Fylkir

Fréttamynd

Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK

Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég reyndi að standa mig eins og í öllum öðrum leikjum“

Matthias Præst Nielsen var í undarlegum aðstæðum í kvöld þegar hann lék með núverandi liði sínu Fylki, gegn framtíðarliði sínu KR. Matthias klæddi sig í treyju KR undir lok félagaskiptagluggans í sumar og skrifaði undir samning, sem tekur gildi þegar tímabilinu lýkur næstu helgi. Hann segir það hafa verið svolítið skrítið en reyndi að standa sig eins og í öllum öðrum leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Árni tekur við Fylki af Rúnari

Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sakar stjórn Fylkis um ó­heiðar­leika

Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson segir stjórnarmenn knattspyrnudeildar Fylkis hafa gengið á bak orða sinna með því að hætta við að framlengja samning við hann um að þjálfa áfram kvennalið félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“

„Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn. 

Íslenski boltinn