

Þór/KA vann 2-1 sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í dag. Tindastóll komst snemma yfir en Þór/KA jafnaði í síðari hálfleik og skoraði skrautlegt sigurmark á lokamínútum leiksins.
Eftir að lenda undir snemma leiks kom Þór/KA til baka og vann 2-1 sigur á Tindastóli í Norðurlandaslag Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Akureyringar hafa nú unnið fyrstu tvo deildarleiki sína á tímabilinu.
Bríet Fjóla Bjarnadóttir skoraði flottasta mark 1. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Bestu Markanna. Bríet Fjóla er aðeins 15 ára gömul en á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag.
Norðankonur í Þór/KA byrja vel í Bestu deild kvenna í fótbolta en þær unnu flottan sigur í fyrstu umferðinni í gær.
Þór/KA gerði sér góða ferð suður og sigraði Víking, 4-1, í Víkinni í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld.Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru að reyna að finna taktinn í upphafi tímabilsins. Norðankonur áttu hættulegri færi eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn.
Bríet Fjóla Bjarnadóttir er enn bara fimmtán ára gömul en hefur þrátt fyrir það verið mikið á milli tannana á fólki í íslenska fótboltaheiminum. Hér er á ferðinni ein efnilegasta knattspyrnukona Íslands en Þór/KA ætlar að passa upp á sína stelpu.
Sandra María Jessen varð markadrottning í Bestu deild kvenna síðasta sumar þar sem hún skoraði 22 mörk í 23 leikjum í deildinni. Sandra María og félagar hennar í Þór/KA eru til umfjöllunar í fimmta þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi.
Valur tók á móti Þór Akureyri í 8-liða úrsltium Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik var það lið Vals sem reyndist sterkari í lokin og höfðu betur 75-70 og 3-1 í einvíginu.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þór/KA 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.
Emma Karólína Snæbjarnardóttir, leikmaður Þórs Akureyri, átti góðan leik þegar lið hennar minnkaði muninn í 2-1 í einvígi sínu gegn Val í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna.
Þórskonur frá Akureyri tryggðu sér annan leik og komu í veg fyrir að vera sópað út úr úrslitakeppninni með tólf stiga sigri á Val á Akureyri í kvöld, 72-60.
Hið stórskemmtilega pílumót Sjally Pally fór fram í Sjallanum í gær og var fullt út úr dyrum og stemningin einstök.
Jamil Abiad, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með 27 stiga sigur liðsins gegn Þór Akureyri í leik tvö í 8-liðaúrslitum úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Valur þarf einn sigur í viðbót til að fara áfram í undanúrslit.
Valskonur eru komnar í 2-0 í einvíginu gegn Þór Akureyri í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna. Valur vann öruggan sigur að Hlíðarenda í dag og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Akureyri á miðvikudag.
HK, Haukar og Þór Akureyri komust öll áfram í 32 liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld.
„Mér fannst við vera í hörku séns á vinna þennan leik þrátt fyrir þunnskipaðan hóp og án stórra pósta en fínasta frammistaða, bara leiðinlegt að þetta sveiflast til þeirra þarna í restina“, sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Val í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna en úrslitin réðust á lokamínútu leiksins.
Valur leiðir 1-0 í einvígi sínu gegn Þór Akureyri í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna eftir 86-92 sigur fyrir norðan í fyrsta leik liðanna og hirti þar með heimavallarréttinn. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.
Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla í handbolta á næsta tímabili með 37-29 sigri gegn HK í lokaumferðinni. Þá er einnig orðið ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um hitt lausa sætið.
Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja knattspyrnuvorið á sömu nótum og þær luku síðasta sumri en liðið tryggði sér Lengjubikarinn í kvöld með 4-1 sigri á Þór/KA.
Þór/KA mætti með laskað lið til leiks en sló Stjörnuna út í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í undanúrslitum Lengjubikarsins. Breiðablik bíður þeirra í úrslitaleiknum næsta sunnudag.
Grindavík vann 92-80 gegn Þór Akureyri í svakalega sveiflukenndum undanúrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfubolta. Grindavík hefndi þar með fyrir tapið gegn Þór í undanúrslitum í fyrra og mun mæta Njarðvík í úrslitaleiknum næsta laugardag.
Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta, segir mikla spennu fyrir undanúrslitaleik kvöldsins við Grindavík í bikarkeppninni. Biðin sé heldur löng eftir kvöldinu.
Eftir brösuga byrjun settu Haukar í fluggír til að leggja Þórskonur að velli í 21. umferð Bónus deildar kvenna. Leikurinn endaði 97-73 og með sigrinum tryggðu Haukar sér deildarmeistaratitilinn en þær hafa fjögurra stiga forskot á Njarðvík fyrir lokaumferðina.
Þór/KA fór í góða ferð suður í kvöld og fagnaði flottum sigri á Fylkiskonum í Lengjubikar kvenna í fótbolta.
Þór Akureyri vann sannfærandi sigur á Val þegar liðin mættust í A-riðli Bónus deildar kvenna í körfubolta.
Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í kvöld þegar Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Búið er að skipta deildinni upp í efri og neðri hluta og mættust liðin í fyrstu umferð efri hlutans í IceMar-höllinni í Njarðvík. Það er vika síðan þessi lið mættust á sama velli og þá hafði Njarðvík betur með tíu stigum. Þær bættu um betur í kvöld og höfðu að lokum þrettán stiga sigur 93-80.
Lið Þór/KA vann í dag öruggan sigur á Fram þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars kvenna í Boganum.
Það verður stór dagur í KA-heimilinu í dag þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti deildarmeistaratitlinum í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðanmenn ætla nefnilega líka að heiðra mikla hetju í leiðinni.
Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur gegn Þór Akureyri 94-80. Þetta var fimmti sigur Njarðvíkur í röð sem tryggði liðinu annað sætið áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta.