Innlent

Fréttamynd

Læknafélagið vill endubætur á vegum

Stjórn Læknafélags Íslands telur brýnt að gerðar verði viðunandi endurbætur á fjölförnum vegum við þéttbýli eins og þeim sem mesta umferð bera við höfuðborgina. Stjórnin telur sannað að úreltir vegir séu ástæða slysa sem orðið hafa á vegum landsins. Hún telur þó rétt að minna á að flest slys megi forðast með varlegum akstri og réttri notkun öryggisbúnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir spáir hækkun stýrivaxta

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í næstu viku. Greiningardeild Glitnir spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,1 prósent á milli mánaða og muni verðbólga mælast 7 prósent. Deildin spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 25 punkta 21. desember næstkomandi en segir það verða endirinn á hækkanaferli bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 44,6 milljarðar

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörðum króna í nóvember. Þar af voru um 600 milljónir króna til leiguíbúðalána. Almenn útlán sjóðsins námu því um 4,1 milljörðum króna sem er um 3% aukning á milli mánaða. Heildarútlán sjóðsins á árinu nema ríflega 44,6 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur orðaður við Allsaints

Breska dagblaðið Times segir Baug Group hafa náð samkomulagi um að kaupa 40 prósenta hlut í bresku tískuvöruverslanakeðjunni Allsaints af breska fjárfestingum Kevin Stanford. Stanford, sem er einn af stofnendum tískuvörukeðjunnar Karen Millen, var einn af meðfjárfestum Baugs í kaupunum á House of Fraser, sem gengu í gegn í október.

Innlent
Fréttamynd

Sextugir fíkniefnasalar í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi fann fíkniefni á tveimur mönnum á sextugsaldri, sem voru saman í bíl í gærkvöldi. Í framhaldi af því var gerð húsleit hjá öðrum þeirra og fannst þá meira.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjörskostnaður var 2.615 krónur

Paul Nikolov, frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs, birti í gær uppgjör sitt vegna framboðs í forvali Vinstri - Grænna í Reykjavík og í Kraganum um liðna helgi. Heildarreikningur Nikolov er tvö þúsund sex hundruð og fimmtán krónur,og þá er með talið frímerkið á prófkjörstilkynninguna og hlýtur prófkjörskostnaðurinn að vera lægsti sem um getur.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður ökumaður í þingholtum

Ölvaður ökumaður, sem lögreglan ætlaði að stöðva í Lækjargötu í nótt, gaf allt í botn og reyndi að stinga lögregluna af með þvi að aka upp í þingholtin. Þar stöðvaði hann bílinn og tók til fótanna, en lögreglumenn hlupu hann uppi.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt parhús reist í Grímsey

Hreppsnefndin í Grímsey fær afhent nýtt parhús um helgina sem ákveðið var að byggja í vor. Að sögn oddvita Grímseyjarhrepps, Brynjólfs Árnasonar, er þetta fyrsta sinn í 6 ár sem smiðshöggið er rekið á nýbyggingu í eynni.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta norðan við Jökuldal

Lítil meiðsl urðu á ökumanni og farþega fólksbíls sem valt einn hring í mjúkum snjó á Háreksstaðaleið, norðan við Jökuldal í gærkvöldi. Lögregla dró bílinn upp á veginn og var hann keyrður á leiðarenda áfallalaust eftir það.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignasalar sviptir réttindum

Níu fasteignasalar hafa verið sviptir réttindum tímabundið, í tólf vikur hver. Morgunblaðið hefur það eftir Þorsteini Einarssyni formanni eftirlitsnefndar Félags fasteignasala, að þeir hafi ekki með fullnægjandi hætti skilað yfirlýsingum frá endurskoðendum í ágúst síðastliðnum, um fjárvörslu á síðustu tólf mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Ungir ökuníðingar missa bílprófin

Þrír sautján ára piltar, með glæný ökuskírteini, voru teknir úr umferð í nótt eftir að hafa mælst á allt of miklum hraða. Tveir voru stöðvaðir á Reykjanesbraut, annar með sex daga gamalt bílpróf og hinn með tíu daga, og sá þriðji mældist á rúmlega 150 kílómetra hraða á Sæbraut, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Olíusamráðsdómur ekki fordæmi

Sýknudómur í gær, þar sem Essó er sýknað af skaðabótakröfu einstaklings vegna samráðs olíufélaganna, hefur ekki frodæmisgildi gagnvart bótakröfum Reykjavíkurborgar. Þetta segir Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður sem rekur málið fyrir borgina.

Innlent
Fréttamynd

Ritstjóri Kompáss sektaður

Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Bandarískar hleranir á íslandi

Skjalfestar sannanir liggja fyrir um að bandarísk yfirvöld blönduðust með beinum hætti í hleranir íslenskra stjórnvalda á eigin þegnum á tímum kalda stríðsins. Utanríkisráðuneytið tregðast við að opinbera þessi skjöl og bíður eftir heimild eða leiðbeiningum frá Bandaríkjunum

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um að hafa aftur nauðgað

Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir.

Innlent
Fréttamynd

Um hundrað merktir í tölvukerfi vegna bakteríunnar

Svokölluð Mosa-baktería hefur ekki fundist í þeim sýnum sem hafa verið rannsökuð á Landsspítalanum eftir að hún greindist í sjúklingi á þriðjudag. Búið er að rannsaka um helming sýnanna. Þeir sem eitt sinn hafa greinst með bakteríuna fara ávallt í einangrun við komu á sjúkrahús en um hundrað manns eru þannig merktir í kerfi Landsspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Jöklabréf halda uppi gengi krónunnar

Mikil styrking krónunnar á seinni hluta síðasta árs og auknar gengissveiflur á þessu ári hafa verið settar í samband við útgáfur jöklabréfa. Greiningardeild Landsbankans segir jöklabréfaútgáfuna hafa skilað verulega neikvæðri ávöxtun það sem af er árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar og Al Gore í San Francisco

Forseti Íslands mun gera grein fyrir árangri Íslendinga í nýtingu jarðhita og hvernig sú kunnátta hefur stuðlað að samstarfsverkefnum víða um veröld, á samráðsfundi sem honum og Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna var sérstaklega boðið til, í San Francisco.

Innlent
Fréttamynd

KB banki spáir stýrivaxtahækkun

KB banki spáir því að Seðlabankinn muni enn hækka stýrivexti á auka vaxtaákörðunarfundi, sem haldinn verður í bankanum tuttugasta og fyrsta desember.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í uppþvottavél

Eldur kviknaði í uppþvottavél í Torfufelli í Breiðholti klukkan hálfátta í gærkvöldi og talsverður reykur gaus upp í íbúðinni. Kona sem var í íbúðinni var skoðuð á staðnum og þótti ekki ástæða til að flytja hana á sjúkrahús, að sögn lögreglu. Greiðlega gekk að slökkva og reykræsta en skemmdir urðu af sóti.

Innlent
Fréttamynd

Týndur fiskibátur finnst

Þyrla af danska varðskipinu Triton fann undir kvöld í gærkvöldi fimmtán tonna fiskibát, norðvestur af Garðskaga, eftir að hann hvarf út úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni og ekki náðist samband við skipverjana tvo, hvorki í gegnum talstöð né farsíma.

Innlent
Fréttamynd

Jólaleyfi þingmanna seinkað

Ekkert verður af því að jólaleyfi þingmanna hefjist á morgun eins og áætlað var. Ekkert samkomulag náðist um farmhald þingstarfa á fundum þingflokkaformanna í gærkvöldi, og búist er við að langir vinnudagar séu framundan á þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn spáir 7,1 prósents verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í desember. Gangi þetta eftir verður 12 mánaða hækkun vísitölunnar 7,1% í jólamánuðinum, sem er lækkun úr 7,3% frá síðasta mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lögregla kölluð í heimahús vegna deilna um tölvunotkun

Lögreglan í Reykjavík var kölluð út nokkrum sinnum í gær vegna heimiliserja. Ágreiningurinn var af ýmsum toga en í einu tilfelli var rifist um tölvunotkun unglingsins á heimilinu. Þar hafði ástandið farið úr böndunum en lögregla segir ekki um einsdæmi að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskylduhjálp fær tvær milljónir

Fjölskylduhjálp Íslands fékk klukkan tvö í dag afhenta ávísun upp á tvær milljónir króna en það er sölugróði af geisladisk sem seldur var til styrktar henni.

Innlent
Fréttamynd

Egils Premium hlaut silfurverðlaun í Bæjaralandi

Egils Premium sem Ölgerðin framleiðr hlaut silfurverðlaun í flokki hátíðarbjóra (Festival Beers) í European Beer Star keppninni, sem samtökum ölgerða í Bæjaralandi standa fyrir. Í sömu keppni fékk Egils Lite bronsverðlaun í flokki mildra bjóra.

Viðskipti innlent