Innlent

Fréttamynd

Erlent grænmeti selt sem íslenskt

Borið hefur á því að garðyrkjuvörur séu merktar vistvænar án þess að uppfylla þau skilyrði og sem íslensk framleiðsla án þess að varan sé ræktuð hér á landi heldur aðeins pakkað. Þetta segir Helga Hauksdóttir hjá Sambandi garðyrkjubænda.

Innlent
Fréttamynd

Ráðgjafar að drukkna í álagi

Sjö starfsmenn reyndu að svara 1.870 fyrirspurnum skjólstæðinga Tryggingastofnunar ríkisins síðastliðinn miðvikudag. Þeir, sem á annað borð ná í gegn, mega bíða í góðan klukkutíma til að fá viðtal og getur munað um minna fyrir farsímanotendur. Að auki heimsækja skrifstofuna allt að fimm hundruð viðskiptavinir á degi hverjum.

Innlent
Fréttamynd

Óvanar að þurfa að berjast

Hlutfall kvenna í stjórnum lífeyrissjóða hefur tvöfaldast á tveimur árum og er nú komið í 26,7 prósent, eða 31 kona af 116 stjórnarmönnum. Árið 2004 voru konur átján af 132 stjórnarmönnum eða 13,6 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Sautján gefa kost á sér

Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi verður haldið 4. nóvember en þar gefa sautján einstaklingar kost á sér. Efstu fimm sætin eru bindandi að teknu tilliti til jafnréttisreglu Samfylkingarinnar um að hvort kyn skuli hafa að lágmarki fjörutíu prósent fulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Sonja í fjórða til fimmta sæti

Sonja B. Jónsdóttir, myndlistarkennari og kvikmyndagerðarmaður, sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri þingflokks Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu útrás Íslendinga og sóknarfæri

Forseti Finnlands, Tarja Halonen, bauð í gær fjórum íslenskum athafnamönnunum til fundar, þeim Björgólfi Thor Björgólfssyni kaupsýslumanni, Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra KB-banka, Hannesi Smárasyni, forstjóra FL-Group, og Róbert Wessman, forstjóra Actavis.

Innlent
Fréttamynd

Í framboð í Suðurkjördæmi

Birgitta Jónsdóttir Klasen, náttúrulæknir í Keflavík hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta til sjötta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Sækist eftir fjórða sæti

Jens Sigurðsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi, gefur kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Gefur kost á sér í efstu sætin

Ragnheiður Jónsdóttir, sýslufulltrúi á Húsavík, gefur kost á sér í 1. til 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðaustur­kjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja styrkan Íbúðalánasjóð

Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum og Íbúðalánasjóð. Í ályktun félagsins segir að þeirri áratuga uppbyggingu sem stjórnvöld hafi unnið að í húsnæðismálum með því að skilgreina þau sem velferðarmál megi ekki raska vegna hagsmuna bankanna.

Innlent
Fréttamynd

Skiluðu fánanum til lögreglu

Tveir ungir menn skiluðu rússneska fánanum í gærmorgun en honum hafði verið stolið aðfaranótt laugardags úr garði rússneska sendiráðsins við Garðastræti 33 í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Norrænt námskeið sérsveita

Um þessar mundir stendur yfir samnorrænt riffilskyttunámskeið sérsveita frá öllum Norðurlöndunum og Þýskalandi í Hvalfirðinum. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í sérsveit Ríkislögreglustjóra, segir svona námskeið mikilvæg þar sem lögregluliðin séu að kynna hvort fyrir öðru búnað, æfingatækni og aðrar nýjungar.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn streyma enn að Kárahnjúkum í október

Rútufarmar af ferðamönnum streyma enn á Kárahnjúkasvæðið, þótt komið sé fram í október, og íhuga Landsvirkjunarmenn nú að framlengja opnunartíma upplýsingamiðstöðvar við Valþjófsstað til að mæta ásókninni.

Innlent
Fréttamynd

Vilja virkja í Skagafirði til að hækka laun og draga úr fólksflótta

Baráttusamtök hafa verið stofnuð gegn virkjun fallvatna Skagafjarðar. Hugmyndir sveitarstjórnar eru háðar því skilyrði að orkan verði einungis nýtt innan héraðs, og vonast ráðamenn til að þannig megi draga úr fólksflótta og stuðla að því að héraðið hætti að vera láglaunasvæði.

Innlent
Fréttamynd

Landlæknir treystir yfirlækni á Sogni

Matthías Halldórsson, starfandi landlæknir telur að það þurfi að bæta aðstöðu og fjölga plássum á réttargeðdeildinni að Sogni. Hann segist treysta dómgreind yfirlæknisins á Sogni sem varð að senda geðsjúkan afbrotamann í leyfi til þess að losa pláss vegna bráðainnlagnar.

Innlent
Fréttamynd

Sáttaviðræður milli DV og Jónínu Ben

Málflutningi í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn DV vegna umfjöllunar um einkalíf hennar var frestað í vikunni vegna tilboðs um að dómsátt yrði gerð í málinu. Í tilboðinu felst að fjölmiðillinn greiði Jónínu bætur og biðji hana afsökunar á umfjölluninni.

Innlent
Fréttamynd

Fundað eftir helgi vegna uppsagna starfsmanna

Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði ætlar að funda eftir helgi um uppsagnir þriggja starfsmanna hjá Alcan. Rafiðnaðarsamband Íslands hótaði því fyrir helgi að beita sér gegn stækkun álversins í Straumsvík vegna uppsagna þriggja starfsmanna hjá Alcan fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður vill áfram leiða í Norðausturkjördæmi

Tvöfalt kjördæmisþing kemur til með að velja á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þingið verður haldið 13. janúar og munu fulltrúar þar raða í tíu efstu sætinu á listanum. Valgerður Sverrisdóttir leiddi lista flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum. Í samtali við NFS sagði Valgerður að hún gæfi að sjálfsögðu kost á sér fyrir komandi kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Katrín vill leiða lista

Katrín Jakobsdóttir, varaþingmaður Vinstri-grænna, sækist eftir efsta sæti sameiginlegu prófkjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvesturkjördæmi. Katrín hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2003 en hún var varaborgarfulltrúi Reykjarvíkurlistans á síðasta kjörtímabili. Prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Grbavica verðlaunuð á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni

Grbavica hlaut í gærkvöldi aðalverðalaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar. Myndin er eftir Jasmila Zbanic. Grbavica heitir eftir samnefndu hverfi í Bosníu. Í tilkynningu frá hátíðinni segir að myndin sé raunsæ og áhrifamikil en hún tekur á erfiðleikum eftirstríðsáranna í Bosníu.

Innlent
Fréttamynd

Réttað í Þverárrétt

Búið er að rétta um mest allt land en í dag fara einar síðustu réttir haustsins fram í Eyjafjarðarsveit. Réttað er í Þverárrétt í dag og hófust stóðréttir þar klukkan tíu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Skiluðu rússneska fánanum

Tveir karlmenn um tvítugt skiluðu skömmu fyrir hádegi í dag rússneskum fána sem þeir stálu af lóð rússneska sendiráðsins. Mennirnir skiluðu fánanum á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Teknar voru af þeim skýrslur en þeir ásamt þriðja manninum brutust inn á lóð rússneska sendiráðsins við Túngötu aðfaranótt laugardags, eftir að hafa verið að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur. Rússneska sendiráðið lítur málið alvarlegum augum

Innlent
Fréttamynd

Geta ekki notað eigin tungu á veitingastöðum

Talið er að um 2000 útlendingar starfi hér réttindalausir á svörtum markaði. Formaður Matvíss er uggandi fyrir hönd félagsmanna sinna og segir fyrir neðan allar hellur að geta ekki notað eigin tungu á veitingastöðum á Íslandi.

Innlent