Baugsmálið

Fréttamynd

Vinnum óháð pólitísku ástandi

Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi hvorki svarað því hvaða veiðileyfi hafi verið gefið út á Baug né á hvern hátt upphafi rannsóknar máls á hendur fyrirtækinu hafi verið háttað.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu samráð um kæru gegn Baugi

Styrmir Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson funduðu um Baugsmálið mánuðum áður en það var kært til lögreglu. Ritstjóri Morgunblaðsins og Jónína Benediktsdóttir voru í sambandi við Jón Gerald ítrekað áður en kæran var lögð fram.

Innlent
Fréttamynd

Eyddu fingraförum Morgunblaðsins

Ritstjóri Morgunblaðsins lét blaðamann þýða texta fyrir Jón Gerald Sullenberger og bað Jónínu Benediktsdóttur að eyða fingraförum Morgunblaðsins af verkinu. Jón Gerald var lengi að taka ákvörðun um að fara að ráðum þeirra Styrmis og Jónínu um að leita aðstoðar Jóns Steinars Gunnlaugssonar varðandi hugsanlega kæru á hendur Baugsfeðgum.

Innlent
Fréttamynd

Nýr og ógeðfelldur tónn

Eftir það sem á undan er gengið er sérkennilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli enn telja það málstað sínum til framdráttar að nota dylgjur til að grafa undan trausti í garð lögreglumanna og annarra, sem starfa á vegum embættis ríkislögreglustjóra," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fráleitar ásakanir um dylgjur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar.

Innlent
Fréttamynd

Embætti hafi brugðist skyldum

Ríkislögreglustjóraembættið hefur brugðist skyldum sínum í rannsókn og útgáfu ákæru í Baugsmálinu að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Hún vísar hins vegar ásökunum efnhagsbrotadeildar frá því í morgun um að hún hafi sagt embættinu handstýrt af yfirboðurum sínum alfarið á bug.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir Ríkislögreglustjóra hart

Það liggur fyrir að hjá Ríkislögrelgustjóraembættinu eru stunduð óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð sem nú hitta fyrir yfirmenn stofnunarinnar og þeir kveinka sér undan í fjölmiðlum. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, í harðorðri yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Slítur sundur friðinn

Stefán Hilmar Hilmarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Baugs, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Arnar Jensson lögreglumaður tjáði sig um svokallað Baugsmál í sjónvarpinu í gær. Orðræða hans þar var á köflum með slíkum endemum að maður efaðist um að þessi maður væri staddur á sömu öld og í sama veruleika og við hin."

Innlent
Fréttamynd

Málið fær efnislega meðferð

Bogi Nilsson ríkissaksóknari reiknar með því að embætti ríkislögreglustjóra og efnahagsbrotadeild embættisins muni halda áfram rekstri Baugsmálsins sem vísað var frá dómi á þriðjudag. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Una ekki ummælum Ingibjargar

Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra una ekki yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um Baugsmálið og krefjast þess að hún útskýri mál sitt.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmálið í Hæstarétt

Hæstarétti hefur borist kæra Ríkislögreglustjóra vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag þar sem Baugsmálinu var í heild vísað frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Fagmennska hjá RLS?

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hefur verið sendur út af örkinni af yfirmönnum sínum, þeim Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, saksóknara embættisins."  

Innlent
Fréttamynd

Er Baugsmálið dautt?

Því meir sem lögspekingar fjalla um stöðu Baugsmálsins eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur varpaði því út úr dóminum, því ríkari verða efasemdir þeirra um að unnt verði að halda því áfram af hálfu ákæranda. Jafnvel hvernig sem málið fer í Hæstarétti.

Innlent
Fréttamynd

Áfall fyrir ákæranda

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður og formaður vinstri grænna segir það áfall eftir víðtæka og harkalega aðgerð af hálfu lögreglu og ákæranda að uppskeran skuli ekki vera meiri en raun ber vitni í Baugsmálinu. "Það er ekki hægt annað en að líta á þetta sem stóráfall fyrir ákæruvaldið."

Innlent
Fréttamynd

Baugsmál sé byggt á sandi

Jóhannes Jónsson stjórnarmaður í Baugi segir að frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á ákærum gegn Baugi, sýni að málið hafi allt verið byggt á sandi af hálfu ákæruvaldsins, að þeirri niðurstöðu komist þrír valinkunnir dómarar Héraðsdóms. Nú þegar ákæruvaldið vísi málinu væntanlega til Hæstaréttar, segist Jóhannes treysta því að þeir dómarar sem tengist Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, verði ekki látnir koma nálægt meðferð Hæstaréttar á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Æðstu menn fari frá vegna fúsks

Össur Skarphéðinsson alþingismaður vill að æðstu menn Ríkislögreglustjóra verði settir af. Hann segir á heimasíðu sinni að í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði Baugsmálinu frá í heild sinni, þar sem ákærurnar hafi verið ótæk moðsuða, verði dómsmálaráðhera að taka í taumana því það sé á hans ábyrgð að stofnanir ráðuneytisins séu ekki í höndum fúskara.

Innlent
Fréttamynd

Ásakanir án innistæðu

"Mér finnst þetta mjög alvarleg tíðindi fyrir íslenskt réttarkerfi vegna þess að ákæra hefur í för með sér slíka röskun á högum fólks að það verður að gera kröfu til ákæruvaldsins um að skýrt komi fram í hverju brot er falið og gegn hverju og hverjum," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Dylgjur stjórnmálamanna óþolandi

Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Saksóknari dragi sig í hlé

"Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmálið á pólitískum forsendum?

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í júlí síðastliðnum að ef rannsókn Baugsmálsins væri á pólitískum forsendum, eins og forsvarsmenn Baugs hafa haldið fram, þá hljóti dómstólar að henda málinu út.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að leggja málið fram á ný

"Ég bjóst allt eins við þessari niðurstöðu. Það hlyti að koma til skoðunar að ef vísa ætti svo stórum hluta ákærunnar frá dómi kæmi til álita að vísa henni allri frá," segir Einar Þór Sverrisson verjandi Jóhannesar Jónssonar.

Innlent
Fréttamynd

Öllum ákæruliðum vísað frá

Öllum ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu svokallaða var vísað frá fyrir Héraðsdómi í morgun. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Hann sagði þetta ekki vera áfall fyrir stofnunina.

Innlent
Fréttamynd

Öllu Baugsmálinu vísað frá dómi

<font face="Helv"></font> Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum.  Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmálinu gerð skil erlendis

Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi.

Innlent
Fréttamynd

Áfellisdómur segir lagaprófessor

Lagaprófessor við Háskóla Íslands telur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur áfellisdóm yfir embætti ríkislögreglustjóra. Þá telur varaformaður allsherjarnefndar, Jónína Bjartmarz, rétt að kanna hvort eðlilegt sé að bæði meðferð rannsóknar og ákæruvald fari fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmál: Kom ekki á óvart

Öllum ákærum í Baugsmálinu var vísað frá í heild sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var að vonum ánægður eins og aðrir verjendur í málinu. Hann sagði þetta ekki alveg hafa komið á óvart eftir það sem á undan hafi gengið.

Innlent
Fréttamynd

Frávísun vekur athygli erlendis

Ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa ákærum í Baugsmálinu frá vakti athygli ýmissa erlendra fjölmiðla í gær, þar á meðal fréttastofanna Associated Press, Reuters og Bloomberg.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um niðurstöðu Héraðsdóms í Baugsmálinu. Þetta tilkynnti starfsmaður dómsmálaráðuneytisins fréttastofunni þegar hún reyndi að ná tali af ráðherra í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur getur ógilt úrskurðinn

Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt?

Innlent