Innlent

Fréttamynd

Veitingahúsalisti ekki verið birtur

Samtök ferðaþjónustunnar hafa ekki ákveðið hvort þau ætli að bregðast við könnun Neytendastofu sem sýndi að meirihluti veitingahúsa hafa ekki lækkað hjá sér verð eftir fyrsta mars. Neytendastofa hefur ekki birt lista yfir þau veitingahús sem lækkuðu.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á afleiðingum tekjutengingar ellilífeyris

Afleiðingar þess að afnema tekjutengingu ellilífeyris og bóta til öryrkja eru skoðaðar í nýrri rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kynnt er í dag. Hún ber heitið "Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja." Í rannsókninni er gerð greining á starfsmannaskorti í atvinnulífinu, með sérstakri áherslu á verslun. Einnig eru hugsanlegar lausnir skoðaðar.

Innlent
Fréttamynd

Á þriðja tug kólumbískra flóttamanna til landsins

Á þriðja tug flóttamanna kemur hingað til lands í sumar frá Kólumbíu. Ákveðið var að taka á móti flóttamönnum þaðan vegna góðrar reynslu á móttöku þeirra hér á landi en svipaður fjöldi kom til Íslands frá Kólumbíu árið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Kaupviðræður hefjast á morgun

Samningaviðræður Reykjavíkurborgar um kaup á lóðunum tveimur þar sem húsin í miðborginni brunnu síðastliðinn miðvikudag hefjast á morgun. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður vill að fimmtíu til sextíu hæða glerhýsi verði byggt á lóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Aukinn viðbúnaður í miðbænum

Aukinn viðbúnaður verður í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Að sögn lögreglu er það venja að vakta hús sem hafa brunnið ef eldur myndi blossa upp aftur. Þeim mun meiri viðbúnaður er þegar eldur verður á eins fjölförnum stað og í dag. Búist er miklum mannfjölda í miðbænum í kvöld þar sem á morgun er frídagur á flestum vinnustöðum.

Innlent
Fréttamynd

Andrésarandarleikarnir settir í kvöld

Andrésarandarleikarnir verða settir í kvöld kl 20:30 í íþróttahöllinni á Akureyri. Um 700 keppendur á aldrinum 7-14 ára eru á svæðinu og má búast við fjörugum leikum. Keppnin sjálf hefst svo í fyrramálið kl 9:00. Lögreglan á Akureyri er við öllu viðbúin og hefur aukið við sig fólki í löggæslu vegna mikils fjölda fólks í bænum, en búist er við að um 3500-4000 manns.

Innlent
Fréttamynd

Biskup Íslands fulltrúi lútherskra kirkna í London

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, verður fulltrúi lútherskra kirkna við biskupsvígslu í London. Biskup Íslands hefur þegið boð Rowan Williams, erkibiskups af Kantaraborg um að vera fulltrúi lútherskra kirkna er tilheyra Porvoo samkomulaginu við biskupsvígslu í Southwark dómkirkju fimmtudaginn 19. apríl næstkomandi. Tilefnið er vígsla nýs biskups í Wolverhampton, sr. Clive Gregory.

Innlent
Fréttamynd

Færri á nagladekkjum í ár en í fyrra

Um 42% bifreiða eru á nagladekkjum samkvæmt talningu sem gerð var 11. apríl. síðastliðinn. Þetta er um 2-3% lægri tala en hefur verið síðustu árin. Önnur talning verður gerð í næstu viku. Frá og með 15. apríl var óleyfilegt að vera á nöglum.

Innlent
Fréttamynd

Stimpilgjöld verða felld niður

Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.

Innlent
Fréttamynd

Unnur Svava sigrar í Raunveruleikum Landsbankans

Unnur Svava sigraði í Raunveruleiknum Landsbankans í ár. En verðlaunin voru veitt í þriðja sinn í dag. 1.627 nemendur í 10. bekk tóku þátt í leiknum. Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur á netinu sem fræðir nemendur 10. bekkjar um ábyrga meðferð fjármuna og neytendamál. Í

Innlent
Fréttamynd

Afkoma AMR í takt við væntingar

Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði hagnaði upp á 81 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,284 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið 89 milljónum dala, 5,88 milljörðum króna. Afkoman er í takt við væntingar greinenda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 2,4 prósent

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,4 prósent í apríl frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði hún um 5,1 prósent og síðastliðna 6 mánuði um 2,8 prósent. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,8 prósent, samkvæmt nýjustu upplýsingum Fasteignamats ríkisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þakið á Austurstræti 22 er fallið

Þakið af Austurstræti 22, húsinu sem skemmtistaðurinn Pravda er til húsa er féll um fimmleytið. Verið er að vinna af því að rífa niður það sem eftir er af þakinu. Ekki er gert ráð fyrir að slökkvistarf klárist fyrr en í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Flugvöllurinn er á góðum stað.

Núverandi flugvöllur í Vatnsmýrinni er á góðum stað fyrir flugsamgöngur en flugvallarsvæðið er dýrmætt sem byggingarland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samgönguráðherra og borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Velta á markaði sambærileg við síðasta ár

Undirliggjandi velta á innlendum hlutabréfamarkaði það sem af er árs er sambærileg og í fyrra. Veltan var lítið minni í janúar og mars en mun meiri í febrúar. Greiningardeild Glitnis segir ástæðuna fyrir aukningunni í febrúar tilfærslu eignarhluta í ár og að markaðurinn snéri við í fremur lítilli veltu eftir hraða hækkun um miðjan febrúar á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aflaverðmæti skipa nam 5,7 milljörðum í janúar

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 5,7 milljörðum króna í janúar á þessu ári samanborið við 3,6 milljarða í janúar 2006 og jókst því um 2,1 milljarð eða 58,8 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um tæp 230 prósent á milli ára. Mestu munar um verðmæti loðnu. Mestu munar um að aflaverðmæti í janúar í fyrra var með minna móti en fyrri ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir býður upp á ný húsnæðislán á morgun

Glitnir ætlar frá og með morgundeginum að bjóða upp á nýja tegund húsnæðislána þar sem helmingur lánsins er verðtryggður í íslenskri mynt en hinn helmingurinn óverðtryggt lán í lágvaxtamyntunum jenum og svissneskum frönkum. Vextir eru 4,5 prósent miðað við hámarksveðsetningarhlutfallið 80 prósent, sem er sama hlutfall og á verðtryggðum lánum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allir flokkar vilja lengra fæðingarorlof

Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs.

Skoðun
Fréttamynd

Stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja

Fjöldi Íslendinga yfir áttræðu á eftir að fimmfaldast fram til ársins 2050, úr 9 þúsundum í 45 þúsund og meðalævi fólks lengist um 7 ár. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og örkulífeyrisþega á næstu árum vegna hækkandi aldurs.

Innlent
Fréttamynd

Norrænir markaðir í hæstu hæðum

Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa hækkað mikið og nálgast nýjar hæðir, ekki síst sá norski sem er nálægt sínu hæsta sögulega gildi. Sænska vísitalan sló met í gær auk þess sem Dow Jones Nordic 30 vísitalan fór í hæsta gildi frá upphafi. Úrvalsvísitalan hefur sömuleiðis staðið í sögulegum hæðum í vikunni en lækkaði í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Actavis á meðal líklegustu kaupenda á Merck

Mestar líkur eru á að lyfjafyrirtækin Actavis og indverska félagið Torrent Pharmaceuticals muni berjast um samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck. Þetta segir bandaríska viðskiptatímaritið Forbes sem telur að kaupverð geti numið allt að sex milljörðum dala, jafnvirði rúmra 392 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

N1 siðlaus og ósvífin

N4, norðlenskt fjölmiðlafyrirtæki, kannar nú réttarstöðu sína vegna nýs nafns og firmamerkis N1, olíufélagsins Essó. Merkin eru sláandi lík segir stjórnarformaður N4. Hann segir athæfið bæði ósvífið og siðlaust.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn sagður bjóða í Bridgewell

Landsbankinn er sagður vera á meðal þeirra sem hafa lagt fram yfirtökutilboð í breska verðbréfafyrirtækið Bridgewell Group. Á meðal annarra bjóðenda er hollenski fjárfestingabankinn Fortis, sem rekur starfsemi víða um Evrópu. Stjórnendur Bridgewell eru sagðir hafa komið hingað til lands í gær til fundar við Landsbankamenn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Muuga hugsanlega á flot í kvöld

Hugsanlega verður reynt að draga Wilson Muuga á flot á háflóði klukkan hálf sjö í kvöld. Það veltur á því hvort menn telji að búið sé að styrkja skrokk skipsins nægilega. Ef eigendur skipsins telja útséð um að það sé skynsamlegt að reyna í kvöld verður reynt annað hvort á morgun eða á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ljóst hver á að bæta tjónið

Ekki er ljóst hver skuli bæta það tjón sem hlaust í aurflóðinu á Sauðárkróki í fyrradag. Fulltrúar frá Tryggingamiðstöðinni sem er tryggingafélag RARIK hafa kannað verksummerki á svæðinu. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Það var þrýstijöfnunarbúnaður í aðrennslispípu Gönguskarðsárvirkjunar sem brást þegar flóðið varð, en pípan og búnaðurinn eru jafn gömul virkjuninni sem reist var árið 1949.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í skilorðsbundið hálfs árs fangelsi fyrir skattsvik

Karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vangreiðslu á virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum. Auk þess var hann dæmdur til að greiða 8,5 milljónir í ríkissjóð, annars bætast fjórir mánuðir við fangelsisdóm hans. Skattabrotin áttu sér stað á árunum 2000 og 2001 þegar maðurinn gerðist uppvís að því að greiða ekki rúmar 600 þúsund krónur í virðisaukaskatt og rúmlega 3,5 milljónir í önnur opinber gjöld.

Innlent
Fréttamynd

Helmingur vill afnema launaleynd

Rétt rúmur helmingur þjóðarinnar vill láta banna launaleynd í persónubundnum kjarasamningum. 51,6 prósent vilja banna launaleynd en 48,4 prósent vilja viðhalda henni. Þetta er samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna gagnvart launaleynd, konur vilja frekar afnema hana en karlar, 56 kvenna segja burt með launaleynd á meðan 52,5 prósent karla vilja viðhalda henni. 800 voru spurðir í könnuninni og 88 prósent tóku afstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Héðinn og Jón Viktor í 2.-4. sæti

Alþjóðlegu meistararnir Héðinn Steingrímsson (2482) og Jón Viktor Gunnarsson (2406) eru í 2.-4. sæti, með 4,5 vinning, að lokinni 6. umferð Reykjavík International - Minningarmótsins um Þráin Guðmundsson, sem fram fór í kvöld í skákhöllinni Faxafeni.

Innlent
Fréttamynd

KR Íslandsmeistari

KR tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir dramatískan 83-81 sigur á Njarðvík í framlengdum fjórða leik liðanna í vesturbænum . KR hafði aldrei forystu í venjulegum leiktíma, en hafði betur frá fyrstu mínútu í framlengingunni og vann því einvígið 3-1.

Innlent