Samkomubann á Íslandi

Fréttamynd

Þessar tak­­markanir tóku gildi á mið­­nætti

Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn vilji vita meira um á­stæður að­gerða hverju sinni

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 

Innlent
Fréttamynd

Katrín: Ekki skemmti­leg tíðindi í að­draganda jóla

Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar.

Innlent
Fréttamynd

Bó slaufar sínum Litlu jólum

Hinn ástsæli tónlistarmaður Björgvin Halldórsson, eða bara Bó, hefur slegið sína hefðbundnu jólatónleika í Bæjarbíói Hafnarfirði af.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla

Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur.

Innlent
Fréttamynd

Vilja loka leikskólum milli jóla og nýárs

Leikskólakennarar og stjórnendur leikskóla hafa áhyggjur af stöðu leikskóla landsins vegna fjölda þeirra sem smitast af Covid-19 þessa dagana. Þau vilja að leikskólum verði lokað milli jóla og nýárs.

Innlent
Fréttamynd

Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur

Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla

Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir.  

Innlent
Fréttamynd

„Graf­alvar­legt mál að læsa frískt fólk inni“

„Nú eru flestir sem hnepptir eru í varðhald, þ.e. sóttkví eða einangrun, fullfrískir eða finna fyrir „léttum flensueinkennum“. Þegar þetta er skrifað eru ellefu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu, 2.449 í sóttkví og 1.724 í einangrun.“

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki bannað að hafa gaman“

Bagga­lútur harmar mjög ef að sótt­varna­brot voru framin á tón­leikum þeirra í gær eins og lög­reglan greindi frá í dag. Hljóm­sveitin hafi látið al­manna­varnir taka út fyrir­komu­lag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í sam­ræmi við gildandi reglur og eina brotið sem með­limir hljóm­sveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímu­leysi margra gesta, sem er ef­laust vanda­mál við flesta við­burði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Með húmorinn að vopni við mót­mæli gegn bólu­setningum barna

And­stæðingar bólu­setninga og að­gerða stjórn­valda gegn heims­far­aldrinum virðast hafa þróað með sér ör­lítinn húmor og smekk fyrir orða­leikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mót­mælum gegn bólu­setningum barna í dag og voru slag­orð mót­mælenda mörg í frum­legri kantinum.

Innlent
Fréttamynd

Smittölurnar það fyrsta sem Willum horfir til

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir hverja klukkustund skipta máli í veitingaþjónustu. Því sé horft til þess að geta lengt opnunartíma. Smittölurnar bjóði ekki upp á það sem stendur.

Innlent
Fréttamynd

Ó­breyttar að­gerðir næstu tvær vikur

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á morgun. Aðgerðir verða óbreyttar og gildir þetta næstu tvær vikurnar, eða til 22. desember. Heilbrigðisráðherra segir þó vel koma til greina að aflétta fyrir 22. desember verði staðan orðin betri. 

Innlent
Fréttamynd

Þurfti að stöðva sýningu vegna drykkju­láta í annað sinn á ferlinum

Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins segist finna fyrir aukinni áfengisneyslu og ólátum meðal áhorfenda, sem mögulega geti skrifast á stuttan opnunartíma skemmtistaða. Hún þurfti á dögunum að stöðva sýningu vegna þessa, í annað sinn á ferlinum. Hún fagnar þó hvers kyns samtali við áhorfendur og bendir á að sýningin bjóði upp á meiri þátttöku þeirra en gengur og gerist.

Innlent