Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Flestir hafa kosið að vera grímulausir

Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum Covid-19 um helgina

Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina, laugardaginn 22. maí. Hinn látni var á sextugsaldri og var lagður inn fyrir um mánuði síðan. 30 hafa hér með látist af völdum veirunnar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Slakað á grímu­skyldu og sam­komu­tak­mörkunum

Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun.

Innlent
Fréttamynd

Hvorki fót­bolti né messur vegna smita

Engir fótboltaleikir munu fara fram í Færeyjum í dag og guðsþjónustum hefur verið aflýst vegna fjölda smita sem greindust í gær. Sextán manns greindust með veiruna og hafa ekki fleiri smit greinst á einum degi frá því í desember síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Róleg vika í bólusetningum

Það stefnir í rólega viku í bólusetningum hér á landi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að 7.700 skammtar af Pfizer verði gefnir á miðvikudag á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi

Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti.

Erlent
Fréttamynd

Enginn greindist smitaður í gær

Enginn greindist smitaður af Covid-19 í gær, hvorki innanlands né á landamærum. Þetta segir í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki kyssa eða knúsa fugla“

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hvetur fólk til þess að kyssa ekki eða knúsa fiðurfé vegna salmonellufaraldurs sem gengur um Bandaríkin þessa stundina.

Erlent
Fréttamynd

Allt annað líf að fá að standa ber­skjaldaður andspænis kúnnunum

Ætla má að veitinga­húsa- og bar­eig­endur landsins hafi margir hverjir séð til­efni til að gleðjast í dag yfir boðuðum til­slökunum á sótt­varna­reglum. Það er Björn Árna­son, eig­andi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að af­greiða fólk grímu­laus.

Innlent
Fréttamynd

Hætt verði að skima bólusetta og börn um miðjan júní

Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir á landamærum að um miðjan júní verði hætt að skima bólusetta, fólk með vottorð um fyrri Covid-sýkingu og börn. Í júní eða júlí verði stefnt að því að breyta tvöfaldri skimun í einfalda skimun og íhuga að hætta henni í framhaldinu.

Innlent