham hjá félaginu um eitt ár. Sheringham verður fertugur í næsta mánuði, en er enn í fantaformi. Sport 2.3.2006 17:23 Vonast eftir HM sæti Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Tottenham segir að galdurinn við frammistöðu sína með enska landsliðinu í gær, þegar hann fékk að spreyta sig í byrjunarliðinu gegn Úrúgvæ, hafi verið að vera eins afslappaður og mögulegt væri. Carrick var nokkuð sáttur við sitt í leiknum og segist vonast til að vinna sér sæti í liði Englendinga á HM. Sport 2.3.2006 17:15 Iverson skoraði 40 stig Allen Iverson verður ekki boðið að taka þátt í æfingabúðum þar sem valið verður í landslið Bandaríkjanna fyrir HM og Ólympíuleikana í körfubolta og í gær svaraði hann því á sinn hátt þegar hann skoraði 40 stig og gaf 10 stoðsendingar í sigri Philadelphia á Houston, þrátt fyrir að vera með flensu. Sport 2.3.2006 16:47 Keane á eftir að verða frábær stjóri Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist viss um að Roy Keane eigi eftir að verða frábær knattspyrnustjóri þegar hann lýkur ferlinum sem leikmaður og segir hann minna sig á sjálfan sig á sama tíma á ferlinum. Sport 2.3.2006 16:28 Fordæmir kynþáttafordóma Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að 9000 evru sektin sem Real Zaragoza fékk eftir framkomu áhorfenda liðsins í garð Samuel Eto´o um síðustu helgi sé eins og lélegur brandari og vill að mikið þyngri refsing verði tekin upp gegn kynþáttafordómum. Sport 2.3.2006 16:19 Alfreð laus frá Magdeburg Alfreð Gíslason, fyrrum þjálfari Magdeburg í Þýskalandi hefur nú fengið sig alfarið lausan undan samningi sínum við félagið og er því frjálst að taka við öðru liði þangað til hann tekur við þjálfun Gummersbach á næsta ári. Því má reikna með að Alfreð gangi til viðræðnaa við forráðamenn íslenska landsliðsins, en vitað er að Alfreð er þar efsti maður á óskalistanum.. Sport 2.3.2006 16:04 Líklega á leið til Chelsea Umboðsmaður Michael Ballack hjá Bayern Munchen hefur nú viðurkennt að Chelsea sé lang efst á óskalista leikmannsins og líklegasta liðið til að landa honum í sumar. "Við höfum ekki skrifað undir neitt ennþá, en Chelsea er lang líklegast í stöðunni," sagði umboðsmaður Ballack í samtali við BBC í dag. Sport 2.3.2006 15:55 Ánægður með framlag Cole Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga var yfir sig ánægður með Joe Cole í sigrinum á Úrúgvæ í kvöld og sagði hann hafa borið af öðrum leikmönnum í leiknum. Cole lagði upp jöfnunarmark enska liðsins og skoraði sigurmarkið sjálfur. Sport 1.3.2006 23:06 Ítalir burstuðu Þjóðverja Fjöldi æfinga- og vináttulandsleikja fór fram í kvöld og þar bar hæst að Ítalir burstuðu Þjóðverja 4-1, Brasilíumenn unnu Rússa 1-0, Danir lögðu Ísraela 2-0, Króatar lögðu Argentínumenn 3-2, Írar burstuðu Svía 3-0, Portúgalir sigruðu Sáda 3-0, Holland lagði Ekvador 1-0, Slóvakar lögðu Frakka 2-1 og Senegalar lögðu Norðmenn 2-1. Sport 1.3.2006 22:22 Joe Cole tryggði Englendingum sigur Joe Cole, leikmaður Chelsea, var maðurinn á bak við sigur Englendinga á Úrúgvæ í æfingaleik þjóðanna á Anfield í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu komist yfir með sannkölluðu draumamarki í fyrri hálfleiknum, lagði Cole upp jöfnunarmarkið fyrir Peter Crouch og skoraði svo sigurmarkið sjálfur í uppbótartíma. Sport 1.3.2006 22:01 Crouch jafnaði fyrir Englendinga Framherjinn Peter Crouch hefur náð að jafna leikinn fyrir Englendinga í vináttuleik gegn Úrúgvæ sem fram fer á Anfield í Liverpool og er staðan því orðin 1-1. Crouch skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Joe Cole. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 1.3.2006 21:48 Guðjón Valur skoraði 7 mörk Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir lið sitt Gummersbach í kvöld og Róbert Gunnarsson 4, þegar liðið vann auðveldan útisigur á Wetzlar á útivelli 38-30. Róbert Sighvatsson skoraði 1 mark fyrir Wetzlar. Einar Hólmgeirsson skoraði 6 mörk fyrir Grosswallstadt sem tapaði 27-26 fyrir Delitzsch á útivelli. Sport 1.3.2006 21:17 Englendingar undir í hálfleik Englendingar eru undir 1-0 undir í vináttuleik sínum gegn Úrúgvæ á Anfield í Liverpool, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Það var miðjumaðurinn Omar Pouso sem skoraði mark gestanna með þrumufleyg af 30 metra færi. Sport 1.3.2006 21:08 England getur náð langt á HM Diego Forlan, fyrrum leikmaður Manchester United og framherji Úrúgvæ, segir að enska landsliðið hafi alla burði til að ná langt á HM í sumar, en telur að Brasilíumenn muni verja titil sinn frá því árið 2002. Sport 1.3.2006 18:38 Peter Osgood látinn Knattspyrnuhetjan Peter Osgood sem gerði garðinn frægan hjá Chelsea á árum áður lést í dag, 59 ára að aldri. Osgood hné niður þar sem hann var viðstaddur jarðarför og lést í sjúkrabifreiðinni á leið á sjúkrahús. Osgood var á sínum tíma sterkur framherji og hjálpaði m.a. Chelsea að vinna enska bikarinn og Evrópukeppni bikarhafa í byrjun áttunda áratugarins. Sport 1.3.2006 16:06 Sainz sækist eftir forsetaembætti hjá Real Madrid Hinn fyrrum tvöfaldi heimsmeistari í rallakstri, Carlos Sainz, er alvarlega að íhuga að bjóða sig fram sem næsta forseta knattspyrnuliðs Real Madrid eftir að Florentino Perez sagði af sér á dögunum. Sport 1.3.2006 15:28 Bætt afkoma hjá City Knattspyrnufélagið Manchester City horfir fram á bjartari tíma eftir að afkoma félagsins á síðustu 6 mánuðum sýndi ágætan gróða sem að mestu má rekja til sölunnar á Shaun Wright-Phillips. Þá hefur launakostnaður dregist mikið saman hjá félaginu. Sport 1.3.2006 15:21 Englendingar taka vel á kynþáttafordómum Spænsku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni hafa bent á að spænsk knattspyrnuyfirvöld ættu að taka sér ensku úrvalsdeildina til fyrirmyndar þegar kemur að því að taka á kynþáttafordómum í deildarkeppninni á Spáni, en áhorfendur þar í landi voru enn í fréttunum um helgina vegna kynþáttafordóma. Sport 1.3.2006 15:08 Vonar að áhorfendur bauli ekki á Neville Steven Gerrard fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins, vonar að áhorfendur á Anfield muni ekki baula á Gary Neville leikmann Manchester United þegar Englendingar taka á móti Úrúgvæ í æfingaleik í kvöld. Neville er ekki vinsælasti maðurinn hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir að hann fagnaði marki United fyrir framan þá í leik liðanna um daginn. Sport 1.3.2006 14:55 Hinrich með stórleik Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Chicago Bulls lagði Minnesota Timberwolves 111-100 á heimavelli sínum, en sigurinn var kostnaðarsamur þar sem liðið missti tvo menn útaf meidda eftir samstuð. Sport 1.3.2006 14:37 Flensburg lagði Kiel Flensburg vann í kvöld frækinn sigur á Kiel í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta 32-28, en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel sem er sannkölluð ljónagryfja og fáheyrt er að liðið tapi þar leik. Þetta var fyrri viðureign liðanna og hin síðari fer fram um helgina. Sport 28.2.2006 21:46 Carrick byrjar gegn Úrúgvæ Miðjumaðurinn Michael Carrick frá Tottenham verður í byrjunarliði Englands í æfingaleiknum við Úrúgvæ annað kvöld í stað Frank Lampard sem er meiddur á læri. Þá mun framherji Charlton Darren Bent byrja í framlínunni ásamt Wayne Rooney. Wayne Bridge mun leysa Ashley Cole af í stöðu vinstri bakvarðar. Sport 28.2.2006 18:35 Á batavegi eftir meiðslin Momo Sissoko leikmaður Liverpool er á batavegi eftir meiðslin sem hann hlaut í Meistaradeildarleiknum gegn Benfica fyrir réttri viku. Sissoko meiddist illa á auga en alltaf berast betri og betri tíðindi af Malíbúanum. Sport 28.2.2006 18:01 Ballack til Chelsea? Breskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um að Chelsea sé að undibúa stórt samningstilboð handa Michael Ballack hjá Bayern Munchen, en hann verður samningslaus í sumar. Leikmaðurinn sjálfur, sem og umboðsmaður hans vilja þó ekkert kannast við þessar fréttir. Sport 28.2.2006 16:26 Bent fær tækifæri Sven-Göran Eriksson hefur látið í veðri vaka að Darren Bent, sóknarmaður Charlton, fái tækifæri með enska landsliðinu á morgun þegar liðið spilar æfingaleik við Úrúgvæ. Þá er búist við að Steven Gerrard verði í byrjunarliðinu og spili í það minnsta 45 mínútur, þrátt fyrir að Rafa Benitez segi hann þurfa hvíld. Sport 28.2.2006 16:07 Enn meiðist Ashley Cole Varnarmaðurinn Ashley Cole mun ekki snúa aftur í lið Arsenal á næstunni eftir að hann varð fyrir því óláni að snúa sig á ökkla í leik með varaliði félagsins í gær. Talið er að Cole verði í það minnsta þrjár vikur að jafna sig af meiðslunum, en hann hefur ekki spilað með aðalliðinu síðan í haust vegna fótbrots og meiðsla á læri. Sport 28.2.2006 14:44 Ekki liðtækur í heimanáminu Knattspyrnuhetjan David Beckham ætti líklega að halda sig við knattspyrnuiðkun á meðan hann hefur tök á því ef marka má grein í breska blaðinu Mail on Sunday, því þar kemur fram að Beckham treysti sér ekki til að hjálpa syni sýnum Brooklin við heimanámið. Brooklyn er sex ára gamall. Sport 27.2.2006 21:11 Florentino Perez segir af sér Florentino Perez, forseti Real Madrid, sagði af sér í kvöld og mun fyrrum Fernando Martin, fyrrum aðstoðarforseti félagsins taka við embætti hans. Real hefur ekki unnið titil síðan 2003 í stjórnartíð Perez, sem þótti réttast að segja af sér þar sem árangurinn hefur verulega látið á sér standa undanfarið. Sport 27.2.2006 21:22 « ‹ 203 204 205 206 207 208 209 210 211 … 264 ›
Cole verður frá í minnst þrjár vikur Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að bakvörðurinn Ashley Cole verði frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur vegna ökklameiðslanna sem hann hlaut í leik með varaliði félagsins á dögunum. Þá á hann ekki von á að Sol Campbell snúi aftur til keppni fyrr en í fyrsta lagi í enda mánaðarins, en segir að þeim gangi báðum vel í endurhæfingu sinni. Sport 2.3.2006 17:57
Logi með stórleik Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson átti sannkallaðan stórleik í gærkvöldi þegar lið hans Bayreuth bar sigurorð af TSV Tröster 111-105 í framlengdum leik í þýsku 2. deildinni. Logi skoraði 43 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur skorað í allan vetur. Hann er nú í hópi stigahæstu manna í deildinni með rúm 18 stig að meðaltali í leik. Sport 2.3.2006 17:34
Sheringham nálægt samkomulagi Alan Pardew, stjóri West Ham, segir að samkomulag sé í sjónmáli um að framlengja samning framherjans Teddy Sheringham hjá félaginu um eitt ár. Sheringham verður fertugur í næsta mánuði, en er enn í fantaformi. Sport 2.3.2006 17:23
Vonast eftir HM sæti Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Tottenham segir að galdurinn við frammistöðu sína með enska landsliðinu í gær, þegar hann fékk að spreyta sig í byrjunarliðinu gegn Úrúgvæ, hafi verið að vera eins afslappaður og mögulegt væri. Carrick var nokkuð sáttur við sitt í leiknum og segist vonast til að vinna sér sæti í liði Englendinga á HM. Sport 2.3.2006 17:15
Iverson skoraði 40 stig Allen Iverson verður ekki boðið að taka þátt í æfingabúðum þar sem valið verður í landslið Bandaríkjanna fyrir HM og Ólympíuleikana í körfubolta og í gær svaraði hann því á sinn hátt þegar hann skoraði 40 stig og gaf 10 stoðsendingar í sigri Philadelphia á Houston, þrátt fyrir að vera með flensu. Sport 2.3.2006 16:47
Keane á eftir að verða frábær stjóri Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist viss um að Roy Keane eigi eftir að verða frábær knattspyrnustjóri þegar hann lýkur ferlinum sem leikmaður og segir hann minna sig á sjálfan sig á sama tíma á ferlinum. Sport 2.3.2006 16:28
Fordæmir kynþáttafordóma Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að 9000 evru sektin sem Real Zaragoza fékk eftir framkomu áhorfenda liðsins í garð Samuel Eto´o um síðustu helgi sé eins og lélegur brandari og vill að mikið þyngri refsing verði tekin upp gegn kynþáttafordómum. Sport 2.3.2006 16:19
Alfreð laus frá Magdeburg Alfreð Gíslason, fyrrum þjálfari Magdeburg í Þýskalandi hefur nú fengið sig alfarið lausan undan samningi sínum við félagið og er því frjálst að taka við öðru liði þangað til hann tekur við þjálfun Gummersbach á næsta ári. Því má reikna með að Alfreð gangi til viðræðnaa við forráðamenn íslenska landsliðsins, en vitað er að Alfreð er þar efsti maður á óskalistanum.. Sport 2.3.2006 16:04
Líklega á leið til Chelsea Umboðsmaður Michael Ballack hjá Bayern Munchen hefur nú viðurkennt að Chelsea sé lang efst á óskalista leikmannsins og líklegasta liðið til að landa honum í sumar. "Við höfum ekki skrifað undir neitt ennþá, en Chelsea er lang líklegast í stöðunni," sagði umboðsmaður Ballack í samtali við BBC í dag. Sport 2.3.2006 15:55
Ánægður með framlag Cole Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga var yfir sig ánægður með Joe Cole í sigrinum á Úrúgvæ í kvöld og sagði hann hafa borið af öðrum leikmönnum í leiknum. Cole lagði upp jöfnunarmark enska liðsins og skoraði sigurmarkið sjálfur. Sport 1.3.2006 23:06
Ítalir burstuðu Þjóðverja Fjöldi æfinga- og vináttulandsleikja fór fram í kvöld og þar bar hæst að Ítalir burstuðu Þjóðverja 4-1, Brasilíumenn unnu Rússa 1-0, Danir lögðu Ísraela 2-0, Króatar lögðu Argentínumenn 3-2, Írar burstuðu Svía 3-0, Portúgalir sigruðu Sáda 3-0, Holland lagði Ekvador 1-0, Slóvakar lögðu Frakka 2-1 og Senegalar lögðu Norðmenn 2-1. Sport 1.3.2006 22:22
Joe Cole tryggði Englendingum sigur Joe Cole, leikmaður Chelsea, var maðurinn á bak við sigur Englendinga á Úrúgvæ í æfingaleik þjóðanna á Anfield í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu komist yfir með sannkölluðu draumamarki í fyrri hálfleiknum, lagði Cole upp jöfnunarmarkið fyrir Peter Crouch og skoraði svo sigurmarkið sjálfur í uppbótartíma. Sport 1.3.2006 22:01
Crouch jafnaði fyrir Englendinga Framherjinn Peter Crouch hefur náð að jafna leikinn fyrir Englendinga í vináttuleik gegn Úrúgvæ sem fram fer á Anfield í Liverpool og er staðan því orðin 1-1. Crouch skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Joe Cole. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 1.3.2006 21:48
Guðjón Valur skoraði 7 mörk Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir lið sitt Gummersbach í kvöld og Róbert Gunnarsson 4, þegar liðið vann auðveldan útisigur á Wetzlar á útivelli 38-30. Róbert Sighvatsson skoraði 1 mark fyrir Wetzlar. Einar Hólmgeirsson skoraði 6 mörk fyrir Grosswallstadt sem tapaði 27-26 fyrir Delitzsch á útivelli. Sport 1.3.2006 21:17
Englendingar undir í hálfleik Englendingar eru undir 1-0 undir í vináttuleik sínum gegn Úrúgvæ á Anfield í Liverpool, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Það var miðjumaðurinn Omar Pouso sem skoraði mark gestanna með þrumufleyg af 30 metra færi. Sport 1.3.2006 21:08
England getur náð langt á HM Diego Forlan, fyrrum leikmaður Manchester United og framherji Úrúgvæ, segir að enska landsliðið hafi alla burði til að ná langt á HM í sumar, en telur að Brasilíumenn muni verja titil sinn frá því árið 2002. Sport 1.3.2006 18:38
Peter Osgood látinn Knattspyrnuhetjan Peter Osgood sem gerði garðinn frægan hjá Chelsea á árum áður lést í dag, 59 ára að aldri. Osgood hné niður þar sem hann var viðstaddur jarðarför og lést í sjúkrabifreiðinni á leið á sjúkrahús. Osgood var á sínum tíma sterkur framherji og hjálpaði m.a. Chelsea að vinna enska bikarinn og Evrópukeppni bikarhafa í byrjun áttunda áratugarins. Sport 1.3.2006 16:06
Sainz sækist eftir forsetaembætti hjá Real Madrid Hinn fyrrum tvöfaldi heimsmeistari í rallakstri, Carlos Sainz, er alvarlega að íhuga að bjóða sig fram sem næsta forseta knattspyrnuliðs Real Madrid eftir að Florentino Perez sagði af sér á dögunum. Sport 1.3.2006 15:28
Bætt afkoma hjá City Knattspyrnufélagið Manchester City horfir fram á bjartari tíma eftir að afkoma félagsins á síðustu 6 mánuðum sýndi ágætan gróða sem að mestu má rekja til sölunnar á Shaun Wright-Phillips. Þá hefur launakostnaður dregist mikið saman hjá félaginu. Sport 1.3.2006 15:21
Englendingar taka vel á kynþáttafordómum Spænsku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni hafa bent á að spænsk knattspyrnuyfirvöld ættu að taka sér ensku úrvalsdeildina til fyrirmyndar þegar kemur að því að taka á kynþáttafordómum í deildarkeppninni á Spáni, en áhorfendur þar í landi voru enn í fréttunum um helgina vegna kynþáttafordóma. Sport 1.3.2006 15:08
Vonar að áhorfendur bauli ekki á Neville Steven Gerrard fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins, vonar að áhorfendur á Anfield muni ekki baula á Gary Neville leikmann Manchester United þegar Englendingar taka á móti Úrúgvæ í æfingaleik í kvöld. Neville er ekki vinsælasti maðurinn hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir að hann fagnaði marki United fyrir framan þá í leik liðanna um daginn. Sport 1.3.2006 14:55
Hinrich með stórleik Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Chicago Bulls lagði Minnesota Timberwolves 111-100 á heimavelli sínum, en sigurinn var kostnaðarsamur þar sem liðið missti tvo menn útaf meidda eftir samstuð. Sport 1.3.2006 14:37
Flensburg lagði Kiel Flensburg vann í kvöld frækinn sigur á Kiel í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta 32-28, en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel sem er sannkölluð ljónagryfja og fáheyrt er að liðið tapi þar leik. Þetta var fyrri viðureign liðanna og hin síðari fer fram um helgina. Sport 28.2.2006 21:46
Carrick byrjar gegn Úrúgvæ Miðjumaðurinn Michael Carrick frá Tottenham verður í byrjunarliði Englands í æfingaleiknum við Úrúgvæ annað kvöld í stað Frank Lampard sem er meiddur á læri. Þá mun framherji Charlton Darren Bent byrja í framlínunni ásamt Wayne Rooney. Wayne Bridge mun leysa Ashley Cole af í stöðu vinstri bakvarðar. Sport 28.2.2006 18:35
Á batavegi eftir meiðslin Momo Sissoko leikmaður Liverpool er á batavegi eftir meiðslin sem hann hlaut í Meistaradeildarleiknum gegn Benfica fyrir réttri viku. Sissoko meiddist illa á auga en alltaf berast betri og betri tíðindi af Malíbúanum. Sport 28.2.2006 18:01
Ballack til Chelsea? Breskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um að Chelsea sé að undibúa stórt samningstilboð handa Michael Ballack hjá Bayern Munchen, en hann verður samningslaus í sumar. Leikmaðurinn sjálfur, sem og umboðsmaður hans vilja þó ekkert kannast við þessar fréttir. Sport 28.2.2006 16:26
Bent fær tækifæri Sven-Göran Eriksson hefur látið í veðri vaka að Darren Bent, sóknarmaður Charlton, fái tækifæri með enska landsliðinu á morgun þegar liðið spilar æfingaleik við Úrúgvæ. Þá er búist við að Steven Gerrard verði í byrjunarliðinu og spili í það minnsta 45 mínútur, þrátt fyrir að Rafa Benitez segi hann þurfa hvíld. Sport 28.2.2006 16:07
Enn meiðist Ashley Cole Varnarmaðurinn Ashley Cole mun ekki snúa aftur í lið Arsenal á næstunni eftir að hann varð fyrir því óláni að snúa sig á ökkla í leik með varaliði félagsins í gær. Talið er að Cole verði í það minnsta þrjár vikur að jafna sig af meiðslunum, en hann hefur ekki spilað með aðalliðinu síðan í haust vegna fótbrots og meiðsla á læri. Sport 28.2.2006 14:44
Ekki liðtækur í heimanáminu Knattspyrnuhetjan David Beckham ætti líklega að halda sig við knattspyrnuiðkun á meðan hann hefur tök á því ef marka má grein í breska blaðinu Mail on Sunday, því þar kemur fram að Beckham treysti sér ekki til að hjálpa syni sýnum Brooklin við heimanámið. Brooklyn er sex ára gamall. Sport 27.2.2006 21:11
Florentino Perez segir af sér Florentino Perez, forseti Real Madrid, sagði af sér í kvöld og mun fyrrum Fernando Martin, fyrrum aðstoðarforseti félagsins taka við embætti hans. Real hefur ekki unnið titil síðan 2003 í stjórnartíð Perez, sem þótti réttast að segja af sér þar sem árangurinn hefur verulega látið á sér standa undanfarið. Sport 27.2.2006 21:22
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent