Erlent

Fréttamynd

Einn síðasti aðstoðarmaður Hitlers látinn

Barón Bernd Freytag von Loringhoven einn af aðstoðarmönnum Adolfs Hitlers í byrgi hans í Berlín lést 27. febrúar síðastliðinn. Fjölskyldan kaus að skýra ekki frá andláti hans fyrr en nú. Loringhoven, sem var 93 ára gamall var einn af síðustu eftirlifandi aðstoðarmönnum Hitlers, frá lokum heimsstyrjaldarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Óvissa um vaxtaákvörðun í Bretlandi

Englandsbanki greinir frá því á morgun hvort breytingar verði gerðará stýrivaxtastigi í Bretlandi. Greinendur eru ekki samhljóða hvort stýrivextir hækki eða verði látnir óbreyttir. Verði vextirnir hækkaðir eru miklar líkur á að þeir hækki um 25 punkta. Við það fara stýrivextir í Bretlandi í 5,5 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Með minna en 65 krónur á tímann

Stéttarfélag í Kína staðhæfir að skyndibitakeðjurnar McDonalds, Pizza Hut og KFC hafi brotið lög um lágmarkslaun í Kína. Í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína kom fram að keðjurnar hefðu borgað minna en lágmarkslaun til starfsmanna sinna en lágmarkslaun þar eru tæpar 65 íslenskar krónur á tímann.

Erlent
Fréttamynd

Samdráttur í bílasölu

Sala á bifreiðum dróst talsvert saman hjá risunum á bandaríska bílamarkaðnum í mars miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn var langmestur, eða 12,4 prósent, hjá Ford. Á sama tíma varð aukning á sölu japanskra bíla vestanhafs. Toyota, sem stefnir á að verða umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á árinu, seldi 7,7 prósentum fleiri bíla í mars en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Átök aukast á Sri Lanka

Flugherinn á Sri Lanka gerði í morgun loftárásir á höfuðstöðvar sjóhers tamíltígra í norðurhluta landsins. Herinn skýrði frá þessu í morgun en enn hefur engin staðfesting fengist á árásinni. Í tilkynningunni sagði ennfremur að höfuðstöðvar sjóhersins, eldsneytisgeymsla og bílastæði hefðu verið eyðilögð. Ekki náðist í fulltrúa tamíltígra til þess að fá viðbrögð við árásinni en hún er hluti af aukinni sókn stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum.

Erlent
Fréttamynd

Íranar fá að hitta handtekna stjórnarerindreka

Fulltrúi írönsku stjórnarinnar fær að hitta mennina fimm sem Bandaríkjamenn handtóku í Írak í janúar. Ríkisfréttastöð Írans skýrði frá þessu í dag. Ekki var tekið fram hvenær fundurinn færi fram. Íranar halda því fram að mennirnir fimm séu stjórnarerindrekar en Bandaríkjamenn segja þá njósnara.

Erlent
Fréttamynd

Pelosi til viðræðna við Sýrlendinga

Leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, Nancy Pelosi, kom í nótt til Sýrlands til viðræðna við þarlenda ráðamenn ræða um stöðuna í Írak og Líbanon. Ráðamenn í Hvíta húsinu hafa gagnrýnt Pelosi harkalega og segja hana grafa undan utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Tamíltígrar voru aðeins að vinna sér tíma

Tamíltígrar skrifuðu undir vopnahléssamkomulag árið 2002 til þess að vinna tíma og verða sér úti um vopn á ný. Þetta fullyrðir fyrrum herforingi tamíltígra. Karuna hershöfðingi hefur nú sagt skilið við tígrana og stofnað stjórnmálaflokk með því markmiði að ná völdum í austurhluta Sri Lanka en tamíltígrar ráða þar stórum landssvæðum.

Erlent
Fréttamynd

Öryggisráðið ræddi um framtíð Kosovo

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi í gærkvöldi í fyrsta sinn stöðu og framtíð Kosovo. Bandaríkin og Evrópuríki vildu stefna að endanlegu sjálfstæði héraðsins á meðan Rússland studdi þá hugmynd að Kosovo yrði áfram hluti af Serbíu.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir mótmæltu í Kiev

Þúsundir mótmæltu í Kiev, höfuðborg Úkraínu í gærkvöldi til þess að mótmæla ákvörðun Viktors Yushchenko, forseta l andsins, um að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Forsætisráðherra landsins, Viktor Yanukovych, hefur neitað að stöðva starfsemi þingsins og sagði ákvörðun forsetans „banvæn mistök." Forsetinn hefur þó staðið við hana og er því búist við enn meiri mótmælum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Blair segir Írana samningsfúsa

Tony Blair sagði í nótt að hann héldi að Íranar vildu ná lausn í sjóliðadeilunni sem fyrst. Yfirlýsing var gefin út seint í gærkvöldi eftir viðræður á milli erindreka ríkjanna tveggja. Þar sagði að Bretar hefðu lagt til frekari viðræður en að ríkin tvö deildu enn um hvort að sjóliðarnir hefðu verið á írösku eða írönsku hafsvæði þegar þeir voru handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Rosalega dýr bleyja

Kona sem var á leið frá Dusseldorf, í Þýskalandi, til Kosovo ásamt þriggja mánaða barni sínu var handtekin þegar öryggisverðir á flugvellinum fundu 100 þúsund evrur í bleyju barnsins. Í ljós kom að peningarnir komu frá gjaldþrota fyrirtæki sem ættingi móðurinnar átti, og hún var að reyna að smygla þeim úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Viðsnúningur á fasteignamarkaði vestra

Sala á fasteignamarkaði jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í febrúar. Þetta er þvert á spár greinenda, sem gerður ráð fyrir því því að sala myndi dragast saman annan mánuðinn í röð. Til samanburðar féll sala á fasteignamarkaði um 4,2 prósent í Bandaríkjunum í janúar. Tölurnar eiga ekki við um kaup á nýrri fasteign heldur kaup á eldri íbúðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stórfellt smygl á fólki til Norðurlanda

Þýska lögreglan handtók í dag níu Íraka sem eru grunaðir um að hafa smyglað fólki til Danmerkur og Svíþjóðar. Talið er að mennirnir hafi smyglað um eitthundrað Írökum til þessara landa. Smyglararnir höfðu höfuðstöðvar í Þýskalandi, þar sem þeir sjálfir höfðu sótt um hæli sem flóttamenn.

Erlent
Fréttamynd

Rússar vilja Alitalia

Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hlut í eigu rússneska ríkisins, er sagt ætla að leggja fram kauptilboð í 39,9 prósenta hlut ítalska ríkisins í ítalska flugfélaginu Alitalia. Ítalski bankinn Unicredit er sagður standa að kaupunum ásamt Aeroflot.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hommafælinn biskup undir lögregluvernd

Ítalskur biskup er undir lögregluvernd eftir að hafa líkt samkynhneigð við blóðskömm og barnaníðslu. Viðbrögð við orðum hans voru meðal annars þau að einhver málaði með úðabrúsa á dyrnar á kirkju hans; Skömm sé þér Bagnasco. Angelo Bagnasco, erkibiskup hefur verið opinskár í fordæmingu sinni á samkynhneigð. Kirkja hans er dómkirkjan í Genúa.

Erlent
Fréttamynd

Mamma leysti vandann

Dönsk kona sem var á ferð í Þýskalandi ásamt 15 ára gömlum syni sínum dó ekki ráðalaus þegar sonurinn læsti sig inn í bílnum og neitaði að opna. Konan hafði stoppað við stórmarkað og farið þar inn til að versla. Danir skreppa mikið yfir landamærin til þess að ná sér í ódýrar vörur.

Erlent
Fréttamynd

Börn seld á 400 krónur á Indlandi

Það kostar margfallt minna að kaupa barn en búfénað á Indlandi. Buffalar geta kostað í kringum 30 þúsund krónur, en það er hægt að kaupa börn fyrir 400 til 3000 krónur. Börnin er yfirleitt notuð í nauðungarvinnu eða neydd til vændis. Barnasalarnir hafa svo sterk tengsl við lögregluna að þeir eru sárasjaldan handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Náði 574,8 kílómetra hraða á klukkustund

Frönsk háhraðalest setti nýtt hraðamet fyrir járnbrautarlestir í dag. Gamla metið var sett árið 1990 og var 515 kílómetrar á klukkustund. Lestin hefur nú lokið ferð sinni og náði hún hámarkshraða 574,8 kílómetrum á klukkustund og setti því nýtt hraðamet járnbrautarlesta.

Erlent
Fréttamynd

Danska lögreglan kvíðir innrás í Kristjaníu

Landssamband danskra lögreglumanna kvíðir því nokkuð að þurfa að gera innrás í frístaðinn Kristjaníu. Allt stefnir í að það verði gert á næstunni. Menn hugsa sem svo að ef urðu slík læti þegar eitt hús var rýmt á Nörrebro, hvað gerist þá þegar þarf að rýma 850 manna íbúðahverfi. Ólætin sem urðu þegar Ungdómshúsið var jafnað við jörðu kostuðu danska skattborgara um einn milljarð króna.

Erlent
Fréttamynd

DiCaprio með Knúti litla á Vatnajökli

Leikarinn heimsfægi Leonardo Di Caprio var hér á landi á dögunum til þess að láta taka forsíðumynd af sér fyrir sérstakt hefti tímaritsins Vanity Fair, um umhverfismál. Myndin var tekin á Vatnajökli. Og á þessari forsíðumynd heldur leikarinn á ísbjarnarhúninum Knúti, sem hefur heillað heimsbyggðina upp úr skónum, en Knútur á heima í dýragarði í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Verður að una niðurstöðu kjörnefndar

Áfrýjunardómstóll í Nígeríu úrskurðaði í morgun að kjörnefndin sem hefur umsjón með forsetakosningunum hafi vald til þess að fjarlægja frambjóðendur af framboðsskrá. Úrskurðurinn þýðir að kjörnefndin hafði fullan rétt til þess að taka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, af lista frambjóðenda en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik.

Erlent
Fréttamynd

Næstu tveir sólarhringar mikilvægir

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í morgun að viðræður gætu leitt til lausnar sjóliðadeilunnar og að næstu tveir sólarhringar yrðu mikilvægir. „Það mikilvægasta er að koma fólkinu heim og ef Íranar vilja leysa deiluna með viðræðum er sá möguleiki fyrir hendi.“ sagði Blair í útvarpsviðtali í Skotlandi.

Erlent
Fréttamynd

7.000 manns sagt upp í Hollandi

Hollenska póstfyrirtækið TNT Post ætlar að segja upp 7.000 manns. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ekki annan kost í stöðunni til að bregðast við aukinni samkeppni sem hafi skilað sér í samdrætti hjá fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn mótmælt í Pakistan

Þúsundir lögræðinga kröfðust þess í dag að fyrrum yfirmaður hæstaréttar Pakistans yrði skipaður í embætti á ný. Kröfugangan átti sér stað í borginni Islamabad og tóku hátt í 4.000 manns þátt í henni en í dag kom dómarinn, Ifitkhar Mohammed Chaudhry, fyrir dómstóla á ný.

Erlent
Fréttamynd

Banvæn mistök að boða til kosninga

Forsætisráðherra Úkraínu, Viktor Yanukovych, sagði í morgun að ákvörðun forseta landsins um að leysa upp þingið og boða til kosninga væru „banvæn mistök“. Kreppa í stjórnmálum landsins virðist óumflýjanleg.

Erlent
Fréttamynd

Vinna saman að þróun bóluefnis gegn fuglaflensu

Indónesía og Egyptaland eru að vinna að því að þróa bóluefni gegn fuglaflensu en verslunarráðherra Indónesíu skýrði frá þessu í morgun. Hvergi hafa fleiri látist úr fuglaflensu en í Indónesíu, eða 71. Í Egyptalandi hafa 13 látið lífið og 32 veikst. Viðræðurnar um bóluefni gegn fuglaflensu verða hluti af allsherjar efnahags- og viðskiptaviðræðum landanna tveggja sem nú fara fram.

Erlent
Fréttamynd

Ahmadinejad frestar fréttamannafundi

Fréttamannafundi sem Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, átti að halda í morgun, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Menningar- og íslamska ráðuneytið gaf enga ástæðu fyrir frestun fréttamannafundarins. Talið er líklegt að fundurinn fari fram á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Kröftugur jarðskjálfti í Afganistan

Kröftugur jarðskjálfti varð í Hindu Kish fjöllunum í Afganistan í morgun og fannst hann víðsvegar um Pakistan og Indland. Engar fréttir hafa enn borist af mannskaða eða eignatjóni. Jarðskjálftinn var 6,2 á Richter skalanum. Yfirvöld í Afganistan voru í morgun að reyna að ná sambandi við afskekkt héruð nálægt miðju skjálftans til þess að athuga hvort að eitthvað tjón hafi orðið. Þúsundir létu lífið í jarðskjálftum sem urðu á svipuðu svæði í lok tíunda áratugarins.

Erlent