Erlent

Fréttamynd

Fimm ára fangelsi fyrir afbrýðissemi

Mexíkóskir eiginmenn sem eru sérstaklega afbrýðissamir eða forðast að lifa kynlífi með eiginkonum sínum gætu átt á hættu að fara í fangelsi í fimm ár. Þetta er staðreynd samkvæmt nýjum lögum sem voru hönnuð til þess að berjast gegn ofbeldi gegn konum.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn véfengja fullyrðingar Írana um geimskot

Bandaríski herinn segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Íranar hafi skotið eldflaug út í geim og grunar að þeir hafi aldrei gert það. Íranskir embættismenn skýrðu frá því á sunnudaginn var að þeir hefðu skotði eldflaug út í geim í rannsóknartilgangi og að hún hefði náð 150 kílómetra hæð. Hún hefði þó ekki komist á sporbaug um jörðu.

Erlent
Fréttamynd

Gore ekki allur þar sem hann er séður

Al Gore, sem fékk í gærkvöldi óskarsverðlaun fyrir mynd sína „Óhentugur sannleikur", býr í stóru einbýlishúsi í Nashville í Tennessee ríkí í Bandaríkjunum. Það notar samtals 20 sinnum meiri orku en venjulegt heimili meðal Bandaríkjamanns. Alls var Gore rukkaður um 221 þúsund kílówatt stundir á síðasta ári en meðalheimili notar tæplega 11 þúsund kílówattstundir árlega.

Erlent
Fréttamynd

Rannsókn hafin á lestarslysinu í Bretlandi

Breska samgöngulögreglan hóf í dag glæparannsókn á lestarslysinu sem varð á sunnudaginn var. Í ljós kom að eina öryggisstöng vantaði í lestarteinana og tvær aðrar voru skemmdar. Talið er nær öruggt að slysið hafi átt sér stað þess vegna.

Erlent
Fréttamynd

Breskir bankar endurgreiða ólöglegar greiðslur

Bankar í Bretlandi gætu þurft að endurgreiða viðskiptavinum sínum allt að 7,2 milljarða sterlingspunda, eða rúmlega 900 milljarða íslenskra króna, vegna ólöglegra gjalda sem þeir hafa krafið viðskiptavini sína um. Gjöldin sem um ræðir eru greiðslur til banka þegar farið er yfir yfirdráttarheimild eða þegar ávísun er hafnað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forseti Gíneu skipar nýjan forsætisráðherra

Forseti Gíneu, Lansana Conte, hefur loks samþykkt kröfur stéttarfélaga í landinu um að skipa nýjan forsætisráðherra. Hann hefur skipað Lansana Kouyate, sem stéttarfélögum þykir ásættanlegur, sem forsætisráðherra. Stéttarfélögin hafa staðið fyrir verkföllum í landinu í tæpa tvo mánuði og nánast lamað efnahag þess.

Erlent
Fréttamynd

14 láta lífið í sprengjuárás

Íraskur sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp í sjúkrabíl fyrir utan lögreglustöð í þorpi nálægt borginni Ramadi í Írak í kvöld. 14 manns létu lífið og voru bæði konur og börn þar á meðal. Svæðið þar sem árásin átti sér stað er í miðju þess svæðis sem almennt er talið miðunktur uppreisnargjarna súnní múslima.

Erlent
Fréttamynd

Greenspan óttast niðursveiflu

Alan Greenspan, fyrrum æðsti yfirmaður seðlabanka Bandaríkjanna, sagði í dag að bráðum myndi fara að hægja á bandarísku efnahagslífi. Hann sagði það hafa þanist síðan árið 2001 og að núna bentu merkin til þess að þenslan væri að stöðvast.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lifði af hátt fall

Læknar, í Björgvin í Noregi, segja það ganga kraftaverki næst að tveggja ára drengur hafi lifað af fall út um glugga á heimili sínu í gær. Drengurinn skall á gangstétt við húsið og sá ekki á honum. Íbúð fjölskyldunnar er á fjórðu hæð.

Erlent
Fréttamynd

Serbar ekki sekir

Serbneska ríkið ber ekki beina ábyrgð á þjóðarmorðum í Bosníustríðinu. Þetta er niðurstaða Alþjóðadómstóls Sameinuðu þjóðanna sem þó úrskurðaði að Serbía hefði brugðist skyldum sínum, samkvæmt alþjóðalögum, með því að koma ekki í veg fyrir þjóðarmorðin í Srebrenica fyrir tæpum 12 árum.

Erlent
Fréttamynd

Grafhýsi Jesú fundið?

Jesús var í sambandi við Maríu Magðalenu og þau áttu son sem hét Júdas. Þessu er haldið fram í nýrri heimildamynd sem Hollywood framleiðandinn James Cameron framleiðir. Í henni er grafhýsi sem fannst árið 1980 rannsakað. Myndin heldur því fram að grafhýsið hafi verið í eigu fjölskyldu Jesú og að DNA sýni sanni að hinn eini sanni Jesú hafi verið grafinn þar.

Erlent
Fréttamynd

Ég kem Dulcineia, ég kem

Þegar James Van Iveren heyrði konu æpa hástöfum, í íbúð nágranna síns, þreif hann sverð afa síns ofan af vegg og þeysti til hjálpar. Hann sparkaði upp hurð nágrannans og æddi inn með brugðinn brandinn. Þetta gerðist í bæ í Wisconsin sem heitir því hljómfagra nafni Oconomowoc.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Íraks veikur

Jalal Talabani, forseti Íraks, er veikur og hefur verið ráðlagt að fara til Jórdaníu í rannsókn. Í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni er ekki sagt hvers eðlis veikindi hans eru, en sagt að ekki sé ástæða til þess að hafa af þeim áhyggjur. Ýjað er að því að það sé helst ofþreyta sem hrjái forsetann.

Erlent
Fréttamynd

Óskarsverðlaunin afhent í nótt

Undirbúningur fyrir Óskarsverðlaunahátíðina er nú í fullum gangi í Los Angeles í Bandaríkjunum, en verðlaunin verða afhent í nótt og verður hátíðin í beinni útsendingu hér á Stöð 2.

Erlent
Fréttamynd

Dansað í konungshöllinni

Hinrik Danaprins var með Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands, upp á arminn í afmælisveislu Haraldar Noregskonungs, í Ósló í gær. Haraldur er sjötugur og var slegið upp mikilli veislu í konungshöllinni. Þar stigu Dorrit og forsetinn léttan dans.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa skotið geimflaug á loft

Íranar segjast hafa náð því takmarki sínu í gær að skjóta geimflaug á loft sem hafi síðan farið út fyrir gufuhvolf jarðar. Sérfræðingar segja að ef það reynist rétt geti Íranar hæglega smíðað langdrægar eldflaugar sem breyti stöðunni í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin.

Erlent
Fréttamynd

Segir Írana hætta afskiptum af Írak

Íranar hafa hætt að þjálfa íraska hryðjuverkamenn og sjá þeim fyrir vopnum, á síðustu vikum, að sögn háttsetts írasks embættismanns. Hann telur að þeir vilji sjá hvort sókn bandarískra og íraskra hermanna í Bagdad geti leitt til friðar í höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Setti frúna nakta á netið

Ítalskri konu var brugðið, í gær, þegar hún frétti af því að eiginmaður hennar hafði árum saman sett myndir af henni á internetið, bæði þar sem hún var í baðherberginu, og eins þegar þau nutu ásta í svefnherbergi sínu. Það var ítalska lögreglan sem lét hana vita af þessu. Maðurinn kveðst ekki hafa vitað að þetta væri ólöglegt.

Erlent
Fréttamynd

Dýravinir vilja skjóta fíla

Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund segja að Suður-Afríkumenn verði að íhuga að byrja að grisja fílahjarðir, á nýjan leik, ekki síst í Kruger þjóðgarðinum. Þetta er vegna þess að fílum hefur fjölgað svo mikið að lífríkið stendur ekki undir ágangi þeirra. Grisjun var hætt árið 1994 eftir mikla mótmælaöldu. Nú eru fílarnir hinsvegar orðnir yfir 12 þúsund talsins og hvorki nóg pláss né nóg að éta.

Erlent
Fréttamynd

Svíar skutu á glugga Saddams

Þegar Saddam Hussein keypti skothelt gler í eina af fimmtíu höllum sínum, var hann að vonum kröfuharður. Hann vildi vera viss um að glerið væri í raun skothelt. Sænska blaðið Borås Tidning segir að til að tryggja það var haft samband við sænskt fyrirtæki sem fékk glerið til sín, í Borås. Fyrirtækið hafði svo samband við sænska herinn til þess að fá hann til að skjóta á glerið með kúlum sem eiga að fara í gegnum brynvörn.

Erlent
Fréttamynd

Boðar vantraust á tvo ráðherra

Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders ætlar að leggja fram vantraust á tvo ráðherra í nýrri ríkisstjórn Hollands, þegar þingið kemur saman eftir helgi. Ráðherrarnir eru báðir innflytjendur og múslimar sem hafa tvöfaldan ríkisborgararétt. Annar þeirra er frá Marokkó og hinn frá Tyrklandi.

Erlent
Fréttamynd

Fagnar afmæli þrátt fyrir óðaverðbólgu

Robert Mugabe, forseti Simbabve, fagnaði 83 ára afmæli sínu í gær. Talið er að jafnvirði tæplega 70 milljóna íslenskra króna hafi verið varið í veisluna. Spenna hefur magnast í landinu í liðinni viku. Verðbólga mælist nú 1600%.

Erlent
Fréttamynd

Dorrit með Hinriki í afmælisveislu

Hinrik Danaprins var með Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands, upp á arminn í afmælisveislu Haraldar noregskonungs, í Ósló í gær. Haraldur er sjötugur og var slegið upp mikilli veislu í konungshöllinni.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæðar árásir í Írak

Að minnsta kosti 50 hafa fallið í sjálfsvígssprengjuárásum í Írak síðasta sólahringinn. Nouri al-Maliki, forsætisráððherra landsins, sagði skömmu fyrir mannskæða sprengingu um miðjan dag í gær að ofbeldisverkum hefði fækkað í höfuðborginni, Bagdad, síðan ný herferð Bandaríkjahers gegn andspyrnumönnum hófst fyrir rúmri viku.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelskir hermenn loka Nablus

Ísraelskar hersveitir hófu í dag áhlaup á nokkur hverfi í bænum Nablus á Vesturbakkanum. Vitni segja hermenn á fjölmörgum herbílum hafa umkring fjölda bygginga, þar á meðal tvö sjúkrahús í borginni. Útgöngubann hefur verið sett á og samkvæmt fréttavef BBC hefur vegum verið lokað. Tugþúsundir Palestínumanna eru lokaðir inni í bænum, vegna útgöngubannsins.

Erlent
Fréttamynd

Samgönguráðherra biðst afsökunar

Samgönguráðherra Noregs hefur beðið landsmenn afsökunar á því að þúsundir manna sátu fastir í bílum sínum klukkustundum saman, í snjókomunni í gær. Liv Signe Navarseti kennir um útboðum á viðhaldi vega, þar sem meira sé hugsað um verð en gæði þjónustunnar. Hún er þó ekki á því að Vegagerðin taki aftur við viðhaldi og mokstri.

Erlent
Fréttamynd

Bensínbíll sprengdur við mosku

Að minnsta kosti 40 manns létu lífið og yfir 60 særðust þegar bensínflutningabíll með áfestum sprengjum sprakk í loft upp í grennd við mosku Súnní múslima í Írak í dag. Í gær gagnrýndi klerkur moskunnar hryðjuverkasveitir al-Kæda og er talið að árásin hafi verið gerð í hefndarskyni fyrir það. Konur og börn voru meðal hinna föllnu.

Erlent
Fréttamynd

Óheppnir hryðjuverkamenn

Þrír pakistanskir hryðjuverkamenn, á reiðhjóli, sprungu í loft upp þegar þeir fóru yfir hraðahindrun í Punjab héraði, í Pakistan, í dag. Sprengjan sem þeir voru með mun hafa verið heimatilbúin, en ekkert er vitað um hvar þeir ætluðu að koma henni fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Þak á stórverslun hrundi í Danmörku

Tvö hundruð fermetra þak stórverslunar í Danmörku hrundi undan snjóþunga í nótt. Engan sakaði og framkvæmdastjóri verslunarinnar þakkar fyrir að þetta gerðist ekki á afgreiðslutíma.

Erlent
Fréttamynd

Rannsakað hvað olli lestarslysi

Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú hvað olli lestarslysi í norðvesturhluta landsins í gær. Kona á níræðisaldri týndi lífi í slysinu og átta liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. 120 manns voru um borð. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow þegar allir níu vagnar hennar fóru af sporinu í vatnahéraði Cumbríu norðvestur af Lundúnum.

Erlent