Deilur ISAVIA og ALC

Fréttamynd

Hátt­semi dómara ekki sak­næm og Isavia fær því enga milljarða

Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið og bandarísku flugvélaleiguna ALC af milljarðakröfum Isavia. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að annarri niðurstöðu og taldi að dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefði komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Milljarða tjón vegna saknæmrar háttsemi dómara

Íslenska ríkið og bandaríska flugvélaleigan ALC hafa verið dæmt til að greiða Isavia 2,5 milljarða króna í tengslum við deilu Isavia og ALC um yfirráð yfir flugvél flugfélagsins sáluga Wow air. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að dómari við Héraðsdóm Reykjanes hafi komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar sem hafnaði kröfu Isavia um að fá úrskurð Héraðsdóms Reykjaness felldan úr gildi þess efnis Isavia yrði að afhenda bandaríska leigufélaginu ALC Airbus-þotu sem Isavia hafði kyrrsett gegn öllum skuldum flugfélagsins WOW air.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhættuálag gæti lagst á ný flugfélög

Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóri segir einfalt að réttlæta ákvarðanir

Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar.

Innlent
Fréttamynd

Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin

Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar

Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC

Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð.

Innlent
Fréttamynd

Fá vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni

Isavia fékk í dag vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í dag. Isavia mun krefjast þess að málinu verði vísað frá, að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia.

Viðskipti innlent
  • «
  • 1
  • 2