Erlent Georgíumenn brottrækir Lögreglan í Moskvu hefur beðið skóla borgarinnar um nöfn allra georgískra nemenda og rússnesk yfirvöld vísuðu 132 Georgíumönnum úr landi í gær á þeim forsendum að þeir væru ólöglega í landinu. Erlent 6.10.2006 21:31 Auðvelda ekki samskipti Fyrrum utanríkisráðherra Bretlands sætir nú hörðum ásökunum fyrir orð sín um að múslimakonur sem hylja andlit sín með blæjum geti gert samskipti milli ólíkra þjóðfélagshópa erfiðari. Erlent 6.10.2006 21:31 Sögð þagga niður nauðganir Mannréttindasamtökin Amnesty International saka mexíkósku lögregluna um að hafa þaggað niður ásakanir um ofbeldi lögreglunnar gegn fjölda manna og kvenna eftir fjölmenn mótmæli vegna umdeilds lands í San Salvador Atenco í maí síðastliðnum. Erlent 6.10.2006 21:31 Dæmdur á réttargeðdeild Sænskir dómstólar dæmdu 43 ára gamlan kirkjuvörð, sem játaði að hafa haft mök við lík konu, á réttargeðdeild í gær, kom fram á fréttavef Dagens Nyheter. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa kveikt í kirkju í Surahammars. Erlent 6.10.2006 21:31 Carl Bildt í utanríkismálin Samsteypustjórn borgaralegu flokkanna í Svíþjóð tók við stjórnartaumunum í gær. Á óvart kom að nýi forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt, sem er leiðtogi Hægriflokksins, fékk Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, til að fara með utanríkismálin. Erlent 6.10.2006 21:31 17.000 flýja eftir sprengingu Sautján þúsund Bandaríkjamenn þurftu að flýja heimili sín í gær eftir að sprenging varð í eiturefnaverksmiðju nærri bænum Apex í Norður-Karólínu með þeim afleiðingum að klórgasský sveif yfir nágrenninu. Erlent 6.10.2006 21:31 Verkfalli lokið Danskir foreldrar í Árósum önduðu léttar í gær þegar borgaryfirvöld samþykktu fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, því þá munu leikskólakennarar mæta aftur til starfa á mánudag eftir þriggja vikna verkfall. Leikskólakennararnir og fjölmargir foreldrar voru þó ekki sáttir, því fjárhagsáætlunin kallar eftir sparnaði upp á 410 milljónir danskra króna, sem mun bitna einna harðast á börnum og öldruðum. Erlent 6.10.2006 21:31 Dæmdur fyrir morð í Írak Bandarískur herlæknir, sem átti þátt í að ræna Íraka og myrða hann, var í kvöld dæmdur í 10 ára fangelsi en mun aðeins afplána eitt ár þar sem hann mun bera vitni gegn félögum sínum, sem ákærðir eru fyrir morðið. Erlent 6.10.2006 23:52 Engin leynifangelsi í Þýskalandi Stjórnvöld í Þýskalandi hafa neitað fréttum frá í dag þess efnis að háttsettir liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar á meðal einn höfuðpauranna á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, hafi verið í haldið í fangelsi á herstöðvum Bandaríkjahers í Þýskalandi án vitneskju yfirvalda. Það voru bresk samtök sem sérhæfa sig í að veita lögfræðiaðstoð sem greindu frá þessu. Samtökin annast mál margra þeirra sem eru í haldi Bandríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum að Kúbu. Erlent 6.10.2006 22:59 Kerkorian hættur við kaup í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem er einn stærsti hluthafinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM), er hættur við að auka við hlut sinn í fyrirtækinu eins og til stóð. Ástæðan er sögð óánægja hans með að samstarfsviðræðum GM við Nissan og Renault var slitið fyrr í vikunni. Viðskipti erlent 6.10.2006 22:47 Vélmenni sem læknar skalla Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja til jafnvirði tæplega 240 milljóna íslenskra króna til rannsókna hjá fyrirtæki í Cambridge sem er að þróa vélmenni sem mun vinna gegn skallamyndun. Erlent 6.10.2006 22:33 Geimrusl gerði gat á geimferju Geimrusl gerði gat á bandarísku geimferjuna Atlantis þegar hún var á ferð um geiminn í 12 daga. Á leið sinni fóru geimfararnir um borð í Alþjóðlegum geimstöðina og hófu á ný framkvæmdir við hana. Fulltrúar Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, greindu frá því í dag að rusl sem komst nærri flauginni á leið hennar til jarðar hafi gert gat á hlífar á kæli. Erlent 6.10.2006 22:14 Bætur fyrir brottnám Þýskur lögfræðingur hefur ákveðið að fara nýstárlega leið til að afla fleiri viðskiptavina. Hann ætli að sækja fébætur til þýska ríkisins fyrir þá borgara sem geimverur hafi numið á brott. Lögfræðingurinn, Jens Lorek, segirl ljóst að hér sé þörf á lögfræðiaðstoð en fólk veigri sér við því að leita hjálpar af ótta við að það geri sig að fífli fyrir dómstólum. Erlent 6.10.2006 22:07 Ekki fengu allir Nyhedsavisen Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Erlent 6.10.2006 20:20 Stóð af sér vantrauststillögu Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, baðst í dag afsökunar á því að hafa ekki tekist á við alvarlegt ástand efnahagsmála í landinu fyrir þingkosningar í apríl. Ríkisstjórn forsætisráðherrans stóð af sér vantrauststillögu. Erlent 6.10.2006 19:17 Enn logar í eiturefnaverksmiðju Búið er að flytja um 17 þúsund manns frá heimilum sínum í smábæ í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum í dag vegna stórbruna í efnaverksmiðju í bænum. Efnaúrgangur er brotinn niður í verksmiðjunni og urðu á bilinu 20 til 30 sprengingar í henni í nótt. 18 slösuðust, þar á meðal lögreglu- og slökkviliðsmaður. Erlent 6.10.2006 19:14 Reinfeldt forsætisráðherra, Bildt utanríkisráðherra Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra verður utanríkisráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu. Erlent 6.10.2006 19:11 Sprengi fyrr en síðar Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu. Erlent 6.10.2006 18:54 Google hugleiðir kaup á YouTube Bandaríska netleitarfyrirtækið Google er sagt eiga í viðræðum um kaup á myndskráavefnum YouTube. Kaupverð er talið nema 1,6 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 109 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 6.10.2006 18:14 Haniyeh hné niður Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hné niður þar sem hann flutti ræðu á fjöldafundi í Gaza-borg í dag. Haniyeh, sem er 46 ára, þagnaði í miðri setningu og féll í fang aðstoðarmanna sinna sem stóðu á bak við hann. Erlent 6.10.2006 17:56 Hamas vill reyna til þrautar að mynda stjórn Erlent 6.10.2006 16:54 Varst þetta þú ? Erlent 6.10.2006 16:33 Búist við kjarnorkusprengingu um helgina Allt eins er búist við því að Norður-Kórea láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju strax nú um helgina. Erlent 6.10.2006 15:43 Standa vörð um Íran Erlent 6.10.2006 15:07 Carl Bildt utanríkisráðherra Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra verður utanríkisráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu. Erlent 6.10.2006 12:07 Olíuverð lækkaði lítillega Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega og fór niður fyrir 60 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hafi áætlanir um að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Viðskipti erlent 6.10.2006 11:02 Aer Lingus segir tilboð Ryanair of lágt Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska flugfélaginu Aer Lingus og á nú 19,2 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Ryanair 16 prósent. Ryanair gerði í alla hluti Aer Lingus í gær en stjórn félagsins segir tilboðið vanmat á virði þess. Viðskipti erlent 6.10.2006 09:44 Hitachi innkallar rafhlöður frá Sony Japanski tækniframleiðandinn Hitachi hefur ákveðið að innkalla 16.000 rafhlöður, sem fylgdu með fartölvum undir merkjum fyrirtækisins. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Með þessu bætist Hitachi í hóp nokkurra fyrirtækja sem hafa innkallað ríflega 7 milljónir rafhlaða frá Sony. Viðskipti erlent 6.10.2006 09:25 Rákust á flugvél og 155 fórust Tveir bandarískir flugmenn flugu einkaþotu sinni á brasilíska farþegaflugvél í síðustu viku, með þeim afleiðingum að síðarnefnda vélin hrapaði ofan í Amazonfrumskóginn. Allir 155 farþegarnir um borð fórust. Flugmennirnir neita ásökunum brasilískra flugmálayfirvalda um að hafa slökkt á radarvara vélar sinnar fyrir slysið, en sá sýnir öðrum flugmönnum staðsetningu vélarinnar. Flugmennirnir eru í farbanni, en hafa ekki verið handteknir. Erlent 5.10.2006 21:46 Telpurnar bornar til grafar Fjórar af Amish-telpunum fimm sem myrtar voru fyrr í vikunni í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru jarðsettar í gær. Útför þeirrar fimmtu verður haldin í dag. Erlent 5.10.2006 21:46 « ‹ 260 261 262 263 264 265 266 267 268 … 334 ›
Georgíumenn brottrækir Lögreglan í Moskvu hefur beðið skóla borgarinnar um nöfn allra georgískra nemenda og rússnesk yfirvöld vísuðu 132 Georgíumönnum úr landi í gær á þeim forsendum að þeir væru ólöglega í landinu. Erlent 6.10.2006 21:31
Auðvelda ekki samskipti Fyrrum utanríkisráðherra Bretlands sætir nú hörðum ásökunum fyrir orð sín um að múslimakonur sem hylja andlit sín með blæjum geti gert samskipti milli ólíkra þjóðfélagshópa erfiðari. Erlent 6.10.2006 21:31
Sögð þagga niður nauðganir Mannréttindasamtökin Amnesty International saka mexíkósku lögregluna um að hafa þaggað niður ásakanir um ofbeldi lögreglunnar gegn fjölda manna og kvenna eftir fjölmenn mótmæli vegna umdeilds lands í San Salvador Atenco í maí síðastliðnum. Erlent 6.10.2006 21:31
Dæmdur á réttargeðdeild Sænskir dómstólar dæmdu 43 ára gamlan kirkjuvörð, sem játaði að hafa haft mök við lík konu, á réttargeðdeild í gær, kom fram á fréttavef Dagens Nyheter. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa kveikt í kirkju í Surahammars. Erlent 6.10.2006 21:31
Carl Bildt í utanríkismálin Samsteypustjórn borgaralegu flokkanna í Svíþjóð tók við stjórnartaumunum í gær. Á óvart kom að nýi forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt, sem er leiðtogi Hægriflokksins, fékk Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, til að fara með utanríkismálin. Erlent 6.10.2006 21:31
17.000 flýja eftir sprengingu Sautján þúsund Bandaríkjamenn þurftu að flýja heimili sín í gær eftir að sprenging varð í eiturefnaverksmiðju nærri bænum Apex í Norður-Karólínu með þeim afleiðingum að klórgasský sveif yfir nágrenninu. Erlent 6.10.2006 21:31
Verkfalli lokið Danskir foreldrar í Árósum önduðu léttar í gær þegar borgaryfirvöld samþykktu fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, því þá munu leikskólakennarar mæta aftur til starfa á mánudag eftir þriggja vikna verkfall. Leikskólakennararnir og fjölmargir foreldrar voru þó ekki sáttir, því fjárhagsáætlunin kallar eftir sparnaði upp á 410 milljónir danskra króna, sem mun bitna einna harðast á börnum og öldruðum. Erlent 6.10.2006 21:31
Dæmdur fyrir morð í Írak Bandarískur herlæknir, sem átti þátt í að ræna Íraka og myrða hann, var í kvöld dæmdur í 10 ára fangelsi en mun aðeins afplána eitt ár þar sem hann mun bera vitni gegn félögum sínum, sem ákærðir eru fyrir morðið. Erlent 6.10.2006 23:52
Engin leynifangelsi í Þýskalandi Stjórnvöld í Þýskalandi hafa neitað fréttum frá í dag þess efnis að háttsettir liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar á meðal einn höfuðpauranna á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, hafi verið í haldið í fangelsi á herstöðvum Bandaríkjahers í Þýskalandi án vitneskju yfirvalda. Það voru bresk samtök sem sérhæfa sig í að veita lögfræðiaðstoð sem greindu frá þessu. Samtökin annast mál margra þeirra sem eru í haldi Bandríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum að Kúbu. Erlent 6.10.2006 22:59
Kerkorian hættur við kaup í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem er einn stærsti hluthafinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM), er hættur við að auka við hlut sinn í fyrirtækinu eins og til stóð. Ástæðan er sögð óánægja hans með að samstarfsviðræðum GM við Nissan og Renault var slitið fyrr í vikunni. Viðskipti erlent 6.10.2006 22:47
Vélmenni sem læknar skalla Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja til jafnvirði tæplega 240 milljóna íslenskra króna til rannsókna hjá fyrirtæki í Cambridge sem er að þróa vélmenni sem mun vinna gegn skallamyndun. Erlent 6.10.2006 22:33
Geimrusl gerði gat á geimferju Geimrusl gerði gat á bandarísku geimferjuna Atlantis þegar hún var á ferð um geiminn í 12 daga. Á leið sinni fóru geimfararnir um borð í Alþjóðlegum geimstöðina og hófu á ný framkvæmdir við hana. Fulltrúar Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, greindu frá því í dag að rusl sem komst nærri flauginni á leið hennar til jarðar hafi gert gat á hlífar á kæli. Erlent 6.10.2006 22:14
Bætur fyrir brottnám Þýskur lögfræðingur hefur ákveðið að fara nýstárlega leið til að afla fleiri viðskiptavina. Hann ætli að sækja fébætur til þýska ríkisins fyrir þá borgara sem geimverur hafi numið á brott. Lögfræðingurinn, Jens Lorek, segirl ljóst að hér sé þörf á lögfræðiaðstoð en fólk veigri sér við því að leita hjálpar af ótta við að það geri sig að fífli fyrir dómstólum. Erlent 6.10.2006 22:07
Ekki fengu allir Nyhedsavisen Nýja danska fréttablaðið Nyhedsavisen, sem hóf göngu sína í morgun, stendur ekki undir hástemmdum loforðum stjórnenda um byltingarkennt dagblað, að mati lektors í danska blaðamannaháskólanum. Erfiðleikar hrjáðu blaðið á fyrsta degi, því vegna bilunar í prentvél tókst aðeins að koma helmingi upplagsins í umferð. Erlent 6.10.2006 20:20
Stóð af sér vantrauststillögu Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, baðst í dag afsökunar á því að hafa ekki tekist á við alvarlegt ástand efnahagsmála í landinu fyrir þingkosningar í apríl. Ríkisstjórn forsætisráðherrans stóð af sér vantrauststillögu. Erlent 6.10.2006 19:17
Enn logar í eiturefnaverksmiðju Búið er að flytja um 17 þúsund manns frá heimilum sínum í smábæ í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum í dag vegna stórbruna í efnaverksmiðju í bænum. Efnaúrgangur er brotinn niður í verksmiðjunni og urðu á bilinu 20 til 30 sprengingar í henni í nótt. 18 slösuðust, þar á meðal lögreglu- og slökkviliðsmaður. Erlent 6.10.2006 19:14
Reinfeldt forsætisráðherra, Bildt utanríkisráðherra Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra verður utanríkisráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu. Erlent 6.10.2006 19:11
Sprengi fyrr en síðar Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu. Erlent 6.10.2006 18:54
Google hugleiðir kaup á YouTube Bandaríska netleitarfyrirtækið Google er sagt eiga í viðræðum um kaup á myndskráavefnum YouTube. Kaupverð er talið nema 1,6 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 109 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 6.10.2006 18:14
Haniyeh hné niður Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hné niður þar sem hann flutti ræðu á fjöldafundi í Gaza-borg í dag. Haniyeh, sem er 46 ára, þagnaði í miðri setningu og féll í fang aðstoðarmanna sinna sem stóðu á bak við hann. Erlent 6.10.2006 17:56
Búist við kjarnorkusprengingu um helgina Allt eins er búist við því að Norður-Kórea láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju strax nú um helgina. Erlent 6.10.2006 15:43
Carl Bildt utanríkisráðherra Fredrik Reinfeldt, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun. Athygli vekur að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra verður utanríkisráðherra. Í ræðu á sænska þinginu sagði Reinfeldt að staðið yrði við gefin loforð um skattalækkanir og breytingar á velferðarkerfinu. Erlent 6.10.2006 12:07
Olíuverð lækkaði lítillega Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega og fór niður fyrir 60 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hafi áætlanir um að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Viðskipti erlent 6.10.2006 11:02
Aer Lingus segir tilboð Ryanair of lágt Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska flugfélaginu Aer Lingus og á nú 19,2 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Ryanair 16 prósent. Ryanair gerði í alla hluti Aer Lingus í gær en stjórn félagsins segir tilboðið vanmat á virði þess. Viðskipti erlent 6.10.2006 09:44
Hitachi innkallar rafhlöður frá Sony Japanski tækniframleiðandinn Hitachi hefur ákveðið að innkalla 16.000 rafhlöður, sem fylgdu með fartölvum undir merkjum fyrirtækisins. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Með þessu bætist Hitachi í hóp nokkurra fyrirtækja sem hafa innkallað ríflega 7 milljónir rafhlaða frá Sony. Viðskipti erlent 6.10.2006 09:25
Rákust á flugvél og 155 fórust Tveir bandarískir flugmenn flugu einkaþotu sinni á brasilíska farþegaflugvél í síðustu viku, með þeim afleiðingum að síðarnefnda vélin hrapaði ofan í Amazonfrumskóginn. Allir 155 farþegarnir um borð fórust. Flugmennirnir neita ásökunum brasilískra flugmálayfirvalda um að hafa slökkt á radarvara vélar sinnar fyrir slysið, en sá sýnir öðrum flugmönnum staðsetningu vélarinnar. Flugmennirnir eru í farbanni, en hafa ekki verið handteknir. Erlent 5.10.2006 21:46
Telpurnar bornar til grafar Fjórar af Amish-telpunum fimm sem myrtar voru fyrr í vikunni í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru jarðsettar í gær. Útför þeirrar fimmtu verður haldin í dag. Erlent 5.10.2006 21:46