Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Auðvitað er Ísland ekki best í heimi!

„Ég trúi því varla ennþá hvurslags lán það var þegar fyrrverandi sjónvarpsstjóri var einhvern tímann á hlaupum inn á fund og henti þessari setningu í fangið á mér: „Hvar er best að búa?“. Ég held að hún hafi verið að pæla í þáttaröð um það í hvaða sveitarfélagi á Íslandi er best að búa, en einhvern veginn möndlaðist það þannig í höndunum á mér að þetta varð mun skemmtilegra djobb“

Lífið
Fréttamynd

Þorvaldur Davíð tók við viðurkenningu í Berlín

Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók í gær við viðurkenningu á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Leikarinn er einn af tíu sem valinn var í Shooting Stars hópinn í ár. Samtökin European Film Promotion (EFP) velja á hverju ári tíu unga og efnilega leikara og leikkonur í hópinn.

Lífið
Fréttamynd

Verður jarðaður við hlið föður síns

„Það var hans heitasta ósk að vera lagður til hvílu hér á Íslandi,“ segir Elva Hrönn Guðbjartsdóttir, en hálfbróðir hennar, Sigurður Bragason, er látinn eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Vísir ræddi við Elvu þann 9.febrúar síðastliðinn, en Sigurður lá þá banaleguna á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri

Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl.

Lífið
Fréttamynd

Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl

Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tala látinna komin í 45 þúsund

Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi.

Erlent
Fréttamynd

Erfitt að fara heim frá ham­fara­svæðinu í Tyrk­landi

Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. 

Innlent
Fréttamynd

Sara stefndi beint í steininn vegna vafa­samra vinnu­bragða lög­reglu

Íslensk kona á fertugsaldri andar léttar eftir að hafa komist hjá fangelsisvist og háum fjársektum eftir að hafa sætt ákæru fyrir að hafa orðið valdur að dauða karlmanns á sjötugsaldri í Michigan í Bandaríkjunum. Frændi hennar spilaði lykilhlutverk í að koma upp um vafasöm vinnubrögð lögreglu og bjarga frænku sinni frá fangelsisvist.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenski hópurinn í Tyrk­landi: „Þetta er mjög slæmt á­stand“

Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt.

Erlent
Fréttamynd

Gat ekki snúið til baka: „Ég var löngu búin með kvótann á sálinni“

Aníta Briem var aðeins 16 ára gömul þegar hún lagði út í hinn stóra heim til þess að gerast leikkona. Hún bjó lengst af í Los Angeles þar sem gylliboð voru á hverju strái. Þegar hún kom hingað til lands til þess að taka upp sjónvarpsþætti fyrir nokkrum árum síðan, fann hún hvernig Íslendingurinn innra með henni öskraði á hana.

Lífið
Fréttamynd

Íslenskir veitingamenn gera það gott á Tenerife

Íslenskir veitingamenn hafa meira en nóg að gera á Tenerife við að þjóna ferðamönnum og heimamönnum. Íslendingum finnst líka frábært að geta farið á íslenska veitingastaði þó kjötsúpa sé ekki í boði.

Innlent
Fréttamynd

„Hann mun deyja hér á næstu dögum“

Sigurður Bragason er nú í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar. Sigurður er einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar aðfaranótt þriðjudags.

Innlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­mála­nefnd ekki rætt mál Gylfa sér­stak­lega

Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því.

Innlent
Fréttamynd

Sam­staða borgar­búa sé ó­trú­leg

Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 

Erlent
Fréttamynd

Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum

Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið.

Innlent
Fréttamynd

Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona

„Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið

Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 

Sport
Fréttamynd

Björk seldi í­búðina í Brook­lyn fyrir 768 milljónir

Söngkonan Björk er búin að selja þakíbúðina sína í Brooklyn í New York en hún setti hana fyrst á sölu í september árið 2018. Björk vildi upphaflega fá 9 milljónir dollara, sem samsvaraði um milljarði í íslenskum krónum á þeim tíma, fyrir íbúðina.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta breytir al­gjör­lega sýn manns á lífið“

Hinn fjölhæfi Rúrik Gíslason ber marga hatta. Síðustu fjögur ár hefur hann gegnt hlutverki velgjörðaherra SOS Barnaþorpa. Hann segir starfið hafa gjörbreytt sýn sinni á lífið og nýtir hann hvert tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í þágu samtakanna.

Lífið