Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Um­deild reglu­gerð ráð­herra um fjölda barna á leik­skólum sett á bið

Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banka­skýrslan loks komin í um­sagnar­ferli

Ríkisendurskoðun hefur nú sent fjármála- og efnahagsráðuneyti, Bankasýslu ríkisins og stjórn hennar drög að skýrslu embættisins um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka til umsagnar. Ríkisendurskoðun hefur veitt aðilum frest til miðvikudagsins 19. október til að skila umsögnum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Til Svan­dísar Svavars­dóttur mat­væla­ráð­herra

Sæl Svandís, ég er að setja mig í samband við þig vegna dýraníðs í Borgarfirði. Þú hefur örugglega heyrt af þessu máli í fjölmiðlum. Steinunn Árnadóttir benti á þetta og hefur fylgt málinu eftir. MAST gerir ekkert. Lögreglan og dýraeftirlitsmaður á svæðinu gerir ekkert.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er afreksíþróttastefnan?

Íslenskt afreksíþróttafólk hefur síðastliðinn áratug reglulega vakið athygli á slæmri fjárhags- og réttindastöðu sinni. Íþróttafólkið sem fyllir okkur stolti á alþjóðavettvangi býr við tekjuóöryggi og á nær engan rétt í kerfinu, til aðgangs að sjúkrasjóðum, fæðingarorlofs, lífeyrisréttinda eða annars stuðnings sem launafólk álítur sjálfgefinn. Íþróttahreyfingarnar hafa líka jafn lengi kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Vestur­lönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á sak­lausa borgara“

Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 

Erlent
Fréttamynd

Næstum tuttugu sinnum fleiri á of­fitu­lyfjum

Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017.

Innlent
Fréttamynd

Bandalag íslenskra listamanna hjólar í Lilju

Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent. Ákvörðun um ríflega þrjátíu prósenta niðurskurð til Kvikmyndasjóðs er kölluð óskiljanleg, kallað er eftir Þjóðaróperu og krafist skýringa á „andlitslausu“ ráðstöfunarfé menningar- og viðskiptaráðuneytis í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

„Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn“

Sífellt fleiri greinast hér á landi með sjúkdóminn offitu að sögn yfirlæknis offitusviðs Reykjalundar. Hún kallar eftir vitundarvakningu. Nauðsynlegt sé að nálgast viðfangsefnið án þeirra fordóma sem nú séu til staðar til að mynda í sjálfu heilbrigðiskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins

Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Geðheilbrigði: Orð eru til alls fyrst

Á örfáum áratugum hefur samfélagið borið gæfu til þess að lyfta geðheilbrigðismálum ofar og ofar í forgangsröðuninni. Þar er enginn hópur undanskilinn; allt frá börnum til eldri borgara og allt litrófið þar á milli.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur

Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum.

Erlent
Fréttamynd

Orkumálaráðherra birtir óhefðbundna „táslumynd“

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra virðist ekki hafa misst húmorinn þrátt fyrir að hafa ökklabrotnað í morgun. Ráðherrann birti mynd af sér þar sem hann lá á Landspítalanum og spurði hvort „táslumyndir væru ekki í tísku.“

Lífið
Fréttamynd

Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar

Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur.

Innlent
Fréttamynd

Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn

Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Sameiginleg verkefni

Fyrir skömmu síðan sat ég opnun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Skilaboðin þar voru skýr. Heimsfaraldur, stríðsátök og loftslagsváin hafa gert það að verkum að okkur miðar ekki fram á við í verkefninu að gera heiminn að betri stað.

Skoðun
Fréttamynd

Vífils­staðir og ó­heilindi ráða­manna

Þorsteinn sálugi Gylfason heimspekiprófessor var ritfær maður, skýr og skemmtilegur. Þannig fór hann á kostum í inngangi sínum að Birtingi eftir Voltaire, en sú bók er einn af hornsteinum heimsmenningarinnar, eins og alkunna er.

Skoðun
Fréttamynd

Sendi­ráðið við Lauf­ás­veg hýsi flótta­fólk

Stærsta vandamálið þegar kemur að móttöku flóttafólks hér á landi er húsnæðisskortur og segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að verið sé að kaupa tíma með því að setja upp fyrstu fjöldahjálparstöðina en hún var opnuð í Borgartúni í Reykjavík fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Full ástæða til að halda áfram að kortleggja hatursorðræðu á Íslandi

Fulltrúar frá á þriðja tug hagsmunasamtaka hafa sótt fundi starfshóps forsætisráðherra gegn hatursorðræðu en formaður hópsins segir ljóst að ákveðnir hópar komi verr út en aðrir. Þó erfitt sé að meta hvort hatursorðræða fari beinlínis vaxandi hér á landi sé full ástæða til að halda vinnunni áfram.

Innlent
Fréttamynd

Kanna sameiningu NTÍ og Bjargráðasjóðs

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleikann á því að sameinast Náttúruhamfaratryggingum Íslands, NTÍ.

Innlent
Fréttamynd

Rebekka ráðin til að starfa með starfs­hópum Svan­dísar

Rebekka Hilmarsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Vesturbyggðar, hefur verið ráðin í tímabundið starf sérfræðings á skrifstofu sjávarútvegs til að hafa umsjón með vinnu við gerð lagafrumvarpa og reglugerða í tengslum við stefnumótun matvælaráðherra í sjávarútvegi á kjörtímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins.

Innlent