Skoðanir

Fréttamynd

Græn gjaldalækkun

Fréttablaðið sagði frá því í gær að fyrirtækið Metanorka, dótturfélag Íslenzka gámafélagsins, vildi kaupa metangas sem unnið er á sorphaugunum í Álfsnesi. Metanorka vill keppa á smásölumarkaði við N1, sem til þessa hefur verið eini seljandi þessa orkugjafa á landinu. Metan hf., sem markaðssetur gasið frá Sorpu, hefur fallizt á beiðnina og mun selja þeim sem vilja gasið þegar heildsöluverð hefur verið reiknað út.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kynþáttafordómar líðast ekki

Undanfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að kúbverskir feðgar með íslenskan ríkisborgararétt hafi flutt úr landi vegna kynþáttafordóma. Ég þekki ekki til málsins annað en það sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum en ef rétt reynist þá þurfum við að taka okkur saman sem þjóð og senda út skýr skilaboð. Útlendingahatur og kynþáttafordómar líðast ekki og eiga aldrei líðast í samfélagi okkar. Þjóð er ekkert annað en fólkið sem í samfélaginu býr, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð, fötlun eða heilsufari. Lykillinn að farsælu samfélagi er að öllum íbúum líði vel, búi við jöfn tækifæri og að íbúar lifi í sátt og samlyndi við hvern annan. Í baráttunni gegn kynþáttafordómum er mikilvægt að benda á tvennt.

Skoðun
Fréttamynd

Styttri aðgangur hærra orkuverð

Um þessar mundir er unnið að gerð stjórnarfrumvarps þar sem meðal annars mun vera lagt upp með að stytta leyfilegan samningstíma varðandi afnotarétt af náttúruauðlindum í jarðhita og vatnsafli, í opinberri eigu. Samkvæmt lögum frá árinu 2008 er hámarkstími slíkra samninga nú 65 ár, en semja má um framlengingu að samningstímanum hálfnuðum (og þá aftur mest til 65 ára, heildarsamningstíminn getur því mestur orðið samtals 97,5 ár).

Skoðun
Fréttamynd

Glötum ekki fjöregginu

Eftir hrunið var það ríkjandi skoðun að við þyrftum að stokka upp það samfélagskerfi sem hér hafði þróast. Sumt er aldargamalt, annað afsprengi nýrri tíma. Okkur mistókst að byggja upp traust samfélag með þokkalegu félagslegu öryggi. Þjóðin virðist ekki megna að þróast og þroskast. Kannski er hún of lítil til að geta þroskast. Hún virðist heillast meir af yfirborðsgyllingum en alvöruefni. Við höfum ríkisstjórn sem ekki veit sjálf hvort hún er meiri- eða minnihluta stjórn, og starfar í samræmi við það. Við höfum þjóðþing sem er ekki, og hefur reyndar sjaldnast verið, vettvangur pólitískrar rökræðu, þar sem hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Þingfundir einkennast af barnalegu rifrildi og fullyrðingaflaumi.

Skoðun
Fréttamynd

Geðveiki Andra Snæs

Upplitið á geðveikum er ekki alltaf djarft. Þeir halda að sjúkdómur sinn sé eitthvað til að skammast sín fyrir, læðast með veggjum. Að burðast með sjúkdóm sem sést ekki utan á manni og maður er stöðugt að reyna að fela er ekki auðvelt fyrir fjöldann allan af þessum sjúklingum. Talið er að 22-24% mannkyns þjáist einhvern tímann á ævinni af geðheilbrigðisvanda. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall hafa samtök eins og Geðhjálp þurft að spyrna fótunum við og berjast gegn fordómum, jafnt sjúklinganna sjálfra sem og annarra. Andri Snær Magnason rithöfundur stingur sér ofan í þann úldna pytt um helgina að blanda geðveikum inn í hluti sem koma þeim ekkert við.

Bakþankar
Fréttamynd

Skuldadagar í Helguvík

Sigmundur Einarsson jarðfræðingur skrifar grein í Fréttablaðið 10. september 2010 undir fyrirsögninni „Komið að skuldadögum í Helguvík“. Í greininni segir m.a.: „Af einhverjum ástæðum sá Skipulagsstofnun ekki ástæðu til að taka afstöðu til ofangreindrar umsagnar Orkustofnunar í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum Reykjanesvirkjunar.“

Skoðun
Fréttamynd

Verkefni kirkjunnar

Málefni kirkjunnar eru mikið rædd sem von er. Ljóst er að æðsti maður hennar um tíma braut gegn þeim sem hann átti að verja og sýna trúnað og komst því miður upp með það í stað þess að svara fyrir gjörðir sínar. Kirkjan hefur brugðist við með að skýra hvernig hún bregst við málum sem þessum. Fagna ég því að lærðir og leikmenn ætli að gera allt til að viðbrögð við glæpum sem þessum verði rétt. Ég trúi því að barátta þeirra sem brotið var á muni leiða af sér betri kirkju og betra samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra í framúrkeyrslu

Í Fréttablaðinu laugardaginn 11. september segir fyrrverandi heilbrigðisráðherra aðspurður um hvers vegna hann hafi skipt út allri stjórn Sjúkratrygginga Íslands: „Hinu er ekki að leyna að framúrkeyrsla Sjúkratrygginga er ólíðandi. Mér fannst ríkja ákveðin uppgjöf innan stjórnarinnar gagnvart því að halda sig innan ramma fjárlaga."

Skoðun
Fréttamynd

Verkefnalistinn

Þingmannanefndin sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis gerir tugi tillagna um breytt vinnubrögð á Alþingi, í ríkisstjórn og stjórnsýslunni. Nefndin vill sömuleiðis gera miklar breytingar á lagaumhverfi fjármálamarkaðarins, styrkja og bæta eftirlitsstofnanirnar og láta rannsaka betur ýmsa þætti tengda hruninu. Af umræðum á Alþingi í gær virtist sem samstaða gæti náðst um að rannsaka ekki aðeins lífeyrissjóði, sparisjóði og eftirlitsstofnanir, eins og nefndin leggur til, heldur jafnframt hvernig staðið var að einkavæðingu ríkisbankanna, en margt bendir til að þar liggi rætur bankahrunsins að einhverju leyti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alþingi og almenningur

Stelpan frá Stokkseyri segir landsdóm vera úrelta löggjöf, og hún talar enga tæpitungu: Alþingi er við það að gera reginmistök! Trúi því ekki að fólk geri sér grein fyrir hvað það er að gera. Hef viljað trúa því að ég búi í réttarríki, en það samrýmist ekki réttarríki að draga ráðherra fyrir landsdóm."

Fastir pennar
Fréttamynd

Heiður þeim sem heiður ber

Draga má saman málsvörn bankamannanna sem settu Ísland á hausinn í tvær setningar: "Ég var ekki stöðvaður" og "það var ekki passað upp á mig." Þeir eru eins og maður sem ekur á ofsahraða og drepur mann og segir svo: Þetta var lögreglunni að kenna, hún átti að stöðva mig. Jafnvel: þetta var vegagerðinni að kenna, þessir vegir eru ekki gerðir fyrir svona hraðakstur. En þetta er þeim að kenna. Ábyrgð á glæpum liggur hjá þeim sem fremja þá. Líka hjá þeim sem hvetja til þeirra, gera þá mögulega, koma ekki í veg fyrir þá, en fyrst og fremst hjá glæpamönnunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóð með spegil

Fyrir rúmum tuttugu árum voru Stígamót - grasrótarhreyfing gegn kynferðisofbeldi stofnuð. Starfsemin mætti oft skilningsleysi fyrstu árin en samtökin, þá undir styrkri stjórn dr. Guðrúnar Jónsdóttur félagsfræðings, stóðu allan mótbyr af sér, enda sást strax í upphafi að brýn þörf var fyrir þau. Guðrún og aðrar starfskonur Stígamóta gengu fram fyrir skjöldu og fræddu þjóð sína.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kirkjan og ríkið

Vísast er í eðli stofnana að þær vilja verja sig og viðhalda valdastöðu sinni. Um þetta eru dæmin mörg. Þannig endurspeglast tilhneiging valdastofnana til að stuðla að óbreyttu ástandi í viðbrögðum bæði Bændasamtakanna og Landssambands íslenskra útvegsmanna til aðildar að Evrópusambandinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ætla þau að svíkja?

Umbúnaður ríkisstjórnar-innar um endurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins virðist bera með sér, að ríkisstjórnin hyggist bregðast fyrirheitum, sem hún gaf fólkinu í landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinstri vængurinn styrkist

Fyrr í sumar var því haldið fram á þessum vettvangi að ódýrara yrði fyrir þjóðina að fá Ögmund Jónasson í ríkisstjórn heldur en að láta lausbeislaðan vinstri væng VG þvinga fram þjóðnýtingu HS-orku. Nú er spurning hvort kenningin stenst.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sápukúlur í valdabaráttu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tókst í liðinni viku að láta Evrópuumræðuna snúast um þær staðhæfingar Heimssýnar að umsóknarferlið sé aðlögunarferli. Í því felst sú hugsun að Ísland þurfi að innleiða löggjöf Evrópusambandsins áður en þjóðin fær tækifæri til að greiða atkvæði um hugsanlegan samning.

Fastir pennar
Fréttamynd

Auðlindir, að nýta eða misnota?

Flestir kannast við þann mun sem felst í að nýta eða að misnota. Þegar ég á góðan vin þá get ég nýtt mér vináttuna þegar ég er í vandræðum og beðið um hjálp. Á móti mun ég einnig vera til að aðstoða hann þegar þörf er á. Þannig munum við bæði hafa gagn af því að vera vinir. En svo eru dæmi til að menn misnoti aðra. Misnotkunin felst í því að menn taka það mikið til sín að hinn aðilinn verður fyrir tjóni.

Skoðun
Fréttamynd

Foreldrar í skólabyrjun

Haustin eru heillandi tími. Skólarnir eru að hefja störf að nýju eftir sólríkt sumar. Eftirvænting ríkir meðal skólabarnanna - augnagotur og umhugsun um hvað veturinn muni bera í skauti sér. Það er ekki laust við að foreldrarnir fái líka fiðring í magann, kannski af gömlum vana.

Skoðun
Fréttamynd

Er botninn heppilegur áfangastaður?

Fjármálaráðherra hefur birt fjölda blaðagreina til að gleðja okkur landsmenn og freista þess að sannfæra okkur um mikinn árangur af störfum núverandi ríkisstjórnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ég á!

Fyrir um viku síðan var lögð hjólarein á Hverfisgötuna. Í þeim tilgangi þurfti að fjarlægja um fjörutíu bílastæði í eigu borgarinnar úr syðri vegkantinum og mála þar græna rönd með hjólamerki. Á norðurakreininni voru málaðir nokkrir svokallaðir hjólavísar en það eru merki sem eiga að minna ökumenn á að þeir deili götunni með hjólreiðamönnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýsköpun í ferðaþjónustu

Stundum er haft á orði að hver erlendur ferðamaður skilji að jafnaði 100.000 krónur eftir sig eða að hann jafngildi einu þorsktonni úr sjó. Fleiri ferðamenn eru velkomnir þó að einhvers staðar séu til þolmörk samfélags og náttúru. Geri mætti ráð fyrir að samfélagið legði áherslu á að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróunarstarf í geiranum. En þegar að er gáð fer margfalt minna fyrir slíku en stuðningi við hefðbundinn iðnað og alls kyns framleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Ross Beaty sýnir sitt rétta andlit

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt?

Skoðun
Fréttamynd

Gefðu oss Guð, meira þras!

Gefðu oss Guð, meira puð.“ Þannig hljóðar brot af þjóðþekktum texta. Þetta var ort á þeim árum þegar „meira puð“ var einna eftirsóknarverðast í augum Íslendinga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterkara.

Skoðun
Fréttamynd

Samtök lánþega í hlutverki ASÍ og SA

Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum.

Skoðun
Fréttamynd

Krónan hækkar heita vatnið

Gífurlegur fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Fyrirtækið skuldar 240 milljarða króna og afborganir á næstu árum verða tugir milljarða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Landið tekur að rísa! - Grein 5

Íslendingar eru sjálfstæð og fullvalda þjóð með eigin örlög í sínum höndum. Þannig viljum við hafa það og það er stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Skoðun
Fréttamynd

Að sýna ekki öll spilin

Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Staðarbófar og farandbófar

Um stjórnmál eru ævinlega skiptar skoðanir, svo sem liggur í hlutarins eðli. Sum atriði eru þó hafin yfir skynsamlegan ágreining í okkar samfélagi. Þannig er lýðræðisskipanin hafin yfir allan vafa. Um þetta sagði George Brown, utanríkisráðherra Bretlands 1966-68: „There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be." Með öðrum orðum: Lýðræði er algilt og óvefengjanlegt líkt og önnur mannréttindi og leyfir engin frávik, engar undantekningar. Lýðræði er æðra öðru stjórnskipulagi óháð því, hvort það skilar almenningi betri kjörum en til dæmis einræði, fáræði eða þjófræði (e. kleptocracy). Lýðræði er samt ekki alltaf samfelldur dans á rósum, segja sumir. Um þetta sagði Winston Churchill, forsætis-ráðherra Bretlands í stríðinu: „Lýðræði er versta stjórnskipulagið, nema allt hitt er enn verra."

Skoðun
Fréttamynd

Var rannsóknarskýrsla lífeyrissjóðanna tilbúin í vor?

Landssamtök lífeyrissjóða tilkynntu föstudaginn 20.08.2010 að ríkissáttasemjari hefði skipað rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu. Megin markmið nefndarinnar er að rannsaka fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna. Það hljómar mjög vel að skoða eigi starfsemi lífeyrissjóðanna. Það eitt að frumkvæðið komi frá Landssamtökunum vakti aftur á móti undrun mína þar sem ég trúi að lífeyrissjóðirnir láti ekki gera svona skýrslu nema að niðurstaðan sé þegar tryggð?

Skoðun
Fréttamynd

Þeirra eigin orð II

Umræðan um hugsanlega aðild okkar Íslendinga að ESB er lífleg um þessar mundir. Hún hefur kallað á skoðun heimilda um þau málefni, sem hæst ber í rökræðunni. Ég sagði hér nýlega frá því, að mér hefði fundist bera dálítið á milli þess, sem fram kom í „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins“, skýrslu Evrópunefndarinnar frá 2007, og málflutningi sumra nefndarmanna undanfarna mánuði. Önnur heimild barst mér nýlega og vakti svipaðar hugrenningar.

Skoðun