ÍBV

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 1-2 | ÍBV aftur á sigurbraut

ÍBV komst aftur á sigurbraut en ÍBV hafði ekki tekist að vinna í síðustu fjórum leikjum. Leikurinn fór rólega af stað en ÍBV komst yfir þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík brotnaði algjörlega við þetta mark og ÍBV bætti við öðru marki tveimur mínútum síðar.Keflavík minnkaði forystu ÍBV í seinni hálfleik en gerði lítið til að jafna leikinn og Eyjakonur fögnuðu 1-2 sigri. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valskonur einar um að fljúga frá Íslandi

Tvö íslensku liðanna sem leika í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta munu leika einvígi sín alfarið á heimavelli en bikarmeistarar Vals spila hins vegar báða leiki sína á útivelli.

Handbolti
Fréttamynd

Sýndum mikinn karakter

„Ég held að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða í þessum leik, hann var fremur kaflaskiptur og opinn,“ sagði Perry John James Mclachan þjálfari Þór/KA eftir 3-3 jafntefli við ÍBV á Akureyri í kvöld. 

Sport
Fréttamynd

Umfjöllun: ÍBV-Fram 2-2| Allt jafnt í Eyjum

ÍBV tók á móti Fram á Hásteinsvelli í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið skorað í síðustu viðureign liðana sem endaði 3-3 og virtist engin breyting ætla að vera þar á í þessum leik. Guðmundi Magnússyni leið vel á sínum gamla heimavelli og skoraði tvö mörk fyrir Fram. Telmo Ferreira Castanheira og Alex Freyr Hilmarsson gerðu eitt mark hvor fyrir ÍBV. Lokatökur 2-2. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Öruggur sigur Eyjamanna í fyrri leiknum

ÍBV stendur vel að vígi fyrir síðari viðureigna sína við ísraelska liðið Holon en liðin eigast tvívegis við í Vestmannaeyjum um helgina í Evrópubikarkeppninni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Marka­laust í Eyjum og Valur komið níu fingur á titilinn

ÍBV og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem liðin mættust í Bestu deild kvenna í fótbolta. Jafnteflið þýðir að Valskonur, sem unnu stórsigur á KR, eru nú komnar með sex stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtal: Víkingur R.-ÍBV 2-2 | Hall­dór Smári bjargaði stigi fyrir meistarana

Íslandsmeistarar Víkings misstigu sig í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta er þeir fengu ÍBV í heimsókn í dag. Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í blálokin eftir að ÍBV hafði komist 2-0 yfir snemma leiks. Eyjamenn misstu hins vegar markmann sinn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náðu Víkingar að nýta sér það, þó ekki nægilega vel til að tryggja sér þrjú stig. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍR-ingar safna liði fyrir Olís-deildina

Nýliðar ÍR hafa fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. ÍR-ingar hafa samið við Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV og hinn unga Róbert Snær Örvarsson frá Haukum.

Handbolti