Dýraheilbrigði

Fréttamynd

Stefna að út­rýmingu sauðfjárriðu innan tuttugu ára

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra undirritaði í dag landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu ásamt Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra Matvælastofnunar og Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands. Stefnt er að því að útrýma riðuveiki í sauðfé á Íslandi innan tuttugu ára.

Innlent
Fréttamynd

Hvatning til mótshaldara Landsmóts hesta­manna

Stærsta hestamót hér á landi, Landsmót hestamanna, hefst í dag. Gjarnan er talað um að Landsmót sé uppskeruhátíð unnenda íslenska hestsins þar sem hundruð knapa keppa og sýna hross. Mót af þessari stærðargráðu er vissulega ánægjulegt fyrir mótshaldara, keppendur og áhorfendur. Hinsvegar er mikilvægt að ræða velferð hrossa í keppni og sýningum enda snýst mótið fyrst og fremst um þau.

Skoðun
Fréttamynd

Óður hundur réðst á tvo í Grafar­vogi

Tilkynnt var um óðan hund sem réðst á tvo í Grafarvoginum síðastliðið föstudagskvöld. Hundurinn var handsamaður og færður í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri Dýraþjónustunnar hefur áhyggjur af því að bitmálum fari fjölgandi.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín“

Íbúi í Laugardal, sem telur að veiðihundar í hverfinu hafi drepið köttinn hennar, segir íbúa dauðhrædda við hundana og langþreytta á lausagöngu þeirra. Hún var fyrir tilviljun á vettvangi í gær þegar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana, sem þá gengu lausir enn einu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Tveir veiði­hundar í haldi Dýraþjónustunnar

Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

For­dæma notkun „ó­mann­úð­legra“ minka­gildra

Jacobina Joensen formaður dýraverndunarfélagsins Villikatta segir félagið fordæma einstaklinga, sveitarfélög og félagasamtök sem nota minkagildrur. Þær séu hannaðar til að meiða dýr og það sé óskiljanlegt að þær séu enn leyfðar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru engar eðli­legar eða venju­legar dýra­veiðar“

Matvælaráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir ákvörðun sína um að heimila hvalveiðar úr mörgum ólíkum áttum. Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands og Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru yfir málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af ný­fæddum lömbum á Höfða

Dýralæknir sem kannaði aðstæður á sauðfjárbúi í Borgarfirði sem MAST fylgist sérstaklega með segir aðbúnað nokkurra dýra þar óviðunandi. Hún gagnrýnir að slíkt eigi sér stað á sama tíma og stofnunin segist vera að sinna skyldum sínum í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Þurfi að gera úr­bætur en á­standið verið ýkt

Settur yfirdýralæknir hjá Mast segir að stofnunin hafi farið fram á að sauðfjárbú í Borgarfirði geri talsverðar úrbætur í búskapnum. Þá hafi ábúendum þar verið gert að fækka fé en erfitt sé að gera það í miðjum sauðburði. Hann telur ástandið á bænum ekki eins slæmt og menn vilja vera láta.

Innlent
Fréttamynd

Riðulaust Ís­land!

Nú liggur fyrir landsáætlun um riðuveikilaust Ísland sem ég hef birt í samráðgátt. Markar sú mikla vinna sem hefur átt sér stað innan matvælaráðuneytisins vatnaskil í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og bind ég miklar vonir við breytta nálgun sem boðuð er í henni.

Skoðun
Fréttamynd

Dáin og deyjandi dýr en engin neyð?

Í gærdag sendi Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) frá sér ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð að bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Um er að ræða sauðfé í alvarlegum vanhöldum og er að hluta komið út fyrir girðingar að bænum, beit er þar lítil sem engin og girðingar ekki heldar.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgjast grannt með gangi mála

Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur.

Innlent
Fréttamynd

Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vos­búð

Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur með tal eftir­lits­mannsins í kaup­fé­laginu en sektin stendur

Nautgripabóndi á Vesturlandi þarf að greiða 350 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna brota á reglum um útivist nautgripa eftir að matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar. Bóndinn kærði málið til ráðuneytisins þar sem hann setti meðal annars út á eftirlit stofunarinnar og sér í lagi hegðun eftirlitsmanns Matvælastofnunar í Kaupfélagi Borgfirðinga.

Innlent
Fréttamynd

Fundu hræ fimm hvolpa í Mos­fells­bæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann poka í Mosfellsbæ í dag þar sem finna mátti hræ fimm hvolpa. Matvælastofnun hefur verið gert viðvart og grunur er um brot á lögum um velferð dýra.

Innlent
Fréttamynd

Dýra­vel­ferðar­mar­tröð af áður ó­þekktri stærð

Nú er komið fram á Alþingi frumvarp sem var unnið á vakt Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sinnti störfum matvælaráðherra í um þrjá mánuði á þessu ári. Við vorum mörg sem bundum vonir við að tekið yrði fast á sjókvíeldisfyrirtækjunum í þessu frumvarpi.

Skoðun
Fréttamynd

Kæra bónda eftir að 29 naut fundust dauð

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á nautgripum á lögbýli á Norðurlandi vestra eftir að 29 dauðir nautgripir fundust í gripahúsi við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til mat­væla­ráð­herra - dýra­níð í Borgar­byggð

Sæl Bjarkey. Ég ætla að brjóta þá hefð í ávarpi til nýs ráðherra að óska þér til hamingju með stólinn. - Ég mun hins vegar hvergi draga af þeim árnaðaróskum þá er þú hefur virkjað aðgerðir í því sem nú verður fjallað um, já ekki bara það heldur alvöru opinbera íslenska dýravernd skv. lögum um velferð dýra!

Skoðun