Erlent

Fréttamynd

Filippseyjar í sárum

Spænskt lækna- og björgunarlið sögðu í dag ólíklegt að einhver myndi finnast á lífi fjórum dögum eftir að fellibylur sem gekk á land á Filippseyjum olli aurskriðum. Aurskriðurnar umkringdu og eyddu heilu þorpunum og sagði björgunarmaður sem var þar að störfum að leitarhundar fyndu eingöngu lík.

Erlent
Fréttamynd

Flugeldaverksmiðja springur

Tveir slökkviliðsmenn létu lífið í eldum sem geysuðu í flugeldaverksmiðju í suðuhluta Englands í gær. Flugeldar sprungu og sást reykurinn í margra kílómetra fjarlægð en verksmiðjan er um 100 kílómetra frá Lundúnum.

Erlent
Fréttamynd

Chavez endurkjörinn

Hugo Chavez, forseti Venesúela, sigraði í forsetakosningum í landinu en úrslitin voru birt í gær. Þegar að 78 prósent atkvæða höfðu verið talin var Chavez með 61 prósent þeirra, en meginandstæðingur hans, Manuel Rosales, með 38 prósent.

Erlent
Fréttamynd

Herinn á Fídjieyjum undirbýr valdarán

Herinn Á Fiji-eyjum afvopnaði í morgun viðbragðssveitir lögreglunnar í höfuðborginni Suva. Talið er að herinn sé að undirbúa væntanlegt valdarán en hershöfðinginn Frank Bainimarama hefur undanfarna vikur hótað því ef forsætisráðherra eyjanna segi ekki af sér.

Erlent
Fréttamynd

Tugir rússneskra njósnara starfa í Bretlandi -myrða og kúga

Rússneskir njósnarar, í Bretlandi, eru jafn virkir og þeir voru meðan kalda stríðið stóð sem hæst, að sögn bresku leyniþjónustunnar. Leyniþjónustan telur líklegast að launmorðingjar í þjónustu rússneskra stjórnvalda hafi myrt fyrrverandi KGB manninn Alexander Litvinov, sem lést í Lundúnum fyrir tíu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Flugeldaverksmiðja sprakk í loft upp í Bretlandi

Að minnsta kosti tveir slökkviliðsmenn hafa farist og bæði slökkviliðsmenn og óbreyttir borgarar hafa slasast í gríðarlegum sprengingum í flugeldaverksmiðju í bæn um Lewes, í Englandi. Tugir manna hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Erlent
Fréttamynd

Bush sammála Rumsfeld um slæmt gengi í Írak

George Bush er sammála Donald Rumsfeld um að hlutirnir gangi hvorki nógu fljótt né vel, í Írak, að sögn þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Stephen Hadley sagði í samtali við ABC fréttastofuna að menn gerðu sér grein fyrir því að það yrði að breyta stefnunni í Írak og að því væri unnið.

Erlent
Fréttamynd

Ekki lengur síamstvíburar

Írösku tvíburasystrunum Zöruh og Fatimu heilsast vel eftir að læknar skildu þær að með skurðaðgerð á sjúkrahúsi í Sádi-Arabíu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Læknarnir björguðu Pinochet

Líf Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur hangið á bláþræði undanfarinn sólarhring en hann fékk alvarlegt hjartaáfall í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Bílasalar sem kunna ekki að keyra

Bílasalar sem kunna ekki að keyra yrðu líklega ekki eftirsóttir hér á landi. Í Saudi-Arabíu er hinsvegar talsvert af þeim. Þessir bílasalar eru konur. Og þær selja bílana konum sem ekki mega keyra þá.

Erlent
Fréttamynd

Pútin vildi að Blair þaggaði niður í njósnara

Rússar reiddust mjög og kvörtuðu yfir því við bresku ríkisstjórnina, að bréf sem KGB njósnarinn Alexander Litvinenko skrifaði á banabeði sínum skyldi gert opinbert eftir að hann lést. Í bréfinu sakaði Litvinenko Vladimir Putin um að hafa myrt sig.

Erlent
Fréttamynd

Íranar þakka Rússum

Íranar fögnuðu því í dag að Rússar skuli vera andvígir þeim hörðu refsiaðgerðum sem Bandaríkjamenn og Evrópusambandið vilja beita landið vegna kjarnorkuáætlunar þess.

Erlent
Fréttamynd

Pinochet veittar nábjargirnar

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er við dauðans dyr eftir alvarlegt hjartaáfall sem hann fékk í gær. Að sögn AP-fréttastofunnar hefur prestur veitt honum hinsta sakramentið.

Erlent
Fréttamynd

Rumsfeld hafði efasemdir

Nokkrum dögum áður en Donald Rumsfeld, fyrrverandi landvarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér embætti hafði hann lagt til meiriháttar breytingar á stefnunni í Írak við forsetaembættið.

Erlent
Fréttamynd

Scaramella hinn hressasti

Mario Scaramella, trúnaðarvini KGB-mannsins sáluga, Alexander Litvinenko, heilsast vel þrátt fyrir að geislavirka efnið pólóníum 210 hafi fundist í líkama hans.

Erlent
Fréttamynd

50 milljón brjálaðar bílskúrshurðir

Í Cheyenne fjalli í Kólóradó, í Bandaríkjunum, er stjórnstöð bandaríska flughersins. Þaðan er auðvitað mikið um fjarskipti og meðal annars hefur herinn sérstaka tíðni sem hann notar til þess að láta æðstu embættismenn vita ef eitthvað er í uppsiglingu.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælin halda áfram

Mótmælendur í miðborg Beirútar, höfuðborgar Líbanons, láta engan bilbug á sér finna en þeir eyddu annarri í nótt í tjaldborg við stjórnarráðið til að þrýsta á ríkisstjórnina að segja af sér.

Erlent
Fréttamynd

Pinochet við dauðans dyr

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, liggur á milli heims og helju eftir að hafa fengið alvarlegt hjartaáfall í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Rumsfeld lagði til stórfelldar breytingar í Írak

Donald Rumsfeld, lagði til meiriháttar breytingar á stefnunni í Írak rétt áður en hann lét af embætti, að sögn bandaríska blaðsins New York Times. Hann sagði ljóst að það sem Bandaríkin væru að gera í Írak gengi ekki nógu vel.

Erlent
Fréttamynd

Harðir skotbardagar milli Palestínumanna á Gaza

Hundruð palestinskra lögreglumanna háðu í dag margra klukkustunda skotbardaga við hóp palestínumanna þegar þeir reyndu að handtaka meðlimi stórrar fjölskyldu sem eru sakaðir um eiturlyfja- og vopnasmygl, og að stela landi í eigu hins opinbera.

Erlent
Fréttamynd

Ræddu brotthvarf danskra hermanna frá Írak

Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur átti í dag fund með Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, og ræddu þeir um möguleikann á að danskir hermenn hyrfu frá landinu á næsta ári. Al-Maliki hefur sagt að Írakar verði reiðubúnir til þess að taka sjálfir við öryggisgæslu í landi sínu árið 2007.

Erlent
Fréttamynd

Sótt að Rauða hverfinu

Borgarstjórnin í Amsterdam hefur fyrirskipað að þriðjungi allra vændishúsa í Rauða hverfinu svonefnda skuli lokað svo að stemma megi stigu við fjölgun glæpa í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Laug til um krabbamein

Einstæð móðir frá Wisconsin í Bandaríkjunum á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist fyrir að skrökva að vinum og samstarfsmönnum að hún væri með ólæknandi krabbamein.

Erlent
Fréttamynd

Dýrt að fara í vinnuna á Range Rover

Breska samgönguráðuneytið íhugar að hækka gjöld á þá sem aka bílum sínum í höfuðborg landins. Þeir þurfa þegar að borga fyrir að aka í miðborginni, en það gæti hækkað verulega á næstu árum.

Erlent
Fréttamynd

Tvennir síamstvíburar skildir að

Það er ekki á hverjum degi sem síamstvíburar eru skildir að, hvað þá tvennir. Það gerðist þó í vikunni þegar læknar í Kína gerðu skurðaðgerð á 28 daga gömlum systrum frá Fujian-héraði sem voru samvaxnar á búknum. Um svipað leyti hófu sádiarabískir læknar að skilja að írösku systurnar Fatimu og Zöhru en þær eru tíu mánaða gamlar.

Erlent
Fréttamynd

Castro hvergi sjáanlegur

Fimm daga hátíðarhöldum vegna áttræðisafmælis Fidels Castro lauk í dag með hersýningu á heimsmælikvarða. Sökum veikinda var afmælisbarnið hins vegar hvergi sjáanlegt og það hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi að Castro liggi banaleguna.

Erlent