Erlent

Fréttamynd

Skíðamenn í Evrópu kætast

Skíðamenn í Evrópu hafa tekið gleði sína eftir snjókomu og frosthörkur undanfarinna daga. Í Bæjaralandi í Þýskalandi voru skíðasvæðin opnuð í morgun í fyrsta sinn í vetur og voru brekkurnar fljótar að fyllast af fólki á skíðum, snjóbrettum og jafnvel sleðum.

Erlent
Fréttamynd

Lenti í árekstri við farþegaþotu

Franskur vörubílstjóri lét lífið þegar hann lenti í árekstri við farþegaþotu á fleygiferð nærri bænum Pau í Frakklandi í dag . Þotan, sem var af gerðinni Fokker 100 og í eigu Air France, virðist hafa runnið út af flugbrautinni í þann mund sem hún var að hefja sig til flugs.

Erlent
Fréttamynd

Egypskur bloggari fyrir dómstólum

Lögfræðingar egypsks bloggara, sem hefur verið ákærður fyrir niðrandi skrif um íslam og að móðga forseta Egyptalands, segja að líklegt sé að hann verði dæmdur fyrir annað brota sinna. Abdel Karim Suleiman, sem er 22 ára fyrrum laganemi, er frjálslyndur múslimi. Hann gæti fengið allt að níu ára fangelsisdóm.

Erlent
Fréttamynd

Köld eru kvenna ráð

Belgíska lögreglan rannsakar um þessar mundir reyfarakennt ástríðumorð sem framið var í þrettán þúsund feta hæð. Svo virðist sem kona hafi komið viðhaldi unnusta síns fyrir kattarnef með því að eyðileggja fallhlíf hennar.

Erlent
Fréttamynd

Útgöngubanni lýst yfir í Beirút

Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

ElBaradei hvetur til viðræðna

Aðalritari Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, Mohamed ElBaradei, sagði í dag að eina leiðin til þess að leysa deiluna við Írani væri að hefja viðræður við þá. Þetta kom fram á hringborðsumræðum um útbreiðslu kjarnavopna hjá Efnahagsstofnun heimsins.

Erlent
Fréttamynd

Hillary með 19% forskot á Obama

Hillary Clinton, eiginkona Bill Clinton fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, varð langefst í skoðanakönnun bandaríska tímaritsins Time um það hver myndi verða forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í forsetakosningunum árið 2006. Hún fékk alls 40% atkvæða en Barack Obama, sem margir telja að verði hennar helsti andstæðingur, hlaut aðeins 19%.

Erlent
Fréttamynd

Ungur drengur stunginn til bana í Svíþjóð

Sjö ára drengur var stunginn til bana við skóla í Norrahammar suður af Jönköping í Suðurhluta landsins. Maður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um morðið, en hann mun hafa stungið drenginn margsinnis með hníf.

Erlent
Fréttamynd

Ford skilaði mettapi í fyrra

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði tæplega 5,8 milljarða bandaríkjadala tapi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta svarar til tæplega 400 milljarða króna tapi á tímabilinu. Tap fyrirtækisins á árinu í heild nemur 12,7 milljörðum dala, rúmlega 875 milljörðum íslenskra króna. Síðasta ár var það versta í 103 ára sögu bílaframleiðandans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hóta áframhaldandi árásum

Grísku öfgasamtökin Byltingarbaráttan hótuðu í morgun að standa fyrir fleiri árásum í landinu, bæði á ráðamenn og byggingar. Í yfirlýsingu sinni lýsa samtökin ábyrgð á flugskeytaárás á bandaríska sendiráðið í Aþenu fyrr í mánuðinum en enginn slasaðist í henni.

Erlent
Fréttamynd

Herinn kynnir nýtt vopn

Bandaríkjaher hefur kynnt nýtt vopn sem talsmenn hans segja að valdi brunatilfinningu en skaði ekki þá sem fyrir verða. Um er að ræða sérstaka hitabyssu sem skýtur örbylgjum að fólki af allt að 450 metra færi.

Erlent
Fréttamynd

Safna fé fyrir Líbanon

Líbönsku ríkisstjórninni hefur verið lofað jafnvirði tvö hundruð milljarða íslenskra króna til enduruppbyggingar landsins. Þetta var ákveðið í morgun á alþjóðlegri ráðstefnu sem nú fer fram í Frakklandi. Stjórnarandstæðingar segja að með fjárstuðningnum sé verið að hlaupa undir bagga með stjórnvöldum, ekki þjóðinni.

Erlent
Fréttamynd

Minni væntingar í Þýskalandi

Væntingavísitala Þjóðverja til efnahagsmála í janúar drógust lítillega saman á milli mánaða. Helst er um að kenna hækkun á virðisaukaskatti, sem tók gildi í Þýskalandi um áramótin. Niðurstaðan kom greinendum á óvart enda hefur væntingavísitalan ekki mælst hærri síðastliðin 16 ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Nokia

Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs samanborið við 1,07 milljarða evra hagnað á sama tíma ári fyrr. Þetta jafngildir 113,5 milljörðum íslenskra króna og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaður Nokia í fyrra nam 4,3 milljörðum evra, jafnvirði 384,3 milljörðum íslenskra króna. Vöxturinn var mestur á Indlandi og í Kína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vísitölur náðu methæðum í dag

Hlutabréfavísitölur náðu um tíma methæðum í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum í Vestur-Evrópu í kjölfar birtingar afkomutalna fyrirtækja á síðasta fjórðungi liðins árs. Gengi þeirra ekki verið hærra í sex ár. Úrvalsvísitalan sló með í Kauphöll Íslands á mánudag þegar hún endaði í 6.930 stigum. Hún hefur dalað nokkuð síðan þá og endaði í gær í 6.885 stigum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

PS3 kemur til Evrópu 23. mars

Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Stjórnvöld sporna gegn kínverskum hagvexti

Hagvöxtur í Kína jókst um 10,7 prósent á síðasta ári. Þetta er 0,2 prósentustigum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og hefur hann ekki verið meiri síðan árið 1995, samkvæmt útreikningum kínversku hagstofunnar.Mesti vöxturinn var mestur í fjárfestingum og útflutningi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Federline vondur fyrir viðskiptin

Samtök veitingahúsaeigenda í Bandaríkjunum hafa farið fram á að sýningum á auglýsingu, þar sem Kevin Federline, fyrrum eiginmaður Britney Spears, er sýndur sem starfsmaður á veitingastað, verði aflýst.

Erlent
Fréttamynd

Saklaus sveitamorðingi

Robert „Willie“ Pickton, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt 26 vændiskonur, sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu að hann væri „saklaus lítill sveitadrengur“ sem einhver væri að koma sök á. Þetta kom fram í réttarhaldinu yfir honum sem nú fer fram en hann var handtekinn í febrúar árið 2002.

Erlent
Fréttamynd

Staða Kosovo að skýrast

Rússar, sem hafa hingað til verið á móti hugmyndinni um sjálfstætt Kosovo, gáfu til kynna í dag að þeir gætu samþykkt að það yrði sjálfsstjórnarsvæði innan Serbíu. Ein af tillögum Sameinuðu þjóðanna um Kosovo hefur lagt þann möguleika til. Í henni segir enn fremur að Kosovo reki eigin utanríkisstefnu og geti orðið aðili að alþjóðasamtökum í eigin nafni.

Erlent
Fréttamynd

Ást við aðra sýn

Sjónvarpstöð í Hollandi hefur ákveðið að hefja upptökur á stefnumótaþætti. Það merkilega við þáttinn verður hins vegar að í hann má aðeins koma fólk sem er „sjáanlega óheppið í útliti.“ Þátturinn á að heita „Ást við aðra sýn.“

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin að veita Líbanon lán

Bandaríkin hétu því í dag að veita Líbanon 770 milljón dollara lán, eða um 53 milljarða íslenskra króna, til þess að styrkja við stjórn Foud Siniora í baráttu hans við stjórnarandstöðu Hezbollah. Þetta staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bardagar geysa í Bagdad

Íraskar og bandarískar hersveitir handtóku í dag 35 uppreisnarmenn og skutu 30 til bana í bardögum við Haifa götuna í miðborg Bagdad í dag. Bardagar geysuðu þar í rúmar átta klukkustundir en embættismenn Íraka segja götuna vera fylgsni fjölmargra uppreisnarmanna. Í hverfinu í kringum götuna búa mestmegnis súnní múslimar.

Erlent
Fréttamynd

Friðrik 8. í Bocuse d'Or

Íslendingurinn Friðgeir Ingi Eiríksson varð í 8. sæti í matreiðslukeppninni Bocuse d'Or eftir tveggja daga keppni í borginni Lyon í Frakklandi. Franski kokkurinn Fabrice Desvignes vann þar sigur.

Erlent
Fréttamynd

al-Kaída varar Bandaríkjamenn við

Ayman al-Zawahri, næstráðandi innan al-Kaída hryðjuverkahópsins, sagði í dag að Bandaríkin mættu búast við hefndaraðgerðum sem yrðu „mun verri en nokkuð sem þau hefðu séð." ef ráðamenn í Bandaríkjunum breyttu ekki framkomu sinni í garð íslamskra ríkja.

Erlent
Fréttamynd

Conte gefur eftir

Forseti Gíneu, Lansana Conte, hefur samþykkt að tilnefna nýjan forsætisráðherra til þess að koma til móts við kröfur stéttarfélaga í landinu. Stéttarfélögin standa nú fyrir verkföllum sem hafa lamað nær alla starfsemi í landinu undanfarnar tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Grískur hópur lýsir yfir ábyrgð

Grískur vinstrisinnaður hryðjuverkahópur hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á bandaríska sendiráðið í Aþenu, höfuðborg Grikklands, sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Hópurinn hótaði jafnframt fleiri árásum gegn stjórnmálamönnum og mikilvægum byggingum en frá þessu skýrði dagblað í Grikklandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þingið á móti fjölgun hermanna

Utanríkismálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins samþykkti í dag harðorða tillögu gegn fjölgun hermanna í Írak. Í nefndinni sitja bæði fulltrúar demókrata og repúblikana og því er samþykkt hennar mikið áfall fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Fornaldarhákarl gægist upp úr djúpinu

Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af sannkölluðum kynjafiski sem þróunarsagan er sögð hafa sneitt að mestu framhjá. Kvikindið kallast kragaháfur og fannst í höfninni í Awashima, nærri Tókýó.

Erlent
Fréttamynd

Katsav lætur tímabundið af störfum

Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur óskað eftir því að fá leyfi frá störfum eftir að greint var frá því að hann yrði að öllum líkindum ákærður fyrir nauðgun og aðra kynferðisglæpi gegn fjórum konum.

Erlent