Lífið

Fréttamynd

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík í þriðja sinn

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er nú haldin í þriðja sinn. Áttatíu kvikmyndir verða sýndar þá ellefu daga sem kvikmyndahátíðin stendur yfir. Aðstandendur hátíðarinnar vonast til þess að hún fái fastan samastað þar sem kvikmyndaunnendur geti sótt reglulega viðburði allan ársins hring.

Lífið
Fréttamynd

Nylon í 1. sæti á breska danslistanum

Lag Nylon-söngflokksins vermir efsta sætið á breska danslistanum sem birtur verður í næstu viku. Umboðsmaður stúlknanna segir að ef eitthvað sé lögreglumál, þá séu það þessi tíðindi.

Innlent
Fréttamynd

Ono gestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni

Yoko Ono verður gestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík þann 8. október og kynnir myndina Bandaríkin gegn John Lennon. Ono mun einnig kynna stuttmyndina Onochord sem verður sýnd á undan fyrrnefndu myndinni sama dag.

Lífið
Fréttamynd

Sykurmolarnir koma saman í nóvember

Hljómsveitin Sykurmolarnir ætlar að koma saman aftur og halda tónleika í Laugardalshöll þann 17. nóvember næstkomandi í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin gaf út smáskífu með laginu AMMÆLI.

Lífið
Fréttamynd

NFS sýnir beint frá móttökunni fyrir Magna

Sérstök móttökuathöfn verður fyrir Magna Ásgeirsson í Vetrargarði í Smáralind klukkan fjögur í dag. Þar verður fjölskylduhátíð og ýmsir listamenn stíga á stokk. Auk þess sem Magni spilar með hljómsveit sinni Á móti Sól. NFS sýnir beint frá hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Mikil stemming á Nick Cave

Mikil stemning var á tónleikum Nick Cave í Laugardalshöll í gærkvöldi. Nick Cave hefur verið vinsæll meðal Íslendinga í langan tíma enda var uppselt á tónleikana fyrir löngu síðan.

Innlent
Fréttamynd

Í sjúkrabíl á 4 fótum

Það hefur oft verið kallað á sjúkrabíl á mínu heimili – við fíflumst með þetta viðkvæma mál og þykjumst vita að á 112 sé búið að koma upp sérstökum útkallsflokki sem kallist “Ásdísarútkall”. Ég fæ nefnilega kvíðaköst eða – ég fékk kvíðaköst. “Ykkur er óhætt að fara í kaffi strákar – það er ekki von á Ásdísarútkalli í bráð.”

Heilsuvísir
Fréttamynd

Tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Íslensku kvikmyndirnar A Little Trip to Heaven í leikstjórn Baltasars Kormáks og Blöðbönd í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar eru í hópi tíu norrænna mynda sem tilnefndar eru til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs ár.

Lífið
Fréttamynd

Aukatónleikar sunnudaginn 24.september

Vegna gríðarlegrar eftirspurnar, fjölda áskorana og ótrúlegrar pressu hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum með Björgvini Halldórssyni og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eins og kunnugt er seldust fyrri tónleikarnir upp á mettíma fyrir skömmu, þegar tæplega 3000 miðar ruku út á aðeins 90 mínútum.

Lífið
Fréttamynd

Skímó á NASA í kvöld

Strákarnir í Skítamóral munu spila fyrir dansi á skemmtistaðnum Nasa, í kvöld laugardaginn 9. sept. Peyjarnir eru í miklu stuði þessa dagana því stutt er síðan þeir spiluðu í Reykjanesbæ fyrir gesti Ljósanætur, en talið er að um 40.000 manns hafi lagt leið sína á Ljósanótt þetta árið.

Lífið
Fréttamynd

Talandi fíll

Fílar hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að tala en þar virðist hafa orðið breyting á ef marka má starfsfólk í skemmtigarði í Jongin í Suður-Kóreu. Kosis, sextán ára gamall fíll, er sagður geta gefið frá sér hljóð sem minni á orð í kóresku.

Lífið
Fréttamynd

Jakobínarína ein þriggja sveita á hátíðinni

Hafnfirska rokksveitin Jakobínarína er meðal þeirra þriggja hljómsveita sem troða upp á Iceland Airwaves tónleikum í London þann 12. september. Ein helsta von Svía í rokkbransanum um þessar mundir, Love is All, og hinir innfæddu Tilly and the Wall, sem fyrir skemmstu gaf út sina aðra breiðskífu 'Bottoms of Barrales' hjá hinni skemmtilegu Moshi Moshi plötuútgáfu, koma einnig fram á tónleikunum sem haldnir eru undir formerkjunum 'A Taste of Airwaves' og fara fram í London's King's College. Hljómsveitirnar þrjár munu allar koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár, sem fer fram í áttunda sinn í miðborg Reykjavíkur daganna 18. - 22. október.

Lífið
Fréttamynd

Hvetja landsmenn til að kjósa Magna

Símafyrirtækin, Og Vodafone og Síminn hvetja stuðningsmenn Magna Ásgeirssonar að taka þátt í SMS kosningunni vegna RockStar Supernova aðfaranótt miðvikudags. Talsmenn símafyrirtækjanna telja mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt í kosningunni og sendi SMS í númerið 1918 til þess að tryggja að öll atkvæði Magna komist til skila. Eitthvað bar á því í síðustu kosningu að skilaboðin færu í rangt númer.

Lífið
Fréttamynd

Þrjár sýningar á þrjú þúsund

Það verður opið hús í Borgarleikhúsinu á sunnudaginn milli 3-5, boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta sólóplatan

Fergie, söngkona The Black Eyed Peas mun gefa út sína fyrstu sólóplötu 18.september næstkomandi. Platan mun heita The Dutchess og upptökum stjórnar Will.I.Am forspakki The Black Eyed Peas.

Lífið
Fréttamynd

U2 tónleikar á DVD

Þann 18 september kemur út á DVD rómaðir U2 tónleikar frá 1993. Tónleikarnir voru á Zoo TV tónleikaferðinn, þegar þeir voru að fylgja eftir plötunni "Achtung Baby". Af mörgum er þessi tónleikaför talin með þeim stórkostlegustu frá upphafi rokktónlistar, þar sem sviðið var umkringt með hundruðum risa sjónvarpsskjáum.

Lífið
Fréttamynd

Villt rokkveisla í bígerð

Allt stefnir í villtustu rokkveislu ársins þegar þrjár af umdeildustu hljómsveitum síðari ára koma saman á tónleikum í Laugardalshöll næstkomandi þriðjudagskvöld.

Lífið
Fréttamynd

Sálin og Gospelkór með stórtónleika

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns blæs til stórtónleika í Laugardalshöllinni föstudaginn 15. september. Þar mun hin lífseiga poppsveit troða upp með fulltingi Gospelkórs Reykjavíkur, auk þess sem sveitinni verða til aðstoðar nokkrir aukahljóðfærarleikarar.

Lífið
Fréttamynd

Inntökupróf á mánudaginn

Drengjakór Reykjavíkur er að hefja 17. starfsár sitt. Í kórnum eru um 40 drengir á aldrinum 8-13 ára. Við kórinn starfar einnig yngri deild fyrir 6 og 7 ára drengi. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson sem jafnframt stjórnar Karlakór Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

Brottnámið úr kvennabúrinu

Fyrsta verkefni Íslensku óperunnar starfsárið 2006-2007 er uppfærsla á Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart en tónskáldið á 250 ára afmæli í ár og hefur þess verið minnst víða um heim.

Lífið
Fréttamynd

Hjálmar kvöddu á Skriðuklaustri

Hinir víðförlu og viðkunnanlegu Hjálmar, hafa tekið þá ákvörðun að hætta samstarfi eftir þrjú gjöful ár, og tvær breiðskífur. Ástæða þess er einungis sú að meðlimir stefna nú sinn í hverja áttina, búandi beggja vegna Atlantshafsins, eins og segir í tilkynningu Hjálma.

Lífið
Fréttamynd

Fjölbreytt dagskrá

Fjórða alþjóðlega Tangóhátíð Kramhússins og Tangófélagsins, TANGO on ICEland verður haldin 31. ágúst - 3. sept. Hátíðin fer fram í Kramhúsinu, Iðnó, Þjóðleikhúskjallaranum og Bláa lóninu. Sem fyrr er dagskrá hátíðarinnar fjölbreytt og tilvalin leið fyrir reynda sem óreynda að kynna sér heim tangósins.

Lífið
Fréttamynd

Nico Muhly - Speaks Volumes

Ný íslensk hljómplötuútgáfa, Bedroom Community gefur út sína fyrstu afurð, plötuna Speaks Volumes eftir Bandaríska tónskáldið Nico Muhly sem búsettur er í New York.

Lífið
Fréttamynd

Reykjavík, Sprengjuhöllin og Dóri DNA

Hljómsveitirnar Reykjavík! og Sprengjuhöllin ásamt rapparanum Dóra DNA munu troða upp á Stúdentakjallaranum við Hringbraut föstudaginn næstkomandi, 25. ágúst. Búast má við athyglisverðri stemningu enda er um að ræða ólíka flytjendur.

Lífið
Fréttamynd

Lífið kallar

FL-Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands, efna til styrktartónleika þann 9. september næstkomandi í Háskólabíói. Ágóði tónleikanna ásamt söfnunarfé mun renna til átaksverkefnis Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans Háskólasjúkrahúss, “Lífið kallar” en markmið þess er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja.

Lífið
Fréttamynd

Alíslenskur brúðuþáttur á Stöð 2

Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir brúðugrínþættir hefja göngu sína. Í raun hefur það aldrei gerst áður. Búbbarnir eru því ekkert minna en bylting í íslensku sjónvarpi. Og Búbbastöðin - sem er sögusvið þáttanna - mun þar að auki valda byltingu á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

Lífið
Fréttamynd

Reykholtskirkja hin eldri

Í Reykholti í Borgarfirði eru tvær kirkjur. Bak við þá nýju þar sem guðsþjónustur eru núna leynist önnur eldri og minni kirkja sem byggð var árið 1886. Sunnudaginn 27. ágúst nk. opnar Þjóðminjasafn Íslands þessa fallegu gömlu timburkirkju fyrir almenning og gefst tækifæri til að skoða hana að innan sem utan.

Lífið
Fréttamynd

PSP verður bleik

Sony Computer Entertainment í Evrópu (SCEE) hefur tilkynnt um nýja tölvu í PSP fjölskyldunni eða bleika PSP. Útgáfa tölvunnar er gerð í samvinnu við metsölu listamanninn P!nk.

Lífið