Vatnajökulsþjóðgarður

Skipuð í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað Ingibjörgu Halldórsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs frá 1. janúar.

Stærsti skjálfti við Herðubreið frá upphafi mælinga
Stærsti skjálfti sem mælst hefur við Herðubreið reið yfir í gærkvöldi.

Nokkuð stór skjálfti við Herðubreið
Jarðskjálfti að stærð 4,1 mældist við Herðubreið í gærkvöldi. Tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist á Akureyri.

Ef lög Vatnajökulsþjóðgarðs væru byggingareglugerðir
Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær.

Fundu nostalgíska Svalafernu við Skaftafellsheiði
Landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði fann Svalafernu í austurbrekkum Skaftafellsheiðar fyrir stuttu. Fernan var tóm en landvörðurinn hefði líklegast ekki viljað drekka úr henni ef hún væri full, enda er fernan frá árinu 1986.

Jarðskjálfti nálægt Grímsvötnum af stærðinni 3,7
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist 2,7 kílómetra norðnorðaustur af Grímsfjalli klukkan tuttugu mínútur yfir tvö í dag. Fyrir utan þennan stóra skjálfta hefur verið lítið um virkni á svæðinu.

Gisting úti á Fjallsárlóni
Á Fjallsárlóni er nú hægt að bóka ævintýraferð sem inniheldur siglingu um lónið og eftir hana er dvalið í húsbát á lóninu. Eigandi húsbátanna segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af kulda.

Gul viðvörun gefin út fyrir Suðausturland
Gul viðvörun verður í gildi á Suðausturlandi frá klukkan 11 til klukkan 23 á morgun, fimmtudag.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu af stærðinni 3,5
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í Bárðarbungu klukkan 08:16 í morgun.

„Fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur“
Á annað hundrað björgunarsveitarmanna af öllu Suðurlandi og víðar að tóku þátt í einni umfangsmestu aðgerð síðari tíma á Vatnajökli í nótt. Hópi fjórtán göngumanna var bjargað úr virkilega erfiðum aðstæðum. Ástandið var orðið krítískt.

Óðagot fyrrum umhverfisráðherra
Í tíð fyrrum umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar reið yfir landið slík flóðbylgja friðuna, að annað eins hefur varla sést. Kirsuberið á öldutoppinum átti að vera hinn alræmdi hálendisþjóðgarður. Allt var þetta byggt á grunni meingallaðra laga Vatnajökulsþjóðgarðs sem samþykkt voru árið 2007.

Aðsetur Vatnajökulsþjóðgarðs verður flutt til Hafnar
Formlegt aðsetur og lögheimili Vatnajökulsþjóðgarðs verður flutt til Hafnar í Hornafirði næsta haust. Frá þessu greindi Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun.

Björgunarsveitir kallaðar út
Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Öræfum voru kallaðar út klukkan hálf ellefu vegna slasaðrar konu í Fremri Veðurárdal austan við Breiðamerkurjökul.

Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur
Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt.

Fundu stórkostleg ísgöng á Breiðamerkurjökli í anda Elsu í Frozen
Í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland skoða Rakel María Hjaltadóttir og Garpur I. Elísabetarson íshelli á Breiðamerkurjökli. Í göngunni sáu þau einnig í fyrsta sæti einstök ísgöng á jöklinum sem gerði þau algjörlega agndofa.

Lagðist sáttur á koddann eftir 70 kílómetra akstur á vélsleða
Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Grænna skáta tók þátt í björgun tveggja ferðamanna á Vatnajökli í gær. Björgunin gekk eins og í sögu og Kristinn segist hafa farið sáttur að sofa eftir langan og krefjandi dag.

Tékkarnir kaldir en í lagi með þá
Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði.

Skjálfti í Vatnajökulsþjóðgarði
Enn einn jarðskjálftinn reið yfir í morgun, að þessu sinni var um að ræða skjálfta upp á 3,1 stig sem átti upptök sín um sex kílómetrum vest- suðvestur af Dreka í Vatnajökulsþjóðgarði.

RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp
Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011.

Byrja með „umfangsminni hugmyndir“ um hálendisþjóðgarð
„Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið.

Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs: Lögin og óvissan
Þann 23. september 2021 undirritaði umhverfisráðherra reglugerð um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs. Reglugerðin er sett á grunni laga um Vatnajökulsþjóðgarð. Einnig höfðu verið til umfjöllunar hugmyndir um stækkun þjóðgarðsins í Skaftárhreppi, m.a. þannig að hluti Mýrdalsjökuls félli þar undir.

Bætir 300 ferkílómetrum við Vatnajökulsþjóðgarð
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað breytingar á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð sem kveður á um þrjú hundruð ferkílómetra stækkun á norðursvæði þjóðgarðsins.

Segir ráðherra fara um með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fara um landið með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“. Hann sé að friðlýsa landsvæði um víðan völl án samráðs og faglegs undirbúnings.

Óvissustig vegna landriss í Öskju
Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda.

Skyndifundur í Skaftártungu af ótta við þjóðgarðsstækkun
Bændur í Skaftártungu og Álftaveri fjölmenntu til skyndifundar í gærkvöldi af ótta við að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi kosningar stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd þeirra í Skaftárhreppi. Þeir krefjast þess að málinu verði frestað.

Gervitungl náði mynd af Vatnajökli í allri sinni dýrð
Það var varla ský á himni þegar LANDSAT-8 gervitunglið festi meðfylgjandi mynd af Vatnajökli á filmu.

Fagnaði sigri á gigtinni á toppi Hvannadalshnjúks
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur gekk á topp Hvannadalshnjúks um helgina, hæsta tind Íslands. Dagur þjáist af gigt og þarf vikulega á lyfjagjöf að halda. Hann segir ólýsanlegt að hafa náð þessum áfanga eftir óvissuna vegna veikindanna síðustu ár.

Um helmingur hópsins kominn á toppinn: „Víðsýni og fegurð blasir við á toppnum“
Fyrstu hópar kvennana 126, sem lögðu á stað seint í gærkvöldi upp á topp Hvannadalshnjúks í nafni Lífskrafts, náðu toppnum snemma í morgun. Markmið ferðarinnar var að safna fé til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans.

126 konur á leið upp Kvennadalshnjúk
126 konur lögðu af stað í göngu upp á Hvannadalshnjúk á Öræfajökli klukkan 23 í kvöld til styrktar nýrri krabbameinsdeild á Landspítalanum.

130 konur ganga saman á Hvannadalshnjúk um helgina
„Ég er svo þakklát og snortin yfir þessum kvennakrafti,“ segir Sirrý Ágústsdóttir, forsprakki tæplega 130 kvenna hóps sem ætlar á topp Hvannadalshnjúks, hæsta tind Íslands, um helgina.