Stjarnan

Fréttamynd

Eyjapeyjar sáu um þrif í TM-höllinni

Hvítu Riddararnir, stuðningssveit ÍBV, lagði sitt af mörkum til að sjálfboðaliðar í TM-höllinni í Garðabæ þyrftu ekki að vaka langt fram eftir kvöldi til að þrífa stúkuna eftir leik Stjörnunnar og ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Arnar: Bara myrkur og mannaskítur framundan

Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta var svekktur eftir að lið hans tapaði gegn Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld í Umhyggjuhöllinni. Með tapinu eru Stjörnumenn úr leik og er því körfubolta tímabilinu lokið hjá Garðabæjarliðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Oddaleikur eða sumarfrí?

Stjarnan fær Val í heimsókn í Umhyggjuhöllina í kvöld í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég var eins og lítill krakki inni í klefa í dag"

„Þetta var vinnusigur en um leið og við misstum smá einbeitingu sáum við að Stjarnan er gott lið og gátu refsað okkur. Fyrst og fremst ógeðslega sáttur með liðs frammistöðuna og að halda hreinu,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, miðjumaður Víkinga, eftir sigur á móti Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld. Leikið var í fyrstu umferð Bestu deildar karla. 

Fótbolti