Lög og regla Listamenn fá bætur vegna skemmda á verkum Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málum sem listamennirnir Rúrí og Bjarni Sigurbjörnsson höfðuðu á hendur ríkinu vegna skemmda sem urðu á listaverkum þeirra sem sett voru upp á Þingvöllum árið 2000 í tengslum við Kristnihátíð. Innlent 1.12.2005 22:34 Tvö og hálft ár fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni Karlmaður var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í dag fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni á heimili sínu í Reykjavík fyrir rúmu ári. Réttturinn þyngdi dóm héraðsdóms um hálft ár. Innlent 1.12.2005 22:16 Hæstiréttur sýknaði fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood Hæstiréttur sýknaði í dag fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood af kröfum fyrirtækisins. Mennirnir hættu hjá fyrirtækinu, lögbann var sett á þá, en þeir segjast ekki hafa byrjað hjá keppinautnum, fyrr en lögbanninu lauk. Innlent 1.12.2005 19:33 Sakfelldur fyrir skilorðsrof og dæmdur í ársfangelsi Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir að hafa með fíkniefnabroti rofið skilorð. Rétturinn þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um átta mánuði og staðfesti jafnframt upptöku á amfetamíni og e-pillum sem fundust á manninum á dansleik á Akureyri í fyrra. Innlent 1.12.2005 17:25 Moldóvi dæmdur í farbann Hæstiréttur hefur dæmt Moldóva í farbann til 7. desember næst komandi. Maðurinn var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu 15. nóvember eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hingað frá Færeyjum á fölsuðu grísku vegabréfi. Innlent 30.11.2005 16:42 Reyndu að smygla hálfu tonni kjöts Fjórtán skipverjar á tveimur íslenskum fiskiskipum sem voru að koma frá Færeyjum hafa viðurkennt að eiga rúmlega hálft tonn af fugla-, nauta- og svínakjöti sem lögregla og tollverðir fundu við komu skipanna til Eskifjarðar. Innlent 30.11.2005 14:35 Handteknir fyrir veggjakrot Tveir sautján ára drengir voru handteknir við veggjakrot við Miklubraut í nótt. Lögreglan hefur reynt að hafa hendur í hári þeirra um nokkurt skeið en myndfletir þeirra eru meðal annars bílar og umferðarskilti. Innlent 29.11.2005 20:24 Slösuð rjúpnaskytta í aðgerð á Landspítala Rjúpnaveiðimaðurinn sem slasaðist á hendi þegar hann fékk voðaskot í höndina í Svínadal ofan við Reyðarfjörð er kominn á Landspítalann þar sem hann gegnst brátt undir aðgerð. Innlent 29.11.2005 18:30 Contalgin hið íslenska heróín Yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík segir að kalla megi morfínlyfið Contalgin hið íslenska heróín - svo vinsælt er það orðið á fíkniefnamarkaðnum. Hann segir að fréttaskýring Kompáss í gær hafi ekki síst fært lögreglunni heim sanninn um að nauðsynlegt sé að huga betur að baráttunni gegn læknadópinu en áður. Innlent 28.11.2005 20:57 Ölvaður ökumaður bakkaði á lögreglubíl Einn ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur grunaður um ölvunarakstur. Ekki þurfti að stöðva þann ökumann eða há við hann eltingarleik þar sem hann bakkaði í ógáti á lögreglubílinn. Við nánari athugun reyndist hann ölvaður. Innlent 26.11.2005 10:07 Sluppu með skrekkinn Mildi þykir að engan skyldi saka þegar bíll keyrði út af og valt ofaní vatnsfylltan skurð í Gaulverjabæjarhreppi í nótt. Innlent 25.11.2005 23:11 Hannes verst bótakröfu Jóns Ólafssonar Hannes Hólmsteinn Gissurarson segist aldrei hafa kallað Jón Ólafsson dópsala eða skattsvikara. Hann hafi aðeins bent á að aðrir hafi gert það og þess vegna eigi ekki að dæma sig fyrir meiðyrði. Innlent 25.11.2005 23:42 Ósáttir við breytingar á umdæmum Akurnesingar eru ósáttir við hugmyndir um að færa lögregluembætti bæjarins undir lögregluna í Borgarnesi. Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri segist segist afar undrandi á hugmyndunum, lögreglan á Akranesi sé sú fjölmennasta á Vesturlandi og sú eina með sólarhringsvakt. Hann óttast að þjónusta lögreglunnar skerðist verði af breytingunni. Innlent 25.11.2005 15:55 Sýslumenn fluttir til í embætti Sýslumennirnir í Búðardal og á Hólmavík verða fluttir til í embætti um áramót samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Búðardal, verður flutt í embætti sýslumannsins í Vík og Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður á Hólmavík, fer í embætti sýslumannsins í Búðardal. Innlent 24.11.2005 13:17 Níu milljónir bak við lás og slá Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá. Erlent 24.11.2005 10:29 Vilja ekki að lögreglan heyri undir Borgarnes Verkalýðsfélag Akranes leggst gegn hugmyndum um að draga úr vægi lögreglunnar á Akranesi en samkvæmt áformum í dómsmálaráðuneytinu á að fella embættið undir lögregluna í Borgarnesi. Innlent 24.11.2005 06:48 Slasaðist þegar bíll valt í Þrengslunum Ökumaður slasaðist þegar bíll hans valt á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar í gærkvöldi. Hann var fluttur á Slysadeild Landsspítalans, en er ekki í lífshættu. Hann var einn í bílnum og er ekki vitað um tildrög slyssins. Innlent 24.11.2005 07:02 Annar drengjanna sem brenndust enn á gjörgæslu Annar drengjanna sem brenndust illa þegar þeir voru að fikta með eldfiman vökva í Grafarvogi á sunndagskvöld er enn á gjörgæsludeild Landspítalans og óvíst hvenær hann losnar þaðan. Honum er haldið sofandi í öndunarvél en hann brann á um 30 prósentum líkamans. Innlent 23.11.2005 14:37 Ekið á unglinsstúlku við Suðurlandsbraut Ekið var á unglingsstúlku þar sem hún var á gangi við Suðurlandsbraut á tíunda tímanum í morgun. Ekki er ljóst hver aðdragandi slyssins varð en stúlkan slapp vel að sögn lögreglu. Hún var þó flutt með sjúkrabíl á slysadeild en meiðsli hennar reyndust minni háttar. Innlent 23.11.2005 12:35 Fangar pakka inn jólakortum Fangar í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Fangelsinu á Akureyri eru nú teknir til við hjálparstarf í þágu munaðarlausra barna í Úganda, Indlandi, Pakistan og á Filippseyjum. Innlent 23.11.2005 06:55 Ríkissaksóknari áfrýjar dómi yfir Ramsey Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey til Hæstaréttar og krefst þyngri refsingar. Ramsey var í síðasta mánuði dæmdur í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna, fyrir að slá danskan hermann í höfuðið með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Innlent 23.11.2005 07:01 Velti bíl sínum á Miklubraut Ökumaður fólksbíls slapp furðu vel þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á Miklubraut í Reykjavík um tólfleitið með þeim afleiðingum að bifreiðin valt á hliðina. Ökumanninum var mjög brugðið en virtist ekki alvarlega slasaður, í það minnsta gekk hann frá bifreið sinni. Þaðan var hann fluttur á slysadeild til athugunar. Innlent 22.11.2005 12:41 Tvö óhöpp í fljúgandi hálku Það er gríðarleg hálka í Borgarfirðinum sögðu lögreglumenn á vakt. Þeir hafa verið kallaðir út vegna tveggja umferðaróhappa í nágrenni bæjarins síðustu tæpu tvo klukkutímana en engin slys hafa orðið á fólki. Innlent 21.11.2005 11:59 Rannsókn lögreglunnar lokið Rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintu ólöglegu samráði olíufélaganna er lokið. Meira um málið í fréttum NFS klukkan tólf. Innlent 21.11.2005 11:39 Bíll út í Norðurá í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar og köfunarmenn voru fyrr í dag kölluð út vegna bíls sem lent hafði ofan í Norðurá í Borgarfirði. Beiðni um hjálp var hins vegar afturkölluð en læknir, sjúkrabíll og lögregla munu vera komin á vettvang. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu margir voru í bílnum og hvert ástand þeirra er. Innlent 20.11.2005 15:23 Réðst á lögreglumenn í miðborginni Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í nótt, annar fyrir ölvunarakstur en hinn fyrir ólæti. Sá síðarnefndi, sem var ölvaður, hafði þá ráðist á dyraverði skemmtistaðar í miðborginni. Þegar lögreglumenn hugðust róa hann og keyra hann heim réðst hann á þá og var hann því færður í fangageymslur þar sem hann var látinn sofa úr sér ölvímuna. Innlent 20.11.2005 10:05 Tveir harðir árekstrar í borginni í gær Harður árekstur varð á mótum Kleppsvegar og Súðarvogar í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöld. Engin slys urður á fólki en ung stúlka í öðrum bílnum var flutt á sjúkrahús í losti. Þá varð harður árekstur í Kópavogi á Hafnarfjarðarvegi til móts við Kársnesbraut í gærkvöld. Innlent 20.11.2005 10:00 Árásarmaður af skemmtistað gaf sig fram Maðurinn sem réðst á annan mann og skar hann illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt gaf sig fram við lögreglu um hádegisbil í dag. Maðurinn braut glas og lagði til fórnalambsins sem fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. Innlent 19.11.2005 16:17 Handtekinn vegna fíkniefnasölu Lögreglan í Keflavík handtók í gærkvöld mann sem grunaður var um sölu fíkniefna. Við húsleit á heimili hans fundust um 170 grömm af hassi og þá fundust 3 grömm af sams konar fíkniefnum í bifreið mannsins. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað að selja þessi fíkniefni. Málið telst upplýst og var maðurinn frjáls ferða sinna að yfirheyrslu lokinni. Innlent 19.11.2005 14:54 Eldur í gardínum út frá sprittkerti Lögregla og slökkvilið voru kölluð að húsi á Seltjarnarnesi í gærkvöld en þar hafði kviknað í gardínum út frá sprittkerti. Betur fór en á horfðist og höfðu íbúar í húsinu að mestu náð að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eins og gefur að skilja eyðilögðust gardínurnar og þá skemmdust gluggakarmarnir eitthvað auk þess sem nokkurt sót var í íbúðinni. Innlent 19.11.2005 10:36 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 120 ›
Listamenn fá bætur vegna skemmda á verkum Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málum sem listamennirnir Rúrí og Bjarni Sigurbjörnsson höfðuðu á hendur ríkinu vegna skemmda sem urðu á listaverkum þeirra sem sett voru upp á Þingvöllum árið 2000 í tengslum við Kristnihátíð. Innlent 1.12.2005 22:34
Tvö og hálft ár fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni Karlmaður var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í dag fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni á heimili sínu í Reykjavík fyrir rúmu ári. Réttturinn þyngdi dóm héraðsdóms um hálft ár. Innlent 1.12.2005 22:16
Hæstiréttur sýknaði fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood Hæstiréttur sýknaði í dag fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood af kröfum fyrirtækisins. Mennirnir hættu hjá fyrirtækinu, lögbann var sett á þá, en þeir segjast ekki hafa byrjað hjá keppinautnum, fyrr en lögbanninu lauk. Innlent 1.12.2005 19:33
Sakfelldur fyrir skilorðsrof og dæmdur í ársfangelsi Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir að hafa með fíkniefnabroti rofið skilorð. Rétturinn þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um átta mánuði og staðfesti jafnframt upptöku á amfetamíni og e-pillum sem fundust á manninum á dansleik á Akureyri í fyrra. Innlent 1.12.2005 17:25
Moldóvi dæmdur í farbann Hæstiréttur hefur dæmt Moldóva í farbann til 7. desember næst komandi. Maðurinn var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu 15. nóvember eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hingað frá Færeyjum á fölsuðu grísku vegabréfi. Innlent 30.11.2005 16:42
Reyndu að smygla hálfu tonni kjöts Fjórtán skipverjar á tveimur íslenskum fiskiskipum sem voru að koma frá Færeyjum hafa viðurkennt að eiga rúmlega hálft tonn af fugla-, nauta- og svínakjöti sem lögregla og tollverðir fundu við komu skipanna til Eskifjarðar. Innlent 30.11.2005 14:35
Handteknir fyrir veggjakrot Tveir sautján ára drengir voru handteknir við veggjakrot við Miklubraut í nótt. Lögreglan hefur reynt að hafa hendur í hári þeirra um nokkurt skeið en myndfletir þeirra eru meðal annars bílar og umferðarskilti. Innlent 29.11.2005 20:24
Slösuð rjúpnaskytta í aðgerð á Landspítala Rjúpnaveiðimaðurinn sem slasaðist á hendi þegar hann fékk voðaskot í höndina í Svínadal ofan við Reyðarfjörð er kominn á Landspítalann þar sem hann gegnst brátt undir aðgerð. Innlent 29.11.2005 18:30
Contalgin hið íslenska heróín Yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík segir að kalla megi morfínlyfið Contalgin hið íslenska heróín - svo vinsælt er það orðið á fíkniefnamarkaðnum. Hann segir að fréttaskýring Kompáss í gær hafi ekki síst fært lögreglunni heim sanninn um að nauðsynlegt sé að huga betur að baráttunni gegn læknadópinu en áður. Innlent 28.11.2005 20:57
Ölvaður ökumaður bakkaði á lögreglubíl Einn ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur grunaður um ölvunarakstur. Ekki þurfti að stöðva þann ökumann eða há við hann eltingarleik þar sem hann bakkaði í ógáti á lögreglubílinn. Við nánari athugun reyndist hann ölvaður. Innlent 26.11.2005 10:07
Sluppu með skrekkinn Mildi þykir að engan skyldi saka þegar bíll keyrði út af og valt ofaní vatnsfylltan skurð í Gaulverjabæjarhreppi í nótt. Innlent 25.11.2005 23:11
Hannes verst bótakröfu Jóns Ólafssonar Hannes Hólmsteinn Gissurarson segist aldrei hafa kallað Jón Ólafsson dópsala eða skattsvikara. Hann hafi aðeins bent á að aðrir hafi gert það og þess vegna eigi ekki að dæma sig fyrir meiðyrði. Innlent 25.11.2005 23:42
Ósáttir við breytingar á umdæmum Akurnesingar eru ósáttir við hugmyndir um að færa lögregluembætti bæjarins undir lögregluna í Borgarnesi. Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri segist segist afar undrandi á hugmyndunum, lögreglan á Akranesi sé sú fjölmennasta á Vesturlandi og sú eina með sólarhringsvakt. Hann óttast að þjónusta lögreglunnar skerðist verði af breytingunni. Innlent 25.11.2005 15:55
Sýslumenn fluttir til í embætti Sýslumennirnir í Búðardal og á Hólmavík verða fluttir til í embætti um áramót samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Búðardal, verður flutt í embætti sýslumannsins í Vík og Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður á Hólmavík, fer í embætti sýslumannsins í Búðardal. Innlent 24.11.2005 13:17
Níu milljónir bak við lás og slá Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá. Erlent 24.11.2005 10:29
Vilja ekki að lögreglan heyri undir Borgarnes Verkalýðsfélag Akranes leggst gegn hugmyndum um að draga úr vægi lögreglunnar á Akranesi en samkvæmt áformum í dómsmálaráðuneytinu á að fella embættið undir lögregluna í Borgarnesi. Innlent 24.11.2005 06:48
Slasaðist þegar bíll valt í Þrengslunum Ökumaður slasaðist þegar bíll hans valt á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar í gærkvöldi. Hann var fluttur á Slysadeild Landsspítalans, en er ekki í lífshættu. Hann var einn í bílnum og er ekki vitað um tildrög slyssins. Innlent 24.11.2005 07:02
Annar drengjanna sem brenndust enn á gjörgæslu Annar drengjanna sem brenndust illa þegar þeir voru að fikta með eldfiman vökva í Grafarvogi á sunndagskvöld er enn á gjörgæsludeild Landspítalans og óvíst hvenær hann losnar þaðan. Honum er haldið sofandi í öndunarvél en hann brann á um 30 prósentum líkamans. Innlent 23.11.2005 14:37
Ekið á unglinsstúlku við Suðurlandsbraut Ekið var á unglingsstúlku þar sem hún var á gangi við Suðurlandsbraut á tíunda tímanum í morgun. Ekki er ljóst hver aðdragandi slyssins varð en stúlkan slapp vel að sögn lögreglu. Hún var þó flutt með sjúkrabíl á slysadeild en meiðsli hennar reyndust minni háttar. Innlent 23.11.2005 12:35
Fangar pakka inn jólakortum Fangar í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Fangelsinu á Akureyri eru nú teknir til við hjálparstarf í þágu munaðarlausra barna í Úganda, Indlandi, Pakistan og á Filippseyjum. Innlent 23.11.2005 06:55
Ríkissaksóknari áfrýjar dómi yfir Ramsey Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey til Hæstaréttar og krefst þyngri refsingar. Ramsey var í síðasta mánuði dæmdur í 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna, fyrir að slá danskan hermann í höfuðið með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Innlent 23.11.2005 07:01
Velti bíl sínum á Miklubraut Ökumaður fólksbíls slapp furðu vel þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á Miklubraut í Reykjavík um tólfleitið með þeim afleiðingum að bifreiðin valt á hliðina. Ökumanninum var mjög brugðið en virtist ekki alvarlega slasaður, í það minnsta gekk hann frá bifreið sinni. Þaðan var hann fluttur á slysadeild til athugunar. Innlent 22.11.2005 12:41
Tvö óhöpp í fljúgandi hálku Það er gríðarleg hálka í Borgarfirðinum sögðu lögreglumenn á vakt. Þeir hafa verið kallaðir út vegna tveggja umferðaróhappa í nágrenni bæjarins síðustu tæpu tvo klukkutímana en engin slys hafa orðið á fólki. Innlent 21.11.2005 11:59
Rannsókn lögreglunnar lokið Rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintu ólöglegu samráði olíufélaganna er lokið. Meira um málið í fréttum NFS klukkan tólf. Innlent 21.11.2005 11:39
Bíll út í Norðurá í Borgarfirði Þyrla Landhelgisgæslunnar og köfunarmenn voru fyrr í dag kölluð út vegna bíls sem lent hafði ofan í Norðurá í Borgarfirði. Beiðni um hjálp var hins vegar afturkölluð en læknir, sjúkrabíll og lögregla munu vera komin á vettvang. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu margir voru í bílnum og hvert ástand þeirra er. Innlent 20.11.2005 15:23
Réðst á lögreglumenn í miðborginni Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í nótt, annar fyrir ölvunarakstur en hinn fyrir ólæti. Sá síðarnefndi, sem var ölvaður, hafði þá ráðist á dyraverði skemmtistaðar í miðborginni. Þegar lögreglumenn hugðust róa hann og keyra hann heim réðst hann á þá og var hann því færður í fangageymslur þar sem hann var látinn sofa úr sér ölvímuna. Innlent 20.11.2005 10:05
Tveir harðir árekstrar í borginni í gær Harður árekstur varð á mótum Kleppsvegar og Súðarvogar í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöld. Engin slys urður á fólki en ung stúlka í öðrum bílnum var flutt á sjúkrahús í losti. Þá varð harður árekstur í Kópavogi á Hafnarfjarðarvegi til móts við Kársnesbraut í gærkvöld. Innlent 20.11.2005 10:00
Árásarmaður af skemmtistað gaf sig fram Maðurinn sem réðst á annan mann og skar hann illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt gaf sig fram við lögreglu um hádegisbil í dag. Maðurinn braut glas og lagði til fórnalambsins sem fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. Innlent 19.11.2005 16:17
Handtekinn vegna fíkniefnasölu Lögreglan í Keflavík handtók í gærkvöld mann sem grunaður var um sölu fíkniefna. Við húsleit á heimili hans fundust um 170 grömm af hassi og þá fundust 3 grömm af sams konar fíkniefnum í bifreið mannsins. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað að selja þessi fíkniefni. Málið telst upplýst og var maðurinn frjáls ferða sinna að yfirheyrslu lokinni. Innlent 19.11.2005 14:54
Eldur í gardínum út frá sprittkerti Lögregla og slökkvilið voru kölluð að húsi á Seltjarnarnesi í gærkvöld en þar hafði kviknað í gardínum út frá sprittkerti. Betur fór en á horfðist og höfðu íbúar í húsinu að mestu náð að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eins og gefur að skilja eyðilögðust gardínurnar og þá skemmdust gluggakarmarnir eitthvað auk þess sem nokkurt sót var í íbúðinni. Innlent 19.11.2005 10:36
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent