Starfsframi

Fréttamynd

Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“

Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún.

Áskorun
Fréttamynd

Selfossvinir og afar sem velta milljörðum

Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Þau sam­töl eru oft mjög erfið og jafn­vel særandi fyrir um­sækjanda“

„Nýlega heyrði ég í konu sem einfaldlega sagði við mig eftir svona ferli: „Aldrei, aldrei aftur í lífinu mun ég gera þetta aftur.“ Svo ömurlegt fannst henni þetta ferli vera og við verðum að átta okkur á því að í sumum tilfellum getur nafnabirting umsækjenda skemmt fyrir viðkomandi,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá HSN.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Öðru­vísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hug­myndirnar“

„Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi.

Áskorun
Fréttamynd

„Ekkert ó­svipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“

„Ég viðurkenni að ég var sjokkeraður. Að átta mig á því hvernig einhver annar gæti haft svona mikil áhrif á mig og mína framtíð. Að aðgerðir og gjörðir annarra gætu haft þær afleiðingar að ég varð ekki aðeins atvinnulaus heldur stóð ég ekki lengur undir mínum fjárhagskyldum,“ segir Kári Þór Rúnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Cliezen.

Atvinnulíf