Bókaútgáfa

Fréttamynd

„Draumar rætast en sjaldnast af sjálfu sér“

„Hvatvísin kemur mér reglulega í klandur, en hefur að sama skapi drifið flesta draumana mína áfram,“ segir Kristborg Bóel Steindórsdóttir sem var að senda frá sér tvær bækur. Önnur er Gestabók og hin nefnist Draumar. 

Lífið
Fréttamynd

Ellefu ára rit­höfundur með sína fyrstu skáld­sögu

Þrátt fyrir að Halla María Lárusdóttir sé ekki nema 11 ára gömul þá er hún búin að gefa út sína fyrstu skáldsögu, auk þess að myndskreyta bókina. Sögupersóna bókarinnar, Kolbrún lendir í allskyns ævintýrum í sögunni þar sem hálsmen spilar stórt hlutverk.

Innlent
Fréttamynd

Glæpamenn geta líka verið „woke“

Jón Atli Jónasson var að senda frá sér hörkukrimma sem heitir Brotin. Þetta er harðsoðin glæpasaga og ef að er gáð er umfjöllunarefnið ef til vill ekki svo ýkja fjarri þeim íslenska veruleika sem við blasir. Höfundurinn er í það minnsta á því að þetta sé raunsæi.

Menning
Fréttamynd

Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir.

Innlent
Fréttamynd

Bókaþjóðin elskar Birgittu

Salan á barnabókum söngkonunnar Birgittu Haukdal er nú þegar orðin 20 þúsund eintök. Í stefnir að hún muni selja 30 þúsund eintök áður en þessi vertíð er á enda, sem er fáheyrt. Sjálf bókaþjóðin elskar Birgittu.

Menning
Fréttamynd

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2023 afhjúpaðar

Mikið var um dýrðir á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi.

Menning
Fréttamynd

Katrín til­nefnd til bók­mennta­verð­launa

Einskonar samruni Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 varð þegar tilnefningar voru kynntar nú rétt í þessu á Kjarvalsstöðum. Athygli vekur að meðal hinna tilnefndu er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumraun sína sviði glæpasagnagerðar.

Menning
Fréttamynd

Forsætisráðherra sækir að Arnaldi

Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum.

Menning
Fréttamynd

Salka lendir í rit­skoðunar­krumlum Face­book

Ritskoðunardeild Facebook hefur sett Sölku útgáfu í mánaðarbann á samfélagsmiðlinum en útgefanda varð það á að nefna Hitler á nafn en hinn illræmdi fyrrverandi þýski kanslari er nú kallaður H-orðið meðal Sölku-fólks.

Innlent
Fréttamynd

Stóð ógn af Braga Páli á fram­halds­skóla­árunum

Kjartan Atli Kjartansson og Bragi Páll Sigurðarson voru að senda frá sér nýja barna- og unglingabók um körfuboltakrakkana Lóu og Börk. Þeir hafa þekkst síðan í menntaskóla og skemmtu sér mjög vel við skrifin á bókinni Langskot í lífsháska.

Lífið
Fréttamynd

Hafa selt samtals 27 milljónir bóka á heimsvísu

Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónsson hafa selt samtals um 27 milljónir bóka á heimsvísu. Arnaldur hefur gefið út 26 bækur á 26 árum, Yrsa 24 bækur á 25 árum og Ragnar fjórtán bækur á fjórtán árum.

Menning
Fréttamynd

Fögnuðu nýrri barnabók með tívolí þema í Nauthólsvík

Út er komin bókin Mía fer í Tívolí. Höfundur bókarinnar er Þórunn Eva G. Pálsdóttir en Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti. Jón Sverrir sonur Þórunnar fékk það skemmtilega hlutverk að aðstoða Bergrúnu og litaði teikningarnar í bókinni. 

Lífið
Fréttamynd

Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir

Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun.

Menning
Fréttamynd

Betra er brjóst­vit en bók­vit

Það styttist í jólin. Verslanir keppast því við að fylla hillur af nýprentuðum bókum. Vísir fjallaði um málið í vikunni þar sem sagði að verð á bókum hækki með hverju ári og bókin stefni í að kosta tæplega átta þúsund krónur, að jafnaði.

Skoðun
Fréttamynd

Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu

Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki.

Menning
Fréttamynd

Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði

Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs.

Menning