Vistvænir bílar

Fréttamynd

Honda e - Þýður og líður áfram

Honda e er fjögurra manna, fimm dyra rafhlaðbakur. Hann er frumraun Honda í fjöldaframleiddum rafbílum og hann er skemmtilegur og þýður hlaðbakur sem er gaman að keyra á um. Hann líður áfram og þegar gefið er inn þá þýtur hann af stað.

Bílar
Fréttamynd

Volkswagen hefur byggingu þriðju MEB verksmiðjunnar í Kína

Volkswagen hefur tilkynnt að bygging glænýrrar rafbílaverksmiðu í Kína sé að hefjast. Verksmiðjan verður samvinna Volkswagen og Anhui þar sem Volkswagen fer með 75% hlut. Verksmiðjan á að skila 350.000 rafbílum á ári, þegar hún verður kominn á fullt.

Bílar
Fréttamynd

Sjö manna rafjepplingur frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz heimsfrumsýndi nýja rafbílinn EQB á sunnudag. EQB er hreinn rafbíll og fimmti bíllinn sem Mercedes-Benz kynnir á stuttum tíma undir merkjum Mercedes-EQ. Nú á dögunum voru bæði EQA og EQS frumsýndir. Fyrsti rafbíll Mercedes-Benz var EQC, þá kom fjölnotabíllinn EQV og enn fleiri bílar undir merkjum EQ eru væntanlegir á næstunni m.a. EQE, sem og jeppaútfærslur af EQE og EQS.

Bílar
Fréttamynd

Peugeot e-208 - Virkilega heillandi rafsnattari

Peugeot e-208 er fimm manna rafhlaðbakur frá Peugeot sem þegar hefur fengið sæmdarheitið bíll ársins í Evrópu árið 2020. Ásamt því að vera besti innflutti bíllinn í Japan í fyrra.

Bílar
Fréttamynd

Nissan Leaf - Ekki ætlað að vera sportbíll

Nissan Leaf var einn af fyrstu fjöldaframleiddu rafbílunum. Framleiðsla fyrstu kynslóðar hófst árið 2010. Árið 2017 hófst svo framleiðsla annarrar kynslóðar af Nissan Leaf. Blaðamaður reynsluók bíl af þeirri kynslóð nýlega.

Bílar
Fréttamynd

Hlutfall rafbílasölu BL á 1. ársfjórðungi aldrei hærra

Í mars voru 249 fólks- og sendibílar af merkjum BL nýskráðir hér á landi, tæpum 53% fleiri en í mars 2020 þegar þeir voru 163. Mikill meirihluti bílanna, 181, fór til einstaklinga og fyrirtækja. Á markaðnum í heild voru 1.067 fólks- og sendibílar nýskráðir, sem er 8,4% samdráttur frá sama mánuði 2020 þegar þeir voru 1.165. Hlutdeild BL á markaðnum í mars nam 23,3% og var BL jafnframt stærst umboða á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði.

Bílar
Fréttamynd

Mercedes-Benz kynnir tæknina að baki EQS

Mercedes-Benz hefur gefið út tæknilegar upplýsingar um EQS, nýtt rafdrifið flaggskip í fólksbílaflota Mercedes-Benz. Tvær gerðir rafhlaða verða í boði sem og talsverður fjöldi uppstillinga á drifrafhlöðum. Bíllinn verður heimsfrumsýndur 15. apríl, þá má vænta frekari upplýsinga um verð og annað. 

Bílar
Fréttamynd

Tesla á leið í að slá eigið sölumet

Nýlega birti Tesla tölur um sölur á nýliðnum ársfjórðung. Á fyrsta ársfjórðungi 2021 afhenti Tesla 184.800 bíla sem að megninu til eru Model Y og Model 3. Með þessu áframhaldi verður 2021 besta ár Tesla frá upphafi.

Bílar
Fréttamynd

KIA EV6 – rafmögnuð framtíð KIA

Kia EV6 er hreinn rafbíll og fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni (Electric-Global Modular Platform) sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia.

Bílar
Fréttamynd

Volkswagen ID.3 - afskaplega góður sem ökutæki

Volkswagen ID.3 er fimm manna rafhlaðbakur frá Volkswagen. Mikill lúðrablástur var þegar bíllinn var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september 2019, þegar slíkir viðburðir fóru enn fram með fullt af fólki á staðnum.

Bílar
Fréttamynd

Audi hættir þróun nýrra véla

Þýski bílaframleiðandinn Audi hefur ákveðið að hætta þróun nýrra sprengihreyfilsvéla. Audi ætlar að uppfæra þær sem eru nú þegar komnar á markað.

Bílar
Fréttamynd

Uppgjör rafstallbakanna

Síðustu tvo laugardaga hafa birst umfjallanir um rafstallabakana Tesla Model 3, vinsælasta bíl síðasta árs á Íslandi og Hyundai Ioniq. Þeir verða bornir saman í fréttinni, markmiðið er að gera upp á milli þeirra og skera úr um hvor er betri.

Bílar
Fréttamynd

Tesla afhendir þúsundasta bílinn á Íslandi

Í fyrradag afhenti Tesla bíl númer 1000 á Íslandi til viðskiptavinar. Tesla hefur einungis verið að afhenda bíla í 10 mánuði á Íslandi. Model 3 var mest seldi bíll síðasta árs á Íslandi. Það eru komnar rúmlega þúsund Tesla-bifreiðar á íslensku göturnar.

Bílar
Fréttamynd

MG5 og Marvel R eru nýjustu rafbílar MG

MG kynnti í gær, þriðjudag, í beinni útsendingu á YouTube tvær nýjar kynslóðir rafbíla sem koma á Evrópumarkað síðar á þessu ári. Bílarnir heita MG Marvel R Electric sem er rafknúinn jepplingur í SUV-C-flokki og MG5 Electric sem er fyrsti skutbíllinn á rafbílamarkaðnum.

Bílar
Fréttamynd

Fyrstu myndir af nýjum Kia EV6

Kia sýndi í dag fyrstu myndirnar af nýjum rafbíl sem ber heitið EV6. Um er að ræða sportlegan jeppling sem er hreinn rafbíll og fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia. EV6 verður frumsýndur í vor og er mikil eftirvænting eftir komu hans á markað.

Bílar
Fréttamynd

Tesla Model 3 - Vinsælasta bíl ársins 2020 reynsluekið

Tesla Model 3 var mest seldi bíll ársins 2020 á Íslandi en 858 eintök voru nýskráð í fyrra. Tela Model 3 er stallbakur sem er til sölu hjá Tesla Vatnagörðum. Til reynsluaksturs var fenginn fjórhjóladrifinn (Dual Motor) bíll með mestu drægninni (Long Range). Einstök akstursupplifun, ekki bara vegna aflsins og aksturseiginleikanna heldur vegna tæknilegrar framþróunar sem Tesla hefur tekist að koma til almennings í gengum Model 3.

Bílar
Fréttamynd

Nýr rafsendibíll frá Citroën

Brimborg kynnir Citroën ë-Jumpy 100% hreinan rafsendibíl sem væntanlegur er til landsins í apríl og mun Brimborg bjóða hann í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Citroën ë-C4 100% rafbíll forsýndur

Brimborg kynnir nýjan Citroën ë-C4 100% rafbíl. Drægni skv. WLTP mælingu er 350 km á 100% hreinu rafmagni. Citroën ë-C4 rafbíll er með 15,6 cm veghæð sem skapar þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við einstaklega nútíma- og tæknilegt innra rými.

Bílar
Fréttamynd

Yutong Eurobus afhendir 105 rafdrifna strætisvagna og rútur í Noregi

Yutong Eurobus hefur afhent 102 nýja rafknúna strætisvagna til Keolis í Bergen í Noregi og 3 rafdrifnar rútur til Oslobuss í Osló og hafa allir vagnarnir þegar verið teknir í notkun. Yutong Eurobus er einnig búið að afhenta og klára stóra samninga á rafmagnsvögnum til Danmerkur og Finnlands og unnið er í stórum útboðum til Svíþjóðar. Áætlað er að CO2 losun minnki um 50 tonn miðað við hvern rafknúinn vagn í stað dísilvagns í Bergen samkvæmt upplýsingum frá Keolis.

Bílar
Fréttamynd

Uppgjör rafsendibílanna

Undanfarna þrjá laugardaga hafa birst umfjallanir um rafsendibílana Nissan E-NV200, Maxus e-Deliver 3 og Renault Kangoo EV. Þeir verða bornir saman í fréttinni. Markmiðið er að gera upp á milli þeirra og skera úr um hver þeirra virkar best sem rafsendibíll.

Bílar
Fréttamynd

Renault Kangoo EV - Notagildi bílsins er gríðarlegt

Rafsendibíllinn Renault Kangoo EV er fáanlegur hjá BL við Sævarhöfða. Kangoo EV er einn af fyrstu rafsendibílunum. Bíllinn er bæði fáanlegur sem tveggja sæta sendibíll og fimm sæta fólskbíll.Reynsluakstursbílllinn var tveggja sæta sendibíll, hann var þar að auki búinn sætishita og upphituðum speglum.

Bílar