Baugsmálið Segir fjölmiðla Baugs misnotaða Davíð Oddsson, fráfarandi utanríkisráðherra, var spurður um Baugsmálið og fjölmiðla þegar hann kom út af sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Hann kannast ekkert við fundi Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Styrmis Gunnarssonar ritstjóra um meðferð upplýsinga sem leiddu til Baugsákæru. Innlent 23.10.2005 15:00 Hafi hótað Jóhannesi í Bónus Jónína Benediktsdóttir krafðist þess að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti líkamsræktarstöðina Planet Pulse af sér ella myndi hún birta gögn sem hún hefði um Baug að því er fram kemur í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Blaðið birtir tölvupóst sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóra Baugs. Innlent 23.10.2005 14:59 Dægurtexti í meintu hótunarbréfi Tryggvi Jónsson, þá forstjóri Baugs, vitnar í vinsælan dægurlagatexta Spilverks þjóðanna í meintu hótunarbréfi til Jóns Geralds Sullenbergers sem vísað er til í frétt Morgunblaðsins í gær. Bréfið var sent í tölvupósti 25. júlí 2002 og lagði Jón Gerald það fram í málaferlum við fyrirtækið í Bandaríkjunum árið 2003. Innlent 23.10.2005 15:00 Segir fjölmiðla Baugs misnotaða Davíð Oddsson segist horfa á með hryllingi hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir, en hann telji að ekki séu dæmi um slíkt í hinum vestræna heimi. Davíð var spurður út í Baugsmál þegar hann kom út af síðasta ríkisstjórnarfundi sínum í morgun. Innlent 23.10.2005 14:59 Spyr hvort eignatengsl réðu ferð Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, harðlega fyrir að hafa látið hjá líða að fjalla um samráð olíufélaganna þegar hann fékk upplýsingar um það nokkru áður en rannsókn Samkeppnisstofnunar hófst. Innlent 23.10.2005 16:58 Undrandi og hneykslaður "Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. Innlent 23.10.2005 15:00 Gögnin máttu fara til fjölmiðla Jón Gerald Sullenberger segist hafa viljað að gögn um mál sitt gegn Baugi kæmust í fjölmiðla og kveðst ekki frá því að hann hafi sent Jóni Steinari Gunnlaugssyni tölvupóst þar sem hann heimilaði lögmanninum að áframsenda Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn um mál sitt. Innlent 23.10.2005 14:59 Hafi sent gögn til Styrmis Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari sem var lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers, sendi gögn skjólstæðings síns til Styrmis Gunnarssonar ritsjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Innlent 23.10.2005 14:59 Óvíst um fjölda dómara Ekki liggur fyrir hverjir eða hversu margir munu skipa Hæstarétt þegar hann tekur afstöðu til úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í Baugsmálinu. Innlent 23.10.2005 14:59 Arnþrúður treysti sér ekki "Það var bara svolítið persónulegt sem kom upp á sem gerði það að verkum að ég treysti mér ekki í þá einbeitingu sem þarf til þess að vera í beinni útsendingu," segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi sögu. Innlent 23.10.2005 14:59 Allt með vitund Jóns Geralds Jón Gerald Sullenberger segir að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi aldrei tekið neinar ákvarðanir varðandi mál sitt gegn Baugi, án fullrar vitundar og samþykkis Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Innlent 23.10.2005 14:59 Vill opinbera rannsókn á Baugsmáli Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill opinbera rannsókn á Baugsmálinu. Hún segir frávísun Héraðsdóms á ákærunni í málinu og fréttir síðustu daga um bréfaskipti áhrifamanna hafa skapað efasemdir meðal almennings um heilindi valda- og áhrifamanna sem verði vart eytt nema með rannsókn. Innlent 23.10.2005 14:59 Og Vodafone óskar eftir rannsókn Og Vodafone hefur óskað eftir því að Póst- og fjarskiptastofnun rannsaki alvarlegar ásakanir sem bornar hafa verið á fyrirtækið þess efnis að fyrirtækið hafi lekið tölvupósti viðskiptavina sinna. Innlent 23.10.2005 14:59 Hæfur til ritstjórnar Á tveggja klukkustunda fundi í gær gerði Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins starfsmönnum blaðsins grein fyrir afskiptum sínum af Baugsmálinu og afstöðu sinni til upplýsinga sem Fréttablaðið hefur birt undanfarna daga um meðferð hans á gögnum sem málinu tengjast. Innlent 23.10.2005 14:59 Styrmir nýtur trausts starfsfólks Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins segir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra blaðsins, njóta óskoraðs trausts starfsfólks Morgunblaðsins í tengslum við Baugsmálið og aðdraganda þess. Tveggja tíma löngum fundi Styrmis með starfsfólki sínu lauk nú fyrir stundu. Innlent 23.10.2005 14:59 Hafi bréf yfir kröfur Jónínu Arnþrúður Karlsdóttir útvarpskona segist hafa undir höndum bréf frá Jónínu Benediktsdóttur til Jóhannesar Jónssonar, þar sem Jónína útlistar hvað hún vilji fá frá Jóhannesi eftir að þau slitu samvistum. Innlent 23.10.2005 14:59 Styrmir ræðir við starfsmenn Starfsmannafundur hófst klukkann tvö í húsakynnum <em>Morgunblaðsins</em> þar sem Styrmir Gunnarsson ritstjóri hyggst kynna starfsfólki <em>Morgunblaðsins</em> aðkomu sína að Baugsmálinu. Hann hyggst líka svara spurningum starfsfólks sem kunna að hafa vaknað í kjölfar frétta af því að Styrmir hafði milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger gegn Baugi og ræddi þá ráðstöfun meðal annars við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.10.2005 14:59 Ýjar að því að hafa gögn um Baug Ritstjóri Morgunblaðsins lætur óbeint að því liggja í blaðinu í dag að hann hafi undir höndum gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega. Innlent 23.10.2005 14:59 Jón Gerald hitti einkaspæjarann Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Innlent 23.10.2005 14:59 Yrði nefndin óháð? Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum. Innlent 23.10.2005 14:59 Spyr um einkaspæjara á vegum Baugs Styrmir Gunnarsson, ritstjóri <em>Morgunblaðsins,</em> varpar í dag fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum fyrrverandi viðskiptafélaga Jóns Geralds Sullenbergers hjá Baugi hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi hans og eiginkonu hans og líf þeirra allt. Innlent 23.10.2005 14:59 Yfirlýsing stangast á við viðtal Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Jón Steinar Gunnlaugsson, þá lögmaður Jóns Geralds Sullenberger í Baugsmálinu, hefði sent Styrmi Gunnarssyni gögn um málið án vitundar eða samþykkis Jóns Geralds. Jón Gerald staðfesti það í viðtali við Fréttablaðið, sunnudaginn 26. september, eins og fram kemur hér að neðan. Innlent 23.10.2005 14:59 Styrmir svarar Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída. Innlent 23.10.2005 14:59 Beindi Jónínu til yfirvalda Jónína Benediktsdóttir sagðist ætla að birta gögn frá Jóni Geraldi Sullenberger um Baug ef hún fengi ekki greiðslur sem hún taldi sig eiga inni hjá Baugi. Tryggvi Jónsson hvatti hana til að snúa sér til yfirvalda með gögnin. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 14:59 Bauð mér ekki í mat "Ég hef kafað djúpt í huga minn en man ekki eftir að Jónína Benediktsdóttir hafi sýnt mér nein gögn um þetta mál," segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 23.10.2005 14:59 Skaðabótaskylda lögmanns "Ef lögmaður sýnir öðrum gögn án heimildar skjólstæðingsins þá er það trúnaðarbrot sem í sjálfu sér getur leitt til skaðabótaskyldu lögmannsins og jafnvel verið brot á hegningarlögum eftir atvikum," segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Innlent 23.10.2005 14:59 Vegið harkalega að fyrirtækinu Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone ætlar að skoða réttarstöðu sína í kjölfar ummæla Jónínu Benediktsdóttur á Bylgjunni í gær um að fyrirtækið tengdist ólögmætri dreifingu persónulegra gagna viðskiptavina. Innlent 23.10.2005 14:59 Var ekki gerandi "Til mín leitar alls konar fólk með alls konar erindi. Ég tjái mig ekki um innihald einkafunda. Ég hef aldrei haft áhrif á framvindu málsins og hef aldrei verið gerandi," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2. Innlent 23.10.2005 14:59 Formaðurinn veitti ekki viðtal Stefán Pétur Eggertsson, formaður stjórnar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar 2 viðtal þegar eftir því var leitað í dag en hann sagðist telja að Styrmir Gunnarsson ritstjóri nyti fyllsta trausts stjórnarinnar. Innlent 23.10.2005 14:59 Úrslitaáhrif fjármálaráðherra? Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir sendu gögn varðandi Baug sem þau höfðu fengið frá Jóni Geraldi Sullenberger til tollstjórans í Reykjavík og til skattrannsóknarstjóra. Hann aðhafðist ekki frekar, en svo er að sjá sem Styrmir hafi búist við að fjármálaráðherra hefði úrslitaáhrif á það hvort farið yrði í skattrannsókn. Innlent 23.10.2005 14:59 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 … 9 ›
Segir fjölmiðla Baugs misnotaða Davíð Oddsson, fráfarandi utanríkisráðherra, var spurður um Baugsmálið og fjölmiðla þegar hann kom út af sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Hann kannast ekkert við fundi Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Styrmis Gunnarssonar ritstjóra um meðferð upplýsinga sem leiddu til Baugsákæru. Innlent 23.10.2005 15:00
Hafi hótað Jóhannesi í Bónus Jónína Benediktsdóttir krafðist þess að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti líkamsræktarstöðina Planet Pulse af sér ella myndi hún birta gögn sem hún hefði um Baug að því er fram kemur í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Blaðið birtir tölvupóst sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóra Baugs. Innlent 23.10.2005 14:59
Dægurtexti í meintu hótunarbréfi Tryggvi Jónsson, þá forstjóri Baugs, vitnar í vinsælan dægurlagatexta Spilverks þjóðanna í meintu hótunarbréfi til Jóns Geralds Sullenbergers sem vísað er til í frétt Morgunblaðsins í gær. Bréfið var sent í tölvupósti 25. júlí 2002 og lagði Jón Gerald það fram í málaferlum við fyrirtækið í Bandaríkjunum árið 2003. Innlent 23.10.2005 15:00
Segir fjölmiðla Baugs misnotaða Davíð Oddsson segist horfa á með hryllingi hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir, en hann telji að ekki séu dæmi um slíkt í hinum vestræna heimi. Davíð var spurður út í Baugsmál þegar hann kom út af síðasta ríkisstjórnarfundi sínum í morgun. Innlent 23.10.2005 14:59
Spyr hvort eignatengsl réðu ferð Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, harðlega fyrir að hafa látið hjá líða að fjalla um samráð olíufélaganna þegar hann fékk upplýsingar um það nokkru áður en rannsókn Samkeppnisstofnunar hófst. Innlent 23.10.2005 16:58
Undrandi og hneykslaður "Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. Innlent 23.10.2005 15:00
Gögnin máttu fara til fjölmiðla Jón Gerald Sullenberger segist hafa viljað að gögn um mál sitt gegn Baugi kæmust í fjölmiðla og kveðst ekki frá því að hann hafi sent Jóni Steinari Gunnlaugssyni tölvupóst þar sem hann heimilaði lögmanninum að áframsenda Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn um mál sitt. Innlent 23.10.2005 14:59
Hafi sent gögn til Styrmis Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari sem var lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers, sendi gögn skjólstæðings síns til Styrmis Gunnarssonar ritsjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Innlent 23.10.2005 14:59
Óvíst um fjölda dómara Ekki liggur fyrir hverjir eða hversu margir munu skipa Hæstarétt þegar hann tekur afstöðu til úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í Baugsmálinu. Innlent 23.10.2005 14:59
Arnþrúður treysti sér ekki "Það var bara svolítið persónulegt sem kom upp á sem gerði það að verkum að ég treysti mér ekki í þá einbeitingu sem þarf til þess að vera í beinni útsendingu," segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi sögu. Innlent 23.10.2005 14:59
Allt með vitund Jóns Geralds Jón Gerald Sullenberger segir að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi aldrei tekið neinar ákvarðanir varðandi mál sitt gegn Baugi, án fullrar vitundar og samþykkis Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Innlent 23.10.2005 14:59
Vill opinbera rannsókn á Baugsmáli Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill opinbera rannsókn á Baugsmálinu. Hún segir frávísun Héraðsdóms á ákærunni í málinu og fréttir síðustu daga um bréfaskipti áhrifamanna hafa skapað efasemdir meðal almennings um heilindi valda- og áhrifamanna sem verði vart eytt nema með rannsókn. Innlent 23.10.2005 14:59
Og Vodafone óskar eftir rannsókn Og Vodafone hefur óskað eftir því að Póst- og fjarskiptastofnun rannsaki alvarlegar ásakanir sem bornar hafa verið á fyrirtækið þess efnis að fyrirtækið hafi lekið tölvupósti viðskiptavina sinna. Innlent 23.10.2005 14:59
Hæfur til ritstjórnar Á tveggja klukkustunda fundi í gær gerði Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins starfsmönnum blaðsins grein fyrir afskiptum sínum af Baugsmálinu og afstöðu sinni til upplýsinga sem Fréttablaðið hefur birt undanfarna daga um meðferð hans á gögnum sem málinu tengjast. Innlent 23.10.2005 14:59
Styrmir nýtur trausts starfsfólks Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins segir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra blaðsins, njóta óskoraðs trausts starfsfólks Morgunblaðsins í tengslum við Baugsmálið og aðdraganda þess. Tveggja tíma löngum fundi Styrmis með starfsfólki sínu lauk nú fyrir stundu. Innlent 23.10.2005 14:59
Hafi bréf yfir kröfur Jónínu Arnþrúður Karlsdóttir útvarpskona segist hafa undir höndum bréf frá Jónínu Benediktsdóttur til Jóhannesar Jónssonar, þar sem Jónína útlistar hvað hún vilji fá frá Jóhannesi eftir að þau slitu samvistum. Innlent 23.10.2005 14:59
Styrmir ræðir við starfsmenn Starfsmannafundur hófst klukkann tvö í húsakynnum <em>Morgunblaðsins</em> þar sem Styrmir Gunnarsson ritstjóri hyggst kynna starfsfólki <em>Morgunblaðsins</em> aðkomu sína að Baugsmálinu. Hann hyggst líka svara spurningum starfsfólks sem kunna að hafa vaknað í kjölfar frétta af því að Styrmir hafði milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson tæki að sér mál Jóns Geralds Sullenberger gegn Baugi og ræddi þá ráðstöfun meðal annars við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.10.2005 14:59
Ýjar að því að hafa gögn um Baug Ritstjóri Morgunblaðsins lætur óbeint að því liggja í blaðinu í dag að hann hafi undir höndum gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega. Innlent 23.10.2005 14:59
Jón Gerald hitti einkaspæjarann Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Innlent 23.10.2005 14:59
Yrði nefndin óháð? Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum. Innlent 23.10.2005 14:59
Spyr um einkaspæjara á vegum Baugs Styrmir Gunnarsson, ritstjóri <em>Morgunblaðsins,</em> varpar í dag fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum fyrrverandi viðskiptafélaga Jóns Geralds Sullenbergers hjá Baugi hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi hans og eiginkonu hans og líf þeirra allt. Innlent 23.10.2005 14:59
Yfirlýsing stangast á við viðtal Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Jón Steinar Gunnlaugsson, þá lögmaður Jóns Geralds Sullenberger í Baugsmálinu, hefði sent Styrmi Gunnarssyni gögn um málið án vitundar eða samþykkis Jóns Geralds. Jón Gerald staðfesti það í viðtali við Fréttablaðið, sunnudaginn 26. september, eins og fram kemur hér að neðan. Innlent 23.10.2005 14:59
Styrmir svarar Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída. Innlent 23.10.2005 14:59
Beindi Jónínu til yfirvalda Jónína Benediktsdóttir sagðist ætla að birta gögn frá Jóni Geraldi Sullenberger um Baug ef hún fengi ekki greiðslur sem hún taldi sig eiga inni hjá Baugi. Tryggvi Jónsson hvatti hana til að snúa sér til yfirvalda með gögnin. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 14:59
Bauð mér ekki í mat "Ég hef kafað djúpt í huga minn en man ekki eftir að Jónína Benediktsdóttir hafi sýnt mér nein gögn um þetta mál," segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 23.10.2005 14:59
Skaðabótaskylda lögmanns "Ef lögmaður sýnir öðrum gögn án heimildar skjólstæðingsins þá er það trúnaðarbrot sem í sjálfu sér getur leitt til skaðabótaskyldu lögmannsins og jafnvel verið brot á hegningarlögum eftir atvikum," segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Innlent 23.10.2005 14:59
Vegið harkalega að fyrirtækinu Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone ætlar að skoða réttarstöðu sína í kjölfar ummæla Jónínu Benediktsdóttur á Bylgjunni í gær um að fyrirtækið tengdist ólögmætri dreifingu persónulegra gagna viðskiptavina. Innlent 23.10.2005 14:59
Var ekki gerandi "Til mín leitar alls konar fólk með alls konar erindi. Ég tjái mig ekki um innihald einkafunda. Ég hef aldrei haft áhrif á framvindu málsins og hef aldrei verið gerandi," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2. Innlent 23.10.2005 14:59
Formaðurinn veitti ekki viðtal Stefán Pétur Eggertsson, formaður stjórnar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar 2 viðtal þegar eftir því var leitað í dag en hann sagðist telja að Styrmir Gunnarsson ritstjóri nyti fyllsta trausts stjórnarinnar. Innlent 23.10.2005 14:59
Úrslitaáhrif fjármálaráðherra? Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir sendu gögn varðandi Baug sem þau höfðu fengið frá Jóni Geraldi Sullenberger til tollstjórans í Reykjavík og til skattrannsóknarstjóra. Hann aðhafðist ekki frekar, en svo er að sjá sem Styrmir hafi búist við að fjármálaráðherra hefði úrslitaáhrif á það hvort farið yrði í skattrannsókn. Innlent 23.10.2005 14:59