ÍA

Fréttamynd

Sneri aftur eftir að hafa greinst með krabbamein: „Varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun“

Samira Suleman, leikmaður ÍA, greindist með æxli í maga fyrir nokkrum árum. Þá lék hún með Víkingi Ólafsvík og fótboltasamfélagið á Snæfellsnesi tók höndum saman og hjálpaði henni í þessari erfiðu baráttu. Samira stóð uppi sem sigurvegari, sneri aftur á völlinn og varð fyrr á þessu ári fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfararéttindi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Sagan má ekki vera myllu­steinn“

Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir að glæst saga ÍA megi ekki vera félaginu fjötur um fót. Að hans sögn þarf aðstaðan til fótboltaiðkunar á Akranesi að lagast til að ÍA geti haldið í við bestu lið landsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum

Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn

Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jón Þór: Sárt að vera svona slakir á þessum tímapunkti

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði spilamennsku lærisveina sinna vera þá slökustu í sumar þegar liðið fékk 6-1 skell á móti FH í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Umhugsanarefni væri hversu slakt hugarfar leikmenn hefðu mætt með í farteskinu til leiks. 

Íslenski boltinn