Erlent

Fréttamynd

Annar veruleiki við upphaf viðskipta

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 2,5 prósent þegar viðskipti hófust á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengið hafði rokið upp um 25 prósent í utanþingsviðskiptum. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 1,56 dölum á hlut. Fyrir opnun viðskipta fór gengið í tvo dali á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kýr í vatnsrúmum

Ef fólki líður vel kemur það meiru í verk. Bandaríska kúabóndanum Kirk Christie datt í hug að það sama gæti átt við um dýr.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð slær öll met

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 127,4 dali á tunnu á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Verðið hefur hækkað um 25 prósent frá áramótum og hefur aldrei verið hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afmælis minnst með tvennum hætti

Ísraelar minnast þess þessa dagana að sextíu ár eru liðin frá stofnun ríkisins. Palestínumenn minnast þess einnig, en með nokkrum öðrum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Góður hagvöxtur í Japan í byrjun árs

Hagvöxtur jókst um 3,3 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Japan, samkvæmt nýjustu hagtölum landsins. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fjármálasérfræðingum að mikil eftirspurn sé eftir japönskum vörum í öðrum Asíulöndum, svo sem í Kína, og því hafi samdráttur í einkaneyslu í Bandaríkjunum ekki sett skarð í japanskar hagtölur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Árás með banvænu munnvatni

Fjörutíu og tveggja ára gamall hiv smitaður maður hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi í Dallas fyrir að skyrpa á lögregluþjón.

Erlent
Fréttamynd

Fjárfestingarrisi í mínus

Blackstone Group, umsvifamesta fjárfestingarfélag heims, tapaði 66,5 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Félagið hagnaðist um 838,5 milljónir dala eftir skatt á sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sólskins Ferrari

Ferrari verksmiðjurnar senda í haust frá sér nýja tegund sem fengið hefur nafnið Ferrari California.

Erlent
Fréttamynd

Barclays afskrifar 1,7 milljarð punda

Breski bankinn Barclays afskrifaði 1,7 milljarð punda úr bókum sínum vegna niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum á fyrsta ársfjórðungi. Þetta jafngildir 253 milljörðum íslenskra króna. Bankinn birtir uppgjör sitt fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins á næstu dögum og er reiknað með því að það verði nokkuð verra en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

5.510 steikur á fæti

Chilli er líklega stærsta naut Bretlandseyja. Og þótt víðar væri leitað. Hann er 1.98 í herðakamb og vegur 1.25 tonn.

Erlent
Fréttamynd

Listflug á farþegavél

Flugstjóri á tveggja hreyfla skrúfuþotu danska flugfélagsins Cimber Air á von á tiltali fyrir flug sitt þegar hann var að lenda á Sönderborg flugvellinum á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldamorð í Austurríki

Þrjátíu og níu ára gamall Austurríkismaður hefur verið handtekinn fyrir að myrða fimm manna fjölskyldu sína, þar á meðal sjö ára gamalt barn.

Erlent
Fréttamynd

20 þúsund manns undir rústum húsa

Rúmlega 20 þúsund manns hið minnsta liggja grafnir í rústum húsa nærri upptökum jarðskjálftans í suðvestur Kína í gær. Björgunarmenn eru í kapphlaupi við tímann að bjarga fólkinu. Óttast er að 30 þúsund manns hið minnsta hafi týnt lífi í hamförunum.

Erlent
Fréttamynd

Ekki beint Zorró -en

Hreyfing er öllum holl. Ekki síst er nauðsynlegt fyrir eldra fólk að púla dálítið til þess að halda hreyfigetu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Túlipanarnir blómstra í Hollandi

Það er löngu komið sumar í Evrópu. Óvíða sést það jafn vel á gróðurlitunum og í Hollandi þar sem túlípanaakrarnir skera sig rækilega úr landsleginu með litadýrð sinni.

Erlent
Fréttamynd

Má ég sjá öryggispassann þinn?

Fyrir öndum er eitt hús ekkert merkilegra en annað. Þessi önd sem var með unga sína á vappi í rigningunni í Washington hafði enga hugmynd um að hún væri að ganga yfir aðkeyrsluna að Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Hliðarspegill sýnir blinda blettinn

Það kannast sjálfsagt margir ökumenn við að hafa litið í hliðarspegilinn áður en þeir beygðu, og ekki séð neitt vegna þess að bíllinn á eftir var of nálægt.

Erlent
Fréttamynd

Vilja skjóta sér leið inn í Burma

Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sagði á fundi með fréttamönnum í dag að alþjóða samfélagið yrði að skoða þann möguleika að skjóta sér leið inn í Burma til þess að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna fellibylsins sem þar gekk yfir fyrir rúmri viku.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar banna sjónvarpsgláp

Talibanar í Afganistan hafa bannað íbúum í Logar héraði að horfa á sjónvarp. Logar er nálægt höfuðborginni Kabúl og Talibanar hafa þar töglin og hagldirnar.

Erlent
Fréttamynd

Ungbarnasundið skilaði sér

Tveggja ára gömul bresk telpa bjargaði sér á hundasundi þegar hún datt í innanhússsundlaug á heimili sínu. Elísabet Jelley synti að bakkanum og kallaði á móður sína.

Erlent
Fréttamynd

Flóknar stjórnarmyndunarviðræður fram undan

Flóknar stjórnarmyndunarviðræður eru fram undan eftir þingkosningar í Serbíu í gær. Engin flokkur fékk hreinan meirihluta. Myndi Lýðræðisflokkur Borisar Tadic, forseta landsins, ríkisstjórn hallar hún sér til vesturs og inn í Evrópusambandið. Myndi þjóðernissinnar ríkisstjórn halla þeir sér að Rússum og herða stefnuna gagnvart Kosovo, sem lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbum fyrr á þessu ári.

Erlent