Lög og regla Tornæmur maður í fangelsi Tvítugur fangi á Litla-Hrauni situr hálfu ári lengur inni þar sem Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms. Fanginn er dæmdur í eitt og hálft ár þrátt fyrir að sálfræðingur telji greind mannsins "á sviði tornæmis" og að hann hafi veruleg frávik í þroska. Innlent 13.10.2005 19:04 Banna kveikjara í flugi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt bann við því að einstaklingar hafi sígarettukveikjara á sér eða í handfarangri í flugi til og frá Bandaríkjunum. Bannið sem gildir um allar tegundir kveikjara tók gildi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugmálatjórn á Keflavíkurflugvelli. Innlent 13.10.2005 19:04 Fundu mikið magn af hassi Lögreglan á Akureyri handtók í gær þrjá menn vegna fíkniefnamáls. Mennirnir voru á leið frá Reykjavík til Akureyrar og fundust um 300 grömm af hassi í fórum þeirra. Þetta er eitt mesta magn af hassi sem lögreglan á Akureyri hefur lagt hald á í einu. Innlent 13.10.2005 19:03 Þaulskipulagt tyggjósjálfsalarán Harla óvenjulegt, en að því er virðist þaulskipulagt rán, var framið í anddyri verslunar í Njarðvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þegar tveir ungir menn undu sér þar inn, slitu fullan tyggjósjálfsala af standinum og hlupu með hann út. Innlent 13.10.2005 19:03 Dæmdur fyrir sama brot Ungur bifhjólamaður, sem lögreglan stöðvaði með því að aka í veg fyrir hann, var í dag sýknaður af því að hafa brotið af sér á þeim tíma. Hann var hins vegar dæmdur fyrir brot fyrr um kvöldið sem annar maður hefur gengist við og gert dómsátt. Innlent 14.4.2005 00:01 Með 300 gr. af hassi á leið norður Þrír menn 19 til 25 ára voru handteknir við Blönduós með 300 grömm af hassi. Þeir gista fangageymslur og hefur lögreglan óskað eftir því að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Innlent 13.10.2005 19:03 Kona slasast á vélsleða Ung kona hlaut opið breinbrot þegar hún féll af snjósleða á Lyngdalsheiði, á milli Þingvalla og Rauðavatns, rétt fyrir níu í kvöld. Innlent 13.10.2005 19:03 Hótaði að stinga stúlkuna á hol Lögreglan í Kópavogi leitar enn tveggja manna, líklega um tvítugt, sem rændu peningum í verslun við Engihjalla síðdegis í gær. Annar þeirra rak skrúfjárn í maga afgreiðslustúlku og hótaði að stinga hana á hol ef hún afhenti honum ekki allt reiðufé, sem hún gerði. Innlent 13.10.2005 19:03 50 sjómönnum greiddar bætur? Ríkið gæti þurft að greiða rúmlega fimmtíu sjómönnum bætur eftir þá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins, með því að hafa bætur af sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum. Innlent 13.10.2005 19:03 Heimskuleg greiðasemi Heimskuleg greiðasemi Sveinbjörns Kristjánssonar, fyrrum aðalféhirðis Símans, varð til þess að ríflega 260 milljónir hurfu af rekstrarreikningum Símans án þess að eftir var tekið, sagði Ásgeir Þór Árnason, verjandi Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, í Hæstarétti í gær. Innlent 13.10.2005 19:03 Þingfesting hjá Lettunum Þingfesting verður í dag í Héraðsdómi Austurlands í máli tveggja lettneskra starfsmanna, sem hafa sinnt fólksflutningum fyrir GT verktaka á Kárahnjúkasvæðinu án tilskilinna leyfa. Innlent 13.10.2005 19:03 Afleiðingar skilorðsdóma engar "Mitt mat er að gera þarf greinarmun á þeim sem brjóta af sér í fyrsta skipti og svo aftur síbrotafólki," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Athygli hefur vakið að talsverður fjöldi síbrotamanna hljóta ítrekað skilorðsbundna dóma en Geir Jón segir það ekki hlutverk lögreglu að gagnrýna dómstólana. Innlent 13.10.2005 19:03 Landssímamálið í Hæstarétti "Heimskuleg greiðasemi" Sveinbjörns Kristjánssonar fyrrum aðalféhirðis Símans varð til þess að ríflega 260 milljónir hurfu úr rekstrareikningum Símans án þess að eftir var tekið. Innlent 13.10.2005 19:03 Peningur hvarf af reikningum Tæplega 600 þúsund krónum var stolið af tveimur debetkortareikningum íslenskra hjóna þegar þau voru á skíðaferðalagi á norður Ítalíu í mars. Innlent 13.10.2005 19:03 Fá greitt fyrir kynlífssýningar Íslenskar stúlkur hafa hagnast á því að senda út myndir af sér við kynferðislegar athafnir á netinu, segir rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík. Þá segir hann barnaníðinga eiga msn - netföng hjá fjölda barna. Þeir séu markvisst á veiðum á netinu, öllum stundum, allan sólarhringinn. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:03 Mafían teygir anga sína hingað Mafíustarfsemi frá Eystrasaltslöndunum teygir anga sína til Íslands. Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að lögreglan hafi séð Litháa hér í brotastarfsemi, dæmi séu um innflutning fíkniefna og eftirlýstur maður bíði framsals. Innlent 13.10.2005 19:03 Málið gegn Arngrími tekið fyrir Mál Norðmannsins Anders Saethers gegn Arngrími Jóhannssyni, eins stofnenda flugfélagsins Atlanta, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Saether segir Arngrím hafa gert bindandi samning um kaup á helmingseignarhluta í fyrirtækinu Scandinavian Historic Flight, en hann hafi svo rofið þann samning einhliða. Innlent 13.10.2005 19:03 Einhliða uppsögn ólögmæt "Þetta sýnir og sannar að við höfðum enn einu sinni rétt fyrir okkur og hefur tvímælalaust fordæmisgildi fyrir aðra," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Innlent 13.10.2005 19:03 Dómstóllinn hafnaði beiðninni Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins um að taka fyrir bótaþátt í dómi Mannréttindadómstólsins í máli íslensks sjómanns gegn ríkinu. Innlent 13.10.2005 19:03 Uppsagnir varnarliðsins ólögmætar Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag að uppsagnir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, á hluta starfstengdra kjara félagsmanna hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands, séu ólögmætar. Innlent 13.10.2005 19:03 Þjófar hlaupnir uppi Lögreglumenn úr Reykjavík hlupu uppi tvo innbrotsþjófa sem höfðu brotist inn í tölvufyrirtæki í Mörkinni um klukkan fjögur í nótt. Lögreglan í Reykjavík er þar með búin að góma sjö innbrotsþjófa í vikunni, ýmist á vettvangi eða á flótta, og gera þýfi upptækt í öllum tilvikum. Innlent 13.10.2005 19:03 Rán í verslun 10-11 í Kópavogi Rán var framið í verslun 10-11 í verslunarmiðstöðinni við Engihjalla í Kópavogi síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:03 Þýfi á uppboð "Öllu þýfi sem við gerum upptækt við rannsókn mála er skilað til eigenda sinna en fer annars á hið árlega uppboð," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Árlega nær lögregla til baka miklu af þýfi misyndismanna en það skilar sér ekki alltaf aftur til eigenda sinna. Innlent 13.10.2005 19:03 Líklegt að breyta þurfi lögum Líklegt er að breyta þurfi lögum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið ákvæði um friðhelgi eignarréttarins. Innlent 13.10.2005 19:03 Fann hassmola á víðavangi Komið er í ljós að torkennilegur moli, sem átta ára drengur í Keflavík fann á víðavangi í fyrradag, er hass. Molinn var vafinn í umbúðafilmu og fannst móður drengsins hann eitthvað torkennilegur og fór með hann til lögreglu. Hann reyndist tæp fimm grömm að þyngd. Innlent 13.10.2005 19:02 Landssímamálið aftur í dóm Hæstiréttur tekur Landssímamálið fyrir í dag. Ríkissaksóknari sagði fyrir héraðsdómi að vörn þeirra Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar í Landssímamálinu væri ótrúverðug. Þeir byggðu upp viðskiptaveldi á viðskiptaþekkingu sinni úr Verzlunarskólanum og undruðust ekki er fé streymdi úr sjóðum Símans án allra ábyrgða og undirskrifta.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:03 Valgerður áfrýjar dómnum Valgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hyggst áfrýja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur en í fyrradag féll dómur henni í óhag í skaðabótamáli hennar gegn ríkinu. Innlent 13.10.2005 19:02 Óvenju gróf líkamsárás Þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrrdag mál á hendur manni sem sakaður er um að hafa valdið öðrum manni miklu líkamstjóni á veitingastaðnum Kaffi Austurstræti með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut fjölmarga djúpa skurði á andlit og háls. Innlent 13.10.2005 19:02 Dæmdur fyrir dópsmygl í Danmörku Íslendingur á fertugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Danmörku fyrir stórfellt fíkinefnasmygl. Til stóð að flytja fíkniefnin til Íslands. Innlent 13.10.2005 19:03 Á batavegi eftir sjóslys Sjómaðurinn, sem slasaðist um borð í Snorra Sturlusyni aðfaranótt sunnudags og var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu varnarliðsins, er á batavegi. Hann útskrifaðist af gjörgæsludeild í morgun og er nú á almennri skurðdeild. Búast má við að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. Innlent 13.10.2005 19:03 « ‹ 74 75 76 77 78 79 80 81 82 … 120 ›
Tornæmur maður í fangelsi Tvítugur fangi á Litla-Hrauni situr hálfu ári lengur inni þar sem Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms. Fanginn er dæmdur í eitt og hálft ár þrátt fyrir að sálfræðingur telji greind mannsins "á sviði tornæmis" og að hann hafi veruleg frávik í þroska. Innlent 13.10.2005 19:04
Banna kveikjara í flugi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt bann við því að einstaklingar hafi sígarettukveikjara á sér eða í handfarangri í flugi til og frá Bandaríkjunum. Bannið sem gildir um allar tegundir kveikjara tók gildi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugmálatjórn á Keflavíkurflugvelli. Innlent 13.10.2005 19:04
Fundu mikið magn af hassi Lögreglan á Akureyri handtók í gær þrjá menn vegna fíkniefnamáls. Mennirnir voru á leið frá Reykjavík til Akureyrar og fundust um 300 grömm af hassi í fórum þeirra. Þetta er eitt mesta magn af hassi sem lögreglan á Akureyri hefur lagt hald á í einu. Innlent 13.10.2005 19:03
Þaulskipulagt tyggjósjálfsalarán Harla óvenjulegt, en að því er virðist þaulskipulagt rán, var framið í anddyri verslunar í Njarðvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þegar tveir ungir menn undu sér þar inn, slitu fullan tyggjósjálfsala af standinum og hlupu með hann út. Innlent 13.10.2005 19:03
Dæmdur fyrir sama brot Ungur bifhjólamaður, sem lögreglan stöðvaði með því að aka í veg fyrir hann, var í dag sýknaður af því að hafa brotið af sér á þeim tíma. Hann var hins vegar dæmdur fyrir brot fyrr um kvöldið sem annar maður hefur gengist við og gert dómsátt. Innlent 14.4.2005 00:01
Með 300 gr. af hassi á leið norður Þrír menn 19 til 25 ára voru handteknir við Blönduós með 300 grömm af hassi. Þeir gista fangageymslur og hefur lögreglan óskað eftir því að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Innlent 13.10.2005 19:03
Kona slasast á vélsleða Ung kona hlaut opið breinbrot þegar hún féll af snjósleða á Lyngdalsheiði, á milli Þingvalla og Rauðavatns, rétt fyrir níu í kvöld. Innlent 13.10.2005 19:03
Hótaði að stinga stúlkuna á hol Lögreglan í Kópavogi leitar enn tveggja manna, líklega um tvítugt, sem rændu peningum í verslun við Engihjalla síðdegis í gær. Annar þeirra rak skrúfjárn í maga afgreiðslustúlku og hótaði að stinga hana á hol ef hún afhenti honum ekki allt reiðufé, sem hún gerði. Innlent 13.10.2005 19:03
50 sjómönnum greiddar bætur? Ríkið gæti þurft að greiða rúmlega fimmtíu sjómönnum bætur eftir þá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins, með því að hafa bætur af sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum. Innlent 13.10.2005 19:03
Heimskuleg greiðasemi Heimskuleg greiðasemi Sveinbjörns Kristjánssonar, fyrrum aðalféhirðis Símans, varð til þess að ríflega 260 milljónir hurfu af rekstrarreikningum Símans án þess að eftir var tekið, sagði Ásgeir Þór Árnason, verjandi Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, í Hæstarétti í gær. Innlent 13.10.2005 19:03
Þingfesting hjá Lettunum Þingfesting verður í dag í Héraðsdómi Austurlands í máli tveggja lettneskra starfsmanna, sem hafa sinnt fólksflutningum fyrir GT verktaka á Kárahnjúkasvæðinu án tilskilinna leyfa. Innlent 13.10.2005 19:03
Afleiðingar skilorðsdóma engar "Mitt mat er að gera þarf greinarmun á þeim sem brjóta af sér í fyrsta skipti og svo aftur síbrotafólki," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Athygli hefur vakið að talsverður fjöldi síbrotamanna hljóta ítrekað skilorðsbundna dóma en Geir Jón segir það ekki hlutverk lögreglu að gagnrýna dómstólana. Innlent 13.10.2005 19:03
Landssímamálið í Hæstarétti "Heimskuleg greiðasemi" Sveinbjörns Kristjánssonar fyrrum aðalféhirðis Símans varð til þess að ríflega 260 milljónir hurfu úr rekstrareikningum Símans án þess að eftir var tekið. Innlent 13.10.2005 19:03
Peningur hvarf af reikningum Tæplega 600 þúsund krónum var stolið af tveimur debetkortareikningum íslenskra hjóna þegar þau voru á skíðaferðalagi á norður Ítalíu í mars. Innlent 13.10.2005 19:03
Fá greitt fyrir kynlífssýningar Íslenskar stúlkur hafa hagnast á því að senda út myndir af sér við kynferðislegar athafnir á netinu, segir rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík. Þá segir hann barnaníðinga eiga msn - netföng hjá fjölda barna. Þeir séu markvisst á veiðum á netinu, öllum stundum, allan sólarhringinn. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:03
Mafían teygir anga sína hingað Mafíustarfsemi frá Eystrasaltslöndunum teygir anga sína til Íslands. Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að lögreglan hafi séð Litháa hér í brotastarfsemi, dæmi séu um innflutning fíkniefna og eftirlýstur maður bíði framsals. Innlent 13.10.2005 19:03
Málið gegn Arngrími tekið fyrir Mál Norðmannsins Anders Saethers gegn Arngrími Jóhannssyni, eins stofnenda flugfélagsins Atlanta, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Saether segir Arngrím hafa gert bindandi samning um kaup á helmingseignarhluta í fyrirtækinu Scandinavian Historic Flight, en hann hafi svo rofið þann samning einhliða. Innlent 13.10.2005 19:03
Einhliða uppsögn ólögmæt "Þetta sýnir og sannar að við höfðum enn einu sinni rétt fyrir okkur og hefur tvímælalaust fordæmisgildi fyrir aðra," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Innlent 13.10.2005 19:03
Dómstóllinn hafnaði beiðninni Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins um að taka fyrir bótaþátt í dómi Mannréttindadómstólsins í máli íslensks sjómanns gegn ríkinu. Innlent 13.10.2005 19:03
Uppsagnir varnarliðsins ólögmætar Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag að uppsagnir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, á hluta starfstengdra kjara félagsmanna hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands, séu ólögmætar. Innlent 13.10.2005 19:03
Þjófar hlaupnir uppi Lögreglumenn úr Reykjavík hlupu uppi tvo innbrotsþjófa sem höfðu brotist inn í tölvufyrirtæki í Mörkinni um klukkan fjögur í nótt. Lögreglan í Reykjavík er þar með búin að góma sjö innbrotsþjófa í vikunni, ýmist á vettvangi eða á flótta, og gera þýfi upptækt í öllum tilvikum. Innlent 13.10.2005 19:03
Rán í verslun 10-11 í Kópavogi Rán var framið í verslun 10-11 í verslunarmiðstöðinni við Engihjalla í Kópavogi síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:03
Þýfi á uppboð "Öllu þýfi sem við gerum upptækt við rannsókn mála er skilað til eigenda sinna en fer annars á hið árlega uppboð," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Árlega nær lögregla til baka miklu af þýfi misyndismanna en það skilar sér ekki alltaf aftur til eigenda sinna. Innlent 13.10.2005 19:03
Líklegt að breyta þurfi lögum Líklegt er að breyta þurfi lögum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið ákvæði um friðhelgi eignarréttarins. Innlent 13.10.2005 19:03
Fann hassmola á víðavangi Komið er í ljós að torkennilegur moli, sem átta ára drengur í Keflavík fann á víðavangi í fyrradag, er hass. Molinn var vafinn í umbúðafilmu og fannst móður drengsins hann eitthvað torkennilegur og fór með hann til lögreglu. Hann reyndist tæp fimm grömm að þyngd. Innlent 13.10.2005 19:02
Landssímamálið aftur í dóm Hæstiréttur tekur Landssímamálið fyrir í dag. Ríkissaksóknari sagði fyrir héraðsdómi að vörn þeirra Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar í Landssímamálinu væri ótrúverðug. Þeir byggðu upp viðskiptaveldi á viðskiptaþekkingu sinni úr Verzlunarskólanum og undruðust ekki er fé streymdi úr sjóðum Símans án allra ábyrgða og undirskrifta.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:03
Valgerður áfrýjar dómnum Valgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hyggst áfrýja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur en í fyrradag féll dómur henni í óhag í skaðabótamáli hennar gegn ríkinu. Innlent 13.10.2005 19:02
Óvenju gróf líkamsárás Þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrrdag mál á hendur manni sem sakaður er um að hafa valdið öðrum manni miklu líkamstjóni á veitingastaðnum Kaffi Austurstræti með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut fjölmarga djúpa skurði á andlit og háls. Innlent 13.10.2005 19:02
Dæmdur fyrir dópsmygl í Danmörku Íslendingur á fertugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Danmörku fyrir stórfellt fíkinefnasmygl. Til stóð að flytja fíkniefnin til Íslands. Innlent 13.10.2005 19:03
Á batavegi eftir sjóslys Sjómaðurinn, sem slasaðist um borð í Snorra Sturlusyni aðfaranótt sunnudags og var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu varnarliðsins, er á batavegi. Hann útskrifaðist af gjörgæsludeild í morgun og er nú á almennri skurðdeild. Búast má við að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. Innlent 13.10.2005 19:03