
ÍBV

„Geri mér býsna góðar vonir um þetta sumar“
Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í miðjumoði. Þau eru Víkingur, Stjarnan, FH og ÍBV.

Leik Vals og ÍBV frestað um 45 mínútur
Leikur Vals og ÍBV í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu hefur verið frestað um 45 mínútur. Leikurinn átti að hefjast klukkan 18.30 en hefst nú klukkan 19.15.

„Þyrfti eitthvað stórkostlegt að gerast ef þær eiga að fara að tapa rimmu“
Nöfnurnar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir voru gestir í síðasta hlaðvarpsþtti Kvennakastsins þar sem meðal annars var velt fyrir sér hvaða lið myndi fagna Íslandsmeistaratitlinum í Olís-deild kvenna í ár.

Umfjöllun: ÍBV - Haukar 37-24 | Eyjamenn sigldu Hauka í kaf
ÍBV valtaði yfir Hauka, 37-24, þegar liðin leiddu saman hesta sína í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld.

Varð Evrópumeistari í hópfimleikum þegar handboltaferillinn var að hefjast
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna á tímabilinu og raðað inn mörkum fyrir ÍBV á leið liðsins að bikar- og deildarmeistaratitlum. Það var þó ekki alltaf víst að hún myndi velja handboltann.

Sigurður eftir slæmt tap ÍBV: „Smá eins og sprungin blaðra“
„Þetta var bara vont og lélegt, smá eins og sprungin blaðra, eigum við ekki bara að orða þetta þannig. Vel gert hjá Fram. Þær eru með mikla orku og eiginlega bara slátruðu þessu frá upphafi,“ sagði Sigurður Bragason strax eftir tap ÍBV gegn Fram nú í dag. ÍBV sá aldrei til sólar í leiknum en Fram sigraði leikinn 28-19 og var með algjöra yfirburði frá fyrstu mínútunum.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 28-19 | Deildarmeistararnir steinlágu í Úlfarsárdalnum
Fram vann stórkostlegan sigur á Bikar-og Deildarmeisturum ÍBV nú í dag. Liðin mættust í lokaumferð Olís-deildar kvenna í Úlfarsárdalnum. Lokatölur 28-19 fyrir Fram sem réðu lögum og lofum á vellinum í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 24-33 | Úrslitakeppnisvon Gróttu veikist
ÍBV vann afar öruggan níu marka sigur er liðið sótti Gróttu heim í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur 24-33, en tapið þýðir að Grótta þarf helst að vinna báða leikina sem liðið á eftir til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni.

Telur ekkert lið geta stöðvað ÍBV
Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís-deild karla og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, var gestur í seinasta hlaðvarpsþætti Kvennakastsins þar sem nýkrýndir deildar- og bikarmeistarar ÍBV voru til umræðu.

Seinni bylgjan um ótrúlegt gengi ÍBV: „Þær voru orðnar þyrstar“
Í síðasta þætti Seinni bylgjunnar var farið var yfir ótrúlegt gengi ÍBV að undanförnu í Olís-deild kvenna í handbolta sem og Powerade-bikarnum sem liðið sigraði fyrir ekki svo löngu. Nú síðast varð liðið deildarmeistari í Olís og virðist vera nær óstöðvandi þegar það styttist í úrslitakeppni.

Baldur um ÍBV: „Vísbendingar um góð kaup“
Baldur Sigurðsson segir jákvæð teikn á lofti hjá ÍBV eftir gott undirbúningstímabil. Liðinu er spáð 8. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports.

Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Yfirlýsing frá Val vegna atviks í Eyjum: Nú sé mál að linni
Valsmenn hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks í leik ÍBV og Vals í Olís deild kvenna þann 28. febrúar síðastliðinn.

Eyjakonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn
ÍBV er deildarmeistari í Olís-deild kvenna í handbolta eftir öruggan 14 marka sigur gegn Selfyssingum í Suðurlandsslag í dag, 41-27.

Umfjöllun: ÍBV - Fram 24-27 | Framarar sóttu tvö mikilvæg stig til Eyja
Framarar gerðu sér lítið fyrir og unnu 27-24 sigur á ÍBV þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í Olísdeild karla í dag. Fram er nú aðeins einu stigi á eftir ÍBV í töflunni.

ÍBV einum sigri frá deildarmeistaratitlinum eftir sigur gegn KA/Þór
ÍBV er nú aðeins einum sigri frá deildarmeistaratitlinum í Olís-deild kvenna í handknattleik eftir að liðið bar sigurorð af KA/Þór í Eyjum í dag.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 28-35 | ÍBV vann sjö marka sigur í Breiðholti
ÍBV vann sjö marka sigur á ÍR-ingum 28-35. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en eftir að ÍBV skoraði sex mörk í röð um miðjan fyrri hálfleik tókst ÍR-ingum aldrei að ógna því forskoti og annar sigur Eyjamanna í röð staðreynd.

Erlingur: Pavel Miskevich átti sinn besta leik fyrir ÍBV
ÍBV vann sannfærandi sjö marka sigur á ÍR-ingum 28-35. Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með annan sigur Eyjamanna í röð.

KA mætir Val í úrslitum Lengjubikarsins
KA hafði betur gegn ÍBV í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár
Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004.

„Ég er bara á bleiku á skýi“
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var kampakátur með sigur ÍBV á Val í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöll í dag. Eyjakonur hafa þurft að bíða í talsverðan tíma eftir þessum titli en þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Eyjakvenna í nítján ár.

Sjáðu rauða spjaldið umdeilda í bikarúrslitaleik ÍBV og Vals
Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, fékk að líta beint rautt spjald í bikarúrslitaleik ÍBV og Vals sem nú fer fram í Laugardalshöllinni. Marta fór þá í andlit Theu Imani Sturludóttir í hraðaupphlaupi.

„Að slá einhvern á rassinn á ekki heima neins staðar“
„Ég er ekki glæpamaður. Það skal vera á hreinu,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hann hefur verið mikið í umræðunni eftir ásakanir um að hafa slegið í afturenda kvenkyns starfsmanns Vals á dögunum.

Umfjöllun: Hörður - ÍBV 30-33 | Harðarmenn endanlega fallnir
Eyjamenn unnu nauman sigur á Herði á Ísafirði í kvöld í Olís-deild karla. Sigurinn var langt frá því að vera auðveldur fyrir Eyjamenn en baráttuglaðir Ísfirðingar voru aldrei langt undan. Hörður leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 18-16, en ÍBV var sterkari aðilinn á síðustu andartökum leiksins og sigruðu Eyjamenn með þremur mörkum, 33-30.

„Þegar maður er kominn með líkingar við kynferðisbrotamenn þá verð ég aðeins að stoppa“
Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, segir síðustu vikur hafa verið erfiðar eftir að hann var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna.

Hrafnhildur Hanna: Erum mjög spenntar fyrir laugardeginum
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, skytta Eyjaliðsins, var ánægð frammistöðu liðsins þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Selfossi, 29-26, í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta kvenna í Laugardalshöllinni í kvöld.

Umfjöllun og myndir: ÍBV-Selfoss 29-26 | Eyjakonur mæta Val í bikarúrslitum
ÍBV, topplið Olís-deildar kvenna, mætir Val í úrslitaleik Powerade-bikarsins í handbolta kvenna en Eyjakonur lögðu Selfoss að velli í undanúrslitum keppninnar í Laugardalshöll í kvöld.

Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun
Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum.

Eyjakonur gáfu út tuttugu síðna leikskrá fyrir bikarúrslitin
Undanúrslit Powerade-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld en þetta verða fyrstu bikarúrslitin í Höllinni eftir kórónuveirufaraldurinn.

ÍBV í undanúrslit með fullt hús stiga eftir sigur á Kópavogsvelli
ÍBV vann 3-2 sigur á Breiðabliki í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Eyjamenn voru með fullt hús stiga fyrir leik kvöldsins og þurftu heimamenn þriggja marka sigur itl að komast í undanúrslit keppninnar.