
ÍA

Segja Jóhannes Harðarson verða aðstoðarþjálfara ÍA
Breytingar eru fyrirhugaðar á þjálfarateymi karlaliðs ÍA. Samkvæmt heimildum Þungavigtarinnar verður Jóhannes Harðarson næsti aðstoðarþjálfari liðsins.

Æfir með Arnóri bróður í Feneyjum
Forráðamenn ítalska knattspyrnufélagsins Venezia halda áfram að horfa til Íslands eftir efnivið og nú er Skagamaðurinn ungi Ingi Þór Sigurðsson farinn til æfinga hjá félaginu.

Blendnar tilfinningar fótboltaaðdáenda eftir grín flugstjóra í flugi PLAY
Farþegar á leið til Alicante fengu nokkuð óvæntar fréttir af bikarúrslitaleik Víkings og ÍA í miðju flugi í gær. Flugstjórinn tilkynnti farþegum um borð að ÍA hefði sigrað í vítaspyrnukeppni.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3 | Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021
Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari.

Jóhannes Karl: Við mætum grjótharðir til leiks á næsta ári
Skagamenn töpuðu úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag í leik sem endaði með 0-3 sigri Víkinga á Laugardalsvelli. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var mjög svekktur í leikslok en þó stoltur af sínum mönnum.

Víkingar hafa ekki unnið Skagamenn í bikarnum í fimmtíu ár
ÍA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum i dag en ætli Víkingar sér bikarinn þá þurfa þeir að gera eitthvað sem engu Víkingsliði hefur tekist í hálfa öld.

Sáttur sama hvernig úrslitaleikurinn fer
Maðurinn sem tryggði Skagamönnum sinn síðasta stóra titil verður ánægður sama hvernig bikarúrslitaleikur ÍA og Víkings í dag fer.

Verða í sérmerktum hönskum í úrslitaleiknum
Markverðir Víkings og ÍA verða í sérmerktum hönskum er liðin mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta klukkan 15.00 í dag.

Arnar Gunnlaugsson: „Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn á morgun þar sem að ÍA bíður þeirra í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Arnar segist telja að Víkingar séu sigurstranglegri, og að þetta sé í raun draumaleikur fyrir hann sjálfan.

Liggur í augum uppi að þeir eru sigurstranglegri
Óttar Bjarni Guðmundsson er fyrirliði ÍA sem freistar þess að landa bikarmeistaratitli og sæti í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingi á Laugardalsvelli á morgun.

Sölvi Geir: Mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum í dauðafæri núna
Víkingar geta á morgun orðið fyrsta félagið í tíu ár og aðeins það annað á öldinni til að vinna tvöfalt í karlafótboltanum þegar liðið mætir ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum.

KR-ingar vonast eftir tugmilljóna rúsínu: „Á mjög erfitt með að halda með öðrum“
„Við getum sjálfum okkur um kennt um stöðuna en það gæti verið rúsína [í pylsuendanum],“ segir Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR. Mikið er í húfi fyrir KR-inga á morgun þegar Víkingur og ÍA mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“
ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga.

Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik
Jóhannesi Karli Guðjónssyni tókst að bjarga Skagamönnum frá falli úr Pepsi Max deild karla og koma liðinu í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í átján ár. Það er stutt í bikarúrslitaleikinn en Þungavigtin segir að þjálfari ÍA sé ekki á landinu þótt að það sé stutt í leikinn.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 2-0 | Skagamenn tryggðu sér farseðil í úrslit Mjólkurbikarsins
Skagamenn unnu 2-0 sigur þegar þeir fengu Keflavík í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Akranesi í dag. Keflavík léku síðast í úrslitaleik bikarsins árið 2014 en Skagamenn hafa ekki komist þangað síðan þeim unnu bikarinn árið 2003.

Jóhannes Karl: Þetta er enginn draumur, þetta er að fara að verða að veruleika
Skagamenn komust í dag í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir góðan 2-0 sigur gegn Keflavík. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var glaður í leikslok.

Skagamenn áttu aldrei möguleika gegn Haukum
Haukar unnu ótrúlegan 76 stiga sigur á ÍA í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 120-44.

Aðeins eitt lið í deildinni á næsta ári sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari
Næsta sumar verða ellefu Íslandsmeistarafélög í fyrsta sinn í sögu efstu deildar karla en þetta var ljós eftir úrslit helgarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi
Skagamenn náðu á ótrúlegan hátt að bjarga sér frá falli í háspennu leik við heimamenn í Keflavík í dag. Lokatölur voru 2-3 eftir að Keflavík leiddi 2-0 þegar rúmar 20 mínútur voru eftir. Bæði lið náðu að halda sæti sínu í deildinni, eftir að HK tapaði fyrir Breiðablik á sama tíma.

Umfjöllun: Stjarnan - KR 0-2 | KR-ingar tryggðu sér þriðja sætið og eiga enn von á Evrópusæti
Stjörnumenn fengu KR-inga í heimsókn í Garðabæinn í dag í lokaleik sínum í Pepsi-Max deild karla. KR-ingar tryggðu sér 3.sæti í deildinni með 2-0 sigri sem gæti gefið Evrópusæti ef Víkingur R. vinnur Mjólkurbikarinn.

„Getum alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar“
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, gat ekki lýst tilfinningum sínum eftir 2-3 endurkomu sigur ÍA á Keflavík á útivelli í dag. Sigurinn gerir það að verkum að Skagamenn halda sæti sínu í efstu deild en ÍA var 2-0 undir þegar rúmur klukkutími var liðin af leiknum.

Gætu endað alveg jöfn í fallbaráttu Pepsi Max en E-liðurinn myndi þá fella lið
Þrjú lið gætu endað alveg jöfn eftir lokaumferðina í Pepsi Max deildinni en aðeins eitt þeirra myndi falla. Vísir hefur skoðað reglugerðina yfir hvað ræður úrslitum þegar lið enda með jafnmörg stig og sömu markatölu.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Fylkir 5-0 | ÍA úr fallsæti eftir stórsigur á Fylki
ÍA fór úr fallsæti eftir 5-0 sigur á Fylki. Þetta var þriðji sigur ÍA í röð í öllum keppnum. Eftir 12. mínútna leik fékk Þórður Gunnar Hafþórsson að líta rauða spjaldið eftir að hafa fengið boltann í hendina. Steinar Þorsteinsson skoraði úr vítaspyrnunni.

Jóhannes Karl: Hugarfarið skiptir öllu máli
ÍA lyfti sér uppúr fallsæti með 5-0 stórsigri gegn Fylki. Það gekk allt upp í seinni hálfleik hjá ÍA sem kjöldró Fylki. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var afar glaður eftir leik.

Þjálfarar liðanna í undanúrslitum léku allir með sama liði
Ljóst er að ÍA, Keflavík, Vestri eða Víkingur R. verður bikarmeistari karla í fótbolta eftir mánuð. Þjálfarar liðanna fjögurra eiga að minnsta kosti eitt sameiginlegt.

Boltastrákur ÍR-inga felldi aðstoðardómarann
Þetta var mjög eftirminnilegt bikarsumar fyrir ÍR-inga en því lauk með tapi á móti Skagamönnum í gærkvöldi. Ungur ÍR-ingur gleymir örugglega ekki þeim leik í bráð.

Búið að draga í undanúrslitin: Bikarmeistararnir fara á Ísafjörð og Keflavík á Skagann
Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Vestri - eina liðið úr Lengjudeildinni sem er í undanúrslitum - fær bikarmeistara Víkings í heimsókn á meðan Keflavík mætir ÍA á Akranesi.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍA 1-3 | Skagamenn í undanúrslit eftir að hafa lent marki undir
Öskubusku ævintýri ÍR-inga er lokið eftir 1-3 tap á heimavelli gegn ÍA. Heimamenn eru í 2. deild á meðan Skagamenn berjast fyrir lífi sínu í Pepsi Max deildinni. Þó heimamenn hafi átt frábæran leik dugði það ekki til að þessu sinni.

Jóhannes Karl Guðjónsson: Við ætlum að fara alla leið í Mjólkurbikarnum
ÍA komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins með 1-3 sigri á ÍR. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var léttur eftir leik.

Sjáðu mörkin sem skutu Blikum á toppinn, héldu vonum ÍA á lífi og öll hin
Fimm leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta á laugardag. Breiðablik vann 3-0 sigur á Val og tyllti sér á topp töflunnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Víkingar fóru tímabundið á toppinn og ÍA heldur í vonina. Öll mörkin má sjá hér að neðan.