Innlent

Fréttamynd

Jólaljós í nóvember

Margir fylgdust með þegar kveikt var á hæsta jólatré sem fellt hefur verið á Íslandi við Blómaval í gærdag. Flestir gestanna voru ánægðir með að fá jólavarning í verslanir í nóvember en sumum fannst jólalögin mega bíða um sinn.

Innlent
Fréttamynd

Segja fjárveitinguna ekki eftirlitslausa

Heilbrigðisráðherra segir fráleitt að halda því fram að ekkert eftirlit sé haft með fjárveitingu ríkisins til dvalar- og hjúkrunarheimila. Forstjóri Hrafnistu tekur undir og segir enga vankanta á þjónustu við aldraða á dvalarheimilum.

Innlent
Fréttamynd

Áskilur sér rétt til að endurskoða varnarsamninga

Þórunn Sveinbjarnardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, segir flokk sinn áskilja sér rétt til að endurskoða frá grunni það sem núverandi ríkisstjórn hefur samið um við Bandaríkin um varnarmál Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Mýrin eykur sölu á sviðum

„Eftir að sýningar á Mýrinni hófust í kvikmyndahúsum hefur sviðasala hjá okkur margfaldast,“ segir Bjarni Geir Alfreðsson, eigandi veitingasölunnar Fljótt og gott á BSÍ við Vatnsmýrarveg. Erlendur Sveinsson, lögreglumaður og aðalsöguhetja Mýrarinnar, fer oft á BSÍ og kaupir sér svið í myndinni.

Innlent
Fréttamynd

Segir söluferlið vera óvandað

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir það hafa verið mistök hjá meirihluta í borgarstjórn að fallast á söluna á hlut borgarinnar í Landsvirkjun á þeim forsendum sem lágu fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Byggja 174 ný hjúkrunarrými

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að 174 ný hjúkrunarrými yrðu byggð á næstu fjórum árum, til viðbótar við þau tvö hundruð sem byggja á í Reykjavík. Ákvörðunin byggist á niðurstöðu nefndar stjórnvalda og fulltrúa Landssambands eldri borgara.

Innlent
Fréttamynd

Kaupin gagnrýnd

Íslandspóstur, sem er að öllu leyti í ríkiseigu, á fyrst og fremst að einbeita sér að opinberu markmiði sínu en ekki að kaupa sig inn á samkeppnismarkað einkavæddra fyrirtækja í óskyldum rekstri. Þetta segir Gunnar Gylfason, framkvæmdastjóri ATH markaðs- og prentlausna, um kaup Íslandspósts á prentfyrirtækinu Samskiptum sem gengið var frá 30. október síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Eiðakirkja 120 ára í dag

Í dag, sunnudaginn 5. nóvember, verður þess minnst að 120 ár eru liðin frá vígsluafmæli Eiðakirkju. Í tilefni þess verður hátíðarmessa í kirkjunni kl. 14 þar sem hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup Hólastiftis, predikar og Jóhanna Sigmarsdóttir sóknaprestur þjónar fyrir altari.

Innlent
Fréttamynd

Vill úttekt á rafmagnsverði

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, vill að áhrif af nýrri skipan raforkumarkaðarins verði athuguð með tilliti til breytinga á rafmagnsverði.

Innlent
Fréttamynd

Hertar reglur um handfarangur

Nýjar reglur um hvað má ferðast með í handfarangri í öllum löndum EFTA og Evrópusambandsins taka gildi á morgun, 6. nóvember. Þá verður allur vökvi, sem farþegar hafa í handfandfarangri, að vera í glærum poka og hver eining umbúða má ekki rúma meira en 100 millilítra af vökva.

Innlent
Fréttamynd

Hundaganga í miðbænum

Hvorki hundar né menn létu votviðrið aftra sér í gær þegar árleg ganga Hundaræktarfélags Íslands niður Laugaveginn fór fram.

Innlent
Fréttamynd

Óbreytt staða í efstu sætum

Kristján L. Möller, Einar Már Sigurðarson og Lára Stefánsdóttir verða áfram í þremur efstu sætum Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Prófkjör Samfylkingarinnar í kjördæminu fór fram í gær en 1.878 tóku þátt í prófkjörinu, tæplega 70 prósent af 2.834 sem voru á kjörskrá.

Innlent
Fréttamynd

Siv og Samúel eru í efstu sætunum

Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu, verður í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum næsta vor. Þrjú sóttust eftir öðru sætinu á listanum auk Samúels Arnar; Una María Óskarsdóttir, Gísli Tryggvason og Þórarinn Sveinsson. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra leiðir listann en hún var sjálfskipuð í efsta sætið þar sem enginn bauð sig fram á móti henni.

Innlent
Fréttamynd

Skoða skipasmíðastöð í Chile

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda halda í dag til Chile til þess að kanna áreiðanleika skipasmíðafyrirtækisins Asmar, sem átti lægsta tilboðið í gerð nýs varðskips. Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar, verkefnisstjóri Ríkiskaupa og danskur verkfræðingur, sem verið hefur íslenskum yfirvöldum innan handar við undirbúning útboðsins, munu skoða aðstæður Asmar í Talcahuano í Chile í sex daga.

Innlent
Fréttamynd

Viðvörun vegna fjársvikamáls

Að minnsta kosti tveir Íslendingar hafa lent í umfangsmikilli fjársvikastarfsemi á netinu sem teygir anga sína um alla Evrópu. Ríkislögreglustjóri gaf út viðvörun vegna þessa á föstudag. Vísvitandi þátttaka í svikum á borð við þessi varðar við fjársektir og jafnvel fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Sjö felldir í loftárásum

Ísraelskir hermenn drápu sjö Palestínumenn í loftárásum og bardögum á Gaza í gær. Sex þeirra voru herskáir meðlimir Hamas-samtakanna. Ekki sér fyrir endann á átökum Ísraelsmanna og palestínskra eldflaugasveita sem hófust fyrir fimm dögum.

Erlent
Fréttamynd

Skíðasvæði í Oddsskarði opnað

Skíðasvæðið í Oddsskarði var opnað í gær. Um þrjátíu karlar og konur komu til að renna sér, en að sögn staðarhaldara, Dagfinns Ómarssonar, var búist við dræmri mætingu vegna þess að á sama tíma fór fram fótboltamót í Fjarðabyggð. Nægur snjór er í fjöllunum og veður gott. Snjórinn er sagður góður miðað við árstíma og færið gott.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar leiðir á ný

Nú rétt í þessu bárust tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Gunnar Svavarsson hefur hlotið 1245 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 2061 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur hlotið 2155 atkvæði í 1.-3. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Svavarsson leiðir prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi eftir 2. talningu

Nýjar tölur um dreifingu atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi voru að berast frá formanni kjörstjórnar Halldóri S. Guðmundssyni. Hafa atkvæði fallið þannig að Gunnar Svavarsson hefur hlotið 683 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 1.137 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur hlotið 1.258 atkvæði í 1.-3. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Ekki mesta hætta á vopnuðum árásum

Yfirmaður friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi segir að í stað þess að hugsa um hvað geti komið í staðinn fyrir samstarf Íslendinga við Bandaríkjamenn í varnarmálum eigi að leita leiða til að styrkja það. Hún segir öryggisógnir gagnvart Íslandi síður tengdar vopnbeitingu en frekar vera á sviði efnahags- og umhverfismála.

Innlent
Fréttamynd

Flokkurinn þarf að kynna sín góðu verk

Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður fékk langflest atkvæði í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í dag. Samúel segir flokkinn þurfa að kynna betur sín góðu verk. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra var sjálfkjörin í forystusætið.

Innlent