Erlent

Fréttamynd

Breskir læknar hafa áhyggjur af ungum spilafíklum

Breskir læknar munu í næstu viku fara framá að meira fé verði varið til þess að lækna spilafíkla, sem fer stöðugt fjölgandi. Læknum finnst sláandi hvað spilafíklar eru farnir að vera ungir að árum, og segja að strax verði að taka í taumana.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta glasabarnið eignast eigið barn

Það vakti heimsathygli fyrir tuttugu og átta árum, þegar Louise Brown kom í heiminn, því hún var heimsins fyrsta glasabarn. Hún og eiginmaður hennar Wesley Mullinder, eignuðust barnið með "venjulegum hætti."

Erlent
Fréttamynd

Samræði jafngildir nauðgun ef kona hefur verið seld mansali

Dómsmálaráðherra Danmerkur segir að hægt sé að refsa viðskiptavinum vændiskvenna fyrir nauðgun, ef hann ef þeir vita að konurnar sem þeir eiga á viðskipti hafa verið seldar mansali. Mansal er mikið vandamál um allan heim og árlega eru þúsundir kvenna glaptar í vændi.

Erlent
Fréttamynd

30 milljón kvenmannslausir Kínverjar

Kínversk yfirvöld hafa af því nokkrar áhyggjur að árið 2015 verða karlar á giftingaraldri þrjátíu milljónum fleiri en konurnar. Þetta er afleiðing hinnar ströngu reglu stjórnvalda um að fjölskyldur megi aðeins eiga eitt barn. Það hefur leitt til stórfelldra fóstureyðinga á stúlkubörnum, þótt það sé stranglega bannað.

Erlent
Fréttamynd

Beckham leikur ekki fleiri leiki með Real Madrid

David Beckham mun ekki spila fleiri leiki fyrir Real Madrid, þá sex mánuði sem hann á eftir af samningi sínum við félagið. Beckham hefur sem kunnugt er gengið til liðs við bandaríska félagið Galaxy, fyrir eina milljón dollara á viku.

Erlent
Fréttamynd

Peron framseld til Argentínu

Isabella Peron, fyrrverandi forseti Argentíun, var í gær framseld yfirvöldum í heimalandinu. Hún er sökuð um að hafa fyrirskipað fjölmörg morð og mannrán á valdatíma sínum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast eldgos á Komoroeyjum

Almannavarnir á Comoroeyjum eru komnar í viðbragðsstöðu vegna þess að eldfjallið Karthala er enn einusinni farið að láta á sér bæra. Reykur stígur upp af fjallinu og það hafa komið snarpir jarðskjálftar. Árið 2005 þurftu tugþúsundir íbúa að flýja heimili sín vegna eldgoss í fjallinu.

Erlent
Fréttamynd

Herlög í gildi í Sómalíu

Herlög verða í gildi í Sómalíu næstu þrjá mánuðina samkvæmt ákvörðun sómalska þingsins í morgun. Þar með er neyðarástandi lýst yfir í landinu. Ráðamenn segja þetta gert til að hægt verði að tryggja öryggi sómalskra borgara á ný eftir margra vikna blóðug átök við íslamska uppreisnarmenn. Þingforseti Sómalíu segir að hægt verði að framlengja gildistíma herlaga óski forseti þess formlega og þing samþykki.

Erlent
Fréttamynd

Fundust heilir á húfi

Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannránn. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku.

Erlent
Fréttamynd

Mengunarslys í Noregi

Óttast er að um þrjú hundruð tonn af hráolíu hafi lekið í sjóinn úr flutningaskipinu Server, sem strandaði við Fedje skammt norður af Björgvin í Noregi í gærkvöldi. Tuttugu og fimm skipverjum var öllum bjargað í land en skipið brotnaði í tvennt nokkru síðar. Tæp sex hundruð tonna hráolíu voru í skipinu þegar það strandaði og rétt rúm sjötíu tonn af díselolíu.

Erlent
Fréttamynd

Merkel ver evruna

Angela Merkel, kanslari Þýskalands segist hafa áhyggjur af umræðu um evruna, í Frakklandi, en þar er gjaldmiðlinum kennt um meintar verðhækkanir þegar hún var tekin upp. Merkel vill að evrunni verði haldið utan við pólitíska umræðu.

Erlent
Fréttamynd

Ekki ráðist á Íran og Sýrland

Bandaríkin neituðu því í gær að þeir væru að undirbúa árásir gegn Íran og Sýrlandi þrátt fyrir að George W. Bush hafi varað löndin sterklega við á miðvikudaginn var. Þá sagði hann ráðamenn í Damascus og Teheran leyfa hryðjuverkamönnum að nota lönd sín sem bækistöðvar þar sem árásir á Írak væru undirbúnar.

Erlent
Fréttamynd

Blair ver árásarstefnu

Tony Blair sagði í ræðu í gær að utanríkisstefna hans, sem felst í fyrirbyggjandi árásum, væri kannski umdeild en að hún væri rétt og að nauðsynlegt væri að halda henni áfram.

Erlent
Fréttamynd

Isabella Peron framseld

Isabella Peron var í gær framseld yfirvöldum í Argentínu vegna gruns um að hún hafi fyrirskipað fjölmörg morð og mannrán á valdatíma sínum sem forseti Argentínu. Hún tók við embætti á forseta áttunda áratug síðustu aldar eftir að eiginmaður hennar, Juan Peron, þáverandi forseti Argentínu, lést.

Erlent
Fréttamynd

Beckham kom til þess að spila fótbolta

Eigendur fótboltaliðsins LA Galaxy hafa í dag varið þá ákvörðun sína að semja við David Beckham en margir vilja meina að sú ákvörðun sé ekki tekin vegna hæfileika hans í knattspyrnu. Samningurinn sem var gerður við Beckham er 18 milljarða virði.

Erlent
Fréttamynd

Bjór gegn glæpum

Tveir hjálpsamir menn í Flórída í Bandaríkjunum náðu að handsama ræningja sem lögregla var að leita að. Og hvernig? Jú, með því að gefa honum bjór.

Erlent
Fréttamynd

Blair ver utanríkisstefnu sína

Tony Blair sagði í ræðu í dag að utanríkisstefna hans, sem felst í fyrirbyggjandi árásum, væri kannski umdeild en að hún væri rétt og að nauðsynlegt væri að halda henni áfram. Hann viðurkenndi þó að breski herinn væri of upptekinn um þessar mundir en íhaldsmenn í Bretlandi hafa sagt það vera hans einu arfleifð.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogi norsku launþegasamtakanna sökuð um einelti

Gerd Liv Valla, leiðtogi norsku launþegasamtakanna LO, hefur verið sökuð um að leggja einstaka undirmenn sína í samtökunum í einelti. Í gær sagði Ingunn Yssen, alþjóðlegur ritari samtakanna, upp störfum eftir að hafa verið lögð í einelti af formanninum í þrjú og hálft ár. Hún hafði verið í veikindafríi í hálft ár áður en hún sagði upp starfinu.

Erlent
Fréttamynd

Peron framseld til Argentínu

Isabel Peron var í dag framseld yfirvöldum í Argentínu vegna gruns um að hún hafi fyrirskipað fjölmörg morð og mannrán á valdatíma sínum sem forseti Argentínu. Hún tók við embætti á forseta áttunda áratug síðustu aldar eftir að eiginmaður hennar, Juan Peron, þáverandi forseti Argentínu, lést.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar og Rússar beita neitunarvaldi

Kínverjar og Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðana gegn ályktun Bandaríkjamanna sem átti að setja þrýsting á stjórnvöld í Myanmar en réttindi minnihluta og stjórnarandstöðu eru virt að vettugi þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Handteknir fyrir að fita hundinn

Tveir breskir bræðir hafa verið dæmdir fyrir brot á dýraverndunarlögum en þeir gáfu hundinum sínum Rusty meira að éta en honum var gott. Vesalings Labradorhundurinn þyngdist um næstum fjórtán kíló á tveimur árum og eins og sjá má líkist hann meira rostungi en venjulegum hvutta.

Erlent
Fréttamynd

Ætla ekki að ráðast á Íran

Bandaríkin neituðu því í dag að þeir væru að undirbúa árásir gegn Íran og Sýrlandi þrátt fyrir að George W. Bush hafi varað löndin sterklega við á miðvikudaginn var. Þá sakaði hann stjórnvöld í löndunum tveim um að leyfa hryðjuverkamönnum að nota lönd sín sem grunnbúðir við árásir í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Samráð á tortilla markaðnum

Forseti Mexíkó, Felipe Calderon, hefur lofað því að reyna að koma í veg fyrir hækkandi verð á tortilla-kökum en þær uppistaða í fæðu margra fátækra íbúa Mexíkó. Verðið á kökunum hefur alls hækkað um 10% á síðastliðnu ári.

Erlent
Fréttamynd

Dómsdagsklukkan færist nær miðnætti

Varðmenn Dómsdagsklukkunnar svokölluðu hafa ákveðið að færa hendur hennar fram á miðvikudaginn kemur vegna aukinnar kjarnorkuógnar og gróðurhúsaáhrifanna. Klukkunni, sem er viðhaldið af Fréttablaði kjarnorkusérfræðinga, er sem stendur sjö mínútur í miðnætti en miðnætti á að marka hamfarir á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Írans heimsækir Venesúela

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, fór í dag í sína aðra ferð til Suður Ameríku á síðastliðnum fjórum mánuðum. Þar mun hann heimsækja Venesúela, Níkaragúa og Ekvador en forsetar þeirra landa eru eins og Ahmadinejad sjálfur, ósáttir við Bandaríkin og forseta þeirra George W. Bush.

Erlent
Fréttamynd

Flutningaskip strandar við Noregsstrendur

Stórt flutningaskip strandaði rétt í þessu fyrir utan Bergen og hefur norska strandgæslan hafið björgunaraðgerðir til þess að koma skipverjum í land. Skipið var ekki með farm en það var á leið til Murmansk að ná í farm. Einhver hætta er talin á því að olía geti lekið úr vélarrúminu. Leki er þegar kominn að vélarrúmi skipsins en veður er slæmt á strandstað.

Erlent
Fréttamynd

EMI gefur út neikvæða afkomuviðvörun

Útgáfufyrirtækið EMI hefur sagt upp forstjóra fyrirtækisins og stjórnarmanni og hefur kynnt ýmsar ráðstafanir til að bæta afkomu fyrirtækisins í kjölfar dræmrar sölu um jólin. Fyrirtækið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í dag vegna samdráttar. Gengi félagsins féll um 10 prósent í kauphöll Lúnduna í Bretlandi vegna fréttanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Al-Kaída-menn sagðir í Pakistan

Leiðtogar al-Kaída hryðjuverkanetsins hafast við í Pakistan og þaðan vinna þeir að því að styrkja samtökin um allan heim. Þetta er mat Johns Negroponte, yfirmanns leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna og verðandi aðstoðarutanríkisráðherra.

Erlent