Innlent

Fréttamynd

Hvetur til umræðu um krónuna

Kostnaður við krónuna sem gjaldmiðil er meiri en nemur ávinningnum af því að halda henni, segir Michael E. Porter, prófessor við Harvard Business School, sem af mörgum er talinn einhver áhrifamesti viðskiptahugsuður vorra tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlendar skuldir geta varla lækkað meira

Fjármálaráðherra segir erlendar skuldir ríkissjóðs orðnar það lágar að þær verði ekki lækkaðar mikið meira. Fjárlög ársins 2007 gera ráð fyrir 15,5 milljarða króna afgangi. 18 milljörðum verður varið til nýrra framkvæmda á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Ofursönnunarbyrði lögð á landeigendur

Ragnar Aðalsteinsson segir Hæstarétt leggja ofursönnunarbyrði á landeigendur. Landeigendur segja ríkið vera að eignast aftur land sem það hafi þegar selt. Þeir hugleiða að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Deilur um hersetuna hömluðu framþróun

Forseti Íslands telur átökin um veru bandaríska hersins á Íslandi hafa staðið í vegi fyrir framþróun á öllum sviðum samfélagsins. Við setningu Alþingis í gær varaði hann við að nýting náttúrunnar yrði viðlíka hitamál og hersetan.

Innlent
Fréttamynd

Raforka dýrari hér en víðast í V-Evrópu

Raforkuverð til heimila á Íslandi er yfir meðallagi miðað við hvað tíðkast í Vestur-Evrópu. Ekkert leyndarmál að stóriðjan nýtur betri kjara en almenningur, segir sérfræðingur Orkustofnunar. Dreifing orku er dýrari hér vegna strjálbýlis.

Innlent
Fréttamynd

Stefnuræðan flutt í kvöld

Geir H. Haarde forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Flytur hann nú stefnuræðu í fyrsta sinn, en hann tók við embætti forsætisráðherra 15. júní.

Innlent
Fréttamynd

Launaleynd verði aflétt

Stjórnarandstaðan ætlar að flytja í sameiningu nokkur grundvallarmál á þingi og voru þrjú þeirra kynnt á blaðamannafundi í gær. Hún ætlar einnig að standa sameiginlega að kosningum í nefndir og ráð á vegum þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Engin fólksfjölgun í aldarfjórðung

Íbúafjöldi á Vesturlandi hefur staðið í stað á síðustu 25 árum þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað um þriðjung. Meðaltekjur eru allt niður í helming af landsmeðaltali.

Innlent
Fréttamynd

Kostuðu nýju vatnsbólin í Grindavík

Bandaríkjamenn hafa veitt tólf milljónir dollara, eða um átta hundruð milljónir króna, í ýmis verkefni á Keflavíkurflugvelli og telja sig þar með hafa uppfyllt skyldur sínar. Þetta kemur fram í úttekt sem bandarísk stjórnvöld létu gera á stöðu umhverfismála á varnarsvæðunum í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Ungur ökumaður á ofsahraða

Lögreglan í Kópavogi stöðvaði sautján ára pilt á 154 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. á sunnudagskvöldið. Pilturinn hafði verið með ökuleyfi í um þrjá mánuði en verður að sögn lögreglunnar væntanlega sviptur ökuréttindum eftir glæfraaksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Vilja lægri hámarkshæð

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, mun í dag leggja til að Borgarstjórn Reykjavíkur beini þeim tilmælum til stjórnar Landsvirkjunar að hámarkshæð vatnsborðs í Hálslóni verði 605 metrar en ekki 625 metrar eins og nú er ráðlagt. Með því að lækka lónhæðina, segir í tillögunni, dregur úr hættu á stíflurofi og gerir mögulegt að bregðast við í tæka tíð ef hamfarahlaup verður í Jöklu.

Innlent
Fréttamynd

Hafnarvigtin á útopnu

„Þetta er allt á hárréttri leið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, um sjóstangaveiðiferðamennskuna sem var reynd í fyrsta skipti á Vestfjörðum í sumar. „Þegar við fórum út í þetta töldum við gott ef við næðum 2-300 manns í fyrstu tilraun, en það var fullbókað í allt sumar og rúmlega níu hundruð manns sem heimsóttu okkur.“

Innlent
Fréttamynd

Hegðun skólabarna mótuð

Nokkuð hefur verið rætt um hegðunarvandamál í grunnskólum að undanförnu. Erlendar kannanir sýna að notkun PBS-hugmyndafræðinnar minnki líkur á óæskilegri hegðun.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra leggur til bann

Skráning lögheimila í frístundabyggð verður óheimil, ef nýtt frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. Magnús Stefánsson félagsmálaráherra kynnti málið á síðasta ríkisstjórnarfundi. Samkvæmt frumvarpinu verður ekki hægt að skrá lögheimili í frístundabyggð, nema að sveitarstjórn hafi samþykkt breytingu á skipulagi svæðisins. Lögin munu ekki ná til sumarhúsa sem standa utan skipulagðrar frístundabyggðar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja landið til baka

Herinn var með radarskerma rúman kílómetra frá bænum Austur-Stafnesi í marga áratugi og ruslahaug í svipaðri fjarlægð. Landeigendur fengu aldrei notið þess umgengnisréttar um landið sem þeir áttu. Mótmæli höfðu ekkert að segja.

Innlent
Fréttamynd

Um hundrað óku of hratt

Mikill erill var hjá Lögreglunni í Reykjavík um helgina enda töluverður mannfjöldi saman kominn í miðborginni. Alls voru 93 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur og þar af voru 73 á yfir 100 km hraða. Sá sem keyrði hraðast var mældur á 139 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km á klst og annar mældist á 137 km hraða þar sem leyfilegt er að keyra á 60 km á klst. Þá voru tveir piltar á átjánda ári stöðvaðir á Sæbraut þar sem þeir háðu mikinn kappakstur hvor við annan. Þeir mældust á 131 km hraða og munu að öllum líkindum verða sviptir ökuréttindum líkt og fjölmargir aðrir ökumenn sem voru gripnir.

Innlent
Fréttamynd

Skattleysismörk hækka um 14%

Tekjuskattur lækkar um eitt prósent 1. janúar 2007 og verður 22,75 prósent. Þetta kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sæunn og Jón ný í þinginu

Sæunn Stefánsdóttir tók fast sæti á Alþingi við setningu þess í gær. Hún kemur í stað Halldórs Ásgrímssonar sem afsalaði sér þingmennsku fyrir skömmu. Sæunn hefur nokkrum sinnum sest á þing sem varamaður.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjör hinn 11. nóvember

Kjördæmisráð sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi ákvað á fundi í gær að prófkjör yrði haldið hinn 11. nóvember til að velja fulltrúa á framboðslista flokksins fyrir komandi þingkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Sækist eftir fjórða sæti

Helgi Hjörvar alþingismaður, sækist eftir fjórða sæti í sameiginlegu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum sem fram fer 11. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Sækist eftir öruggu þingsæti

Valgerður Bjarnadóttir, sviðsstjóri á innkaupa- og vörustjórnunarsviði hjá Landspítala–háskólasjúkrahúsi, gefur kost á sér í 3. til 5. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í vor. "Það sem rekur mig helst af stað í framboð er að ég tel að sé möguleiki á að reka smiðshöggið á að búa til stóran jafnaðarmannaflokk. Það þurfa allir að leggjast á árar við það og ég vil gjarnan reyna að hjálpa til við það."

Innlent
Fréttamynd

Fundur í Laugarneskirkju

Málfundur verður haldinn klukkan 20.30 í kvöld í safnaðarheimili Laugarneskirkju. Tilefnið er stólræða séra Hildar Eirar Bolladóttur sunnudaginn 24. september en í henni tók hún skýra afstöðu gegn framkvæmdunum við Kárahnjúka.

Innlent
Fréttamynd

Gangsetningu kerja er lokið

Norðurál, dótturfélag Century Aluminum Company, lauk í gær við gangsetningu allra kerja í álverinu á Grundartanga vegna stækkunar þess og var haldin vígsluathöfn á Grundartanga við það tækifæri. Gert er ráð fyrir að verið afkasti 220.000 tonna árlegri framleiðslu á áli fyrir árslok, en það framleiddi áður um 90.000 tonn. Stækkunarferlinu verður lokið í lok næsta árs, þegar ráðgert er að álverið framleiði alls 260.000 tonn. Jón Þorvaldsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og fjármálasviðs hjá Norðuráli, gat ekki sagt til um hversu mikil mengunaráhrif þessi stækkun hefði í för með sér þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær, en sagði það innan núverandi mengunarviðmiða.

Innlent
Fréttamynd

Þrennt flutt til aðhlynningar

Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Hamragerði á Akureyri laust eftir miðnætti í fyrrinótt. Eldurinn hafði kviknað í íbúð á neðri hæð tveggja hæða húss og er talið að hann hafi kviknað út frá logandi kerti í svefnherbergi í íbúðinni. Tvennt var vakandi í íbúðinni þar sem eldsupptök áttu sér stað og tókst þeim að vekja þrjá aðra íbúa hússins þegar þeir urðu eldsins varir. Slökkvistarf gekk greiðlega en talsverðar skemmdir urðu á húsinu. Þrír íbúanna voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar vegna gruns um reykeitrun en útskrifaðir síðar um nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Vændiskonur leita skjóls fyrir dólgum

Íslenskar konur sem lent hafa í vændi hafa í allnokkrum tilvikum leitað til Stígamóta og Kvennaathvarfsins til að flýja dólgana, sem hafa selt þær. Tveimur konum var hjálpað til þess að flýja til útlanda. Yngsta stúlkan var 15 ára.

Innlent
Fréttamynd

Gefur kost á sér í 4.-5. sæti

Gunnar Axel Axelsson hefur tilkynnt að hann sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi þann 4. nóvember.

Innlent