Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjöldi fólks sótti bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem var stunginn til bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Skipuleggjandi bænastundarinnar lýsti því í dag að fregnir af andláti mannsins hafi verið pólska samfélaginu á Íslandi mikið áfall. Við ræðum við Íslending af pólskum uppruna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karlmaður á þrítugsaldri var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Fjórir voru handteknir í tengslum við árásina og allir sagðir á menntaskólaaldri. Við ræðum við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, í beinni í kvöldfréttum. Innlent 21.4.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Utanríkisráðherra segir Ísland ekki í meiri hættu en ella vegna njósna rússneskra skipa, þó fregnir af slíku séu ógnvænlegar. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur lítið hafa breyst annað en að almenningur hafi meiri upplýsingar en áður um mál af þessum toga. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 20.4.2023 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum og engar aðrar lausnir eru í sjónmáli, að sögn forstjóra Umhverfisstofnunar. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. Urðun riðufjár í Miðfirði hefur orðið að miklu hitamáli meðal sveitunga. Innlent 19.4.2023 18:23 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hafist var handa við að skera fé af bænum Urriðaá í Miðfirði í morgun en leit stendur yfir að stað til þess að urða hræin. Bændur í sveitinni lýsa stöðunni sem áfalli og segja alla vera með kökk í hálsinum. Innlent 18.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum. Hún kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Félagslegar hamfarir eru í uppsiglingu að mati formanns Leigjendasamtakanna en hann segir líklegra fyrir suma að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði. Samkvæmt nýrri úttekt samtakanna vill aðeins einn af hverjum tíu vera á leigumarkaði og fjárfestar sópa til sín húsnæði með tilheyrandi afleiðingum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 16.4.2023 18:17 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samfélagið er slegið í Húnaþingi vestra eftir að riða kom upp á tveimur bæjum. Sveitastjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 15.4.2023 18:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot og er laus allra mála. Lögreglan í Manchester staðfesti þetta við fréttastofu fyrr í dag en Gylfi var handtekinn fyrir tæpum tveimur árum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við formann leikmannasamtaka Íslands í beinni. Innlent 14.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisyfirvöld skoða hvort tilefni sé til að leyfa fullorðnum hér á landi að fá lyf við sjúkdóminum SMA í kjölfar ákvörðunar Norðmanna þess efnis. Hópur sjúklinga hefur átt langri baráttu við kerfið vegna málsins. Við ræðum við heilbrigðisráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslenskur karlmaður var í morgun handtekinn auk fjölda annarra af brasilísku lögreglunni vegna rannsóknar á umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra útilokar ekki að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við málið. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 12.4.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem fær ekki lyf við taugahrörnunarsjúkdóminum SMA sökum aldurs segir stefnu íslenskra yfirvalda óskiljanlega. Ákvörðun Norðmanna um að heimila lyfjagjöf til fullorðna hljóti að vera fordæmisgefandi. Það eitt að geta stöðvað sjúkdóminn, þótt hún fengi enga færni til baka, væri guðsgjöf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.4.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna fólki í starfi. Innlent 10.4.2023 18:15 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum hefur hækkað umfram almennt verðlag og stendur nú í hæstu hæðum. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð á mjólk nú um mánaðarmótin. Innlent 9.4.2023 18:06 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Komum sem leita í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022. Þetta kemur fram í komandi ársskýrslu athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni. Innlent 8.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Icelandair hyggst skipta úr Boeing yfir í Airbus-flugvélar á næstu árum. Um er að ræða tímamót í íslenskri flugsögu. Allt frá því Flugélag Íslands fékk fyrstu Boeing þotuna til landsins árið 1967 hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. Innlent 7.4.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru ennþá óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðanna í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarf þess séu mikil vonbrigði. Innlent 6.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 5.4.2023 17:58 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. Innlent 4.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýkingum hefur fjölgað mikið hjá notendum neyslurýmisins Ylju síðan úrræðinu var lokað fyrir tæpum mánuði. Hluti hópsins hefur ekki skilað sér í lifrarbólgumeðferðir. Ein þeirra sem sótti oft þjónustu Ylju segir málið grafalvarlegt. Hún hafi miklar áhyggjur af vinum sínum og sérstaklega körlunum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.4.2023 18:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Hopp tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggðist hefja innreið á markaðinn og að fyrstu Hopp leigubílarnir hefji keyrslu síðar í vor. Við skoðum málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.4.2023 18:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Hopp, sem stefnir nú á samkeppni á leigubílamarkaði, vonast eftir enn frekari rýmkun á leigubílalöggjöf. Ekkert komi í veg fyrir að Uber hasli sér völl hér á landi. Við fáum að kíkja á nýju leigubílana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.4.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hátt í eitt hundrað misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag og starfsmenn eru í áfalli. Við fáum Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem hefur málefni fjölmiðla á sínu borði, til að fara yfir stöðu fjölmiðla á Íslandi í beinni. Innlent 31.3.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikil hætta er enn á snjóflóðum og krapaflóðum á Austfjörðum og hefur verið gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Við fjöllum um stöðuna í fréttatímanum okkar kl. 18:30. Innlent 30.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. Við fjöllum um nýkynnta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 29.3.2023 18:04 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegurinn um Fagradal sem tengir helstu byggðarlög Austfjarða við Egilstaði opnaði síðdegis í dag eftir tæpa sólarhringslokun. Hvorki viðbragðsaðilar né aðrir höfðu komist um veginn, sem liggur meðal annars í Neskaupstað, vegna snjóflóðahættu. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu og ræðum meðal annars við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Innlent 28.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. Við fjöllum um málið. Innlent 26.3.2023 17:57 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vinnueftirlitið mun setja sig í samband við verktakafyrirtækið sem byggir húsið í Garðabæ þar sem sprenging varð í gær. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir mikilvægt að sýna aðgát þegar unnið er með hættuleg efni. Innlent 25.3.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út síðdegis vegna elds sem kviknaði í þaki nýbyggingar í Garðabæ. Talið er að um hafi verið að ræða sprengingar í gaskútum en engin slys urðu á fólki. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við varðstjóra í beinni útsendingu. Innlent 24.3.2023 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna úti í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. Innlent 23.3.2023 18:01 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 63 ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjöldi fólks sótti bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem var stunginn til bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Skipuleggjandi bænastundarinnar lýsti því í dag að fregnir af andláti mannsins hafi verið pólska samfélaginu á Íslandi mikið áfall. Við ræðum við Íslending af pólskum uppruna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karlmaður á þrítugsaldri var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Fjórir voru handteknir í tengslum við árásina og allir sagðir á menntaskólaaldri. Við ræðum við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, í beinni í kvöldfréttum. Innlent 21.4.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Utanríkisráðherra segir Ísland ekki í meiri hættu en ella vegna njósna rússneskra skipa, þó fregnir af slíku séu ógnvænlegar. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur lítið hafa breyst annað en að almenningur hafi meiri upplýsingar en áður um mál af þessum toga. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 20.4.2023 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum og engar aðrar lausnir eru í sjónmáli, að sögn forstjóra Umhverfisstofnunar. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. Urðun riðufjár í Miðfirði hefur orðið að miklu hitamáli meðal sveitunga. Innlent 19.4.2023 18:23
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hafist var handa við að skera fé af bænum Urriðaá í Miðfirði í morgun en leit stendur yfir að stað til þess að urða hræin. Bændur í sveitinni lýsa stöðunni sem áfalli og segja alla vera með kökk í hálsinum. Innlent 18.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum. Hún kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Félagslegar hamfarir eru í uppsiglingu að mati formanns Leigjendasamtakanna en hann segir líklegra fyrir suma að læknast af ebólu en að komast af leigumarkaði. Samkvæmt nýrri úttekt samtakanna vill aðeins einn af hverjum tíu vera á leigumarkaði og fjárfestar sópa til sín húsnæði með tilheyrandi afleiðingum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 16.4.2023 18:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samfélagið er slegið í Húnaþingi vestra eftir að riða kom upp á tveimur bæjum. Sveitastjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 15.4.2023 18:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot og er laus allra mála. Lögreglan í Manchester staðfesti þetta við fréttastofu fyrr í dag en Gylfi var handtekinn fyrir tæpum tveimur árum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við formann leikmannasamtaka Íslands í beinni. Innlent 14.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisyfirvöld skoða hvort tilefni sé til að leyfa fullorðnum hér á landi að fá lyf við sjúkdóminum SMA í kjölfar ákvörðunar Norðmanna þess efnis. Hópur sjúklinga hefur átt langri baráttu við kerfið vegna málsins. Við ræðum við heilbrigðisráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslenskur karlmaður var í morgun handtekinn auk fjölda annarra af brasilísku lögreglunni vegna rannsóknar á umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra útilokar ekki að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við málið. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 12.4.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem fær ekki lyf við taugahrörnunarsjúkdóminum SMA sökum aldurs segir stefnu íslenskra yfirvalda óskiljanlega. Ákvörðun Norðmanna um að heimila lyfjagjöf til fullorðna hljóti að vera fordæmisgefandi. Það eitt að geta stöðvað sjúkdóminn, þótt hún fengi enga færni til baka, væri guðsgjöf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.4.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna fólki í starfi. Innlent 10.4.2023 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum hefur hækkað umfram almennt verðlag og stendur nú í hæstu hæðum. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð á mjólk nú um mánaðarmótin. Innlent 9.4.2023 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Komum sem leita í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022. Þetta kemur fram í komandi ársskýrslu athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni. Innlent 8.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Icelandair hyggst skipta úr Boeing yfir í Airbus-flugvélar á næstu árum. Um er að ræða tímamót í íslenskri flugsögu. Allt frá því Flugélag Íslands fékk fyrstu Boeing þotuna til landsins árið 1967 hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. Innlent 7.4.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru ennþá óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðanna í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarf þess séu mikil vonbrigði. Innlent 6.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 5.4.2023 17:58
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. Innlent 4.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýkingum hefur fjölgað mikið hjá notendum neyslurýmisins Ylju síðan úrræðinu var lokað fyrir tæpum mánuði. Hluti hópsins hefur ekki skilað sér í lifrarbólgumeðferðir. Ein þeirra sem sótti oft þjónustu Ylju segir málið grafalvarlegt. Hún hafi miklar áhyggjur af vinum sínum og sérstaklega körlunum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.4.2023 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Hopp tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggðist hefja innreið á markaðinn og að fyrstu Hopp leigubílarnir hefji keyrslu síðar í vor. Við skoðum málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 2.4.2023 18:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Hopp, sem stefnir nú á samkeppni á leigubílamarkaði, vonast eftir enn frekari rýmkun á leigubílalöggjöf. Ekkert komi í veg fyrir að Uber hasli sér völl hér á landi. Við fáum að kíkja á nýju leigubílana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.4.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hátt í eitt hundrað misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag og starfsmenn eru í áfalli. Við fáum Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem hefur málefni fjölmiðla á sínu borði, til að fara yfir stöðu fjölmiðla á Íslandi í beinni. Innlent 31.3.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikil hætta er enn á snjóflóðum og krapaflóðum á Austfjörðum og hefur verið gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Við fjöllum um stöðuna í fréttatímanum okkar kl. 18:30. Innlent 30.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. Við fjöllum um nýkynnta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 29.3.2023 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegurinn um Fagradal sem tengir helstu byggðarlög Austfjarða við Egilstaði opnaði síðdegis í dag eftir tæpa sólarhringslokun. Hvorki viðbragðsaðilar né aðrir höfðu komist um veginn, sem liggur meðal annars í Neskaupstað, vegna snjóflóðahættu. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu og ræðum meðal annars við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Innlent 28.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. Við fjöllum um málið. Innlent 26.3.2023 17:57
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vinnueftirlitið mun setja sig í samband við verktakafyrirtækið sem byggir húsið í Garðabæ þar sem sprenging varð í gær. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir mikilvægt að sýna aðgát þegar unnið er með hættuleg efni. Innlent 25.3.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út síðdegis vegna elds sem kviknaði í þaki nýbyggingar í Garðabæ. Talið er að um hafi verið að ræða sprengingar í gaskútum en engin slys urðu á fólki. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við varðstjóra í beinni útsendingu. Innlent 24.3.2023 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna úti í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. Innlent 23.3.2023 18:01