Lífið

Fréttamynd

Varnartröll úr FH í lampagerð

Sverrir Garðarsson sleit liðþófa og hefur verið frá keppni í fótbolta í sumar. Meðan hann jafnar sig á meiðslunum framleiðir hann lampa með félaga sínum.

Lífið
Fréttamynd

Þarf að kaupa sér sjónvarp

Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona er einn stjórnenda menningarþáttarins Djöflaeyjunnar sem hefur göngu sína á RÚV á þriðjudag. Þetta er frumraun Veru á sjónvarpsskjánum og er hún mjög spennt fyrir fyrsta þættinum.

Lífið
Fréttamynd

Um handhafa sannleikans

Svartur hundur prestsins, fyrsta leikverk Auðar Övu Ólafsdóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri segir höfundinn hafa sérstæða sýn á veruleikann og lag á að bregða á hann óvenjulegu ljósi.

Menning
Fréttamynd

Biggi í Maus skrifar kvikmyndahandrit

„Það er virkilega gaman að hafa hans sýn enda kemur hann ekki úr kvikmyndagerðarstéttinni,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z. Seint á næsta ári hefjast tökur á nýrri íslenskri kvikmynd eftir handriti Baldvins og Birgis Arnar Steinarssonar, betur þekkts sem Bigga í Maus.

Lífið
Fréttamynd

Blóðmjólkaður í Listaverkinu

„Þetta er nú ástæðan fyrir því að ég hef ekki leikið á sviði í átta ár, ég hef aldrei getað bundið mig á sama stað lengi,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri. Baltasar tilkynnti stjórnendum Þjóðleikhússins að hann gæti eingöngu leikið í leiksýningunni Listaverkinu út október vegna anna á öðrum vígstöðum. Leikstjórinn vildi ekki segja neitt frekar um þau mál að öðru leyti en að mörg spennandi verkefni væru í farvatninu og hann væri að skoða nokkur tilboð.

Lífið
Fréttamynd

Ekið í skólarútu á tónlistarhátíð

Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen sem skipa rafdúettinn Stereo Hypnosis spila á lista- og raftónlistarhátíðinni Harvest Festival í Kanada í dag. „Þetta verður rosalega spennandi,“ segir Pan.

Lífið
Fréttamynd

Mjólkar kýr í Katalóníu

Hjördís Ólafsdóttir hefur verið búsett á Spáni undanfarin fimm ár og líkar vel. Hún starfar á bóndabæ í Katalóníu og segist ekki vilja flytja heim aftur í bráð.

Lífið
Fréttamynd

Geggjun og dásamleg meðvirkni

Í Þjóðleikhúskjallaranum sýnir fjörugur hópur ungra leikara kolgeggjað uppistand undir yfirskriftinni Uppnám. Þetta er eins og tvískiptur kabarett. Í fyrri hlutanum segja þrír karlmenn frá lífi sínu og karlmennskureynslu en þeir kynntust á námskeiði fyrir atvinnulausa. Í síðari hlutanum flytja Viggó og Víoletta Sjálfshjálparsöngleik.

Gagnrýni
Fréttamynd

Grugguppvakningar vilja endurlífga handboltarokkið

Bush er ekki vinsælasta hljómsveit heims. Hún er ekki heldur sú besta né sú virkasta. Það hafa samt allir heyrt lög með Bush og sama hvað þér finnst um harpix-klístrað handboltarokkið þá er komin ný plata frá Bretunum sem allir halda að séu Kanar.

Tónlist
Fréttamynd

Lærir tískuljósmyndun í London

Ljósmyndun hefur átt hug Írisar Bjarkar Reynisdóttur undanfarin fjögur ár. Hún flytur búferlum til London á laugardaginn og hefur nám í ljósmyndun og stíliseringu við London College of Fashion.

Lífið
Fréttamynd

Ísland himnaríki húsbílaeigenda

Gleymið því að fara alla leið til Nýja-Sjálands til að sjá stórfenglegt landslag. Ísland hefur allan pakkann.“ Þetta segir húsbílaeigandinn Chuck Woodbury. Woodbury er raunar enginn venjulegur húsbílaeigandi því hann þykir fremsti sérfræðingur Bandaríkjanna í slíkum ferðalögum og rekur meðal annars vefsíðuna RVtravel.com. „Eina stundina lítur Ísland út eins og skosku hálendin. Handan við hornið er landslagið eins og við Oregon-ströndina og svo nokkrum kílómetrum seinna líður manni

Lífið
Fréttamynd

Pönk gegn Alþingi

Virkilega flott mynd um furðulegt mál. Listrænn metnaður bætir fyrir örfáa vankanta í flæðinu. Það var þó dapurlegt að sjá hversu fáir voru á sýningunni. Fyrir utan undirritaðan voru fjórir í salnum. Það var kannski fyrirsjáanlegt, enda þægilegra að gera eitthvað annað.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ásgeir Kolbeins skoðar kaup á Dubliner

Ásgeir Kolbeinsson hyggst kaupa veitingastað í hjarta miðborgarinnar í samstarfi við athafnamanninum Styrmi Þór Bragason. Þetta verður þá annar staðurinn sem þeir eiga, en þeir félagar eiga og reka veitinga- og skemmtistaðinn Austur við Austurstræti 7. Ásgeir og Styrmir Þór hafa stofnað hlutafélagið Gulleyjuna um rekstur veitingastaðarins.

Lífið
Fréttamynd

Kærkomið að fá að vera heima með nýfæddum syni

Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið fastagestur í sjónvarpi landsmanna síðastliðin fjögur ár eða frá því að Næturvaktin tröllreið öllu. Í október fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu frá þessum vinsælasta gamanleikara landsins í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi. Freyr Gígja Gunnarsson ákvað hins vegar að ræða nýjan erfingja og vonlausa veiðimennsku við Pétur.

Lífið
Fréttamynd

Pearl Jam í tuttugu ár

Heimildarmyndin Twenty verður frumsýnd á þriðjudaginn í tilefni af tuttugu ára afmæli rokksveitarinnar Pearl Jam. Aðeins 300 miðar eru í boði hér á landi. Í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli Seattle-rokkaranna í Pearl Jam verður ný heimildarmynd leikstjórans Camerons Crowe um hljómsveitina frumsýnd í völdum kvikmyndahúsum um allan heim þriðjudaginn 20. september. Myndin heitir Twenty og verður eingöngu sýnd þennan eina dag í Háskólabíói. Aðeins 300 miðar eru í boði.

Lífið
Fréttamynd

Prins póló í pílagrímsferð

Prins Póló er á leiðinni í tónleikaferð til Póllands í næstu viku, heimalands súkkulaðikexins vinsæla sem hljómsveitin er nefnd eftir.

Lífið
Fréttamynd

Ryan Gosling í hörkustuði

Hasar- og spennumyndin Drive eftir danska leikstjórann Nicolas Winding Refn verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Refn fékk gullpálmann í Cannes fyrir bestu leikstjórn en myndin hefur fengið mjög góða dóma og vilja margir meina að þetta sé hreinlega besta bíómynd ársins.

Lífið
Fréttamynd

Dauðinn var daglegt brauð

Salvadorinn Horacio Castellanos Moya er einn umdeildasti rithöfundur Rómönsku Ameríku í seinni tíð. Hann býður töfraraunsæinu birginn og dregur upp óvægna mynd af þyrnum stráðri sögu álfunnar.

Menning
Fréttamynd

Daðrandi á tískuviku

Svo virðist sem söngkonan vinsæla Jennifer Lopez skemmti sér vel á lausu en hún sat á fremsta bekk á tískusýningu Tommy Hilfiger ásamt leikaranum Bradley Cooper. Vel fór á með þeim tveimur og höfðu ljósmyndarar sýningarinnar meira áhuga á parinu en fatnaðinum.

Lífið
Fréttamynd

Gaukur á Stöng opnaður á ný

„Gaukurinn var hálfgerð félagsmiðstöð tónlistarmanna. Þangað komu allir sem voru að spila, hittust og ræddu um bransann,“ segir gítarleikarinn og athafnamaðurinn Franz Gunnarsson.

Lífið
Fréttamynd

Kynóður Simon Cowell

Kærasta Simons Cowell til tuttugu ára lýsir honum sem kynóðum hundi. Hann hafi oft haldið framhjá henni en aldrei viljað viðurkenna það. Ástamál Cowells eru enn og aftur í kastljósi fjölmiðla.

Lífið
Fréttamynd

Lárus Welding aðstoðar kraftakarla

„Lárus hefur verið að gefa okkur góð ráð og verið okkur innan handar við samningsgerð. Hann hefur kennt okkur hvernig við eigum að bera okkur að því svona samningsmál eru hafsjór af alls konar gildrum. En hann á hins vegar engan hlut í fyrirtækinu,“ segir útvarpsmaðurinn, athafnamaðurinn og fitness-kappinn Ívar Guðmundsson.

Lífið
Fréttamynd

Sígild bók Ingólfs endurútgefin

„Ég var búinn að vera í Skruddu í fimmtán ár og mig langaði til að gera eitthvað annað,“ segir Ívar Gissurarson, nú fyrrverandi forleggjari hjá Skruddu.

Lífið