Innlent

Fréttamynd

Bjarni Harðarson stefnir á 2. sæti

Bjarni Harðarson, fyrrverandi ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins og væntalegur bóksali á Selfossi, hefur aðkveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna komandi kosninga til Alþingis. fréttavefurinn sudurland.is greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

ESB vill kæfa EES-samninginn

Evrópusambandið er meðvitað að reyna að kæfa EES-samninginn, segir forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst. Við stækkun ESB um næstu áramót verður þess líklega krafist að framlag Íslands í þróunarsjóð hækki um tuttugu prósent - úr hálfum milljarði króna árlega í rúmar sex hundruð milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Staða Guðfinnu skýrist

Bjarni Ármannsson, bankastjóri og stjórnarmaður í Háskólanum í Reykjavík, og Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor, tilkynna væntanlega í hádeginu hver verður staðgengill Guðfinnu og einnig hver framtíðarstaða hennar verður í skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Dótturfélag Nýsis kaupir í Bretlandi

Nysir UK Limited, dótturfélag Nýsis hf., hefur keypt 69 prósent hlutafjár í breska fasteigna­stjórnunarfélaginu Operon, sem er með samninga um fasteignastjórnun á byggingum víða um Bretland. Kaupverð er trúnaðarmál.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigurbjörg sleppir erninum sínum

Haförninn Sigurörn sem hefur dvalið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því í lok júní sl. fær nú brátt að njóta frelsisins á ný. Örninn hafði steypst ofan í lón en náði að koma sér að landi þar sem Sigurbjörg S. Pétursdóttir, ung stúlka úr Grundarfirði, handsamaði hann og kom honum, með góðri hjálp, undir hendur sérfræðinga.

Innlent
Fréttamynd

Verndun götumyndar Lindargötu aflétt

Verndun götumyndar á nokkrum húseignum við Lindargötu hefur verið aflétt. Eigendur húsanna hafa fengið heimsóknir að undanförnu frá athafnamönnum sem vilja kaupa af þeim á markaðsverði. Þeir fá viku til að hugsa sig um.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsskatturinn 14.580 á ári

Þeir sem eru skattskyldir – fólk og fyrirtæki – þurfa að greiða 14.580 krónur í skatt til Ríkisútvarpsins ohf. á ári hverju. Þetta kemur fram í frumvarpi menntamálaráðherra um breytingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag í eigu ríkisins, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Skatturinn verður lagður á eftir 1. janúar 2009 en fram að því verða afnotagjöldin áfram innheimt.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi borgaranna aukið

Markmið nýs lögregluembættis á höfuðborgarsvæðinu er að auka öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa og starfa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í gær við kynningu áhersluatriða nýs lögregluembættis á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Saka fyrrum meirihluta um óráðsíu

Borgarstjóri segir niðurstöður úttektar á fjárhagsstöðu borgarinnar áfellisdóm yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta. Fyrrverandi borgarstjóri segir stöðu borgarinnar sterka, umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðvegur eitt verði á láglendi

Þingmenn Frjálslynda flokksins vilja að allar helstu leiðir á þjóðvegi 1, Vestfjörðum og norðausturhluta landsins verði á láglendi, undir 200 metra hæð yfir sjávarmáli.

Innlent
Fréttamynd

Tilteknar aðgerðir horfnar af spítölum

Sérstök verkefni innan heilbrigðiskerfisins hafa að undanförnu færst til einkafélaga. Varhugavert að halda ekki þekkingu innan spítalanna, segir Jóhannes M. Gunnarsson. Forðumst einkavæðingu, segir Steingrímur J. Sigfússon.

Innlent
Fréttamynd

Ísland verði tekið af lista hinna fúsu

Formenn þingflokka stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi, Magnús Þór Hafsteinsson Frjálslynda flokknum, Ögmundur Jónasson vinstri grænum og Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni hafa endurflutt tillögu til þings­ályktunar um að Ísland verði, með formlegum hætti, tekið af lista þeirra þjóða sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Tillagan gerir ráð fyrir að Alþingi feli ríkisstjórninni verkið. Jafnframt er þess krafist að lýst verði yfir að stuðningur við innrásina hafi verið misráðinn.

Innlent
Fréttamynd

Kjötvörur stærstar í matarútgjöldunum

Stærsti hlutinn af útgjöldum heimilanna fer í húsnæði og næststærsti hlutinn í ferðakostnað. Matarkostnaðurinn er þriðji stærsti útgjaldaliður heimilanna. Af matnum taka kjötvörur mest, rúman fimmtung af matarútgjöldunum.

Innlent
Fréttamynd

Frítekjur verði 900 þúsund á ári

Allir þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi; Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins, standa að þingsályktunartillögu um endurskoðun lífeyrismála. Samkvæmt henni á að ganga lengra en kveðið er á um í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá í sumar um kjarabætur aldraðra og öryrkja.

Innlent
Fréttamynd

Ójöfnuðurinn hefur skaðað samfélagið

Formað ur Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina í linnulausum hernaði gegn jöfnuði. Forsætisráðherra segir alla hafa það betra nú en áður. Félagsmálaráðherra ætlar að leita leiða til að bæta hag barnafjölskyldna sem búa við lök kjör.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa ekki að láta vita af sér

Tvær rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn í íslenska lofthelgi í síðustu viku án þess að flugmálastjórn væri gert viðvart um að flug af þessu tagi ætti sér stað á umsjónarsvæði stofnunarinnar. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir venjuna vera þá að látið sé vita af heræfingum þannig að þær komi ekki á óvart og því óvenjulegt að flugmálastjórn hafi ekki verið látin vita með fyrirvara.

Innlent
Fréttamynd

ÖBÍ fer í mál við fjórtán lífeyrissjóði

Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að höfða mál á hendur fjórtán lífeyrissjóðum. Engar lagalegar stoðir fyrir skerðingu og niðurfellingu örorkulífeyrisgreiðslna, segir Sigursteinn Másson. Undirbúningur málsins er hafinn.

Innlent
Fréttamynd

Sigurrós sækist eftir 4. sætinu

Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Kópavogi, gefur kost á sér í 4. sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Engar áætlanir um Íslandsflug

Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að eitt stærsta flugfélag heims, Ryanair, hafi ákveðið að hefja áætlunarflug til Íslands næsta sumar og er þetta haft eftir fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Innlent
Fréttamynd

Gefur ekki kost á sér aftur

Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur tilkynnt að hún muni ekki aftur gefa kost á sér til þings. Sigríður Anna segir að þetta sé góður tími til að hætta, staða Sjálfstæðisflokksins sé sterk og Suðvesturkjördæmi langsterkasta kjördæmi flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Sækist eftir leiðtogasæti

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Jónína settist á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 2000 og varð umhverfis­ráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í júní á þessu ári. Jónína hefur rekið Lögfræðistofuna sf. síðan 1985 ásamt eiginmanni sínum. Hún hefur verið formaður Heimils og skóla, Félags kvenna í atvinnurekstri og nefndar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í fíkniefnamálum.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsverð nú hagstæðara

Raforkuverð á Íslandi er nú orðið hagstæðara, borið saman við önnur lönd Vestur Evrópu en var í janúar, þar sem krónan hefur veikst um 16 prósent frá áramótum gagnvart Evrunni.

Innlent
Fréttamynd

Hefur greitt 42 milljónir króna

Seltjarnarnesbær hefur á síðustu tíu árum greitt samtals 42 milljónir króna til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bærinn hefur greitt til sveitarinnar frá 1982 en tölur um upphæðir ná aftur til 1996. Seltjarnarnes hefur eitt sveitarfélaga, utan Reykjavíkurborgar, greitt til Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sækist eftir fimmta sæti

Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Reykjavík, býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Kristrún var lögfræðingur Samtaka iðnaðarins 2002-2006 og er nú stjórnarformaður Afrekssjóðs ÍSÍ og stjórnarformaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Hún starfar einnig sem stundakennari í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst.

Innlent
Fréttamynd

Tekjur og íbúðaverð lágt

Meðalmánaðartekjur á Norðurlandi eystra eru með því lægsta sem þekkist á landinu. Aðeins í einum öðrum landshluta eru meðaltekjurnar lægri, nágrannasveitarfélaginu Norðurlandi vestra.

Innlent