Haukar

Fréttamynd

Allt undir í Ólafssal í kvöld: „Vil frekar að menn prjóni yfir sig“

Það ræðst í kvöld hvort lið Hauka eða Þórs úr Þorlákshöfn fer í sumarfrí og um leið verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, vill frekar að sínir menn „prjóni aðeins yfir sig“ en að þeir mæti til leiks eins og í Þorlákshöfn á laugardaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það er hel­vítis sam­heldni í okkur núna“

„Ég er ekkert eðlilega kátur og stoltur,“ sagði afar ánægður Maté Dalmay eftir glæsilegan sigur Hauka á Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í Ólafssal í kvöld. Liðið var án tveggja mikilvægra pósta í þeim Norbertas Giga og Darwin Davis Jr. Sigurinn þýðir að Haukar eru komnir 2-1 yfir í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 93-77 | Haukar sýndu klærnar

Haukar voru ekki á því að fara í sumarfrí. Haukar spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins. Líkt og í seinasta leik í Ólafssal komust Haukar tuttugu stigum yfir en Haukar höfðu lært af þeim leik. Heimakonur voru ekki að fara að tapa góðu forskoti aftur niður. Haukar unnu á endanum sextán stiga sigur 93-77.Valur leiðir einvígið 2-1. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Fögnum í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn“

Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin. 

Sport
Fréttamynd

„Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“

„Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni.

Körfubolti