Innlent

Fréttamynd

Spá minni hagnaði

Fjármálasérfræðingar bankanna spá almennt minni hagnaði á síðari helmingi ársins, en á fyrri helmingi þess, sem sló öll met.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn fastir í Svíþjóð

Fimm manna sendinefnd á vegum Alþingis hefur setið föst á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi, á annan sólarhring. Björgvin G. Sigurðsson þingmaður segir framkomu Flugleiða slíka að þingið þurfa að endurskoða viðskipti sín við félagið.

Innlent
Fréttamynd

Yukos úrskurðað gjaldþrota

Rússneska olíufélagið Yukos hefur verið úrskurðað gjaldþrota af dómstóli í Moskvu. Félagið var stærsti olíuframleiðandi í Rússlandi þar til stofnandi Yukos, Mikhail Khodorkovsky, var ákærður fyrir ýmis fjársvik fyrir þremur árum.

Erlent
Fréttamynd

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maðurinn, sem handtekinn var eftir ránið í skrifstofum Bónusvídeós í Hafnarfirði í fyrradag, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til áttunda ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Með hass í poka

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn eftir að slatti af hassi fanst í poka í bíl hans , eftir að hann var stöðvaður á Geirsgötu í Reykjavík í nótt. 16 ára unglingur, sem líka var í bílnum, forðaði sér á hlaupum, en lögreglan vissi hver hann er og komu forledrar með hann á stöðina síðar í nótt. Sá eldri gistir fangageymslur, grunaður um að hafa ætlað efnið til sölu, og verður yfirheyrður í dag.

Innlent
Fréttamynd

Virða ekki hæðatakmarkanir

Flutningabílar með háfermi óku sex sinnum á hæðarslár, við brúarbygginguna á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvega frá því um tvö leitið í fyrrinótt þar til um tvö leitið í nótt. Að sögn lögreglu er í nokkrum tilvikum vitað hverjir voru á ferð, en í öðrum ekki. Slárnar skemmdust talsvert, en ökumennirnir náðu að stöðva bíla sína áður en þeir ækju á uppsláttinn undir brúnni sjálfri. Slárnar eru svipaðar þeim, sem eru við Hvalfjarðagöng og hvað eftir annað hefur verið ekið á að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í íbúðarhúsnæði

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði mikinn viðbúnað þegar tilkynnt var um eld í íbúð í húsnæði, sem búið er að breyta í íbúðarhúsnæði, við utanverða Kársnesbraut í Kópavogi í gærkvöldi. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var búið að rýma húsið að hluta, en þegar til kom reyndist lítilsháttar eldur loga í gluggakarmi einnar íbúðarinnar, sem var mannlaus. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í, og verður rannsókn haldið áfram á vettvangi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Steranotkun unglinga mest í þremur greinum íþrótta

Notkun ólöglegra stera og hins örvandi efnis efedríns, virðist vera umtalsverð meðal framhaldsskólanema, ef marka má niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Flestir notendur þessara ólöglegu efna voru í vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum.

Innlent
Fréttamynd

Börn sem leggja aðra í einelti lenda á glapstigu

Börn sem leggja önnur börn í einelti eru líklegri til að lenda á glapstigu. Þetta segir Þorlákur H. Helgason sem vinnur að svokölluðu Olweusar-verkefni hjá Kennaraháskóla Íslands. Rannsókn sem unnin var í efsta bekk grunnskóla í Stokkhólmi sýnir að börn og unglingar sem leggja aðra í einelti eru margfalt líklegri til að fremja afbrot. Einnig eru þau líklegri til að reykja daglega, neyta eiturlyfja og drekka.

Innlent
Fréttamynd

Mikill verðmunur á nikótínlyfjum

Verð á nikótínlyfjum hefur hækkað töluvert frá því í janúar samkvæmt nýlegri könnun Neytendasamtakanna. Veðhækkunin nemur allt að tuttugu og fjórum prósentum í sumum apótekum.

Innlent
Fréttamynd

Búið að slökkva eldinn

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan átta í kvöld vegna elds í blokk við Kársnesbraut í Kópavogi. Eldurinn hafði kviknað í íbúð á efstu hæð en hún var þá mannlaus. Betur fór en á horfðist í fyrstu en um minniháttar bruna var að ræða og gekk slökkvistarf greiðlega. Ekki er vitað með tjón að svo stöddu en lögregla fer með rannsókn málsins. Líklegt þykir að um íkveikju hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í íbúðablokk á Kársnesbraut

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt í þessu vegna elds í íbúðablokk við Kársnesbraut í Kópavogi. Slökkviliðsmenn eru komnir á staðinn en svo virðist sem um minniháttar bruna sé að ræða. Nokkur reykur er í íbúðinni en slökkviliðsmenn eru að störfum. Einn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en honum varð ekki meint af. Nokkrar nærliggjandi íbúðir voru rýmdar þegar eldurinn kom upp en ekki reyndist þörf á að rýma alla blokkinni.

Innlent
Fréttamynd

Um 4.600 manns eiga bókaðar ferðir til Eyja

Um 4.600 manns eiga bókaðar ferðir til Vestmannaeyja um næstu helgi. Fréttavefurinn Suðurland.is greinir frá því að flestir farþeganna eigi bókað far með Herjólfi til Eyja eða rúmlega 3.000 manns. Um 940 farþegar munu fljúga með Flugvfélagi Vestmannaeyja og þá eiga um 600 manns bókað flug til Eyja með Landsflugi en Landsflug mun fljúga frá Reykjavík, Höfn í Hornafirði og Sauðárkróki.

Innlent
Fréttamynd

Sr. Elínborg ráðin afleysingaprestur í Grindavík

Sr. Elínborg Gísladóttir hefur verið ráðin afleysingaprestur í Grindavík. Fréttavefurinn Víkurfréttir.is greinir frá því að sr. Elínborg muni gegn starfinu til loka maí á næsta ári í fjarveru sr. Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur sem varð forseti bæjarstjórnar eftir kosningarnar í vor. Elínborg hefur áður gegnt starfi afleysingaprests, í Ólafsfirði í þrjú ár og í Grafarvogskikrju í 17 mánuði. Hún er fædd árið 1959, lauk embættisprófi 1998 og hlaut prestsvígslu árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Heimilt að semja við Eykt

Félagsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að fyrrverandi meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis hafi verið heimilt að semja við Eykt um uppbyggingu á nýju hverfi í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Líðan mannsins eftir atvikum

Líðan unga mannsins, sem slasaðist alvarlega á Sandgerðisvegi í gærkvöldi þegar bíll hans fór útaf og bílbeltið slitnaði, er eftir atvikum góð. Hann er undir eftirliti lækna á gjörgæslu Landspítalans en hann er mikið slasaður. Hann er þó ekki í öndunarvél en hann verður áfram undir eftirliti lækna næstu daga. Hann var einn í bílnum og kastaðist út úr honum eftir að beltið slitnaði. Lögregla og Rannsóknanefnd bílslysa rannsaka tildrög slyssins, og af hverju bílbeltið slitnaði.

Innlent
Fréttamynd

BSRB stefnir bæjarstjórn Snæfellsbæjar

BSRB hefur ákveðið að stefna bæjarstjórn Snæfellsbæjar, verði uppsagnir sex starfsmanna sundlauga og íþróttahúsa í sveitarfélaginu ekki dregnar til baka. Uppsagnirnar standa í tengslum við skipulagsbreytingar en BSRB segir kjarasamninga kveða skýrt á um að slíkar breytingar geti átt sér stað án þess að fólki sé sagt upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Tíu ár frá því að Ólafur Ragnar var kjörinn forseti

Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson tók formlega við embætti forseta Íslands. Það má segja að hver merkisdagurinn reki hvorn annan í þessari viku hjá forsetanum því í gær fékk Dorrit Mousaieff forsætisfrú íslenskan ríkisborgararétt.

Innlent
Fréttamynd

Methagnaður viðskiptabankanna

Methagnaður er á rekstri viðskiptabankanna á þessu ári, en fyrstu sex mánuði ársins nam hagnaðurinn rúmlega 72 milljörðum króna. Glitnir hefur aldrei skilað meiri hagnaði og hagnaður KB banka og Landsbanka er meiri en á sama tíma í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

1200 öryrkjar missa lífeyrisbæturnar 1. nóvember

Um 1200 öryrkjar munu að líkindum missa allar lífeyrisbætur sínar þann 1. nóvember næstkomandi eftir sérstaka tekjuathugun Greiðslustofu lífeyrissjóða. Bætur 1100 manns til viðbótar skerðast á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

Mikið álag á Reiknistofu bankanna

Mikið álag hefur verið á Reiknisstofu bankanna frá því í gærkvöldi, en í dag eru stærstu mánaðarmót ársins vegna greiðslna hins opinbera á vaxtabótum og ofgreiddum sköttum.

Innlent
Fréttamynd

Sturla hyggst höggva á hnútinn

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, ætlar að fá utanaðkomandi aðila til að skoða nýtt vaktafyrirkomulag flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Flugumferðarstjórar funduðu með ráðherra í morgun, en þeir hafa neitað að vinna yfirvinnu frá því nýtt vaktafyrirkomulag tók gildi í vor.

Innlent
Fréttamynd

Stýrivextir hafa lítil áhrif á þenslu

Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa lítil áhrif á þenslu í þjóðfélaginu. Þetta segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Hann segir Seðlabankann vinna að því að finna áhrifaríkari leið til að slá á þensluna. Þrátt fyrir að stýrivextir Seðlabankans hafi hækkað mikið á þessu ári þá virðist ekkert lát vera á þenslu í þjóðfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Umfangsmikil GSM uppbygging Og Vodafone í Eyjafirði

Og Vodafone hefur nú lokið umfangsmikilli uppbyggingu á GSM kerfi fyrirtækisins á ákveðnum svæðum í Eyjafirði. Uppbyggingin hófst við Sörlagötu á Akureyri í febrúar á þessu ári en lauk við Klauf/Hrafnagil um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Lokað fyrir fullt og fast

Umferð um aðalhlið varnarsvæðisins á Miðnesheiði hefur verið hætt. Hliðið var tekið í notkun í mars 2005, fyrir fimmtán mánuðum. Kostnaður við framkvæmdir vegna þess nam rúmum 130 milljónum króna en reist voru ný varðskýli og bygging fyrir vegabréfaumsýslu auk breytinga á bílastæðum og girðingu.

Innlent
Fréttamynd

Flugumferðarstjóri þvingaður til vinnu veikur

Flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sem tilkynnti sig veikan í gærmorgun, var úrskurðaður vinnufær af trúnaðarlækni og í framhaldinu sagt að mæta til vinnu. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir atburðinn fáheyrðan og stórhættulegan.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist alvarlega eftir útafakstur

Ökumaður á tvítugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans eftir útaf akstur á Sandgerðisvegi um klukkan hálf sjö í kvöld. Ökumaður var einn í bílnum. Hann mun hafa kastast út úr ökutækinu eftir að bílbelti slitnaði. Tildrög slyssins eru ókunn en lögreglan í Reykjanesbæ fer með rannsók þess. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Sala jókst um 85% milli ára

Sala Össurar á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam 4,8 milljörðum íslenskra króna. Söluaukningin jókst um 85% frá öðrum árstjórðungi árið 2005, mælt í Bandaríkjadölum. Þá var söluaukning vegna innri vaxtar 8%. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að aukning í sölu á stoðtækjum hafi verið umfram væntingar og sala á spelkum og stuðningsvörum hafi verið í takt við áætlanir.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að veita fjármagni til fornleifarannsókna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir brýnt að veita fjármagni til fornleifarannsókna svo hægt sé að ljúka þeim. Hún telur ástæðu til að styrkja Forneleifasjóð þar sem Kristnuhátíðarsjóðs njóti ekki lengur við.

Innlent