Erlent

Fréttamynd

Skall til jarðar skömmu eftir flugtak

Fjörutíu og fimm manns fórust með pakistanskri farþegaflugvél sem hrapaði til jarðar stuttu eftir flugtak frá flugvelli í borginni Multan í austurhluta Pakistans.

Erlent
Fréttamynd

Sakborningar hefja lokavörn

Saddam Hussein, þrír aðrir sakborningar og lögmenn þeirra sögðust í gær ekki ætla að taka þátt í lokamálflutningi sakborninga og verjenda þeirra við réttarhöldin í Bagdad, þar sem Saddam og sjö aðrir sakborningar eiga yfir höfði sér þunga dóma.

Erlent
Fréttamynd

Vitni ræðst á ákærða

Filippseysk kona réðst á bandarískan hermann í dómssal í Filippseyjum í gær, en maðurinn er ákærður fyrir að hafa nauðgað henni í nóvember síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Efast um flugöryggi Rússa

Þrjú óhöpp í rússneskum flugvélum í gær urðu til þess að fjölmargir Rússar ásökuðu flugmálayfirvöld um slakt eftirlit með flugvélum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Bretar breyta um kerfi

Bretar hyggjast breyta viðbúnaðarstigskerfi sínu sem gefur til kynna mögulega hættu vegna hryðjuverka en ríkisstjórn landsins hefur sætt gagnrýni vegna núverandi kerfis.

Erlent
Fréttamynd

Vilja viðskipti við Kína

Fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum í Taívan vonast til þess að fá fleiri velstæða kínverska kúnna til að sækja sér læknisþjónustu þar í landi og segja hana betri en hjá sambærilegum kínverskum fyrirtækjum.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæla kjarnorku

Nítján biskupar ensku biskupakirkjunnar hafa sent bresku ríkisstjórninni opið bréf þar sem þeir fara fram á að hún endurskoði kjarnorkuáætlun Bretlands. Bréfið var birt í dagblaðinu The Independent í gær.

Erlent
Fréttamynd

Meira en 40 fórust

Enginn komst lífs af þegar farþegaflugvél fórst nærri borginni Multan í Pakistan í dag. Flugvélin var rúmlega fjörutíu ára gömul en hún var af gerðinni Fokker Friendship 27. Vélin var á leið til höfuðborgarinnar Islamabad, með viðkomu í Lahor, en tveimur mínútum eftir flugtak hrapaði hún til jarðar. Eldsneytisgeymar vélarinnar voru fleytifullir og því kviknaði mikill eldur þegar hún skall niður. Fjörutíu og einn farþegi vélarinnar og fjögurra manna áhöfn týndu lífi í þessu hörmulega slysi.

Erlent
Fréttamynd

Japanar hugleiða árásir

Japanar íhuga að gera loftárásir á eldflaugapalla Norður-Kóreumanna en þeir hafa miklar áhyggjur af tilraunum þeirra með langdrægar eldflaugar.

Erlent
Fréttamynd

Árásum á Gaza haldið áfram

Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að halda árásum á Gaza áfram svo lengi sem þurfa þykir. Þau segja ekki koma til greina að láta palestínska fanga í skiptum fyrir ísraelskan hermann sem skæruliðar hafa í gíslingu, eins og leiðtogi Hamas-samtakanna stakk upp á í dag.

Erlent
Fréttamynd

Rússar ráða Basajeff af dögum

Hryðjuverkamaðurinn illræmdi, Shamil Basajeff, var ráðinn af dögum í morgun af rússneskum öryggissveitum. Basajeff var leiðtogi tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna en hann skipulagði meðal annars fjöldamorðin í barnaskólanum í Beslan haustið 2004.

Erlent
Fréttamynd

Gassprenging líklega orsök hrunsins

Fjögurra hæða hús hrundi til grunna á Manhattan-eyju í New York í dag. Ekki liggur fyrir hvað olli þessu en talsmaður slökkviliðs New York borgar segir að við fyrstu sýn virðist sem gassprenging hafi orðið einhvers staðar í húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Hús hrynur til grunna á Manhattan

Hús hrundi til grunna á Manhattan-eyju í New York nú fyrir skemmstu. Lögregla segir líklegast að sprenging sé orsökin en vill þó ekki staðfesta það.

Erlent
Fréttamynd

Enginn talinn hafa lifað af

Farþegaflugvél með 45 manns um borð fórst í Pakistan í morgun. 41 farþegi og fjögurra manna áhöfn eru talin af.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelski hermaðurinn enn í haldi

Leiðtogi Hamas, Khaled Mashaal, sagði á blaðamannafundi sem hann hélt í Damaskus í Sýrlandi í morgun að ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit yrði ekki látinn laus nema að Ísraelar létu sjálfir palestínska fanga úr haldi.

Erlent
Fréttamynd

Réttað yfir Saddam Hussein á ný

Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, hófust aftur í morgun. Þetta er lokahluti réttarhaldanna yfir Saddam Hussein og sex öðrum.

Erlent
Fréttamynd

Flugvél ferst í Pakistan

Flugvél með 45 manns um borð fórst í Pakistan í morgun. Nýjustu fregnir herma að allir hafi farist. Ekki er vitað hvað olli slysinu og ekki liggur fyrir hvar slysið varð nákvæmlega eða hvernig vél fórst.

Erlent
Fréttamynd

Röð bílasprengjuárása í Bagdad

Tólf biðu bana og 62 særðust í tveimur bílprengjuárásum í Austur-Bagdad í morgun. Þá létust sautján í tveimur slíkum árásum í höfuðborginni í gær, rétt hjá moskum sjía.

Erlent
Fréttamynd

Flugslys í Síberíu

Talið er að hemlunarbúnaður hafi bilað þegar flugmenn Airbus A-310 farþegaflugvélar misstu stjórn á vélinni við lendingu í Irkutsk í Síberíu í fyrrinótt.

Erlent